Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 1100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ&MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Metþátttaka var í hlutafjárútboði Búnaðarbankans hf. sem lauk í gær Þriðji hver mað ur skráði sig ÚTLIT er fyrir að þriðjungur þjóð- arinnar, eða um 90 þúsund einstakl- ingar, hafi skráð sig fyrir hlut í út- boði Búnaðarbankans hf. sem lauk í —gær. Alls voru boðnar út 350 milljón- ir króna að nafnverði á föstu gengi 2,15. Einstaklingum gafst kostur á að skrá sig fyrir allt að 500 þúsund krónum að nafnverði eða tæplega 1,1 milljón kr. að söluverðmæti. Að sögn Arna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Búnaðarbankans, er Ijóst að það komi til verulegrar skerðingar og áætlar hann að söluverðmæti hvers hlutar verði um 8 þúsund krónur þegar upp er staðið miðað við að 90 þúsund einstaklingar hafi skráð sig fyrir hlut í bankanum. Hann segir að farið verði yfir skráningarnar um helgina og ættu niðurstöður að liggja fyrir þegar á mánudag. Stefnt er að skráningu hlutafélagsins á Verð- bréfaþingi Islands í næstu viku. Mikilvæg traustsyfirlýsing Árni Oddur segir að búist hafi ver- ið við mikilli umframeftirspurn en enginn hafi átt von á þessari niður- stöðu. „Ljóst er að mikill fjöldi fólks vill taka þátt í auknum umsyifum og hagnaði Búnaðarbankans. Eg tel því að stjómvöld ættu að flýta áformum sínum um sölu bankans til almenn- ings og annarra fjárfesta“. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær gleðjast yfir þessum áhuga almennings í útboðinu sem hann sagði mikilvæga traustsyf- irlýsingu á bankann. „Þetta sýnir okkur að almenningur í landinu er að gera sér betur ljóst hvernig íslensk- ur hlutabréfamarkaður virkar og að menn geti drýgt tekjur sínar með því að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum“. Finnur telur útkomuna einnig bera vott um að markmið ríkisstjórnarinn- ar um dreifða eignaraðild í fyrirtækj- unum hafi greinilega skilað sér. Að- spurður um það hvort hinn mikli áhugi á hlutafjárútboði Búnaðarbank- ans gefi tilefni til að flýta einkavæð- ingarferlinu, svarar Finnur neitandi. Hann segir að upphafleg ákvörðun ríkisstjómarinnar um að aðhafast ekki frekar á þessu kjörtímabili standi óbreytt. „Búnaðarbankinn hef- ur verið að stækka og þessi hlutafjár- aukning sem nú hefur átt sér stað mun vafalaust efla fyrirtækið og auka verðmæti þess enn frekar í framtíð- inni. Hlutafjárútboðin í ríkisbönkun- um þremur hafa öll gengið mjög vel og ættu að kveða niður þær gagnrýn- israddir sem vildu halda hlutunum með óbreyttu formi. Þátttakan í hlutafjárútboði Búnaðarbankans er farsæll endir á góðu ári og ekki ólík- legt að jólagjöfin í ár verði hlutabréf í Búnaðarbankanum“, segir Finnur. Vorlaukar farnir að gægjast upp ALLRA bráðlátustu vorlaukar em farnir að gægjast upp úr moldinni í húsagörðum vegna hlýinda sem verið hafa á Suð- vesturlandi undanfarið. Jó- hann Pálsson garðyrkjustjóri segir að ekki sé óalgengt að þetta gerist í hlýindaköflum í desember. Jóhann segir að gróandi sé þó almennt ekki byrjaður. I vesturbænum þykjast menn hafa séð græna gróðurslikju yfir KR-vellinum við Frosta- skjól og sagði Jóhann að það kynni að vera rétt, því þama vestur undir sjó væri meira út- hafsloftslag en þegar drægi innar á nesið. Hann benti hins vegar á að þegar jörð væri auð og hlýindi mikil setti mosinn græna slikju yfir velli. Aðalframkvæmdirnar á veg- um garðyrkjustjóra um þetta leyti er grisjun skóganna í Öskjuhlíð og Elliðaárdal og farið verður að huga að sán- ingu sumarblóma strax eftir áramót. 105 prófess- orar senda áskorun til Alþingis HUNDRAÐ og fimm af rösklega 150 starfandi prófessorum í Há- skóla íslands hafa undimitað yfir- lýsingu vegna dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Þeir segjast þar telja að dómurinn marki þáttaskil. I yfirlýsingunni segir meðal ann- ars: „Dómur Hæstaréttar kveður á um, að núgildandi lög um stjórn fiskveiða brjóti gegn jafnræðisregl- um í stjómarski-á lýðveldisins. Al- þingi ber skylda til að hlíta dómi Hæstaréttar og breyta þessum lög- um á þann veg, að úthlutun fisk- veiðiheimilda samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði þegnanna gagnvart lögum og að ákvæði laga um sameign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnum á Is- landsmiðum sé virt.“ Þá kemur fram að þar eð kennslu er lokið á haustmisseri hafi ekki náðst í allmarga prófessora, einkum þá sem em erlendis, til að leita eftir því að þeir undirrituðu yfirlýsing- una. ■ Yfirlýsing/11 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson GUÐMUNDUR Halldórsson, trillukarl í Bolungarvík, segir Gunnlaugi M. Sigmundssyni alþingismanni skoðanir sínar umbúðalaust. Mikil óánægja trillukarla á Yestfjörðum með frumvarp sjávarútvegsráðherra Grundvellinum kippt undan rekstri smábáta MIKIL óánægja er hjá smábátasjómönnum á norðanverðum Vestfjörðum með frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um breytingar á fiskveiði- stjómuninni og hafa þeir kallað á þingmenn kjör- dæmisins einn af öðmm til fundar við sig til að knýja á um afstöðu þeirra. Það virðast einkum vera tvö atriði sem valda áhyggjum smábátasjómannanna. Annars vegar er það kvótasetning ýsu og steinbíts en útgerð margra báta hefur byggst á frjálsri veiði þeirra en þorskurinn verið nokkurs konar meðafli. Hins vegar er afnám sóknardagakerfísins og úthlutun heildaraflans á mikinn fjölda báta sem trillukarlar *i'ullyrða að þýði að hver bátur fái aðeins 9-10 tonna þorskkvóta sem eigi að koma í stað mögu- leika til frjálsra veiða í 40 daga á ári. Þetta segja margir að kippi gersamlega rekstrargrandvellin- um undan útgerð bátanna. Vöxtur hefur verið í útgerð smábáta á Vest- fjörðum, ekki síst í Bolungarvík. Þeir sem hafa verið að kaupa báta, eldri báta eða nýsmíði, hafa >rnn ekki öðlast veiðireynslu í ýsu og steinbít og eiga því ekki von á kvóta í þessum tegundum. Sumir segja að með þessu séu rekstrarforsendur fallnar. Sjónarmið era reyndar aðeins mismun- andi eftir stöðum. Þannig er áberandi minni ótti við breytingarnar á Suðureyri en í Bolungarvík. Helgast það væntanlega af því að Súgfirðingar hafa mikið veitt af ýsu og steinbít og hafa því öðl- ast allgóða veiðireynslu þegar til úthlutunar kem- ur. Mikill vöxtur hefur aftur á móti orðið í smá- bátaútgerð í Bolungarvík á þessu ári og þeir bát- ar hafa enga eða litla veiðireynslu og fá því lítinn ýsu- og steinbítskvóta. Einn útgerðarmaður sem nýlega keypt úreld- ingarrétt fyrir tæpar 11 milljónir segir að sú fjár- festing verði væntanlega verðlaus með breyting- um á lögunum. Útgerð smábáta hefur verið eini vaxtarbroddurinn „Þetta er dauðadómur yfir þeim byggðum sem byggja mikið á smábátaútgerð," segir Falur Þor- kelsson, formaður Hörpu, sem er félag smábáta- eigenda í Bolungarvík. Falur var í gær ásamt 25-30 félögum sínum á fundi smábátasjómanna með Gunnlaugi M. Sigmundssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. „Það er búið að taka frá okkur togarana og kvótann og útgerð smábáta hefur verið eini vaxtarbroddurinn hér í sjávarútvegi að undan- förnu. Mennirnir hafa haft góð laun á sumrin og fjöldi fólks fengið vinnu við að beita fyrir aflahámarksbátana svo hægt hafi verið að gera þá út með fullum krafti. Menn hafa verið að láta smíða og kaupa hingað nýja báta sem enga veiðireynslu hafa í ýsu og steinbít. Ég gæti trú- að því að 10-11 bátar hér hafi möguleika til að veiða 2.000 til 3.000 tonn af þessum utankvóta- tegundum. Aformuð lagabreyting tekur ekki einungis af þennan vaxtarbrodd heldur færir okkur mörg ár aftur í tímann. Ég gæti trúað því að veiðimöguleikar þessara báta í ýsu og steinbít minnkuðu um 70-80% og það mun fækka störfum í beitningu um 20-30. Þetta er ekkert annað en aðför að landsbyggðinni,11 seg- ir Falur. ■ Dauðadómur/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.