Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR12. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Óttast að hundrað manns hafí farist þegar flugvél brotlenti við slæm veðurskilyrði í Taflandi Reuters TVEIR af farþegum Airbus-vélarinnar halla sér hvor upp að öðrum eftir að hafa verið bjargað út úr flakinu. Dómsmálanefnd samþykkir ákæru á hendur Bill Clinton Segist sætta sig við ávítur þingsins Washington. Reuters. DÓMSMÁLANEFND fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær að senda ákærur á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta til emb- ættismissis til afgreiðslu í fulltrúa- deildinni. Var hér um að ræða fyrstu tvær ákærur af fjórum á hendur forsetanum en ekki var ljóst þegar Morgunblaðið fór í prentun hvort allar fjórar yrðu samþykktar. Féllu atkvæði nokkuð nákvæmlega eftir flokkslínum, en í nefndinni sitja tuttugu og einn repúblikani og sextán demókratar. Akvörðun dómsmálanefndarinnar kom ekki á óvart, enda eru repúblikanar þar í meirihluta, og hafði Bill Clinton skömmu áður flutt stutt ávarp í Hvíta húsinu vegna yf- irvofandi niðurstöðu. Sagðist hann afar leiður yfir því að hafa blekkt þjóð sína um sam- band sitt . við Monicu Lewinsky og kvaðst tilbúinn til að sætta sig við að Bandaríkja- þing vítti hann fyrir blekkingarn- ar. Verður einmitt í dag, laugardag, tekin fyrir í dómsmálanefndinni til- laga demókrata um að látið verði nægja að víta forsetann, en afar ósennilegt er að hún verði samþykkt. ,Ákveði þeir að mistök mín séu verð ávítna þá mun ég sætta mig við það.“ Talið er að forsetinn hafi með ávarpi sínu viljað höfða til hófsamra repúblikana sem líklegir eru til að ráða úrslitum í atkvæðagreiðslu í þinginu. Forsetinn gekkst hins veg- ar ekki við því að hafa framið mein- særi, eins og margir repúblikana hafa sagt nauðsynlegt eigi þeir að hugleiða að greiða atkvæði gegn því að forsetinn verði ákærður til emb- ættismissis. Fulltrúadeild þingsins mun væntanlega greiða atkvæði um ákæru dómsmálanefndarinnar næstkomandi fimmtudag og sam- þykki hún tillöguna, sem ekki er útilokað, fer hún fyrir öldungadeild þingsins. Par þurfa hins vegar 2/3 þingmanna að samþykkja ákæruna, til að Clinton verði svipt- ur embætti, og er talið nánast úti- lokað að svo mikill stuðningur fáist í öldungadeildinni. Fjörutíu og sex bjargað ár flakinu Bangkok, Phuket. Reuters. AÐ MINNSTA kosti sextíu og sjö fórust þegar taílensk flugvél flugfé- lagsins Thai Airways brotlenti í ná- grenni Surat Thani í suðurhluta Ta- ílands í gær. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A310-200, var í inn- anlandsflugi, á leið frá Bangkok til Surat Thani, og hafði innanborðs 132 farþega og 14 í áhöfn, samtals 146 manns. Fjörutíu og sex manns hafði í gærkvöld verið bjargað úr flakinu en óttast var að þeir þrjátíu og þrír, sem enn átti eftír að ná úr flakinu, væru látnir. Var búist við að þá væri að finna í afturenda vélarinnar, þar sem eldur hafði geisað. Slysið átti sér stað um kvöldmat- arleytið að taílenskum tíma, um há- degisbil að íslenskum tíma. Brotlenti flugvélin á gúmmíekru eftir að flug- maðurinn hafði í þrígang reynt að lenda vélinni við slæm veðurskilyrði á flugvellinum í Surat Thani sem er á Malakkaskaga í Suður-Taílandi. Kviknaði umsvifalaust mikill eldur í afturenda vélarinnar er hún skall til jarðar í miklu votlendi um fjóra kíló- metra suðvestur af flugvellinum. Tók það björgunarmenn nokkrar klukkustundir að slökkva eldinn. Flugfreyja úr vélinni, Akradej Burimas, sem komst lífs af, sagði á sjúkrabeði að veður hefði verið afar slæmt. „Flugmaðurinn reyndi að lenda vélinni en mistókst. Hann reyndi aftur, og mistókst aftur. Hann sagði að ef lendingin mistæk- ist í þriðja sinn myndi hann snúa aftur til Bangkok. En eftir að þriðja tilraun mistókst líka tókst honum ekki að ná vélinni upp aftur og við nauðlentum." Sagðist Burimas hafa fyrirskipað farþegum að búa sig undir nauðlendingu. „Pegar vélin lenti tókst áhöfninni að komast að neyðarútgöngudyrunum og koma nokkrum farþeganna út. Síðan blossaði upp eldur í vélinni." Að minnsta kosti tveir erlendir farþegar voru í hópi þeirra sem lét- ust og einnig einn þingmaður Jafn- aðarmannaflokksins, sem fer með völd í Taílandi, auk aðstoðarríkis- stjóra Surat Thani-héraðs. Mátti sjá á sjónvarpsmyndum hvar nokkrir þeirra sem komust lífs af voru fluttir blóðugir og ringlaðir á svip á sjúkrahús til aðhlynningar. Meðal þeirra sem komust lífs af var flugmaður vélarinnar, Orsök slyssins ekki ljós Björgunaraðgerðir gengu seint vegna erfiðra aðstæðna á slysstað. „Við verðum að vaða mikla eðju til að ná farþegunum úr vélinni," sagði einn hjálparstarfsmanna. Mörg líkanna voru illa brunnin enda höfðu margir farþeganna ekki átt undankomu auðið þegar eldur kom upp í búk vélarinnar. Sagði talsmaður Airbus Industries í París að A310-200-vélin hefði General Electric-þotuhreyfla. Var vélin afhent flugfélaginu í apríl 1986 og hafði flogið 23.000 flug- stundir. Sögðust fulltrúar Airbus ætla að senda nokkra menn á sínum vegum til að aðstoða við rannsókn á orsökum slyssins. Gen orms kortlögð Washington. Reuters. VÍSINDAMENN hafa borið kennsl á og sundurliðað ná- kvæmlega öll 97 milljón gena- brotin sem þaif til að skapa einn h'tinn orm, og þar með hafa vís- indamenn í allra fyrsta skipti „genakortlagt" lífveru. Segja sérfróðir menn að þessi tíðindi gætu orðið til að veita alveg nýja innsýn í þróun mannsins, og ýmsa sjúkdóma sem þjaka hann. Afrekið gefur eins konar framkvæmdaáætlun að, og möguleika á, að sjá skref fyrir skref hvernig taugakerfi, melt- ingarvegur og æxlunarkerfi líf- verunnar verða til, auk annarra líkamshluta, en margt af þessu er ótrúlega líkt í ormi og manni. Framsalskrafa spænsks dúmara á hendur Pinochet tekin fyrir í London Viðurkennir ekki lögsögu dómstólsins London, Santiago. Reuters. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, mætti í hjólastól fyi-ir rétt í London í gær en þá var tekin fyrir framsalskrafa spænsks dóm- ara á hendur honum. Lýsti einræðisherrann fyrr- verandi því yfir að hann viðurkenndi ekki lögsögu dómstólsins í málaferlum sem byggðust á „lygum Spánar“. Var málinu frestað tíl 18. janúar næst- komandi. Rödd Pinochets, sem er 83 ára, þótti veikluleg og hikandi er hann gerði grein fyrir sér á spænsku fyrir réttinum í London í gær. Kvaðst Pinochet að því búnu ekki viðurkenna lögsögu neins annars dómstóls en í Chile í þessum málaferlum. Þá var skilyrðum stofufangelsisins yfir Pin- ochet breytt en hér eftir verður honum leyfilegt að fara í gönguferðir í næsta nágrenni sveitaset- ursins sem hann leigir. Bar lögmaður hans því við að það væri „ómannúðlegt" að leyfa einræðis- herranum fyrrverandi ekki að hreyfa sig. Að því búnu var málinu frestað fram í miðjan næsta mánuð en þá verður fjallað um hvenær framsals- krafa Spánverja verður tekin formlega fyrir. Spænskur dómari hefur biit ákæru á hendur Pinochet þar sem hann er sakaður um morð, pyntingar og mannrán á spænskum ríkisborgur- um á valdatíma sínum. Reuters Pinochet fyrir rétt AUGUSTO Pinochet var færður til dómhúss- ins í London í lögreglufylgd. Geysiströng ör- yggisgæsla var á meðan málið var tekið fyrir. I yfirlýsingu sem Carlos Caceres, aðstoðar- maður Pinochets, las fyrir blaðamenn í Santi- ago í gær sagðist Pinochet algerlega saklaus af þeim verkum sem hann er sakaður um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.