Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters „Rétti“ turninn í Pisa MIKIÐ stendur nú til við Skakka turninn í Pisa á Ítalíu. Hér er verið að spengja hann með stál- plötum en síðan verður grafið undan honum að hluta. Að því búnu á að reyna að mismuna honum til í mestu rólegheitum þannig að hann standi réttur. Raunar var sérfræðinganefnd, sem hefur allt um þetta að segja, ekki búin að gefa grænt Ijós á til- raunina. Mannrán og morð í Tsjetsjníu Höfuðpaurinn sagður hafa játað Grozní. Reuters. YFIRVÖLD í Tsjetsjníu hafa í haldi mann, sem skipulagði ránið á fjórum vestrænum mönnum en afskorin höfuð þeirra fundust fyrir nokkrum dögum. Er nú samstarfsmanna hans leitað. „Abdi Abilayev, maðurinn, sem lagði á ráðin um rán fjögurra manna, þriggja Breta og eins Nýsjá- lendings, hefur játað allt og gefið upplýsingar um samverkamenn sína,“ sagði í frétt í rússneska ríkis- sjónvarpinu í gær en áður hafði það komið fram hjá tsjetsjenskum yfir- völdum, að þau hefðu mann í haldi vegna málsins. Mennirnir fjórir unnu hjá bresku fjarskiptafyrirtæki og voru að koma upp farsímakerfi í höfuðborginni, Grozní, þegar þeim var rænt í októ- ber. Sl. þriðjudag fundust afskorin höfuð þeirra í poka. Stendur nú yfir leit að hinum líkamshlutunum. Hvarf og kom aftur Tsjetsjenskir embættismenn sýndu fréttaritara Reuters mynd- band á fimmtudag en þar sést einn gíslanna játa, að hann og félagar hans hafi njósnað fyrir bresku leyni- þjónustuna. Líklegast þykir, að hann hafi verið neyddur til þess. Tilkynnt var í Grozní í gærmorg- un, að saksóknarinn í Tsjetsjníu væri horfinn en síðar um daginn kom hann fram heilu og höldnu. í landinu er mikil óöld, mannrán tíð og hvers kyns lögleysa. Vaxandi spenna í Kosovo-deilunni Hill segir lausn þeg’ar liggja fyrir París, Pristina. Rcuters. CHRISTOPHER Hill, sérlegur sendimaður Bandaríkjanna í Kosovo, sagðist í gær telja að lausnin á deilu Serba og Kosovo-Al- bana lægi í þeim tillögum sem hann hefði þegar lagt fyrir deiluaðila. Kvaðst Hill ætla að draga úr ferð- um sínum til og frá deiluaðilum, sem ekki ræðast beint við, en sagð- ist ekki ætla að hætta milligöngu enda teldi samfélag þjóðanna mikil- vægt að finna lausn á deilunni sem fyrst því óttast væri að átök hæfust að nýju. Hafði heimildarmaður Reuters fyrr um daginn sagt að Hill væri hættur milligöngu þar sem viðræður hans við samningamenn Serba og Kosovo-Albana virtust komnar í ógöngur. Hill kynnti í gær tengslahópnum svokallaða stöðu mála á fundi hóps- ins í París og gaf tengslahópurinn, sem Frakkar, Þjóðverjai-, Bretar, ítalir, Rússar og Bandaríkjamenn eiga aðild að, síðan frá sér yfirlýs- ingu þar sem sagði að unnið væri að því að fá leiðtoga Serba og Kosovo- Albana að samningaborðinu svo leysa mætti deilur um Kosovo-hérað. Lýsti tengslahópurinn yfir stuðn- ingi við Hill og störf hans en bæði Serbar og Kosovo-Albanar hafa for- dæmt síðasta uppkast Hills að full- veldi Kosovo innan Júgóslavneska ríkjasambandsins. Kalkún með ávaxta- fyllingu á jólaborðið Morgunblaðið/Golli LIKAMLEGA líður fólki oft ekki vel á aðfangadagskvöld, einfaldlega vegna þess að það hefur borðað of mikið, of fituríkan mat og of mikil sætindi, segir Anna Elísabet. Er kannski kominn tími til að endur- skoða jólamatseðilinn svo líðanin verði betri? EKKI hafa allir áhuga á að borða fituríkan mat og syki-að meðlæti þótt hátíð sé í bæ. Ýmislegt gott er þó hægt að borða, t.d. kalkún. Kalkún er magur eða ekki nema um 2% feitur án skinns og í hverj- um 100 g eru einungis 110 kkal. Margar uppskriftir að fyllingu í kalkúninn eru aftur á móti með smjöri og/eða rjóma og er ráð fyrir þetta sama fólk að varast slíkar uppskriftir. Anna Elísabet Olafs- dóttir, matvæla- og næringarfræð- ingur, hefur m.a. starfa af því að ráðleggja matreiðslumönnum og öðrum forráðamönnum mötuneyta um hvernig hægt er að elda góðan mat en um leið með tiltölulega fá- um hitaeiningum. „Mitt fag snýst um hollustu," segir hún og undir- strikar að matur þurfi ekki að vera gerður úr smjöri og rjóma til að verða bragðgóður hátíðarmatur. „Eg myndi elda kalkún í stórum, svörtum potti með loki,“ segir hún og gefur síðan nánari fyrirmæli um eldamennskuna: Gott er að setja of- urlítinn vökva í botninn og ausa honum og soðinu af kalkúninum reglulega yfir kjötið, svona á 20 mínútna fresti til að koma í veg fýr- ir að það þorni. Gott er að nudda kalkúninn með sítrónu áður en hann er settur í pottinn en sítrónan gefur kjötinu ferskt bragð. Svo þarf að muna að setja salt og svartan pipar á fingurgómana og nudda kalkúninn létt bæði að innan og ut- an. Einnig er hægt að nota krydd sem sérstaklega eru hönnuð til að krydda kalkúninn með en sjálf seg- ist Anna Elísabet einungis nota saltið og piparinn. Ávaxtafylling í kalkúninn Þá er komið að fyllingunni í kalkúninn. Anna Elísabet hefur val- ið uppskrift að ávaxtafyllingu til að máltíðin haldist hitaeiningaminni. Mörgum þykir við hæfi að hafa sultu með á hátíðarborðinu en ávaxtafyllingin getur vel komið í stað hennar. Ávaxtafylling ______2 dl apríkósur, þurrkaðar __________1 dl epli, þurrkuð_______ _____________1 ferskt epli_________ 1-2 laukar __________400 q sveppir____________ ’/2-l dl pekan- eða valhnetur 1 -2 dl kjötsoð (soð oq kroftur) _____________steinselja____________ svartur pipar Ef fólk ætlar að halda sig við það að hafa máltíðina fitulitla verður það að vanda sig við sósugerðina. „Best er að nota soðið af kalkúnin- um og þykkja það með þykkum hveitijafningi eða maisenamjöli og krydda síðan eftir smekk. Ef fólk vill endilega nota í’jóma, af því það eru jólin, er hægt að nota kaffi- rjóma sem er ekki nema 12% feitur og skreyta sósuna með mjórri bunu. Þegar fyrsti maður fær sér af sósunni blandast rjóminn saman við sósuna.“ Hvítlaukskartöflur og annað meðlæti Anna Elísabet stingur upp á því að fólk sleppi sykurbrúnuðu kart- öflunum í þetta skiptið og hafi jarð- eplin einfaldlega soðin eða jafnvel bökuð. Hún segir t.d. afar gott að skera nokkrum sinnum langleiðina niður í hverja kartöfiu og pensla þær síðan með kryddaðri ólífuolíu. Tilvalið er t.d. að kreista hvítlauk í olíuna. Þegar kartöflurnar eru skornar er ein kartafla í senn sett á skurð- arbretti. Við hliðina á kartöflunni og uppi á brettinu er sett annað bretti þannig að þegar skorið er í kartöfluna stöðvast hnífurinn á brettinu. Þannig hindrar brettið að maður skeri alveg niður úr kartöfl- unni. Kartöflurnar eru síðan bakað- ar í ofni í u.þ.b. 45 mínútur. Síðan segir Anna Elísabet að soðið rósakál, heimalagað rauðkál og jafnvel frísklegt ávaxta- og hvít- kálssalat eigi vel við kalkúnakjötið. Rósakálið kaupir hún ferskt, sker stilkinn af og tekur ystu blöðin frá. Síðan sýður hún það í léttsöltuðu vatni í u.þ.b. 10 mínútur. „I rósakál- inu eru líka mörg forvarnarefni gegn krabbameinum,“ segir Anna Elísabet og víst er að ekki er það verra. Uppskriftina að frísklega salat- inu fékk Anna Elísabet hjá konu sem er í megrunarhópi hjá henni. Fínrífið hvítkál ofan í skál. Síið safann frá kurluðum ananas og bætið út í. Blandið síðan sítrónusafa og 10% sýrðum rjóma saman við og kælið í ísskáp. Hérna kemur loks uppski-iftin að því hvernig Anna Elísabet gerir rauðkálið. Heimagert rauðkál ________1 lítill rauðkólshaus____ ___________1 qrænt epli ___________I dl rúsínur__________ 1 tsk. matarolía eða smjör Rauðkálið er skorið fínt. Eplið skorið í fína bita. Feitin er sett í botninn á pottinum og önnur inni- haldsefni á eftir. Látið krauma í 20- 30 mínútur. Meðhöndlun kalkúns „KALKÚNAR og kjúklingar mega ekki standa eftir að búið er að þíða þá heldur elda strax,“ segir Hjördís Broddadóttir hjá Leiðbeiningastöð heimilanna en hjá henni er hægt að fá upplýs- ingar um flest það sem lýtur að matargerð og öðru heimilishaldi. Áríðandi er að hrámeti komist aldrei í snertingu við ferskmeti á borð við grænmeti á meðan á eldamennskunni stendur og sápuþvo verður öll ílát og áhöld sem notuð eru til að koma í veg fyrir að ferskur matur mengist af miður æskilegum örverum. Kalkúnar eru yfirleitt töluvert þungir og þurfa því langan tíma til að þiðna. Eins kílós kjúkling- ur, segir Hjördís, þarf að þiðna í einn sólarhring inni í ísskáp og við það má miða ef kalkún er til- tölulega léttur. Þriggja kílóa kalkún skal þá þiða f fsskáp f þrjá sólarhringa og fjögurra kílóa í fjóra. Gera má ráð fyrir að þyngri kalkúnar þurfi hlutfalls- lega skemmri tíma til að þiðna þannig að sex kílóa fugl ætti að hafa fullþiðnað á um 5 sólar- hringum. Kalkún á alltaf að þíða í fsskáp. Misjafn hiti í bökunarofninum Misjafnt er hversu hár hiti er sagður æskilegur þegar kalkún er steiktur. Ef hitinn er hafður lágur eru meiri líkur á að kjötið haldist safaríkt en ef hann er hár. Ef hann á hinn bóginn er mjög lágur er einhver hætta á að óæskilegar örverur, sem hugsan- lega gætu liafa koinist í kjötið, drepist ekki við steikinguna. Ef varlega er farið með kjötið og það eldað strax að þíðingu lok- inni eru líkurnar á þessu minni en ella. Ef ofninn er stilltur á 170°C má gera ráð fyrir að fylltur kalkún sem er léttari en 4,5 kg þurfi 25 mínútna eldun á hver 500 grömm. Ef hann er þyngri er nóg að miða við 18 inínútur. Ef engin er fyllingin er gert ráð fyr- ir að fuglinn þurfi 25-30 mínútna skemmri heildareldunartíma en þegar hann er fylltur. Án'ðandi er að fylgjast vel með kalkúnin- um þegar steikingartímanum fer að ljúka. Segir Hjördís að allra best sé að hafa kjötmæli og fylgj- ast þannig með eldamennskunni. Ef kalkúninn dökknar er álpapp- ír settur ofan á hann. Sumir vilja steikja kalkúninn við 150°C. Þá er ágætt að miða við að elda hann í 45 mínútur á hvert kíló. Enn aðrir stilla ofninn á 140°C. Fjögurra til sex kílóa kalkún er þá u.þ.b. 2VS>-3 klst. að steikjast. Æskilegt er að nota kjöthitamæli og hækka hitann í' 170°C í stuttan tíma þegar mælir- inn sýnir að kjötið inn við beinið er konúð / 75°C hita. Það er gert til að fá haminn stökkan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.