Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fyrirlestur til minningar um Vilhjálm Stefánsson Unnið að áætlun um sjálf- bæra þróun á norðurslóð * Aætlun um sjálfbæra þróun á norðurslóð- um var meginviðfangsefni erindis sem dr. Oran R. Young, prófessor og forstöðu- maður við Stofnun í arktískum fræðum við háskólann í Dartmouth í Bandaríkjun- um, flutti á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri á þriðjudag. Auðunn Arnórsson ræddi við Young um efni fyrirlestrarins. FYRIRLESTUR Youngs vai' fyrsti formlegi minningarfyrirlesturinn um Vilhjálm Stefánsson, sem stofn- unin sem kennd er við hinn kunna vestur-íslenzka frumkvöðul norður- slóðarannsókna stendur fyrir - við lok fyrsta starfsárs hennar - en að sögn Níelsar Einarssonar, forstöðu- manns stofnunarinnar, er ætlunin að gera slíka fyrirlestra að árvissum viðburði. Stofnuninni er ætlað að vera samstarfsvettvangur þeirra sem sinna málefnum norðurslóða og að efla þátttöku Islendinga í al- þjóðasamstai'fí á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfísrannsókna. Young er prófessor í umhverfís- fræðum og þekktur fræðimaður á sviði auðlindastjórnunar og áhrifa hnattrænna umhverfis- ------------ breytinga á norðurslóð- um. Eftir hann liggur fjöldi fræðirita á þessu sviði. í samtali við Morgun- blaðið segir Young að áhugi sinn beinist einkum að alþjóðlegri samvinnu um málefni norðurslóða. Þessi samvinna skiptist í tvennt eftir eðli sínu, þ.e. samvinnu vísindamanna og samvinnu manna sem koma að stefnumörkun, þ.e. stjómmála- og embættismanna. A síðastliðnum tíu árum hefur orðið hálfgerð bylting í alþjóðlegri sam- vinnu á þessu sviði; ríkin átta sem landsvæðin í kring um norðurheim- skautið heyra undir hafa tekið upp samstarf á ýmsum sviðum sem áður var aðeins mögulegt í smærri eining- um, svo sem milli Norðurlandanna. Þörf á að finna nýja nálgun sem ailir geta sætzt á Til glöggvunar skal hér nefnt, að þau landsvæði sem átt er við era Is- land, Grænland, Færeyjar, norður- héruð Skandinavíu, Rússlands og Kanada, auk Alaska. Or þróun á síðustu árum „Aður fyrr, á dögum kalda stríðs- ins, voru möguleikarnir á alþjóð- legi'i samvinnu mjög takmarkaðir," segir Young. Því sé það mjög at- hyglisvert að verða vitni að því hve hratt þau alþjóðlegu samvinnuverk- efni, sem efnt hefði verið til, hefðu þróazt frá lokum kalda stríðsins, „eða öllu heldur frá því Sovétiíkin byrjuðu að riða til falls,“ segir Young, og vitnar til ræðu sem síð- asti Sovétleiðtoginn, Míkhaíl Gor- batsjov, hefði haldið árið 1987 (árið eftir Reykja- víkurfund hans með Ron- ald Reagan Bandaríkja- forseta). „Glasnost" og „perestrojka", hin nýja „opnunarstefna" Sovét- leiðtogans, hefði skilað sér í nánari tengslum vísindamanna Rússlands og Vesturlanda, og fleiri aðila sem létu sig málefni norður- slóða varða. Árið 1989 var Alþjóðlega vísinda- nefndin um rannsóknir á norður- skautssvæðinu, IASC, sett á lagg- irnar. Þremur árum síðar sam- þykktu stærstu löndin áætlun til verndar norðurheimskautsumhverf- inu (AEPS) og hefur ísland komið að hlutaáætlunum hennar. Og fyrir tveimur árum var Norðurheim- skautsráðið stofnað, með aðild allra Nýtt Nýtt - Engar pillur! Megrunarúðinn frá Kare Mor slær í gegn. Ekkert samviskubit yfir jólin, þú nýtur jólanna og lætur hinn byltingarkennda megrunarúða frá Kare Mor vinna verkið. í honum eru áhrifamiklir fitubrennar- ar auk nauðsynlegra vítamína. Bæði lundin og líkaminn verða léttari. ENGIN FYLLINGAREFNINÉ ÓÆSKILEG AUKAEFNI. Upplýsingar hjá Frídu s. 5657808, Kristín s. 4267043, Þórunni s. 898 8220 og Kristínu s. 426 7043. Aðeins kr. 2.500,- mánaðarskammtur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Oran R. Young átta ríkja (íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada). Með því hófst heildarsam- starf um málefni norðurslóða upp á milliríkja- og ríkisstjómarstig. „I Ottawa-yfírlýsingunni [stofn- skrá Norðurskautsráðsins] segir, að Norðurskautsráðið eigi að taka við og halda áfram þeim skipulögðu verkefnum sem farið hefðu af stað undir AEPS,“ segir Young. A meðal undiráætlana AEPS eru AMAP, umhverfiseftirlits- og matsáætlun norðurskautssvæða og CAFF, starfshópur um verndun lífríkis á norðurslóðum (Working Group on the Conservation of Aretic Flora and Fauna), en hann hefur aðsetur á Akureyri. Skuldbinding í stofnskrá Norð- urskautsráðsins „Þá segir í Ottawa-yfirlýsingunni, að Norðurskautsráðið skuli til við- bótar því að halda áfram umhverfis- verndaráætluninni gera áætlun um sjálfbæra þróun,“ segir Young. Það hafi hins vegar sýnt sig á þeim tíma sem liðinn er frá því Ottawa-yfirlýs- ingin var undirrituð að ráðinu hefur reynzt erfitt að leggja drög að slíkri áætlun um sjálfbæra þróun. „Það hefur farið fram víðtæk umræða, en ekkert samkomulag náðst um hver grundvallaratriðin í slíkri áætlun eigi að vera,“ segir Young. I fyrirlestrinum á Akureyri bauð Young upp á það sem að hans áliti gæti nýtzt sem grundvöllur að slíku samkomulagi. „Hvemig getum við mótað og þróað grundvallarupp- byggingu áætlunar um sjálfbæra þróun fyrir Norðurheimskautsráð- ið?“ var útgangsspuming Youngs. „Eitt af því sem gerðist þegar ver- ið var að undirbúa AEPS, sem varð að veruleika með Rovaniemi-yfii'lýs- ingunni frá 1991, var að búin voru til drög að áætluninni í formi vinnuplaggs, sem nýttist í samninga- viðræðum sem grundvöllur þess sem :: : Mikið úrval af glæsilegum fatnaði síðan var samþykkt í Rovaniemi. Fyrir stofnfund Norðurskautsráðs- ins í Ottawa tókst okkur ekki að leggja fram sambærileg drög að áætlun um sjálfbæra þróun, sem hefði verið hægt að samþykkja þá á sama hátt og umhverfisvemdaráætl- unin var samþykkt í Rovaniemi. Nú hefur Norðurskautsráðið því það hlutverk að þróa áætlun um sjálf- bæra þróun, en hefur engin drög að styðjast við,“ segir Young. I fyrirlestrinum rakti Young hvernig hægt væri að bæta úr þessu, þ.e. hann lagði sem vísindamaður fram tillögu að drögum að áætlun um sjálfbæra þróun á norðurslóðum, sem stjómmála- og embættismenn frá aðildarríkjum Norðurskautsráðs- ins gætu notað sem grandvöll samn- inga um slíka áætlun. Óformlegl samráð lykilmanna til að liðka fyrir samningum „Hér komum við að athyglisverðu atriði," segir Young. „Ég legg til að við komum á fót óformlegu sam- ráðsferli, þar sem lykilmenn í ákvarðanatökunni í málinu væru kallaðir saman til óformlegra við- ræðna, þar sem þátttakan væri á persónulegum forsendum, ekki op- inberam." Hugmyndin væri að þessir lykilmenn, vísindamenn og embættismenn, 20 talsins eða svo, kæmu saman til að ræða vandamál- in óformlega, án skuldbindinga. I lok níunda áratugarins segir Young að skapaður hefði verið svipaður vettvangur, vinnuhópur um alþjóðleg norðurslóðasamskipti (Working Group on Arct- ic International Relations). í honum hefðu tekið þátt menn frá ”“““ öllum ríkjunum átta, þar á meðal embættismenn úr utanríkisráðu- neytunum í Moskvu og Washington. „Þetta var í fyrsta sinn sem þessir menn ræddust við óformlega," segir Young. Þar sem þátttakendur í um- ræðum á þessum vettvangi voru ekki bundnir af opinberri afstöðu stjórnvalda hvers lands fyrir sig og þurftu ekki að undirrita neinar yfir- lýsingar eða þess háttar, var hægt að taka vandamálin fyrir með mark- vissari hætti, einangra ásteytingar- steinana og liðka þannig fyrir sam- komulagi. Young bendir á, að fyrsti fundur þessa vinnuhóps hafi farið fram í Hveragerði árið 1988. Þetta er hugmyndin að endur- taka til að liðka fyrir samkomulagi um bindandi áætlun um sjálfbæra þróun á norðurslóðum. I opinberum viðræðum á vettvangi Norður- skautsráðsins hefur ágreiningur verið mjög greinilegur hvað varðar hugmyndina um sjálfbæra þróun. Þar hafa það reyndar verið banda- rísk stjómvöld, sem hafa stigið fast- ast á bremsuna. „Þess vegna verðum við að fmna einhverja þægilega leið til að leysa Sjálfbær nýt- ing sjávar- spendýra fell- ur undir sjálf- bæra þróun ágreininginn án þess að nokkrum þyki hætta á að einn sé að „vinna“ og annar að „tapa“; við þurfum að finna einhverja nýja hugsun, nýja nálgun að vandamálunum, sem allir geta sætzt á,“ segir Young. Pólitískt viðkvæm atriði Næsti ráðherrafundur Norður- skautsráðsins verður haustið 2000. Æskilegt væri, að mati Youngs, ef takast mætti fyrir þann tíma að komast að samkomulagi um drög að áætlun um sjálfbæra þróun, sem hægt yrði að ræða á ráðherrafund- inum. Ljóst sé að vísu að tillit þurfi að taka til svo margra atriða, sem sum séu pólitískt mjög viðkvæm, að ekki sé víst að úr rætist fyrr en að lengri tíma liðnum. Hitt sé ljóst, að áríðandi sé að finna lausn, því mikið sé í húfi fyrir hagsmuni norður- heimskautssvæðisins. En hvað er það sem er svona mikill ágreiningur um? Nefna má, að meðal þess sem hugtakið sjálf- bær þróun nær yfír er sjálfbær nýt- ing náttúraauðlinda, sem í sam- hengi norðurslóða á ekki sízt við um nýtingu sjávarspendýrastofna. I Ijósi þess hve veiðar á hval, sel, rostung o.s.frv. eru viðkvæmt mál víða um heim er ekki erfitt að sjá fyrir sér að t.d. bandarískir emb- ættismenn eiga í erfiðleikum með að fallast opinberlega á áætlanir sem fela meðal annars í sér viður- kenningu á réttmæti slíkra veiða. Fjórskipt áætlun í tillögu Youngs, sem hann kynnti á Akureyri að drögum að áætlun um sjálfbæra þróun á norð- urslóðum, er lagt til að áætlunin skiptist í fjögur svið. Fyrst er stjórnun á nýtingu lifandi auðlinda norðurslóða, þ.e. auðlinda hafsins, skóga o.fl. Undir þetta svið fellur m.a. hvernig bregðast skuli við starfsemi róttækra dýraverndun- arsinna, en meginverkefnið er þó að finna leiðir til að stjórna nýtingu auðlindanna á sjálfbær- an hátt og í sátt við menningarlegar og fé- lagslegar aðstæður og hefðir fólksins sem býr á norðurhjara. Annað sviðið, sem ““““ Young leggm- til, nær til þess hvernig stýra skuli og bregðast á sjálfbæran hátt við áhrifum iðnað- ar á náttúra og mannlíf norðurslóða. í þriðja lagi leggur Young til að gef- inn skuli gaumur að sjálfbærri byggðaþróun á norðurslóðum, og loks í fjórða lagi hvemig vemda beri norðurskautssvæðið fyrir ytri þiýst- ingi. Þessi þrýstingur getur verið margs konar, að mati Youngs. Fyi'st sé það mengun sem berist úr suðri og safnist upp t.d. í lífkeðju norður- slóða. Dæmi um þetta sé þung- málmamengun. Reyna beri að sam- eina krafta þeirra sem bera hags- muni norðurslóða fyrir brjósti með alþjóðlegum umhverfisverndarsam- tökum, sem berjast fyrir málefnum sem norðurslóðum er hagur í. Young bendir á, að Aætlunin um vernd norðurheimskautsumhverfis- ins (AEPS) frá 1991 hafi skipzt í fjögur undirsvið. Því hafi sér þótt ráðlegt að leggja til að væntanleg áætlun um sjálfbæra þróun, sem ætti að verða hliðstæð AEPS sem verkefni undir hatti Norðurheim- skautsráðsins, skiptist einnig í fjög- ur undirsvið. Nú er bara eftir að sjá hvað úr verður. Hagsmunir sjávarbyggða verði í fyrirrúmi Giraanon Reykjavíkurvegi 64, simi 565 1147 BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur fjallaði á fundi á fimmtudag um fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og í bókun sem hún hefur sent frá sér er tekið ein- dregið undir ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og þess krafist að við væntanlegar lagabreytingar á lögum um stjórn fiskveiða verði hagsmunir sjávar- byggða hafðir í fyrirrúmi. Bæjarstjórn ítrekar fyrri áskorun sína vegna sama máls til alþingis frá 21. október 1997 og skorar á sjávarútvegsráðherra og alþingi að íhuga vel og vandlega afleiðingar núverandi frumvarps að lagabreyt- ingum verði þau samþykkt. Bent er á að í sóknarkerfi njóta sjávar- byggðir á Vestfjörðum nálægðar- innar við fiskimiðin. Þá krefst bæjarstjórnin þess að allar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða stuðli að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna íslandsmiða um leið og lögin tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.