Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 71 Aðventa Aðventuhátíð barnanna í Dómkirkjunni NÚ ER aðventan hálfnuð og við fullorðna fólkið á kafi í undirbún- ingi. Jólasveinninn er meira að segja kominn á stjá og jafnvel hann þarf á okkar aðstoð að halda við sín verk. Já, það er svo sannarlega nóg að gera hjá okkur stóra fólkinu. Saman við þetta allt er svo litla fólkið okkar sem þarf mikla um- önnun á þessum tíma og finnst að jólin æth aldrei að koma. í miðju atinu kemur það fyrir að við gleymum innihaldi jólanna og gleymum því einnig að njóta að- ventunnar með fjölskyldunni. Kannski erum við Hka oft svo þreytt við brauðstritið að erfitt er að skapa innihaldsríkar yamveru- stundir sem fjölskylda. A aðvent- unni leitast íslenska þjóðkirkjan við að bjóða til samverustunda sem henta fjölskyldufólki. Sunnudaginn 13. desember kl. 14 verður aðventuhátíð bamanna í Dómkirkjunni. Þangað er öll fjöl- skyldan velkomin, ekki síst afar og ömmur. Lúðrasveit Laugarnes- skóla spilar jólalög, kveikt verður á aðventukransinum og saga jólanna er flutt í máli og myndum svo eitt- hvað sé nefnt. Lítum upp úr amstri daganna og sækjum innhald að- ventu og jóla til kirkjunnar. Leyf- um okkur að hvfla í þeim Guði sem fæddist á jólum fyrir nær 2000 ár- um. Það er ótrúlega nærandi. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Jólavaka við kertaljós í Hafn- arfjarðarkirkju HIN árlega jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarðar- kirkju 3. sunnudag í aðventu 13. desember og hefst hún kl. 20.30. Jólavakan er Hafnfirðingum svo og öðrum sem hana sækja augljós vottur um nánd og komu helgra jóla. Líkt og jafnan verður mjög til hennar vandað. Ræðumaður kvöldsins verður Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Barna- og unglingakór kirkjunnar flytur söngleikinn „Fæðing frelsar- ans“ eftir sr. Hauk Ágústsson und- ir stjóm Hrafnhildar Blomster- berg og kór kirkjunnar flytur að- ventu- og jólatónlist undir stjórn Natalíu Chow. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á þverflautu og einnig verð- ur leikið á slagverk. Við lok vök- unnar verður kveikt á kertum þeim er viðstaddir hafa fengið í hendur. Gengur þá loginn frá helgu altari til hvers og eins í kirkjunni sem tákn um það að sú friðar- og ljóss- ins hátíð sem framundan er vill öll- um lýsa, skapa samkennd og vinar- þel. Safnaðarheimilið Strandberg verður opið eftir vökuna og boðið þar upp á kaffi og piparkökur í glæstum Hásölum. Megi nú sem íyrr fjölmargir eiga góða og uppbyggilega stund á jóla- vöku við kertaljós í Hafnarfjarðar- kirkju. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Aðventukvöld Óháða safn- aðarins AÐVE NTUKVÖLD Óháða safnað- arins verður sunnudagskvöldið 13. desember kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er Einar Már Guð- mundsson, rithöfundur Al- heimsengla og Fótsporamaður á himnum. Guðrún Lóa Jónsdóttir syngur einsöng, Guðrún Birgis- dóttir og Martíal Nardeau leika á flautu og Camila Södérberg á blokkflautu. Kór safnaðarins syng- KIRKJUSTARF ur við undirleik organistans Péturs Máté. í lokin er smakk á smákökunum í boði safnaðarins. Aðventu- helgistund Sam- takanna ‘78 SAMTÖKIN ‘78 halda aðventu- helgistund í Neskirkju sunnudag- inn 13. desember kl. 16. Séra Ólafur Oddur Jónsson, prestur í Keflavík, prédikar. Hann er einn skeleggasti baráttumaður fyrir málefnum samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar og var for- maður nefndai- sem skrifaði skýrsl- una Samkynhneigð og kirkja. Almenn þátttaka félaga verður í messunni og sönghópur leiðir safn- aðarsöng undir stjóm Einars Am- ar Einarssonar organista. Samkynhneigðir, vinir þeirra og fjölskyldur eru velkomin að koma og njóta stundar í kirkjunni og syngja jólalögin. Aðventusöngvar í Hjallakirkju AÐVENTUSÖNGVAR verða í Hjallakirkju sunnudaginn 13. des- ember fyrir hádegi og um kvöldið. Dagurinn hefst með tónlistarguðs- þjónustu kl. 11 árdegis. Eldri nem- endur úr Tónlistarskóla Kópavogs koma í heimsókn og flytja aríur úr kantötum eftir J.S. Bach. Ein- söngvarar em Aðalheiður M. Gunnarsdóttir og Þórhalla Stefáns- dóttir. Edda Bj. Jónsdóttir, Sólveig Þórðardóttir og Tanja Þorsteins- dóttir leika á flautur, Sólveig Stef- ánsdóttir á fiðlu og Andri Stefáns- son og Birna Hallgrímsdóttir á pí- anó. í guðsþjónustunni syngur einnig eldri kór Digranesskóla undir stjórn Kristínar Magnús- dóttur. Organisti er Jón Olafur Sigurðsson. Um kvöldið, kl. 20.30, verða að- ventusöngvar í umsjá Kammerkórs Hafnarfjarðar. Einsöngvari með kórnum er Þómnn Guðmundsdótt- ir og söngstjóri er Helgi Bragason. Kirkjugestir munu einnig taka þátt í fjöldasöng. Allir em hjartanlega velkomnir. Jólasveifla end- urtekin í Kefla- víkurkirkju JÓLASVEIFLA verður endurtek- in í Keflavíkurkirkju sunnudags- kvöldið 13. kl. 20.30. Söngvarar verða Birta Rós Sigurjónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Einar Júlíusson, Rúnar Júlíusson og Einar Örn Ein- arsson. Unglingar flytja leikþátt undir stjóm Mörtu Eiríksdóttur og sr. Sigfúsar B. Ingvasonar. Kór Kefla- víkurkirkju syngur nokkur lög. Poppband Keflavíkurkirkju leikur undir, en það skipa Guðmundur Ingólfsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Baldur Jósepsson og Einar Örn Einarsson. Einnig koma fram Þór- ir Baldursson og Baldur Þórir Guðmundsson. Stjómandi tónleik- anna er Einar Örn Einarsson org- anisti. í lokin verður sungið við kertaljós. Starfsfólk Keflavíkurkirlqu. Aðventutónleik- ar í Sandgerði AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í safnaðarheimilinu í Sandgerði sunnudaginn 13. desember kl. 17. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Sandgerði leika á hljóðfæri. Kórar Útskála- og Hvalsneskirkju syngja. Einsöngvai’ar verða Hjör- dís Einarsdóttir, Sigurður Karl Mannfreðsson, Þorsteinn Pétur Mannfreðsson og Steinn Erlings- son. Stjórnandi og undirleikari er Ester Ólafsdóttir. Ávarp flytur sóknarpresturinn sr. Björn Sveinn Bjömsson. Aðventu- tónleikar í títskálakirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Útskálakirkju sunnudag kl. 20. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði leika á hljóðfæri. Kórar Út- skála- og Hvalsneskirkju syngja. Einsöngvai-ar verða Hjördís Ein- arsdóttir, Sigurður Karl Manfreðs- son, Þorsteinn Pétur Manfreðsson og Steinn Erlingsson. Sþjórnandi og undirleikari er Ester Ólafsdótt- ir. Ávarp flytur sóknarpresturinn, sr. Björn Sveinn Bjömsson. Aðventuhátíð í Víðidals- tungukirkju AÐVENTUHÁTÍÐ verður haldin í Víðidalstungukirkju, Vestur-Húna- vatnssýslu sunnudaginn 13. desem- ber kl. 16. Að venju verður flutt fjölbreytt efni fyrir eldri sem yngri kirkju- gesti, tónlist og talað mál og al- mennm’ söngur. Kirkjukórinn, undir stjóm Guðmundar St. Sig- urðssonar, syngur gömul og ný að- ventulög, börn úr Laugarbakka- skóla syngja og fermingarbörn flytja helgileik. Jólasaga verður lesin af Einari R. Haraldssyni, og Jón Isberg, fyi-rv. sýslumaður, flyt- ur aðventuhugvekju. Hátíðinni stýrir sr. Guðni Þór Ólafsson, sóknarprestur. Allir em velkomnir að eiga helga stund í kirkju til að geta betur tekið á mótum jólum og boðskap þeirra. Helgistund í Grinda- víkurkirkju HELGISTUND á aðventu verður haldin hátíðleg á sunnudag kl. 17. Þá munu kórar kirkjunnar syngja saman og sér, aðventu- og jólalög, fermingarbörn verða með upplestur og flytja helgileik og sóknarprestur flytur hugvekju. Sóknamefndin hvetur bæjarbúa alla til að koma og taka þátt í und- irbúningi hátíðarinnar. Safnaðarstarf Vígsluafmæli Askirkju ÞRIÐJA sunnudag í aðventu, 13. desember nk., verður þess minnst í Áskirkju í Reykjavík að 15 ár em liðin frá vígslu kirkjunnar, en hún var vígð 3. sunnudag í aðventu 1983 sem þá var 11. desember. Við guðsþjónustu dagsins kl. 14 syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir ein- söng og Láms Sveinsson leikur á trompet ásamt dætmm sínum, Hjördísi Elínu, Ingibjörgu og Þór- unni. Þau munu einnig leika á hljóðfæri sín í samsæti í Safnaðar- heimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni og þar syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng við undir- leik Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur. I guðsþjónustunni syngur kirkjukór Áskirkju og sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Ibúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknar- innar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við guðsþjónust- una og samveruna í safnaðarheim- ilinu. Um kvöldið kl. 20.30 heldur Kirkjukór Áskirkju aðventutón- leika í Áskirkju. Efnisskrá tónleik- anna er fjölbreytt og flytur kórinn mörg íslensk og erlend aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum auk þess sem Gústav Hj. Gústavsson, Mar- grét Árnadóttir og Rósa Jóhannes- dóttir syngja einsöng. Þá leikur Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar einleik á org- el kirkjunnar og undir sum söng- laganna, en söngstjóri Kirkjukórs Áskirkju er Kristján Sigtryggsson organisti. Allir era hjartanlega vel- komnir til þessara hátíðisstunda í Áskirkju á sunnudaginn. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyr- ir unglinga kl. 21. KFUM og KFUM v/Holtaveg. Á morgun, sunnudag, kl. 17, verður samkoma í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Starf KFUM og K með augum lögreglunnar: Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Drengjakór Laugar- neskirkju syngur og sr. Ólafur Jó- hannsson, fonnaður KFUM í Reykjavík, verður ræðumaður dagsins. Eftir samkomuna verður boðið upp á piparkökur og heitt súkkulaði. Allir velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjart- anlega velkomnir. Basar sunnu- daginn 13. desember kl. 14-17. Þar verða m.a. á boðstólum heimabak- aðar kökur, skreytingar og ýmsar fallegar gjafavörar. Nýbakaðar vöfflur með rjóma og rjúkandi kaffi. Lofgerð og tónlist verður leikin og sungin. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vina- minni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Reykjavík Laugardagur kl. 12.00 Jólafundur Bræðrafélagsins [ Safnaðarheimilinu. Dagskrá: Jólahlaðborð, hugvekja, skemmtiatriði og söngur. Guðsþjónusta kl. 14.00 í kirkjunni á sunnudag. Barnakór Snælandsskóla kemur í heimsókn og syngur í guðsþjónustunni. Organisti er Guðmundur Sigurðsson Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, Fríkirkjuprestur. ff 1 I i 1 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.