Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 65 SKOÐUN ar veitingu allra einkaleyfa. Saman- burður við einkaleyfi á lyfjaþróun er því fullkomlega eðlilegur og sanngjarn. Áhætta íslenskrar erfðagreiningar Vangaveltur forstjóra Nýsköpun- arsjóðs um áhættu Islenskrar erfðagreiningar vegna þessa verk- efnis eru furðulegar. Hann veltir fyrir sér þeim möguleika að sérleyf- ishafi verði málsóttur vegna veiting- ar leyfisins og að bagalegt sé fyrir fyrirtækið að vera háð misvitrum stjórnmálamönnum um mikilvægan þátt í rekstri sínum. Því er til að svara að færustu Iagasérfræðingar landsins hafa lýst því yfir að veiting sérleyfis myndi ekki stangast á við samkeppnislög. Einnig hinu, að íslensk erfðagrein- ing treystir stjórnmálamönnum að sjálfsögðu til þess að skapa fyrir- tækinu eðlilegt starfsumhverfi. Slíkt gera allir þeir sem reka fyrir- tæki í hugverkaiðnaði sem á allt sitt undir lagalegri vernd afurða sinna. Undarlegt er, að hvergi minnist forstjóri Nýsköpunarsjóðs á þá gíf- urlega fjárhagslegu og markaðslegu áhættu sem íslensk erfðagreining er tilbúin að taka við gerð gagna- grunnsins. Eg get fullvissað for- stjóra Nýsköpunarsjóðs um, að sú áhætta er stjómendum Islenskrar erfðagreiningar mun ofar í huga, heldur en hugsanleg málaferli eða misvitrir stjórnmálamenn. Mikilvægi tímans Forstjóri Nýsköpunarsjóðs telur að annar aðili gæti óskað eftir heim- ild til að byggja upp gagnagrunn hér á landi eftir nokkur ár. Hann virðist ekki gera sér neina grein fyrir þeim hraða sem ríkir á alþjóð- legum líftæknimarkaði. Síðan al- þjóðlega samstarfsverkefninu „The Human Genome Project“ var ýtt úr vör árið 1990, hafa tæplega 5% af genamengi mannsins verið rað- greind. Þrátt fyrir það er stefnt að því að ljúka verkinu árið 2005 og mun heildarkostnaður þessa verk- efnis þá væntanlega nema yfir 700 milljörðum íslenskra króna. Að auki etja fjölmörg einkafyrir- tæki kappi við „The Human Genome Project“ og hefur eitt þeirra lýst því yfir að það ætli sér að ljúka verkinu á næstu 12 mánuðum, en önnur inn- an 2-3 ára. Þetta kapphlaup byggist á möguleikanum til einkaleyfís- verndar á uppgötvunum á þessu og afleiddum sviðum, s.s. við lyfjagerð. Að tala um „nokkur ár“ er eins og heil eilífð í erfðafræðikapphlaupinu, og fráleitt að halda að sér höndum aðeins vegna þess að annar aðili „gæti“ komið fram. Nýsköpun Ef af verður, er þessi fjárfesting eitt stærsta verkefni, sem ráðist hefur verið í hérlendis. Inn í þjóðfé- lagið koma allt að 20 milljarðar króna, eða 80-falt árlegt ráðstöfun- arfé Stofnsjóðs Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Bein atvinnusköpun er talin nema um 400 störfum, utan þein'a margfeldisáhrifa sem gerð gagnagrunnsins mun hafa í íslensku þjóðfélagi. Ef vel tekst til, munu þar til viðbótar ómæld önnur tækifæri skapast innan íslensks líftækniiðn- aðar. Það vekur furðu, að forstjóri Ný- sköpunarsjóðs skuli ekki taka þessu fagnandi, en láta að því liggja að þar sem hjá íslenskri erfðagi'ein- ingu starfi nú þegar yfir 200 manns, þá sé ekki ástæða til að veita fyrir- tækinu leyfið. Honum ætti öðrum fremur að vera ljóst mikilvægi ný- sköpunar hjá ungum og öflugum fyrirtækjum. Þátttaka ríkisins I upphafi og lok greinar sinnar rekur forstjóri Nýsköpunarsjóðs almenna kosti markaðshagkerfis- ins, en að undanskildum ágætum tillögum um lagabreytingar vegna hlutafjárkaupa frumkvöðla, nefnir hann markaðshagkerfið ekki frek- ar, en ræðir hins vegar nokkuð hvernig ríkið geti komið að gerð gagnagrunnsins! Forstjóri Ný- sköpunarsjóðs gerir að tillögu sinni að ríkið greiði Islenskri erfðagi'einingu fyrir að þróa lausn- ir fyrir heilbrigðiskerfið og styðji fyrirtækið jafnframt með framlög- um til rannsóknar- og þróunar- starfssemi í tengslum við gagna- grunninn. Islensk erfðagreining hefur ekki farið fram á nokkra þátttöku ríkis- ins í gerð eða fjárhagslegri áhættu gagnagrunnsins né annarrar starfs- semi sinnar. Verkefnið mun hins vegar leiða til einstæðrar nýsköpun- ar og kosta tölvuvæðingu og sam- tengingu sjúkrastofnana að veru- legu leyti. Ef vel tekst til, mun ríkið eignast afar mikilvægar upplýsing- ar til kostnaðarstýringar í heil- brigðiskerfinu og trúlega skatt- leggja sérstaklega rekstrarhagnað gagnagrunnsins. Það er sérkennilegt hvernig for- stjóri Nýsköpunarsjóðs, sem er ábyrgur fyrir milljörðum króna af opinberu fé, metur áhættu og arð- semi ríkisins. I stað þeirrar lág- marksáhættu og umtalsverðrar arð- semi sem ríkinu stendur til boða, telur hann æskilegt að ríkið taki að hluta til þátt í áhættunni við verk- efnið. Fer engum sögum af því hvort þá væri allt í einu orðið réttlætanlegt að „hindra samkeppnina" með því að ríkið starfi aðeins með einum einkaaðila, eða hverjar líkur for- stjóri Nýsköpunarsjóðs telur á að þetta risavaxna og áríðandi verkefni takist giftusamlega undir forsjá rík- isins. Fari svo að íslensk erfðagreining fái einkarétt á gerð gagnagrunns- ins stendur ekki til að leita til Ný- sköpunarsjóðs með fjármögnun. Verkefnið tæki allt ráðstöfunarfé Stofnsjóðs Nýsköpunarsjóðs næstu áttatíu árin, og svo lengi getum við ekki beðið. Þar sem forstjóra Ný- sköpunarsjóðs virðist hins vegar lítast vel á hugmyndina er mér spurn: Ef Nýsköpunarsjóður hefði bolmagn til, væri hann tilbúinn að fjármagna gerð gagnagrunnsins með hlutafé, án þess að tímabund- inn einkaréttur kæmi til, en hver sem er fengi að nýta sér upplýsing- arnar í viðskiptaskyni jafnharðan og þær yrðu til? Ef ekki, virðist for- stjóri Nýsköpunarsjóðs hafa orðið fyrir eigin voðaskoti. Páli verkfræð- ingi vini mínum til hugarhægðar vil ég þó minna á að það kemur fyrir á*-- bestu bæjum. I nýsköpunarkapp- hlaupi t.a.m., er iðulega heillavæn- legra að skjóta strax þótt stundum hitti menn eigin fót, heldur en að miða og miða þar til fuglinn er flog- inn. Höfundur er framkvæmdasljóri þróunarsjóðs íslenskrar erfðagreiningar. Seály er stærsti \ dýnuframleiðandi í Bandaríkjunum og * eru dýnumar hannaðar ■ í samvinnu við færustu 1 beinasérfrœðinga þar í 1 landi enda þekkt fyrir dýnukerfi sem gefa réttan bakstuðning frá sjónarmiði lækna. Það er því ekki að ástæðulausu að Sealy eru mest seldu dýnurnar í Bandaríkjunum. Vertu velkomin/n í verslun okkar og fáðufaglega ráðgjöfum dýnu sem hentar þér. 74.100 ra Sealy fremstir í flokki dýnu framleiðenda í Bandaríkjunum ■Sag naver Við styðjum við bakið á þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.