Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 64

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 64
2*64 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ . Taktu þátt í leik á mbl.is og þú getur þú látið þig dreyma um miða á Hvaða draumar okkar vitja (What Dreams May Come), margmiðlunardisk um myndina eða glæsilegt amerískt draumarúm frá Kósý húsgögnum. 3i * Dramatíska stórmyndin What Dreams May Come eða Hvaða draumar okkar vitja er frumsýnd um þessar mundir. Myndin fjallar um ást sem nær yfir landamæri lífs og dauða og skartar stórleikurunum Robin Williams, Cuba Gooding, Jr. og Annabella Schiorra. Taktu þátt í leiknum og láttu þig dreyma um vinning! Simmons Beautirest heílsudýna frá Kósý húsgögnum Síðumúla 28. r 1 1 HÁSKÓLABÍÓ ||>mbl.is -j\LL.TAf= G/TTH\S>\£> IS/ÝT7 VOÐASKOT FORSTJÓRA NÝSKÖPUN- ARSJÓÐS PÁLL Kr. Pálsson verkfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið 5. desember sl. sem hann nefnir „Að skjóta sig í fótinn". í grein sinni fjallar Páll um rétt- mæti þess að veita einu iyrii'tæki sérleyfi til uppbyggingar gagna- grunns á heilsufarsupp- lýsingum. Niðurstaða Páls er sú að „hefting samkeppni með sérleyfi eða einkarétti yrði slæm niðurstaða bæði fyrir markaðinn og fyr- irtækið sjálft“. Grein Páls er byggð á mis- skilningi um eðli þess verkefnis sem íslensk erfðagreining vill hrinda í framkvæmd, og að því er virðist á nokkurri vanþekkingu á alþjóðleg- um líftæknimarkaði. Petta er mér bæði undrun og áhyggjuefni, þar eð Páll er forstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, þótt hann láti þess ekki getið í grein sinni. Er mér bæði ljúft og skylt að benda á nokkrar brotalamir í röksemdafærslu hans. Möguleg verðmætasköpun, nauðsynleg fjárfesting og fjárfestingarvernd Heilsufarsgögn þjóðarinnar á því formi sem þau eru í dag, þ.e. í hund- ruðum aðskildra skráa á rafrænu- og pappírsformi, hafa lítið gildi. Með gerð miðlægs gagnagrunns er gildi þessara gagna hámarkað. Áætlað er að nauðsynleg fjárfesting til að skapa þessi verðmæti nemi allt að 20 milljörðum króna. Fráleitt er að ætla að forstjóri Nýsköpunarsjóðs eða nokkur annar fjárfestir sé reiðu- búinn að leggja fé til þessa verks, ef hver sem er getur í ábataskyni nýtt sér þau kerfi (e. infrastructure) sem gerð verða, án þess að þurfa að taka þátt í fjármögnun. Forstjóri Nýsköpunarsjóðs gefur í skyn að óeðlilegt sé að veita fyrir- tæki einkarétt nú á tímum einka- væðingar enda „dytti sjálfsagt eng- um í hug að veita Landssímanum aftur sérleyfi“. Heldur forstjóri Ný- sköpunarsjóðs að Landssíminn hefði nokkru sinni ráðist í að leggja símalínur um land allt, eða að Hval- fjarðargöngin hefðu nokkurn tím- ann verið lögð, ef hver sem er hefði getað selt aðgang að þessum kerfum í sam- keppni við Landssím- ann og Spöl, án nokk- urs endurgjalds fyrir notkun kerfanna? Staðreyndin er sú, að ef ekki er veittur tíma- bundinn einkaréttur á gerð og viðskiptalegri notkun gagnagrunnsins mun hann ekki verða að veruleika, og ein- stakt tækifæri rennur úr greipum okkar fs- lendinga. Einkaleyfisvernd lyfjafyrirtækja Forstjóri Nýsköpunarsjóðs segir að ekki fái staðist að líkja einkarétti á gerð gagnagrunns við lyfjaþróun, enda fái lyfjafyrirtæki ekki einka- leyfi á þvi að ráðast í tilteknar rann- sóknir, heldur á niðurstöðum rann- sókna að þeim loknum. íslensk erfðagreining getur að sjálfsögðu unnið að gagnagrunninum án einka- réttarvemdar ef fyrirtækið gerði Er Nýsköpunarsjóður tilbúinn að fjármagna gerð gagnagrunnsins með hlutafé, hefði hann bolmagn til? spyr Jón Gunnar Bergs, ef ekki, virðist forstjóri hans hafa skotið sig í fótinn. slíkt í algjörri einangrun í húsa- kynnum sínum, líkt og lyfjafyrir- tæki stunda rannsóknir sínar, og án þess að íslenskt heilbrigðiskerfi eða vísindasamfélag nyti nokkurs góðs af. Pannig yrði ekki vel með fé farið og það stendur ekki til. Forstjóri Nýsköpunarsjóðs gleymir því, að meginástæðan fyrir einkarétti til leyfishafa, er sú að aðrir geti ekki nýtt sér fjárfesting- una í viðskiptalegum tilgangi, frek- ar en gengið inn á rannsóknarstofur lyfjafyrirtækja og notað þaðan nið- urstöður. Þetta er nákvæmlega sama ástæða og liggur til grundvall- Jón Gunnar Bergs MEST LESfJA BÓK í NORÐUR-ATLAHTSHAFI JOLAGJOF SJÓMANNSINS Skerplu með yfir800 skípamyndum og óðra fjölbreytilegu efní. ► SÉRTILBOÐ KRONUR TIL ARAMOTA skzrpia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.