Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ _ 54 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MINNINGAR + Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STRÖM SCHJETNE, Norðurbrún 1, sem lést sunnudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. desember kl. 14.30. Nína Schjetne, Guðjón Haraldsson, Laila Schjetne, Pétur Kristjánsson, María Schjetne, Þorgeir Axel Örlygsson, Guðný Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI Þ. EGILSSON, Sólheimum 25, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 3. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. desember kl. 13.30. Örnólfur Árnason, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Manuel Martinez Perez, Olga Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA EIRÍKSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 14. desember kl. 13.30. Sigursteinn Sævar Hermannsson, Anna Þórarinsdóttir, Jóhann Bragi Hermannsson, Guðrún Ingadóttir, Eríkur Rúnar Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA K. BJARNASONAR. Ólöf Pálsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Torfi Magnússon, Auður Bjarnadóttir, Hákon Leifsson, Ragnhildur Bjarnadóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Einar Scheving, Magnús Þór Torfason, Bjarni Kristinn Torfason, Ólafur Páll Torfason, Hlynur Helgi Hallgrímsson, Inga Huld Hákonardóttir. r + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- hug og vinsemd, við andlát og útför eigin- manns míns, föður og tengdaföður okkar, KRISTJÁNS PÁLSSONAR, Hlff 2, Torfunesi. Guðmunda Jóhannsdóttir, Theódóra Kristjánsdóttir, Björn Elías Ingimarsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Kristján Friðrik Björnsson, Guðmundur Páll Kristjánsson, Sigríður Sveinsdóttir, Ósk Sigurborg Kristjánsdóttir, Guðmundur Þór Kristjánsson, Elenborg Helgadóttir, Kristján Eyjólfur Kristjánsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. DAVIÐ ÓLAFSSON + Davíð Ólafsson frá Hvítárvöll- um var fæddur 18. október 1902 á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu. For- eldrar hans voru María Sæmunds- dóttir frá Grjóti og Ólafur Davíðsson frá Þorgautsstöð- um. Davíð var þriðja barn þeirra hjóna en systkinin voru níu og eru þau öll látin. Þau voru Málfríður, Agústa, Hannes, Þóra, Jónína, Þorbjörn og Guðmundur. Sambýliskona Da- víðs er Vigdís Eiríksdóttir frá Mófellsstaðakoti. Sonur þeirra er Ólafur Eiríkur, kvæntur Þóru Stefánsdóttur. Börn þeirra eru Davíð, Katrín Arna og Arnþór. Utför Davíðs verður gerð frá Hvanneyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Steinunn, Aldamótabarnið Davíð Ólafsson frá Hvítarvöllum hefur kvatt þenn- an heim, síðastur níu systkina. Eft- ir stöndum við sem vorum sam- ferða honum þakklát fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar hrannast upp. Það var svo sannar- lega mannbætandi að kynnast Dadda frænda eins og við systkinin kölluðum hann, og hann var okkur sem sá móðurafí sem við áttum aldrei. Heimilið á Hvítárvöllum var okk- ur eins og annað heimili á sumrin. Öll fórum við ung í sveitina, eitt af öðru, og dvöldum þar sumarlangt. Minningarnar úr sveitinni eru allar góðar og allar tengdar Dadda. Amma Þóra fór árum saman og hélt heimili ásamt bróður sínum á sumrin. Þau systkini voru einstak- lega samrýmd og aldrei féll styggð- aryrði þeirra á milli. Fyrstu minn- ingarnar eru um það þegar við fór- um í rútunni með Sæma frænda að Hvítárvöllum. Á móti okkur tóku amma og Daddi. Við reyndum að verða til gagns en oftar en ekki höf- um við eflaust þvælst fyrir fyrstu árin. Aldrei fundum við þó fyrir öðru en að við værum mikil hjálp hjá Dadda. Hann kenndi okkur handtökin við bústörfín og spjallaði við okkur þess á milli. Hann sá um að bæta netin og er sterk minning- in um Dadda sitjandi flötum bein- um á pakkhúsloftinu með net í fanginu. Daddi var lífsglaður maður með káta lund. Hann var mjög stríðinn og fátt fannst honum skemmtilegra en að stríða okkur þegar við vorum á viðkvæmum unglingsaldri með því að hann hefði fundið fyrir okkur kvonfang eða mannsefni í sveitinni. Hann gifti okkrn- systkinin á hvem bæ og stríddi okkur með því árum saman. Hann passaði vel uppá það að láta okkur vita af hverju við vær- um að missa ef einhver gekk í hjóna- band. Allt var þetta sagt með glettnu auga. Hann var líka mjög félagslynd- ur og það kom oft í hlut okkar systk- inanna að fara með honum á bæi, ýmist á traktomum eða ríðandi. Þá var setið og spjallað og oftar en ekki hafði Daddi með sér lax eða silung því hann var einstaklega gjafmildur. Daddi hafði líka gaman af því að spila, en það gerði hann þó einungis ef r var í nafni mánaðarins. Hann spilaði því ekki yfir háannatímann. En það gat verið snúið að spila við Dadda því hann hafði rangt við ef hann þurfti á því að haida og varð spila- mennskan því oft há- vaðasöm. Einu skiptin sem Daddi skipti skapi var þegar þurfti að smala. Þá þótti okkur við oftar vera meira til óþurftar en gagns. Eftir að vera búinn að snúa öllum í kringum sig út og suður og óskapast yfír því hvað allir væru vitlausir í smala- mennskunni sagði hann undan- tekningalaust „þetta gekk nú dá- samlega". Þegar við urðum eldri vissum við að það var betra að fara eftir eigin sannfæringu um það hvar best væri að standa en að reyna að hlaupa eftir bendingum Dadda. Eftir því sem árin hafa liðið höf- um við komið og dvalið í sumarhúsi foreldra okkar í landi Hvítárvalla. Undantekningalaust var það okkar fyrsta verk að heilsa uppá Dadda frænda þegar við komum í Borgar- fjörðinn. Hann spurði okkur frétta og spjallaði um allt milli himins og jarðar. Oft kom hann í heimsókn niður í bústað og hann fylgdist vel með öllum börnum í fjölskyldunni. Daddi var góður fulltrúi aldamó- takynslóðarinnar sem nú kveður svo ört. Hann var hafsjór af fróð- leik um gamla tímann og gömul vinnubrögð. Að leiðarlokum viljum við og fjölskyldur okkar þakka Dadda allar þær ánægjustundir sem við áttum á Hvítárvöllum. Borgarfjörðurinn verður fátæklegri án hans, Sigmundur, Guðmundur, Þóra og Ásgeir. Afi hafði það að leiðarljósi í lífi sínu að vera alltaf glaður, leggja aldrei illt til nokkurs manns og hann sá alltaf björtu hliðarnar á til- verunni. Við krakkarnir ólumst upp í næsta húsi við afa og ömmu og sótt- um mikið til þeirra. Þar var mikið teflt, spilað og sagðar sögur. Eins sóttum við mikið til þeirra, þegar við komum úr skólanum á daginn. Alltaf var tekið vel á móti okkur. Afi var óhemju gjöfull og vildi allt fyrir okkur gera. Þó að afi hafi ver- ið orðin aldraður þegar við komum í heiminn kom okkur mjög vel sam- an og aldrei sagði hann styggðar- yrði við okkur. Nú, þegar þú ert farinn er ekki lengur það sama að koma heim að Hvítárvöllum og þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill er huggun að þér líður vel núna. Elsku afi, við þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Davíð, Katrín Arna og Arnþór. Elskulegur frændi minn er lát- inn. Þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um slíkan heiðurs- mann veit ég varla hvar skal byrja. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargi'ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist gi'ein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Árin eru orðin svo mörg og öll svo góð. Árin á Hvítárvöllum hjá hon- um og ömmu Maríu eru ógleyman- leg. Til þeiiTa komum við Sæmund- ur, bróðir minn, kornung með móð- ur okkar eftir lát föður okkar og reyndust þau okkur einstaklega vel. Móðir mín og Daddi voru mjög samrýnd og vil ég þakka honum allt sem hann var henni. Hvítárvallarheimilið var einstakt fyrir gestrisni og margir sem þang- að komu voru leystir út með gjöf- um. Amma María og Daddi voru alltaf að gefa og ósjaldan var sóttur lax eða silungur í íshúsið til að gefa vinum og fjölskyldu. Um tvítugt varð Daddi fyiir þeirri miklu lífsreynslu að missa annan fótinn og með þungan gervi- fót þurfti hann að ganga alla ævi, en aldrei kvartaði hann. Það var ótrúlegt hvað hann gat gert þrátt fyrir fötlunina. Hann fór á hestbak og vann flest algeng bústörf, m.a. á sláttuvél og rakstrarvél. Hesta- mennskan var hans líf og yndi, ekki bara reiðtúrarnir heldur líka að spjalla um hesta við vini og vanda- menn. Mesta gæfa í lífi hans var þegar Vigdís Eiríksdóttir kom að Hvítár- völlum og þau eignuðust soninn Ólaf Eirík. Enginn hefði getað hugsað betur um Davíð en Dísa gerði, allt þar til hann fór á Dvalar- heimilið í Borgarnesi þá 93 ára gamall. Hann hafði mikið yndi af barnabörnunum og öllum börnum og unglingum sem voru hjá honum í sveitinni. Að leiðarlokum viljum við Ásgeir þakka allar þær yndislegu sam- verustundir sem við og börnin okk- ar áttum með Dadda og fjölskyldu hans á Hvítárvöllum og sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Davíðs. María Sigmundsdóttir. Ég var ekki gamall, fimm eða sex ára snáði, þegar ég kom fyrst að Hvítárvöllum til sumardvalar hjá „ömmu Maríu“ og Dadda. Þar átti ég eftir að eyða næstu tólf sumrum og ávallt leið mér vel á Hvítárvalla- heimilinu. Á þessum árum var oft margt í heimili á Hvítárvöllum og gestkvæmt. Öllum var vel tekið og heimilið iðaði af lífi og fjöri og glatt var á hjalla. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar á þessu fjölmenna heimili, Daddi, hress og kátur. Oft gekk líka mikið á hjá okkur ung- lingunum en ekki minnist ég þess að þú skiptir skapi eða legðir styggðaiyi'ði til nokkurs manns. Ogleymanlegar eru mér ferðir okkar saman á hestum við smala- mennsku og í heimsóknir en alltaf hafðir þú jafn gaman af því að líta inn á nágrannabæjunum og það var sama hvert eða hvenær komið var, alls staðar varstu aufúsugestur. Snemma treystir þú mér fyrir skepnum og tækjum og aðeins sautján ára gömlum fólst þú mér ábyrgð laxveiðanna. Mér þótti vænt um traustið og hef sjálfsagt fundið til mín og talið mig mann með mönnum. En þetta var lýsandi fyrir þig, þér þótti sjálfsagt að treysta unglingnum fyrir verð- mætum og vildir gefa mér færi á að axla ábyrgðina. Aðrir hefðu kannski verið tvístígandi og talið þetta starf fyrir fullorðna. Eg full- orðnaðist hins vegar í starfinu. Nokkrum árum eftir að sumar- dvöl minni lauk kom ég aftur að Hvítárvöllum. Að þessu sinni með fjölskyldu til að vinna í Hvítárskál- anum. Þá tókst þú og Dísa jafnvel á móti börnum mínum og mér á sín- um tíma. Sonur minn ungur var með þér heilu dagana í verkum og gegningum og ekki leið sá dagur að við hittumst ekki, ýmist niður í Skála eða heima á Völlum. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni til þín, Dísa mín, Óla, Þóru og barna. Elsku Daddi, það hefur reynst mér ómetanlegt að hafa alist upp að nokkru leyti á þínu góða heimili og verið mér dýrmætt veganesti í líf- inu, ég geymi góðar minningar um þig með mér. Vertu sæll, frændi. Jón Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.