Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 1
292. TBL. 86. ÁEG. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Netanyahu glatar meirihlutastuðningi við
stefnu sína gagnvart Palestínumönnum
Kosningum
flýtt í ísrael
Jerúsalem. Reuters.
ÍSRAELSKA þingið samþykkti í
gær að flýta þingkosningum í land-
inu eftir að Benjamin Netanyahu
forsætisráðherra
hafði mistekist að
tryggja stuðning
meirihluta þing-
manna við frest-
un á framkvæmd
Wye-friðarsam-
komulagsins við
Palestínumenn.
Eftir að ljóst
Netanyahu varð að Netanya-
hu naut ekki lengui- öruggs meiri-
hlutafylgis á þinginu ákvað flokkur
hans, Likud, að greiða atkvæði með
tillögu stjómarandstæðinga um að
flýta kosningum og greiddi 81 af 120
þingmönnum atkvæði með tillögunni
en 30 voru á móti. Aðrir sátu hjá eða
voru fjarverandi.
Samsteypustjórn Netanyahus
hefur um nokkurra mánaða skeið
riðað til falls því harðlínumenn, sem
aðild eiga að stjórninni, hafa verið á
móti samningum við Palestínumenn.
Segja fréttaskýrendur að með því að
samþykkja nú að rjúfa þing og efna
til kosninga hafi Netanyahu komið í
veg fyrir að vantrauststillaga yrði
borin fram á stjórnina, þar sem hún
hefði að öllum líkindum fallið, og
þannig gefið sjálfum sér betri tíma
til að undirbúa flokk sinn fyrir það
sem menn spá að eigi eftir að verða
harðvítug kosningabarátta. Mun
Netanyahu starfa áfram sem for-
sætisráðherra til bráðabirgða fram
að kosningum.
Parf nú að bera tillöguna um að
flýta kosningum tvisvar sinnum í
viðbót upp á þinginu og jafnframt að
semja um hvenær boðað verður til
kosninga. Netanyahu var fyrr í gær
sagður hlynntur því að kosið verði
27. apríl, viku áður en Yasser Ara-
fat, leiðtogi Palestínumanna, áskilur
sér rétt til að lýsa yfir sjálfstæði rík-
is Palestínumanna.
Stakk upp á þjóðsijórn
Netanyahu fór á allra síðustu
stundu fram á það við Ehud Barak,
leiðtoga stjórnarandstöðunnar og
Verkamannaflokksins, að gert yrði
þriggja sólarhringa hlé á þingfund-
um þannig að kanna mætti mögu-
leikann á því að efna til þjóðstjórnar
en Barak hafnaði hugmyndinni. „Þú
ert aðeins of seint á ferðinni," sagði
Barak og kvaðst efast um heilindi
tillögunnar. Sagði Barak að undir
þeim kringumstæðum sem nú væru
komnar upp væri best að ganga til
kosninga.
Talið er að alger pattstaða muni
ríkja í málefnum sem tengjast frið-
arumleitunum við Palestínumenn
þótt talsmaður Palestínustjórnar
segði í gær að þótt stjórnvöld væru
einungis við völd til bráðabirgða
þýddi það ekki að þau gætu skotið
sér undan skuldbindingum sínum,
og vísaði talsmaðurinn þar í Wye-
friðarsamkomulagið.
Varði Netanyahu fyrr í gær þá
ákvörðun stjórnarinnar á sunnudag
að fresta framkvæmd Wye-friðar-
samkomulagsins.
Minningar-
athöfn í
Lockerbie
SÉRSTÖK minningarathöfn fór í
gær fram í bænum Lockerbie í
Skotlandi en tíu ár voru þá liðin
frá því að 270 manns létust eftir
að sprengja sprakk um borð í
flugvél Pan Am-flugfélagsins yftr
Lockerbie. Lagði Filippus drottn-
ingarmaður blóm við sérstaka
vörðu sem reist var í minningu
þeirra sem létust. Lofaði Bill
Clinton Bandaríkjaforseti að
halda uppi þrýstingi á Líbýu-
stjórn að framselja mennina tvo
sem sakaðir eru um ódæðisverkið.
Reuters
••
Oryggisráð SÞ klofíð í afstöðu til framhalds vopnaeftirlits
Irakar harðorðir
í garð árásarþjóða
Bagdad, London, Washington. Reuters.
TARECJ Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra íraks, kvaðst í gær ekki viss
um að „glæpsamlegum“ hernaðarað-
gerðum Bandaríkjamanna og Breta
gegn írak væri lokið og sagði írösk
stjómvöld enn í viðbragðsstöðu.
Sagði Aziz að sextíu og tveir liðs-
menn íraska hersins hefðu fallið í
fjöguma daga áráspm Bandaríkja-
manna og Breta á Irak, sem lauk á
sunnudag, hundrað og áttatíu hefðu
særst en hins vegar hefði mannfall
meðal óbreyttra borgara verið
„miklu, miklu meira“.
Aziz lét þessi orð falla á frétta-
mannafundi og sakaði Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, og Bill
Clinton Bandaríkjaforseta um að
ljúga þegar þeir héldu því fram að
árásirnar hefðu skilað tilætluðum
árangri því Saddam Hussein Iraks-
forseti væri enn elskaður og dáður
af þjóð sinni. Sagði Aziz að vopnaeft-
irlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna
(UNSCOM) væri „dauð“, Bretar og
Bandaríkjamenn hefðu gert út af við
UNSCOM um leið og. þeir hófu
árásir á Irak. „Það er ekki á mínu
valdi að endurlífga UNSCOM."
Öryggisráð SÞ fundaði í gær um
stöðuna að afloknum árásunum á
Irak og voru skiptar skoðanir um
framhald vopnaeftirlits í Irak. Lét
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ,
hafa eftir sér að það væri ekki til
bóta að ráðið væri klofið í afstöðu
sinni „og ég vona að á næstu vikum
takist okkur að finna leið til að sam-
eina menn á nýjan leik“.
I raun er óvíst hvað tekur nú við í
samskiptum SÞ við íraka en varnar-
málaráðherrar Frakklands og
Þýskalands, Alain Richard og Rud-
olf Scharping, ítrekuðu í gær að þótt
áfram yrði^ að fylgjast gi’annt með
tilraunum Iraka til að framleiða ger-
eyðingai'vopn þyrfti að leita nýrra
leiða til að vinna þetta starf.
Fer fram á fordæmingu
Aziz fór fram á það í gær að þjóðir
heims fordæmdu aðgerðir „árásar-
aðilanna", þeir yi'ðu kallaðir til
ábyrgðar fyrir verk sín og að við-
skiptaþvingunum gegn Irak yrði
aflétt jpannig að íbúar landsins gætu
lifað eðlilegu lífí. Fyrr um daginn
hafði Tony Blair sagt að öll hernað-
arlega mikilvæg skotmörk í Irak
hefðu orðið fyrir skemmdum í árás-
um Bandaríkjamanna og Breta á
írak. Sagði Blair að möguleikar
Iraka til að efla hernaðaruppbygg-
ingu sína væru mun minni en áður.
■ Hernaðarlegum/26
Robert Byrd, þingmaður demókrata
Ekki Clintons
að semja um
lyktir á þingi
Washington. Reuters.
EINN af þingmönn-
um Demókrata-
flokksins í öldunga-
deild Bandaríkja-
þings sagði í gær að
ekki kæmi til greina
að „samið“ yrði um
mál Bills Clintons
B andaríkj aforseta,
sem nú á yfir höfði
sér réttarhöld í öld-
ungadeildinni sem
leitt gætu til þess að
hann þyrfti að láta
af embætti.
Gekk Robert
Byrd, öldungadeild-
arþingmaður frá
Clinton
Vestur-Virginíu, sem nýtur mik-
illar virðingar bæði meðal
demókrata og repúblikana vegna
yfirgripsmikillar þekkingar á
sögu Bandaríkjaþings, ekki svo
langt að segja réttarhöld stjórn-
arskrárlega óhjákvæmileg fyrst
fulltrúadeildin samþykkti máls-
höfðun gegn Clinton en sagði að
öldungadeildarþingmenn gætu
ekki staðið í samningaviðræðum
við Hvíta húsið um viðunandi
lyktir málsins.
„Hvort sem raunverulega fara
fram réttarhöld yfir forsetanum
eða hvort einhver önnur lausn
verður fundin verða öldunga-
deildarþingmenn ejnir og sér að
taka þá ákvörðun. Hún verður
líka að vera þverpólitísk því
öðruvísi mun almenningur ekki
taka mark á henni.“
Höfðu öldungadeildarþing-
menn beðið yfirlýs-
ingar frá Byrd enda
sagt líklegt að þeir
myndu hlíta tilmæl-
um hans um fram-
hald málsins.
Ford og Carter
segja vítur nægja
Það vakti athygli í
gær að tveir fyrr-
verandi forsetar
Bandaríkjanna,
repúblikaninn Ger-
ald Ford og
demókratinn Jimmy
Carter, hvöttu til
þess að öldunga-
deildin samþykkti vítur á Clinton
í stað þess að vísa honum úr
embætti. Sögðu þeir að sú
ákvörðun fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings síðastliðinn laugardag
að samþykkja málshöfðun á
hendur Clinton væri „gífurlegur
smánarblettur“ fyrir forsetann
og því ætti ekki að svipta hann
embætti.
Sögðu þeir Ford og Cai'ter að
til að þetta mætti verða yrði
Clinton að viðurkenna að hann
sagði ekki satt í vitnisburði sín-
um fyrir rannsóknarkviðdómi
Kenneths Starrs í ágúst en jafn-
framt yrði kveðið skýrt á um að
ekki yrði hægt að nota þessa
játningu gegn Clinton í dómsmáli
eftir að hann lætur af starfi for-
seta.
■ Sjá umfjöllun bls. 24-25