Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 70

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 70
70 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN GEÐSVIÐ SJÚKRAHÚSS REYKJAVÍKUR 30 ÁRA GEÐDEILD Sjákrahúss Reykja- víkur, áður geðdeild Bcrgarspítalans, hóf strrfsemi sína 25. júní 1968 og eru því 30 ár liðin frá því að geðdeild var opnuð við Borgarspítalann. Það var með fram- sýnu hugarfari að heilbrigðisyftrvöld Reykjavíkurborgar brutu þannig blað í sögu geðlækninga hérlendis og opnuðu fyrstu geðdeildina við deildaskipt sjúkra- hús. Að sönnu urðu þarna tímamót. Geðsvið Sjúkrahúss Reykjavíkur og starfsemi þess hefur löngum mót- ast. mjög af nálægð við aðrar deildir spitalans, ekki sízt slysa- og bráða- móttöku. Starfsemi sviðsins hefur á undanfómum árum tekið miklum broytingum í kjölfar aukinnar þjón- ustu við geðsjúka í þjóðfélaginu og var bráðaþjónusta geðdeildar stofn- uð við slysa- og bráðamóttöku (sem þá hét slysadeild) árið 1982. Verksvið geðsviðs hefur verið fjöl- þættara en ella bæði vegna tengsla við slysa- og bráðamóttöku og svo staðsetningarinnar inni á almennu, deildaskiptu sjúkrahúsi. Það hefur verið samstillt átak hjá starfsfólki sviðsins að halda starfseminni gang- andi í gegnum súrt og sætt og er framlag þeirra til sjúkrahússins ómetanlegt. Sé litið til forsögu geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur er aðdrag- andinn orðinn ærið langur. A árun- um kringum 1950 var orðin mikill og almennur skortur á rúmum á sjúkra- húsum. Engin sjúkrahús höfðu bæst vio í Reykjavík frá því er Landspítal- inn var tekinn í notkun 1930 nema Sjúkrahús Hvítabandsins árið 1934 og Fæðingadeild Landspítalans 1949. Þetta varð til þess að borgar- stjóm Reykjavíkur ákvað að opna eigið sjúkrahús og var byrjað að grafa fyrir Borgarspítalanum sem tekinn var í notkun á sjöunda ára- tugnum. Um leið og byrjað var að grafa fyrir Borgarspítalanum tók ríkið við sér og byrjað var að undir- búa viðbyggingu við Landspítala. Kom þá strax í Ijós það gildi sem að- hald fleiri þjónustuaðila hefur. Frá árinu 1964 var fengizt við lækningar og hjúkmn geðsjúkdóma á Farsótt- arsjúkrahúsinu sem starfrækt var í Þingholtsstræti í Reykjavík. For- stöðukona á þessum ámm var María Maack og í samvinnu við hana fóru geðlæknarnir Grímur Magnússon og Kristján Þorvarðarson að leggja þai- inn sjúklinga. Sá fyrrnefndi starfaði á Sólheimum í Grímsnesi en Kristján var starfandi á Hvítabandinu og síð- ar í Amarholti. Seinna urðu bæði Arnarholt og Hvítaband hluti af geð- deild Borgarspítala, Arnarholt 1972 og Hvítaband 1979. Farsóttarsjúkrahúsið í Þingholts- stræti þjónaði sjúklingum sem urðu fórnarlömb mænuveikifaraldurs, sem gekk hér árið 1955, en upp frá því var meðferð geðsjúklinga í aukn- um mæli stunduð innan sjúkrastofn- ana. Með ofangreindum læknum starfaði einnig Kjai'tan Guðmunds- son fyrrum prófessor í taugasjúk- dómafræði og upp úr 1960 kom þar til starfa Þorgeir Jónsson læknir, sem starfaði síðan við geðdeild Borg- arspítalans þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Árið 1964 réðst Láms Helgason yfirlæknir, þá nýkominn úr námi, til starfa á Farsóttarsjúkrahúsinu og má telja, að þar hafí verið kominn vísirinn að geðdeild þeirri sem síðan fluttist í heilu lagi á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi 25. júní 1968. Eftir stofnun geðdeildar í Foss- vogi var fyrsti yfirlæknir deildarinn- ar Karl Strand, sem hafði verið feng- inn til starfa frá Englandi þar sem hann hafði starfað við geðlækningar um árabil. Undir forystu Karls Strand mótaðist geðdeildin á næstu ámm og með atorku hans og fram- sýni í samvinnu við dugmikla braut- ryðjendur sem réðust til starfa á deildinni, tókst að byggja upp öfluga deildarstarfsemi. Karl lét af störfum fyrir aldurs sakir 1982 og lézt hann 14. ágúst á þessu ári og er honum þökkuð sam- fylgdin og hið óeigingjarna starf. Frú Margréti ekkju hans eru sendar samúðarkveðjur. Við starfi Karls tók Hannes Pét- ursson yfirlæknir, sem lét af störfum síðasta sumar, er hann var skipaður prófessor í geðlækningum við Há- skóla íslands og tók við forstöðu geðdeildar Landspítala. Undir far- Sjúkrahús Reykjavíkur hefur á síðustu árum vaxið verulega, segja Halldór Kolbeinsson og Guðný Anna Arn- þórsdóttir, og er flest- um ljós nauðsyn þess að háskólasjúkrahús af þessari stærð hafí á að skipa öflugri geðdeild. sælli forystu Hannesar mótaðist deildin á næstu árum og það var ánægjuefni fyrir okkur sem þetta ritum, að fá að starfa náið með Hannesi að uppbyggingu geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkrun- arframkvæmdastjórar sem störfuðu við hlið Karls og Hannesar og áttu ekki síður þátt í faglegri uppbygg- ingu vom Edith Jónsson, Hanna María Gunnarsdóttir og síðar Steina Scheving. Með krafti og framsýni tókst Hannesi og hans samverkafólki að byggja upp öflugt geðsvið, sem tók sífelldum breytingum í kjölfar auk- innar kröfu um þjónustu við geð- sjúka í samfélaginu. Hannes stuðlaði að því, ásamt fleirum, að geðdeild Borgarspítalans átti frumkvæði að opnun bráðaþjónustu við geðsjúka við slysa- og bráðamóttöku í árslok 1982, eins og fyrr er getið. Við geðsvið Sjúkrahúss Reykja- víkur er í dag starfrækt eftirtalin þjónusta: 1) Bráðamóttaka sú er áður er getið við slysa- og bráðamóttöku, þar sem læknir af geðsviði er á forvakt og sérfræðingur í geðlækningum á bakvakt allan sólarhringinn alla daga ársins. 2) A deild A-2 í sjúkrahúsinu í Fossvogi er starfrækt bráðageðdeild með 24 rúmum. Þar fer fram hefð- bundin geðhjúkrunar- og geðlæknis- meðferð, iðju- og sjúkraþjálfun og fræðsla fyrir sjúklinga og aðstand- endur. A deildinni starí'a aðstoðarmenn við aðhlynningu, sjúkraliðar, læknar, hjúkmnarfræðingar, þroskaþjálfi, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðju- þjálfar, aðstoðarmenn iðjuþjálfa og ritari. A bráðamóttöku A-2 geðsviðs fer fram greining og fyrsta meðferð. Þaðan útskrifast sjúklingar í eftir- og viðhaldsmeðferð á Hvítabandið við Skólavörðustíg eða til lengri vist- unar og meðferðar í Arnarholti, Kjalarnesi. 3) Á Hvítabandi við Skólavörðu- stíg em starfræktar þrjár deildir, V- 1, V-2 og V-3, dagdeild, göngudeild og sérhæfð hópmeðferðardeild. Á deildum Hvítabands fer fram félags- leg þjálfun, lyfja- og viðtalsmeðferð, iðjuþjálfun, listmeðferð, sérhæfð sjúkraþjálfun og önnur einstaklings- hæfð meðferð. Á deildunum geta verið um 80-100 einstaklingar í með- ferð á hverjum tíma. Við deildir V-l, V-2 og V-3 starfa hjúkrunarfræðing- ar, iðjuþjálfi, starfsfólk í iðjuþjálfun, listmeðferðarfræðingur, sjúkraþjálf- ari, félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, ritari og húsvörður. 4) í Arnarholti á Kjalarnesi eru tvær deildir, T-1 og T-2, þar sem samtals em 35 rúm fyrir geðfatlaða með langvinna geðsjúkdóma. Á þess- um deildum dvelja margir sjúklingar áratugum saman. Þar er áherzla lögð á heimilislegt umhverfi og við- hald félagslegrar færni. Meðalaldur sjúklinga á þessum deildum er um 70 ár. Þá er og í Arnarholti rekin 12 rúma áfangadeild fyrir geðfatlaða í endurhæfingu þar sem lögð er áherzla á heimilislegt umhverfi og þjálfun til sjálfumönnunar og sjálf- bjargar. Þar er meðalaldur sjúklinga 44 ár. Einnig koma nokkrir sjúkling- ar daglega í Amarholt og njóta þar vinnuþjálfunar í steypuvinnu og fag- legs eftirlits. I Ai'narholti eru auk sjúkradeilda og áfangadeildar, mötu- neyti og eldhús, þvottahús, iðjuþjálf- un, sjúkraþjálfunaraðstaða og steypuvinnsla. Á staðnum starfa starfsmenn við aðhlynningu, sjúkra- liðar, umsjónarmaður fasteigna, starfsmenn við ræstingu, starfsfólk í iðjuþjálfun og steypuvinnslu, starfs- fólk í eldhúsi, starfsfólk í þvottahúsi, hjúkrunarfræðingar og læknar. Núverandi stjómendur geðsviðs hafa reynt að halda áfram því upp- byggingarstarfi sem framkvöðlar að stofnun geðdeildar Borgarspítalans hófu á sínum tíma. Reksturinn hefur einkennzt nokkuð af vaxandi um- fangi, einkum með tilkomu bráða- þjónustunnar, sem fyrr er nefnd svo og aukinnar verkaskiptingar milli geðdeildanna hér á höfuðborgar- svæðinu. Þá hafa verkefni tengd öðr- um deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur farið vaxandi. Sú samvinna hefur verið með miklum ágætum Það sem hefur einkum háð rekstri deilda geðsviðs, eins og raunar fleiri deilda sjúkrahússins, er skortur á rými. Reynt hefur verið að leysa þann vanda að hluta með því að nýta og auka dagvistunarúrræði. Sjúkra- hús Reykjavíkur hefur á síðustu ár- um vaxið veralega og er flestum ljós nauðsyn þess að háskólasjúkrahús af þessari stærð hafi á að skipa öflugri geðdeild. Háskólakennsla í geðlæknisfræði hófst við deildina íyrir 10 ánim og í geðhjúkrunarfræði fyrir 16 áram. Á geðsviðinu hafa farið fram fræðileg- ar og hagnýtar rannsóknir á erfða- þáttum geðsjúkdóma og lyfhrifum. Þegar til lengri tíma er litið, er aug- ljóst að geðdeildarþjónusta verður vaxandi þáttur í sjúkrahúsi á stærð við Sjúkrahús Reykjavíkur og menn munu í auknum mæli gera sér grein fyrir þeirri sköran, sem er milli geð- rænna og líkamlegra sjúkdóma. Það lítur út fyrir að þekkingarþróun í geðlæknisfræði verði mjög ör næstu árin og mun þessi skörun þá verða enn meira áberandi. Það er mat flestra þeirra sem að málefnum geð- sjúkra koma að mikilvægt sé að reka geðdeildir við Sjúkrahús Reykjavíkur, bæði með tilliti til fag- legrar samkeppni við aðrar geð- deildir, svo og með tilliti til biýnna þarfa deilda Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Á þessum tímamótum viljum við þakka öllu starfsfólki hið mikilvæga framlag þeirra og góða samvinnu. Við leggjum áherzlu á að á geðsvið- inu er afar þýðingarmikið að eiga kost á slíku öndvegisfólki sem verið hefur drifkraftur og uppistaða í starfinu allt frá upphafi. Við þökkum núverandi og fyrrver- andi starfsmönnum fyrir þá alúð sem þeir hafa lagt í störf sín og fyrir góða samvinnu. Von okkar er sú, að okk- ur, núverandi starfsmönnum geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, takist að halda áfram uppbyggingu á þeim góða grunni sem lagður var fyrir 30 áram með stofnun geðdeild- ar Borgarspítalans. Halldór er gcðlœknir og forstöðu- læknir geðsviðs Sjúkrahúss Reykja- víkur. Guðný Anna cr geðhjúkrunarfræð- ingur og hjúkrunarframkvæmda- stjóri við geðsvið Sjúkrahúss Reykjavikur. Verslanir í miiorginni eru opnar lil kl. 22.00 í kvold ■~mk. •4^ og til kl. 18.00 á sunnudag ■ Jf-'-Av ’fpK A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.