Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 SPILIN Í JÓLAPÖKKUNUM Mikið skoðað og spekúlerað Hvaða spil verða á borðum fjölskyldunnar -----------r—------------------------------- um jólin? Ur vöndu er að ráða enda vantar ekki úrvalið. Pétur Blöndal kynnti sér spilaflóruna og komst að því að spilafólk á eftir að hafa nóg fyrir stafni um jólin. s G ER í Ijómandi skapi,“ segir Magni R. Magnússon hressilega og er það viðeig- andi á hátíð ljóss og friðar. En ástæðan er ekki síður sú að jólin eru hátíð spilafólks og Magni rekur einmitt landsfræga spilaverslun á Laugaveginum. „Það eru jól framundan," segir Magni kampakát- ur. „Úti er tíu stiga hiti og Svíar eru fastir í sköflum,“ heldur hann áfram. Hvers gæti maður óskað sér frekar? Spilasalan fór hægt af stað um síð- ustu helgi, að sögn Magna, enda er fyrsti sunnudagur í mánuðinum alltaf perudagur. Þá er fólk að fara yfír jólaseríurnar sínai'. „Fólk er líka far- ið að lifa svo mikið eftir kortunum að ösin kemur með nýju kortatímabili," heldur Magni áfram. „En það er mik- ið skoðað og spekúlerað og það verð- ur í nógu að snúast um helgina." En hver eru nýju spilin í ár? Sögustund fjölskyldunnar Orðaspilið Scrabble hefur notið vinsælda undanfarin ár og nú er komið nýtt spil frá Eskifelli f sama dúr sem nefnist Blanko. Það er ögn frábrugðið Scrabble að því leyti að í stað bónusreita eru komnir reitir sem kalla á að maður dragi spjald og leysi ýmsar þrautir. „Taktu 10 stafí úr bankanum. Settu stundaglasið af stað. Myndaðu orðið „blan- ko“ og þú vinnur 20 stig,“ er dæmi um slíkt spjald. Einnig má skipta um stafí í orðum, breyta merkingu þeirra og safna stigum í pottinn með því móti. Uppsetning spilsins er einnig meira „moderne“ en fyrra spilsins. Reynsla blaðamanns er að spilið geti tekið lengri tíma en Scrabble, jafnvel teygt sig á milli kvölda, en að sama skapi er erfitt að hætta eftir að mað- ur er byrjaður. Annar orðaleikui- frá Eskifelli nefnist Blanko Junior og er fyrir börn sem eru að læra að lesa. Spilið hjálpar bömum að mynda orð og snýst það um að þau nái að klára orð- in. „Ég skal segja þér að það reynist svo vel að það er notað út og austur um skólann," segir Guðrún Þórarins- dóttir, kennari í Kópavogsskóla. „Það er vegna þess að spilið nýtist vel í lestrarkennslunni í litlum hóp- um í byrjendalestri grunnskólans; að fínna staf sem vantar, búa til orð með teningum og læra að gera krossgátur. Við notum spilið mikið við kennsluna og erum ekkert endilega að binda okkur við reglumar. Þetta er alltaf spuming um hvernig maður kemst upp á lagið með að nota spil og þetta spU hefur svo sannarlega nýst okkur.“ Gettu hver nefnist þriðja spilið frá Eskifelli og snýst það um að bera kennsl á leyniandlit andstæðingsins. Þá er hægt að beita MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ verður ekki mikið pláss fyrir mat á borðstofuborðinu um jólin. útUokunarreglunni og spyrja t.d. hvort leyniandlitið sé með gleraugu. Það fer síðan eftir svarinu hvort hægt er að útiloka alla með gleraugu eða alla hina sem ekki eru með gler- augu. Einfalt og auðlært spil. Leikmeistarinn, Orðaleit og Sögu- stund eru lítil og handhæg spU sem geta nýst vel á ferðalögum, hvort sem er í bUnum, stofunni eða uppi á Esjunni. Sögustundin reynir ef til vill mest á hugarflugið. Þá dregur maður jafnmörg spjöld og talan segir til um sem maður lendir á og hefur maður eina mínútu til að spinna sögu með orðunum á spjöldunum. Það verður annaðhvort að vera gleðisaga eða sorgarsaga. Eins og hin tvö spilin getur Sögustund talist fyrir börn, fullorðna og vel samkvæmishæft. Orðaleit snýst um að finna orð sem byrja á ákveðnum staf, t.d. M, og verða þau að einnig að vera í tUtekn- um flokki, t.d. „eitthvað sem er drakkið". Lausnin gæti þá t.d. falist í orðunum mysa eða mjólk. I Leik- meistaranum dregur maður orð og á að fá samherja sína til að giska á orð- ið, hvort sem er með látbragði eða orðskýringu með tUteknum orða- fjölda. Öll eiga þessi þrjú spil sam- merkt að geta skapað skemmtilegt og skapandi andrúmsloft. Að síðustu er Monopoly komið aft- ur eftir tveggja ára hlé en það er spil- ið sem Matador er byggt á. Bæði byggjast spilin á sömu hugmýnd. I þessari nýju útgáfu Monopoly er búið að nútímavæða það og getur maður keypt í Kringlunni eða lent í því að greiða hátekjuskatt. Þá er það mun veglegra en Matador. Nýtt og dularfullt völundarhús Dularfulla völundarhúsið nefnist nýtt spil frá Andvara þar sem haldið er áfram hefðinni sem skapast hefur með spUunum Brjálaða völundarhús- inu, Dularfulla völundarhúsinu og Barnavölundarhúsinu. Þessi spil eiga það sammerkt að vera með fallegu spilaborði og gefur það nýjasta í röð- inni hinum lítið eftir. Spilið er ætlað 10 ára og eldri en næsta víst er að þegar börnin fara að sofa munu hinir fullorðnu halda áfram að spila Dular- fulla völundarhúsið fram á nótt. Austurlenska spilið Lotus er fyrir 10 ára og eldri og er það sannarlega fyrii- hina eldri líka því í eðli sínu er það ekki alls ólíkt myllu eða skák; hver leikur skiptir máli, nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og spilið byggist á útsjónarsemi en ekki heppni þar sem ekki er notast við teninga. Og ef maður passar sig ekki getur maður tapað niður að því er virðist auðunnu spili á síðustu reitunum. Froskaspilið Quaaki er einnig frá Andvara og er það minnisspil sem snýst um að draga sem flesta í réttum lit upp úr vatni og setja þá á samlit blóm á tjörninni. Þannig gera þátttak- endur froskana að vinum sínum þótt ekki breytist þeir í prinsa eða prinsessur. Hugmynda- auðgi gætir við hönnun spilsins og ætti það að geta skemmt bæði börnum og fullorðnum. Þótt kappastursleikurinn Grand Prix snúist um hver verð- ur fyrstur í mark með því að kasta teningnum leynir hann á sér því keppendur verða að leggja brautina jafnóðum og ýmislegt getur komið upp á eins og olíubrák, að bíll- inn fari út af eða að það springi. Þá getur verið gott að eiga stuðning áhorfenda. Rafmagnsspilið Elexion er þroskaspil sem snýst um að tengja myndir sem eiga saman með ljósa- penna. Ef það er rétt gert kviknar ljós á pennanum. Hlutir sem geta átt saman eru t.d. hestur og folald. Stundum er annar hluturinn stærri en hinn eða einhver villa í stóru myndinni sem sú minni leiðréttir. Þetta er „voða flott“ tæknispil fýrir yngstu kynslóðina. Loks má nefna þroskaspilið Figurix sem snýst um að kasta þremur teningum með mis- munandi litum táknum. A spilaborð- inu er svo öllum táknunum raðað saman í mismunandi litum og eiga allir þátttakendur að reyna að merkja réttu myndina. Sá sem er fyrstur að merkja sex mynd- ir ber sigur úr býtum. Þetta er spil frjálsrar samkeppni og í öllu óðagotinu getur það verið þræl- skemmti- legt fyrir fjölskyld- k Lögðum sál okkar í spilið HÆTTUSPIL og Latador eru lík- lega veglegustu alíslensku spilin sem koma út fyrir jólin. Latador var kynnt í blaðinu í vikunni en það er ærin ástæða til að kynna líka Hættuspil. Hættuspil orðið að veruleika „Við höfum verið með spilið í þróun í tvö ár,“ segir Reynir Harðar- son sem bjó til og hannaði spilið ásamt Þórólfi Beck. „Hugmyndin var einfaldlega sú að gera gott spil. Það hefur verið draumur hjá okkur lengi enda er- um við miklir spilamenn. Við ætl- uðum upphaflega að gefa það út í fyrra og átti það að fjalla um lífið. En við sáum að til þess að gera gott alvöru spil þyrftum við að- eins meiri tíma og frestuðum út- gáfunni um eitt ár. Við lögðum sál okkar í þetta. Ég sagði upp hjá Oz og Þórólfur seldi Myndbandaskól- ann þannig að við brenndum allar brýr að baki okkur til að spilið yrði að veruleika." Spilið er einmitt þannig að maður getur brennt allar brýr að baki sér? „Ég veit það nú ekki,“ segir Reynir og hlær. „Nei, eiginlega ekki,“ bætir hann við. Kannski ekki... en í spilinu get- ur maður engu að síður lent í vítahring ofdrykkju og eiturlyfja. En maður getur líka lagt rækt við sjálfan sig og uppskorið eftir því. Þá getur maður tryggt sjálfan sig gegn óhöppum og byggt upp hæfileika á ýmsum sviðum. Það sem kom blaðamanni hvað mest á óvart var að þrátt fyrir að spilið sé margþætt er einfaldleikinn ráðandi. Það sómir sér því vel sem fjölskylduspilið yfir hátíðarn- ar. ÞÁ ER Hættuspilið byrjað. MorgunblaWHalktór „Við blöndum saman borðspili og kortaspilum," segir Reynir. „Við höfum spilað kortaspil mikið og á spil og lögðum til grundvall- ar að maður þyrfti að geta haft mjög mikil áhrif á mótspilarana og menn þyrftu að geta sameinast hver gegn öðrum svipað og í Risk. Kortin gera manni kleift að grfpa inn í atburðarásina hvenær sem er og ná sér niðri á einhverjum sem hefúr gert eitthvað á manns hlut og halda aftur af óverðskuld- uðum sigri, þ.e. allra annarra en manns sjálfs.“ Hver hafa viðbrögðin verið? „Ótrúlega góð,“ segir Reyn- ir. „Allir sem hafa spilað spilið hafa gefið því frábæra um- sögn. Það virðast allir skilja spilið og hasarinn er alltaf fyr- ir hendi.“ Ætlið þið að halda áfram? „Já, við ætlum að koma spil- inu á erlendan markað og erum þegar bókaðir á spilasýningar í mars og byrjun apríl. Við erum þegar farnir að hefja ináls á út- gáfu á Norðurlöndum og það Iofar góðu. Síðan erum við að fara út í tölvuleikjaþróun og er- um með tvö verkefni í gangi á því sviði sem vinnsla hefst á þeg- ar eftir áramót. Eitt verkefni er fyrir íslenska aðila og eitt fyrir alþjóðlegan markað. Við erum þess vegna að leita að góðu fólki, grafíkerum og forriturum, sem hafa áhuga á tölvuleikjaþró- un.“ Spilið h'tur vel iit og liggur hlaðamanni forvitni á að vita hvernig það var hannað. „Spilið sjálft er mjög myndrænt og er unnið í tölvum, sama þrí- víddarkerfi og notað var til að gera Jurassic Park og Twister," svarar Reynir. „Þetta er eitt þró- aðasta þrívíddarkerfið á mark- aðnum. Arnaldur Halldórsson tek- ur myndirnar og fyrirsæturnar eru Tvíliöfði, hið góða og hið illa.“ Eitthvað að lokum? „Má ég kannski koma að heima- síðunni? Hún er: www.haettu- spil.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.