Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 42

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 Hér er ekk- ert „made in China“ Það er óneitanlega munur á stemmning- unni í Ullarversluninni Þingborg rétt utan við Selfoss eða hávaðasömum verslunum í ----------------7---------- Reykjavík nú fyrir jólin. I Þingborg fara viðskiptin fram við kertaljós og eina hljóðið sem heyrist meðan kaupandinn skoðar handunninn varninginn er létt spunahljóð í rokki sem afgreiðslustúlkan stígur af taktfestu. Hildur Einarsdóttir og Ragnar Axelsson brugðu sér austur yfír heiðar. Morgunblaðið/RAX FJÖLSKYLDAN í Þingborg við rokkinn góða, seni gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslunni. Talið frá vinstri Sigríður Embla, Harpa, Ingi Heiðmar og Halla Ósk. ULL ARVE RSLUNIN Þingborg er í gömlu virðulegu húsi sem eitt sinn gegndi hlutverki skóla og félagsheimilis sveitarinn- ar. Húsið stendur við þjóðveg núm- er eitt, um fímm mínútna akstur frá Selfossi. Ekki er lengi verið að aka þangað frá Reykjavík á góð- viðrisdögum eins og verið hafa að undanförnu. Það voru þó ekki margir í búðinni þegar okkur bar að garði skömmu fyrir síðustu helgi en fólk rakst inn öðru hvoru til að kaupa smágjafír. Hjónin Harpa Ólafsdóttir og Ingi Heiðmar Jónsson hafa rekið ullarverslunina í Þingborg í eitt ár. Harpa, sem er af Skeiðunum, og Ingi Heiðmar, sem er norðan úr Blöndudal, búa í verslunarhúsinu ásamt tveimur dætrum sínum, Höllu Ósk 10 ára og Sigríði Emblu 6 ára. Þau segja þægilegt að búa á staðnum því þá geti þau opnað þeg- ar einhver birtist á hlaðinu. Harpa notar svo timann sem gefst frá búðarstörfunum til að prjóna peys- ur, húfur og vettlinga eða spinna band, sem þarna er til sölu. Ingi Heiðmar, sem er kennari við Þing- borgarskóla, hjálpar svo konu sinni í versluninni eftir þörfum og ekki má gleyma dætrunum, sem einnig eru duglegar búðarkonur. Það má heyra á þeim hjónum að þau hafa gaman af því sem þau eru að gera. Reyndar hefur Harpa verið viðlóðandi verslunina frá því hún var stofnuð fyrir tæpum tíu árum. Aðdragandi þess að verslunin var sett á laggimar var námskeið sem haldið var í Þingborg um íslenska ull og ullarvinnslu. Vildu konumar sem að því stóðu og sóttu námskeið- ið forða gamla handverkinu frá gleymsku og um leið skapa konum atvinnu. í því skyni var Ullarvinnsl- an Þingborg stofnuð árið 1991. Konurnar í ullarfélaginu, sem vom úr Árnes- og Rangárvalla- sýslu, veltu því fyrir sér hvar best væri að hafa verslunina sem átti að selja handverk þeirra. Fannst þeim tilvalið að nýta gamla skóla- og samkomuhúsið í Þingborg, sem þá stóð autt. Nýtt félagsheimili var langt komið í smíðum og það gamla var að drabbast niður. „Við tókum því húsið í fóstur,“ segir Harpa, „en það þurfti að gera heilmikið við það áður en það varð verslunar- hæft. Við slipuðum gólf og gerðum við veggi og máluðum húsið bæði að innnn og utan. Uppáhaldsbækurnar hans Inga Heiðinars Fyrstu árin eftir að við fluttum hingað inn seldum við einkum framleiðslu hópsins en nú erum við með fjölbreyttan vaming víðar að. - Allt handunnar vörur, hér er ekkert „made in China“,“ segir hún með áherslu. Þegar svipast er um í verslun- inni gefui- að líta úrval af hefð- bundnum lopapeysum og sérhann- aðar lopapeysur úr handunnu bandi sem hanga á herðatrjám eða liggja uppi í hillum. Einnig er að finna hatta og húfur; ýmiss konar trévörur eins og bréfa- eða brauð- hnífa; muni úr kinda- og hreindýrs- horni; útskorna fugla sem koma alla leið frá Hólmavík; niðursagað grjót af næsta bæ sem má nota sem platta undir heita potta eða pönnur. Portrettmynd af Halldóri Laxness hangir á veggnum en hún kemur alla leið frá Bretlandi. Myndin er gerð úr þæfðri ull. Is- lensk kona, búsett í London lánaði þeim myndina til sýningar. Þama er líka að fínna skartgripi úr tré, handunnin kort og kóngakerti úr bývaxi og bækur sem fjalla um ýmsan þjóðlegan fróðleik. „Þetta eru uppáhaldsbækumar hans Heiðmars," segir Harpa. „Hann pantar bara það sem honum finnst skemmtilegast að lesa sjálfum eins og ljóðabækiu- og bækur sem em tengdar bændum.“ „Það þýðir ekki að ætla að keppa við Bónus um almenna bóksölu,“ segir Heiðmar og brosir kankvís. .jYnnars er mjög heppilegt að hafa bækur í búðinni, því meðan kon- umar em að skoða vaminginn glugga karlamir í bækumar. Þeir era miklu rólegri fyrir bragðið," bætir hann við og glottið er ennþá á andlitinu á honum. Harpa segir að útlendingar séu nú orðið á ferðinni á öllum árstím- um og nokkuð komi einnig af ís- lendingum, þá sérstaklega fyrir jólin. „Fólkið gefur sér góðan tíma til að skoða það sem hér er á boðstólum. Það er ekkert að flýta sér. Á sumrin er umferðin mest. Ferðaskrifstofumar koma sumar reglulega með ferðamenn hingað. Þá sit ég stundum við rokkinn og finnst ferðamönnunum skemmti- legt að fylgjast með því sem ég er að gera. Við höfum eignast ágæta kunn- ingja í gegnum starfíð og emm í bréfaskriftum við nokkra þeirra,“ segir Heiðmar. „Það kom til okkar ítali í sumar á mótorhjóli sem bað Hörpu að prjóna vesti handa dótt- ur sinni, sem hún gerði. Maðurinn er búinn að hringja mörgum sinn- um og spyrja hvort við höfum ekki öragglega fengið greiðsluna fyrir vestið og þakka henni fyrir.“ Sérpantanir á peysum hafa aukist „Við höfum einnig verið í bréfa- sambandi við Finna nokkurn sem TÖLUVERÐ eftirspurn er eftir sérhönnuðum lopapeysum úr handspunnu bandi. HANDUNNIN kort og myndir. í ULLARVERSLUNINNI Þingborg er að finna skemmtilegar trévörur. pantaði hjá mér peysu,“ segir Harpa. „Hann lýsti því hvernig hann vildi hafa peysuna í sniðinu og hvernig litimir ættu að vera. Eg sendi honum peysuna þegar ég hafði lokið prjónaskapnum og nú hefur hann pantað aðra peysu hjá mér. Sérpantanir á peysum hafa aukist jafnt og þétt.“ Gæðamálin hafa verið tekin föst- um tökum af Þingborgarhópnum en hjá þeim er starfandi gæða- nefnd sem fer yfir þær vörar sem seldar era í versluninni. „Við telj- um okkur vera með vel unna vöra,“ segir Harpa. „Við vöndum til allrar vinnslu en við látum búa sérstak- lega til fyrir okkur lopann sem við notum í peysumar. Við föram í ull- arþvottastöðina í Hveragerði á haustin og veljum þar úr bestu ull- ina. Við viljum hafa hana hreina með eðlilegri ullarfitu. Þegar ullin er þvegin er notuð mun minni sápa við þvottinn á ullinni okkar en venjulega því við viljum halda fit- unni í ullinni að vissu marki, þá verður hún mýkri. Það er fyrirtæk- ið Istex sem býr til lopann eða við spinnum hann sjálfar." Þegar Harpa er spurð hver sé munurinn á handunnu bandi og því sem er unnið í vél segir hún að það handunna sér hrárra og líflegra en auðvitað sé einnig hægt að spinna vel unnið band. Annars hafa Þing- borgarkonur tekið tæknina í sína þjónustu, því í einu herbergi húss- ins má sjá kembivél, sem sparar mörg handtökin. En hvemig er að verðleggja vör- urnar? Fá handverksmennirnir nokkurn tímann sannvirði fyrir þær? „Þegar við verðleggjum okkar vörar fáum við að vita hve margir tímar liggja að baki hverjum hlut og eftir því ákveðum við verðið. Við eram ekkert að gefa peysurnar bara vegna þess að okkur finnst svo skemmtilegt að prjóna. Framboð og eftirspum hafa einnig áhrif á verðlagninguna. Það er þó ekkert launungarmál að þeir sem vinna þessa hluti era á lægsta hugsan- legu kaupi. - Fólk hefur því miður lítinn skilning á því hve mikil vinna liggur að baki handverkinu. Þeir sem hafa unnið við það eru búnir að gefa vinnu sína í áratugi. Það sem bætir fyrir launakjörin er að starfið er mjög gjöfult og skemmtilegt en það má eiginlega segja að þetta sé hugsjónastarf. Ef ég væri að hugsa um að græða peninga væri ég í ein- hverju öðra,“ segir Harpa. UU { fat Harpa segir að það sé góður fé- lagsandi í hópnum sem stendur að Ullarfélaginu. „Við hittumst tvisvar í mánuði. Annaðhvort

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.