Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUNNAR HALLDOR ÁRNASON + Gunnar Halldór Árnason fædd- ist á Neðri-Bæ í Sel- árdal við Arnar- fjörð 5. apríl 1920. Hann lést á Land- spítalanum 24. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvog- skapellu 2. desem- ber. Allt frá okkar fyrsta minni var Gunnsi frændi hluti af tilveru okkar. Hann var stóri bróðir hennar mömmu og náinn vinur sem alltaf var hægt að leita til. Sambandið var mikið á milli heimilanna og vinskap- ur náinn milli þeirra systkina. Þegar við lítum til baka eiga minningamar svo greiða leið upp á yfirborðið. Stutt var í stríðnina sem var svo góðleg og einlæg. Alls konar athugasemdir komu frá honum sem okkur fannst vera svo skemmtilegar og allt að því nauðsynlegar. Það var ósjaldan að Gunnsi kom heim og bauð okkur í bfltúr á nýja bflnum sínum sem var þegið með þökkum. Fómm við rétt út fyrir bæinn t.d. að Hafravatni og Vatnsenda en okkur fannst við vera komin langt upp í sveit. Við munum vel eftir honum traustum og úrræðagóðum þegar það átti við og það var nokkuð víst að farið var eftir ráðleggingum Gunnsa. Hann gat verið fastur fyrir og þegar hann ætlaði sér eitthvað varð því ekki haggað. Eiginleiki sem kom honum oft vel. Gunnsi hafði allt það til að bera sem prýðir sannan heiðursmann. Hann koma fram af heilindum, orð skyldu standa, og þegar átti að framkvæma var það gert strax. Hann hugsaði frekar um hag ann- arra en sjálfs sín, en alltaf á sinn hljóðláta hátt. Góðmennskan var honum í blóð borin. Hann var elstur í systkinahópnum og hafði ríka ábyrgðartil- finningu gagnvart sínu fólki og var fljótt kom- inn með útrétta hjálp- arhönd ef eitthvað bjátaði á. Hann var af þeirri kynslóð sem man tím- ana tvenna en var samt alltaf tilbúinn að nýta sér nýjungar og taka þátt í framförum hvers tíma. Þegar við spurð- um hann um liðna tíð var hann hafsjór fróðleiks og gi'einagóður um ýmislegt sem tengdist lífi fólksins áður fyrr. Allt það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af alúð og kost- gæfni. Á síðustu árum styrktist sam- bandið enn frekar og þá í gegnum sameiginlegan áhuga á kálrækt. Við nutum þeiri-a forréttinda að hafa af- not af hluta af stóra garðinum þeúra í Efstasundinu. Þær voru ófáar tilraunirnar sem gerðar voru til að bæta ræktunina, og alltaf var Gunnsi tilbúinn að reyna eitthvað nýtt í þvi sambandi. Það var ómet- anlegt að fá tækifæri til að fræðast af honum og ekki varð gleðin minni á haustin þegar komið var heim með góðmetið úr garðinum. Okkur var tamt að nefna Lilju konu hans í sömu andránni og við töluðum um Gunnsa frænda. Þau eiga bæði tvö vissan sess í okkar uppeldi og minningum. Megi góður guð styrkja hana á þessari erfiðu stundu. Minning hans í hugum vina ljómar, hún er eins og þýðir mildir ómar. Saknendum í sorg hún veitir yl, sælukenndar hjörtun finna til. Hökk í huga kveðjum vér þig, bróðir. Á kveðjustund gerast flestir hljóðir. Tilfinningar tala meira þá en tungur vorar megna’ að skýra frá. Vertu sæll! Og far í Drottins friði. Fagna vinir þér á nýju sviði. Það er fagurt, þar er gleði’ á brá. Þar er gott að lifa drottni hjá. (Böðvar Bjarnason.) Með virðingu og þökk kveðjum við góðan frænda. Blessuð sé minning hans. Bergljót og Ólöf. ÞORSTEINN SIGURÐSSON + Þorsteinn Sig- urðsson, fyrrv. forstjóri J.P. Pét- urssonar, fæddist í Reykjavík 9. mars 1920. Hann lést á Landakoti 2. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 6. nóvember. Þorsteinn Sigurðsson er látinn, andlátsfréttin barst okkur frá vina- fólki á Islandi. Margar góðar minningar leita á hugann og langar mig nú, enda þótt nokkuð sé um liðið, að rifja upp það minnis- stæðasta eftir margra áratuga vin- áttu við Þorstein og síðar einnig við konu hans og börn. Það mun hafa verið í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar að Þor- steinn réðst til starfa að gróðrar- stöðinni á Reykjum í Mosfellssveit, sem þá var í eigu Guðmundar Jóns- sonar og Bjarna Ásgeirssonar en faðir minn, Niels Tybjerg, var þar framkvæmdastjóri á þessum tíma. Eg minnist þess að Þorsteinn var á þessum árum ft-emur hlédrægur ungur maður, en vingjarnlegur og skjótráður - hann hafði svörin jafn- an á reiðum höndum. Aldrei sá ég Þorstein koma gangandi á leið sinni, hann hljóp jafnan við fót. Þorsteinn aðlagaðist fljótlega fjöl- skyldu minni og í nokkur ár átti hann heimili á Bjargi, nálægt garð- yrkjustöðinni, ásamt öðrum starfs- mönnum þar. Vegna hæfileika sinna og þekkingar á sviði verslunar var honum fljótlega falið að sjá um sölu á allri framleiðslu gróðrarstöðvarinn- ar, og þá ekki eingöngu gróðrar- stöðvarinnar á Reykj- um heldur einnig í vax- andi mæli annarra aðila á sama sviði. Þessu starfi sinnti hann áfram í fjölda ára eftir að fjöl- skylda mín fluttist al- farin til Danmerkur ár- ið 1948. Þorsteinn var okkur börnunum afar góður. Hann átti jafn- an til sælgæti í fórum sínum og veitti vel og við krakkarnir höfum líklega hesthúsað all- mörg kfló af sælgæti á þessum árum. Áhugi minn á frímerkjum á líka rætur sín- ar að rekja til þessara góðu ára í æsku þegar ég var samvistum við Þorstein. Síðar eftir að við settumst að í Danmörku treystum við vin- áttuböndin með því að skiptast á bréfum og heimsóknum. Þorsteinn talaði og skrifaði nánast lýtalausa dönsku og ég reyndi að halda ís- lenskunni við. Árið 1957 dvöldum við hjónin hjá vinafólki okkar í Reykjavflc. Þá starf- aði ég hjá fyrirtæki J.P. Péturssonar en Þorsteinn var þá orðinn forstjóri fyrirtækisins. Síðan höfum við nokkrum sinnum ferðast saman um Suðurland, m.a. til Þingvalla og riðið út á hestum Jóns bónda á Reykjum. Síðast bar fundum okkar Þorsteins saman á árunum 1991-1992. Eftir það hef ég jafnan á ferðum mínum til Is- lands haft samband við konu hans, Ingu Lilly, til þess að geta fylgst með líðan hans. Löngum og afkastamiklum lífsferli er lokið - hugur okkar dvelur nú hjá þeim sem eftir lifa. Blessuð sé minn- ing Þorsteins Sigurðssonar. Ebba og Arne Tybjerg, Haderslev, Danmörku. ÞEIR sem veiða sjóbirting snemma á vorin og seint á haustin geta lent í verri veðurfarslegum hremmingum heldur en allur þorri stangaveiðimanna. En þeir uppskera einnig oft ríkulega. ingur eigi það til að ganga mjög seint og á árum áður voru alltaf nokkrir sérvitringar sem voru að veiða alveg fram undir jól. í krafti þessa hafa ýmsir viljað lengja haustveiðina í ánum jafnvel á kostnað vorveiðanna, sem raunar hafa verið aflagðar víða á þeim forsendum að sami fiskurinn verði ekki veiddur tvisvar, a.m.k. ef miðað er við gamlar íslenskar hefðir sem felast í að drepa aflann og nýta. Vaxandi vandamál Selir eru til vaxandi vandræða í laxveiðiám hér á landi. Ekki skal um það fullyrt að þeim hafi fjölg- að, en síðustu sumur hafa verið margar sögur um að selir hafi jafnvel gengið langt upp í lax- veiðiár með tilheyrandi áhrifum á veiðiskap. Hítará er gott dæmi. Dæmi um þetta frá síðasta sumri var Sogið, en selur kom a.m.k. í tvígang inn á Aiviðrusvæðið síðla sumars og elti þar laxahópa fram og til baka. Bændur sem áttu netaveiði héldu sel nokkuð niðri, en eftir að flestar eða allar laxa- netalagnir hafa verið keyptar upp eða leigðar hefur þetta aðhald sveitamanna minnkað. Dæmi eru þó um að leigutakar hafi passað vel upp á sitt. Dæmi um það er frá Straumfjarðará, en ellefu selir voru skotnir við ósa hennar síð- asta sumar. HELGI HANNESSON Það var mál manna að sjóbirt- ingsveiði hefði ekki verið jafn góð á síðasta hausti og síðustu 2-3 haust. Haft hefur verið á orði að stofnar sjóbirtings sveiflist og sé óhætt að reikna með tíu ára kúrfu, ekki ósvipað og hjá rjúp- unni. Samkvæmt þeirri kenningu hafi síðasta haust verið það fyrsta í niðursveiflunni. Þetta er dapur- leg kenning fyrii' stangaveiði- menn, því ef satt er má búast við minnkandi veiði næstu vor, sumur og haust. Hitt er svo annað mál að þrátt fyrir lægri veiðitölur síðasta haust heldur en t.d. á vertíðinni 1997 bar nokkuð á mjög síðbúnum göngum. Dæmi um þetta var t.d. í Geir- landsá þar sem veiði var í sjálfu sér prýðileg, en samt 100 birting- um minni heldur en 1997. Þar fundu menn í lokahollinu 9,- lO.október fyrir því að bjartur fiskur var að ganga, bæði geld- fiskur og stærri fiskar í bland. Þá var næstum aflabrestur í Hörgsá á Síðu, sem er ein af betri sjóbirt- ingsánum, en samt sáu menn þar mikinn fisk, sérstaklega neðan til, eftir að veiðitíma lauk. Þetta kem- ur heim og saman við það sem alltaf hefur verið vitað, að sjóbirt- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Það var nóg af sjó- birtingi gæða, en lagði þó nótt við dag til að skapa þjóðinni auð, sem oft- ast féll öðram í skaut að njóta. Gegn slíku óréttlæti vora menn eins og Helgi vígðir til að vinna. Þeir höfðu atvinnu sem refsihönd vinnuveitenda náði ekki til, þess vegna treystu þeir sér í slag- inn og verkafólk fagn- aði slíkum stuðningi manna sem það gat treyst. Allt framlag þessara manna í þágu verkalýðshreyfingarinnar er því merkilegra og þakkarverðai’a þeg- ar haft er í huga að allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu, samhhða hfsstarfi við kennslu eða önnur störf. Helgi Hannesson var formaður Baldm’s á umbrotatímum frá 1939 til 1949, en í stjórn félagsins frá 1932, þessi ártöl sýna þann eigin- leika hans að hlaupa aldrei frá óloknu verki. Hann sleppti ekki hendinni af félögum sínum fyrr en hann var kahaður til enn mikilvæg- ari trúnaðarstarfa hjá heildarsam- tökunum sem forseti ASÍ. Sem virðingarvott fyiir öll hans störf í þágu Baldurs var hann kjör- inn heiðursfélagi og verðskuldaði sannarlega þann heiður. Verkalýðsfélagið Baldur sendir eiginkonu og afkomendum samúð- arkveðjur. Verkalýðshreyfíngin kveður góð- an félaga og traustan foringja. Pétur Sigurðsson. + Helgi Hannes- son fæddist á Dynjanda í Jökul- Ijörðuin 18. apríl 1907. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði 30. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 10. desember. Kveðja að vestan Helga Hannesson, fyrrverandi formann V erkalýðsfélagsins Baldurs á Isafirði kveðjum við í dag með söknuði, en fyrst og fremst með þakklátum huga fyrir öll hans mikilvægu störf í þágu verkafólks á Isafirði og landinu öllu. Helgi var, eins og svo margir af hans kynslóð, hertur af kjöram sem alþýðufólk ólst upp við á þeim tíma. Fátækt og réttlítið fólk, sem ekki hafði annað en hendur sínar til að vinna sér framfærslu, átti ekki í mörg skjól að leita. Verka- lýðsfélögin voru því oft sá vett- vangur sem gat gert drauma þess um betra líf að veraleika. Helgi tók þátt í því starfi strax sem ungur maður og síðan sem fulltíða, að lok- inni skólagöngu í kennarafræðum. Margir kennarar vora áberandi í forustusveit verkafólks og sjó- manna á Isafirði og víðar. Það var eins og þessir menn teldu það skyldu sína að halda áfram starfinu til að auka réttindi fólks sem ekki átti mikla möguleika til hfsins Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni i bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinai’ um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir. greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.