Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ■yjÁj mp/ t&M AÐL4HA F/EtZ/ÓrMEÞMéZ' Smáfólk FOR ‘TRICK ORTREAT5" I 60T TCOELVE CANDf BAR5, FOURTEEN C00RIE5, AWD THREE TU0E5 OFTOOTHPASTE^ | 4 _ jllib © 1998 United Feature Syndicate, Inc. i dipn't eet A BICYCLE.. I t/-Z BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sjónarspil Lyfju Rótarendar seldir sem rautt ginseng Frá Agnari Wilhelm Agnarssyni: FRA ungum aldri starfaði ég við fyrirtæki föður míns.heitins, Agn- ars K. Hreinssonar, en fyrirtækið bar sama nafn. Fyrirtækið var frumkvöðull hér- lendis í að flytja inn Rautt Eðal Ginseng frá Kóreu, en ég hafði lesið allt um ginseng sem mér hefur þótt Agnar wiiheim bitastætt, enda Agnarsson hef ég verið mik- ill áhugamaður um þá ágætu lækningajurt um langan aldur. Fyrir nokkru hóf Lyfja og Lyfjabúðir Hagkaups að kynna Gintee, sem þeir kölluðu nýtt Rautt Eðal Ginseng, sem þeir síð- an auglýstu sem 3 x sterkara en raunverulegt Rautt Eðal Ginseng frá Kóreu. Með þessu háttarlagi var ekki einungis verið að reyna að stela þekktu vörumerki sem hafði áunnið sér mikla viðskipta- vild heldur ranglega verið að telja neytendum trú um að um sömu vöru væri að ræða, eini munurinn væri að nýja varan væri þrisvar sinnum sterkari og jafnvel betri sem því næmi. I ljós kom að þessi nýja vara var unnin úr svokölluð- um úrgangsendum (scrap tails), sem ekki er leyft að nota í rautt ginseng frá Kóreu hvað þá Rautt Eðal Ginseng. Ennfremur leiddu rannsóknir Hollustuverndar ríkis- ins í ljós að úrgangsendarnir inni- héldu skordýraeitur yfir leyfileg- um mörkum bæði í Þýskalandi og Kóreu. Hér á landi vantar enn sem komið er reglur hvað þetta varðar fyrir náttúruvörur. Tekið skal fram að Rautt Eðal Ginseng frá Kóreu var rannsakað samhliða af Hollustuvernd ríkisins og fannst í því ekkert skordýraeitur. Þegar þetta upplýstist varð það til þess að Lyfja samdi við Eðalvörur um að hætta að kalla Gintec vör- una eðal og auglýsa hana 3 sinnum sterkari og virtist þá málið sofna í fjölmiðlum. Neytendamál Það er útaf fyrir sig gott að fyr- irtæki geti sett niður deilur en ég ætla, að fyrir neytendur ginsengs skipti máli að vita sannleika máls- ins, það er muninn á rótarbolnum og öðrum plöntuhlutum, sem stundum er reynt að drýgja afurð- irnar með þegar þær eru malaðar í hylki, til að hámarka skyndigróða vafasamra framleið- enda og óprúttinna söluaðila. í bæði Kóreu og Kína nota grasa- læknar eingöngu rótarboli en alls ekki rótarenda, sem eru skornir af og hent, þó þeir innihaidi ríflega tvisvar sinnum meira af ginsen- osíðum. Rautt kóreuginseng, sem af mörgum er talið besta ginseng- ið inniheldur 7 efnaflokka og þús- undir virkra efna og efnasam- Mismunandi hlutar ginsengjurtarinnar Blómin: Þroska fræ í fyllingu tímans. Laufin: Eru notuð í jurtate. Höfuð: Sagt hafa mótvirkandi áhrif. Er ekki notað með rótinni. Rótarbolurinn: Máttugasti hluti jurtarinnar. Stórar hliðarrætur Smærri hliðarrætur Urgangs rótarendar banda. Eins og áður sagði inni- heldur rótarbolurinn minna af sumum ginsenosíðum en mun meira af öðrum virkum efnum svo sem súrum fjölsykrungum, sem taldir eru hafa góð áhrif á áunna sykursýki, auk ýmissa annarra fjölsykrunga, sem sumir eru taldir hafa góð áhrif á ónæmiskerfið ásamt fituleysanlegum efnum, sem sýnt hefur verið fram á að hafa krabbameinshemjandi áhrif. Þannig eru önnur innihaldsefni í rótarendunum en í sjálfri rótinni og samsetning þeirra ekki eins góð. Abyrgum vísindamönnum sem til þekkja og fjallað hafa um, ber saman um að rétt samsetning virkra efna skipti meira máli en einhver massi af ginsenosíðum. Þetta ættu lyfjafræðimenntaðir að skilja. I Hávamálum stendur: „Veit-a hinn, er vætki veit, marg- ur verður af aurum api.“ I þessu samhengi er það sérstakt umhugs- unarefni að Lyfjabúðir Hagkaups hafa boðað að „kýla niður lyfja- verð“ með því að flytja inn eftirlík- ingalyf. Kóreumenn lýsa mismunandi gæðaflokkum ginsengs á ljóðræn- an hátt. Kóreska rauða ginsengrót- in er flokkuð með eftirfarandi hætti: Heilar rætur. Himneskur gæðaflokkur (1. flokkur) Jarðneskur gæðaflokkur (2. flokkur) Góður gæðaflokkur (3. flokkur, jafnframt nefndur mannflokkur) Hliðarrætur Stórar hliðarrætur Smærri hliðarrætur Urgangs rótarendar Grannir rótarendar Hugtökin hliðarrætur og rótar- endar vísa til minni rötarhluta sem vaxa út úr rótarbolnum. Blómin þroska fræ í fyllingu tím- ans. AGNAR WILHELM AGNARSSON, Leifsgötu 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Fyrir „Grikk eða gjöÞ' fékk ég télf stykki sælgæti, fjórtán smákökur og þjrár tannkremstúpur. Ég fékk ekki reiðhjól...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.