Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN GEÐSVIÐ SJÚKRAHÚSS REYKJAVÍKUR 30 ÁRA GEÐDEILD Sjákrahúss Reykja- víkur, áður geðdeild Bcrgarspítalans, hóf strrfsemi sína 25. júní 1968 og eru því 30 ár liðin frá því að geðdeild var opnuð við Borgarspítalann. Það var með fram- sýnu hugarfari að heilbrigðisyftrvöld Reykjavíkurborgar brutu þannig blað í sögu geðlækninga hérlendis og opnuðu fyrstu geðdeildina við deildaskipt sjúkra- hús. Að sönnu urðu þarna tímamót. Geðsvið Sjúkrahúss Reykjavíkur og starfsemi þess hefur löngum mót- ast. mjög af nálægð við aðrar deildir spitalans, ekki sízt slysa- og bráða- móttöku. Starfsemi sviðsins hefur á undanfómum árum tekið miklum broytingum í kjölfar aukinnar þjón- ustu við geðsjúka í þjóðfélaginu og var bráðaþjónusta geðdeildar stofn- uð við slysa- og bráðamóttöku (sem þá hét slysadeild) árið 1982. Verksvið geðsviðs hefur verið fjöl- þættara en ella bæði vegna tengsla við slysa- og bráðamóttöku og svo staðsetningarinnar inni á almennu, deildaskiptu sjúkrahúsi. Það hefur verið samstillt átak hjá starfsfólki sviðsins að halda starfseminni gang- andi í gegnum súrt og sætt og er framlag þeirra til sjúkrahússins ómetanlegt. Sé litið til forsögu geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur er aðdrag- andinn orðinn ærið langur. A árun- um kringum 1950 var orðin mikill og almennur skortur á rúmum á sjúkra- húsum. Engin sjúkrahús höfðu bæst vio í Reykjavík frá því er Landspítal- inn var tekinn í notkun 1930 nema Sjúkrahús Hvítabandsins árið 1934 og Fæðingadeild Landspítalans 1949. Þetta varð til þess að borgar- stjóm Reykjavíkur ákvað að opna eigið sjúkrahús og var byrjað að grafa fyrir Borgarspítalanum sem tekinn var í notkun á sjöunda ára- tugnum. Um leið og byrjað var að grafa fyrir Borgarspítalanum tók ríkið við sér og byrjað var að undir- búa viðbyggingu við Landspítala. Kom þá strax í Ijós það gildi sem að- hald fleiri þjónustuaðila hefur. Frá árinu 1964 var fengizt við lækningar og hjúkmn geðsjúkdóma á Farsótt- arsjúkrahúsinu sem starfrækt var í Þingholtsstræti í Reykjavík. For- stöðukona á þessum ámm var María Maack og í samvinnu við hana fóru geðlæknarnir Grímur Magnússon og Kristján Þorvarðarson að leggja þai- inn sjúklinga. Sá fyrrnefndi starfaði á Sólheimum í Grímsnesi en Kristján var starfandi á Hvítabandinu og síð- ar í Amarholti. Seinna urðu bæði Arnarholt og Hvítaband hluti af geð- deild Borgarspítala, Arnarholt 1972 og Hvítaband 1979. Farsóttarsjúkrahúsið í Þingholts- stræti þjónaði sjúklingum sem urðu fórnarlömb mænuveikifaraldurs, sem gekk hér árið 1955, en upp frá því var meðferð geðsjúklinga í aukn- um mæli stunduð innan sjúkrastofn- ana. Með ofangreindum læknum starfaði einnig Kjai'tan Guðmunds- son fyrrum prófessor í taugasjúk- dómafræði og upp úr 1960 kom þar til starfa Þorgeir Jónsson læknir, sem starfaði síðan við geðdeild Borg- arspítalans þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Árið 1964 réðst Láms Helgason yfirlæknir, þá nýkominn úr námi, til starfa á Farsóttarsjúkrahúsinu og má telja, að þar hafí verið kominn vísirinn að geðdeild þeirri sem síðan fluttist í heilu lagi á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi 25. júní 1968. Eftir stofnun geðdeildar í Foss- vogi var fyrsti yfirlæknir deildarinn- ar Karl Strand, sem hafði verið feng- inn til starfa frá Englandi þar sem hann hafði starfað við geðlækningar um árabil. Undir forystu Karls Strand mótaðist geðdeildin á næstu ámm og með atorku hans og fram- sýni í samvinnu við dugmikla braut- ryðjendur sem réðust til starfa á deildinni, tókst að byggja upp öfluga deildarstarfsemi. Karl lét af störfum fyrir aldurs sakir 1982 og lézt hann 14. ágúst á þessu ári og er honum þökkuð sam- fylgdin og hið óeigingjarna starf. Frú Margréti ekkju hans eru sendar samúðarkveðjur. Við starfi Karls tók Hannes Pét- ursson yfirlæknir, sem lét af störfum síðasta sumar, er hann var skipaður prófessor í geðlækningum við Há- skóla íslands og tók við forstöðu geðdeildar Landspítala. Undir far- Sjúkrahús Reykjavíkur hefur á síðustu árum vaxið verulega, segja Halldór Kolbeinsson og Guðný Anna Arn- þórsdóttir, og er flest- um ljós nauðsyn þess að háskólasjúkrahús af þessari stærð hafí á að skipa öflugri geðdeild. sælli forystu Hannesar mótaðist deildin á næstu árum og það var ánægjuefni fyrir okkur sem þetta ritum, að fá að starfa náið með Hannesi að uppbyggingu geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkrun- arframkvæmdastjórar sem störfuðu við hlið Karls og Hannesar og áttu ekki síður þátt í faglegri uppbygg- ingu vom Edith Jónsson, Hanna María Gunnarsdóttir og síðar Steina Scheving. Með krafti og framsýni tókst Hannesi og hans samverkafólki að byggja upp öflugt geðsvið, sem tók sífelldum breytingum í kjölfar auk- innar kröfu um þjónustu við geð- sjúka í samfélaginu. Hannes stuðlaði að því, ásamt fleirum, að geðdeild Borgarspítalans átti frumkvæði að opnun bráðaþjónustu við geðsjúka við slysa- og bráðamóttöku í árslok 1982, eins og fyrr er getið. Við geðsvið Sjúkrahúss Reykja- víkur er í dag starfrækt eftirtalin þjónusta: 1) Bráðamóttaka sú er áður er getið við slysa- og bráðamóttöku, þar sem læknir af geðsviði er á forvakt og sérfræðingur í geðlækningum á bakvakt allan sólarhringinn alla daga ársins. 2) A deild A-2 í sjúkrahúsinu í Fossvogi er starfrækt bráðageðdeild með 24 rúmum. Þar fer fram hefð- bundin geðhjúkrunar- og geðlæknis- meðferð, iðju- og sjúkraþjálfun og fræðsla fyrir sjúklinga og aðstand- endur. A deildinni starí'a aðstoðarmenn við aðhlynningu, sjúkraliðar, læknar, hjúkmnarfræðingar, þroskaþjálfi, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðju- þjálfar, aðstoðarmenn iðjuþjálfa og ritari. A bráðamóttöku A-2 geðsviðs fer fram greining og fyrsta meðferð. Þaðan útskrifast sjúklingar í eftir- og viðhaldsmeðferð á Hvítabandið við Skólavörðustíg eða til lengri vist- unar og meðferðar í Arnarholti, Kjalarnesi. 3) Á Hvítabandi við Skólavörðu- stíg em starfræktar þrjár deildir, V- 1, V-2 og V-3, dagdeild, göngudeild og sérhæfð hópmeðferðardeild. Á deildum Hvítabands fer fram félags- leg þjálfun, lyfja- og viðtalsmeðferð, iðjuþjálfun, listmeðferð, sérhæfð sjúkraþjálfun og önnur einstaklings- hæfð meðferð. Á deildunum geta verið um 80-100 einstaklingar í með- ferð á hverjum tíma. Við deildir V-l, V-2 og V-3 starfa hjúkrunarfræðing- ar, iðjuþjálfi, starfsfólk í iðjuþjálfun, listmeðferðarfræðingur, sjúkraþjálf- ari, félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, ritari og húsvörður. 4) í Arnarholti á Kjalarnesi eru tvær deildir, T-1 og T-2, þar sem samtals em 35 rúm fyrir geðfatlaða með langvinna geðsjúkdóma. Á þess- um deildum dvelja margir sjúklingar áratugum saman. Þar er áherzla lögð á heimilislegt umhverfi og við- hald félagslegrar færni. Meðalaldur sjúklinga á þessum deildum er um 70 ár. Þá er og í Arnarholti rekin 12 rúma áfangadeild fyrir geðfatlaða í endurhæfingu þar sem lögð er áherzla á heimilislegt umhverfi og þjálfun til sjálfumönnunar og sjálf- bjargar. Þar er meðalaldur sjúklinga 44 ár. Einnig koma nokkrir sjúkling- ar daglega í Amarholt og njóta þar vinnuþjálfunar í steypuvinnu og fag- legs eftirlits. I Ai'narholti eru auk sjúkradeilda og áfangadeildar, mötu- neyti og eldhús, þvottahús, iðjuþjálf- un, sjúkraþjálfunaraðstaða og steypuvinnsla. Á staðnum starfa starfsmenn við aðhlynningu, sjúkra- liðar, umsjónarmaður fasteigna, starfsmenn við ræstingu, starfsfólk í iðjuþjálfun og steypuvinnslu, starfs- fólk í eldhúsi, starfsfólk í þvottahúsi, hjúkrunarfræðingar og læknar. Núverandi stjómendur geðsviðs hafa reynt að halda áfram því upp- byggingarstarfi sem framkvöðlar að stofnun geðdeildar Borgarspítalans hófu á sínum tíma. Reksturinn hefur einkennzt nokkuð af vaxandi um- fangi, einkum með tilkomu bráða- þjónustunnar, sem fyrr er nefnd svo og aukinnar verkaskiptingar milli geðdeildanna hér á höfuðborgar- svæðinu. Þá hafa verkefni tengd öðr- um deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur farið vaxandi. Sú samvinna hefur verið með miklum ágætum Það sem hefur einkum háð rekstri deilda geðsviðs, eins og raunar fleiri deilda sjúkrahússins, er skortur á rými. Reynt hefur verið að leysa þann vanda að hluta með því að nýta og auka dagvistunarúrræði. Sjúkra- hús Reykjavíkur hefur á síðustu ár- um vaxið veralega og er flestum ljós nauðsyn þess að háskólasjúkrahús af þessari stærð hafi á að skipa öflugri geðdeild. Háskólakennsla í geðlæknisfræði hófst við deildina íyrir 10 ánim og í geðhjúkrunarfræði fyrir 16 áram. Á geðsviðinu hafa farið fram fræðileg- ar og hagnýtar rannsóknir á erfða- þáttum geðsjúkdóma og lyfhrifum. Þegar til lengri tíma er litið, er aug- ljóst að geðdeildarþjónusta verður vaxandi þáttur í sjúkrahúsi á stærð við Sjúkrahús Reykjavíkur og menn munu í auknum mæli gera sér grein fyrir þeirri sköran, sem er milli geð- rænna og líkamlegra sjúkdóma. Það lítur út fyrir að þekkingarþróun í geðlæknisfræði verði mjög ör næstu árin og mun þessi skörun þá verða enn meira áberandi. Það er mat flestra þeirra sem að málefnum geð- sjúkra koma að mikilvægt sé að reka geðdeildir við Sjúkrahús Reykjavíkur, bæði með tilliti til fag- legrar samkeppni við aðrar geð- deildir, svo og með tilliti til biýnna þarfa deilda Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Á þessum tímamótum viljum við þakka öllu starfsfólki hið mikilvæga framlag þeirra og góða samvinnu. Við leggjum áherzlu á að á geðsvið- inu er afar þýðingarmikið að eiga kost á slíku öndvegisfólki sem verið hefur drifkraftur og uppistaða í starfinu allt frá upphafi. Við þökkum núverandi og fyrrver- andi starfsmönnum fyrir þá alúð sem þeir hafa lagt í störf sín og fyrir góða samvinnu. Von okkar er sú, að okk- ur, núverandi starfsmönnum geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, takist að halda áfram uppbyggingu á þeim góða grunni sem lagður var fyrir 30 áram með stofnun geðdeild- ar Borgarspítalans. Halldór er gcðlœknir og forstöðu- læknir geðsviðs Sjúkrahúss Reykja- víkur. Guðný Anna cr geðhjúkrunarfræð- ingur og hjúkrunarframkvæmda- stjóri við geðsvið Sjúkrahúss Reykjavikur. Verslanir í miiorginni eru opnar lil kl. 22.00 í kvold ■~mk. •4^ og til kl. 18.00 á sunnudag ■ Jf-'-Av ’fpK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.