Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 50
oO ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMRER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Réttu vinnubrög'ðin? HINN 7. nóvember sl. var hald- inn málfundur á vegum lagadeild- ar Háskóla Islands undir yfir- skriftinni „Staða dómstóla í vitund þjóðarinnar - ímynd og veruleiki". I lok málfundarins fóru fram pall- borðsumræður og var undirritað- ur einn þátttakenda auk Sigurðar Líndal prófessors og fleiri. Áður en pallborðsumræður hófust fékk Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tækifæri til að flytja nokkur inn- gangsorð, en hann hefur verið *~gagnrýninn á störf íslenskra dóm- stóla. Að því er Hæstarétt Islands varðar hefur gagnrýni hans eink- um beinst að þeim dómsniðurstöð- um þar sem hann hefur talið dóm- stólinn sneiða hjá réttum aðferð- um við dómsýsluna. Einnig hefur hann gagnrýnt mjög þá kenningu, að oft séu til fleiri en ein jafnrétt niðurstaða á sama lögfræðilega úrlausnarefninu. Dómarar geti átt val um þær réttarheimildir sem þeir beitþ og þar með um niður- stöðuna. I inngangserindi sínu að pallborðsumræðunum rökstuddi Jón Steinar gagnrýni sína og reif- aði jafnframt hugmyndir sínar um j.það, að dómarar eigi ekki slíkt val. Þeir eigi að leita að hinni lögfræði- lega réttu niðurstöðu eftir viður- kenndum lögskýringarreglum og hana muni þeir finna ef þeir beiti réttri aðferð. Athygli vakti þegar röðin kom að Sigurði Líndal í fyrstu umferð pall- borðsumræðnanna, hve hart hann deildi á Jón Steinar. Taldi hann hugmyndina um „eina rétta niður- stöðu“ svo vitlausa, að ekki fyndist á Vesturlöndum sá maður, sem iihéldi slíkri kenningu fram nema Jón Steinar. Fór hann hörðum orðum um rökstuðninginn og taldi honum allt til for- áttu. Þegar röðin kom að mér í umræðunni lýsti ég undrun minni á orðum Sigurðar Lín- dal og vakti athygli á því, að margt virtist líkt með hugmyndum Jóns Steinars og hug- myndum réttarheim- spekingsins Ronalds Dworkins. Hann er Bandaríkjamaður sem hefur verið prófessor í réttarheimspeki við háskólann í Oxford og við háskólann í New York og ritað íjölmargar bækur og ritgerðir um lögfræðileg og heimspekileg mál- efni. Einna frægust kenninga hans á sviði lögfræði er einmitt kenning- in um „rétta svarið í erfiðum mál- um“ og að dómarar hafi ekki laga- setningarvald. Þegar svo röðin kom að Sigurði Líndal á nýjan leik þá deildi hann þegar í stað mjög harkalega á Ronald Dworkin. Sagði hann að bækur hans væru illlæsilegar og illskiljanlegar, hann hefði þessar bækur á borðinu hjá sér, en sæi eftir þeim tíma, sem farið hefði í að lesa þær. Raunar væri málið þannig, eftir því sem hann hefði heyrt í heimsókn sinni til Oxford sl. sumar, að Dworkin væri fallinn frá þessum kenningum sínum og því ekki eyðandi frekari orðum á þær. Þessi svör vöktu at- hygli margra viðstaddra og mér kom það svo sannarlega á óvart, að þetta gæti verið reyndin. Enda hefur Dworkin verið áhrifamikill og gagnrýni hans á svokallaðan vildaiTétt („legal positivism") verið snar þáttur í fræðilegri umræðu um þær kenningar síðustu tvo ára- tugi a.m.k. Sagði ég á fundinum, að á meðan ekkert skriflegt hefði komði frá Dworkin sjálfum í bók eða ritgerð, þá hlyti það að standa, sem menn vissu eða þekktu af nýj- ustu ritstörfum hans. Þannig lauk umfjöllun um kenningar Dworkins á þessum fundi. Rétt er að undirstrika, að ég nefndi nafn Ronalds Dworkins vegna þess að ég sá og sé ákveðin líkindi með því, sem þeir Jón Stein- ar Gunnlaugsson hafa sagt um „réttu niðurstöðuna“ í erfiðum dómsmálum, og vegna þess að því var haldið fram, að Jón Steinar væri einn um að lýsa slíkum skoðunum. Eg var ekki að gera því skóna að skoðanir þeirra væru endilega eins í þessu eða öðrum málefnum. Menn geta verið sammála um sumt þó að þeir séu ósammála um annað eins og gengur. Næst gerist það, að öllum lögfræðingum landsins er sent fund- arboð í fréttabréfi Lögfræðingafélags Is- lands. Þar segir orð- rétt: Þriðjudaginn 15. desember nk. mun Skúli Magnúss- son, lögfræðingur og stundakenn- ari í réttarheimspeki við lagadeild Háskóla Islands, fjalla um efnið: Kenning Ronalds Dworkin um rétta niðurstöðu í erfiðum dóms- málum. I framsögu sinni mun Skúli gera grein fyrir þessari kenningu, þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt og undanhaldi Dworkins frá henni. Að lokinni stuttri framsögu verða frjálsar umræður... I ljósi ummæla Sigurðar Líndal á fundinum 7. nóvember sl. svo og í tilefni þeirrar setningar í auglýs- ingunni, að í fyrirlestri sínum myndi Skúli Magnússon gera sér- staka grein fyrir undanhaldi Dworkins frá kenningu sinni, þá hafði ég samband í gegnum Netið við Ronald Dworkin. Bréfaskipti okkar fara hér á eftir: Bréf niitt var svohljóðandi: Ég er íslenskur lögfræðingur og hef áhuga á hugmyndum þínum um réttu niðurstöðuna í erfiðum málum. Ég hef lengi verið hlynntur þeim kjama í röksemdafærslu þinni, að dómarar hafi ekki laga- setningarvald og að menn hljóti ávallt að leita^ eftir lögfræðilega rétta svarinu. Á umræðufundi sem nýlega fór fram í lagadeild Háskóla Islands fullyrti einn þátttakandinn að þú hefðir skipt um skoðun frá fyrri skrifum þínum um þetta efni. Þetta kom mér á óvart. Ennfremur kemur fram í bæklingi, sem ég fékk í hendur í dag, að kennari í réttarheimspeki við lagadeildina muni hafa framsögu um kenningar þínar á málfundi síðar í mánuðin- um. Lýsingin á fyrirlestrinum er eftirfarandi: „Kenning Ronalds Dworkins um rétta niðurstöðu í Nú er það auðvitað svo, að hugmyndir manna, sem taka þátt í virkri akademískri umræðu, taka breytingum í tím- ans rás, segir Hreinn Loftsson, enda er það einmitt megineinkenni slíkrar umræðu, að menn tefla fram rökum og fá gagnrýni og svara henni. erfiðum dómsmálum. í framsög- unni verður gerð grein fyrir þess- ari kenningu, þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt og undanhaldi Dworkins frá henni.“ Spurning mín til þín, prófessor Dworkin, er þessi: Hefur orðið grundvallarbreyting á hugmynd- um þínum og röksemdum varð- andi það hvernig dómarar dæma í erfiðum málum? Væri rétt að tala um „undanhald" af þinni hálfu frá röksemdum þínum í bókum á borð við „A Matter of Principle" og „Law’s Empire“ og ef sú er raun- in, hvar hafa þessi breyttu viðhorf birst? Svar Ronalds Dworkins var eftirfarandi: Ég er mjög þakklátur þér fyrir áhugann. Hvort sem það er gott eða slæmt, þá hef ég alls ekki skipt um skoðun varðandi réttu svörin. Öðru nær. Fyrir tiltölulega skömmu síðan, hef ég reynt að skjóta frekari heimspekilegum stoðum undir þessi viðhorf í grein- inni „You’d Better Believe It“ sem birtist í tímaritinu Philosophy and Public Affairs árið 1996. Ég hef orðið var við að einhverjir halda því fram, að ég hafi skipt um skoð- un í mikilvægum atriðum frá fyrri greinúm mínum. Á hinn bóginn hef ég ekki orðið var við að hafa gert það, og hef enga hugmynd um, hvers vegna því er haldið fram. Ég yrði þér þakklátur ef þú gætir komið þessu áleiðis í þeirri um- ræðu sem þú nefndir! Ef þú kemst að því hvers vegna menn halda að ég hafi skipt um skoðun þætti mér vænt um, ef þú gætir skýrt það stuttlega út fyrir mér, ef þú hefur tíma. snegla íslenskir listmunir jSjy ÉllS textíll leirlist my nd I ist sílkislæður englabjöliur ullartreflar smámyndir textíltöskur ieirvasar myndvefnaður sílkímyndír GRETTISGÖTU 7 V/KLAPPARSTÍG, S. 562 0426 Hreinn Loftsson Nú er það auðvitað svo, að hug- myndir manna, sem taka þátt í virkri akademískri umræðu, taka breytingum í tímans rás, enda er það einmitt megineinkenni slíkrar umræðu, að menn tefla fram rök- um og fá gagnrýni og svara henni. Þetta breytir því þó ekki, að það myndi sæta tíðindum ef menn væru fallnir frá undirstöðuatrið- um í hugmyndum sínum, ekki síst ef í hlut eiga menn, sem lengi hafa verið umdeildir og eiga sér marga gagnrýnendur. En svar Dworkins felur það í sér, að svo er ekki í hans tilviki. Hann telur sig meira að segja hafa treyst undirstöður kenningar sinnar í nýlegri rit- gerð. Á málþinginu, þar sem fjallað var um hugmyndir Dworkins, kom reyndar fram hjá fyrirlesaranum, Skúla Magnússyni, að ekki hefði orðið nein grundvallarbreyting í hugmyndum Dworkins í þessu efni. Fyrirlesturinn var málefna- legur og upplýsandi og menn skiptust síðan efnislega á skoðun- um um réttmæti kenninga Dwork- ins. Ég greindi frá bréfaskiptum mínum og Dworkins og las bréfin. Gagnrýndi ég þar fullyrðingar Sigurðar Líndal frá fyrri fundin- um og orðalag auglýsingarinnar. Annar prófessor við lagadeildina, Davíð Þór Björgvinsson, eignaði sér þá auglýsinguna og fullyrti að fyrirlesarinn hefði þar hvergi komið nærri. Samandregin niðurstaða mín af þessari uppákomu er þessi: Á fundinum 7. nóvember sl. reyndi Sigurður Líndal að draga upp þá mynd af Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, hrl., að hann væri viðundur með fáfengilegar hugmyndir, sem enginn aðhylltist nema hann. Þeg- ar honum var bent á, að ákveðin líkindi væru með hugmyndum Jóns Steinars og eins þekktasta réttarheimspekings samtímans, Ronalds Dworkins, þá deildi Sig- urður umsvifalaust á Dworkin líka! I kjölfarið var efnt til mál- þings í samvinnu Lagastofnunar HI og Lögfræðingafélags Islands og öllum lögfræðingum landsins send auglýsing þar sem fram kem- ur, að m.a. yrði rætt „undanhald" Ronalds Dworkins frá kenningu sinni. Á málþinginu var á hinn bóginn upplýst að fyrirlesarinn hafði aðspurður ekki orðið var við grundvallarbreytingar í hugmynd- um Dworkins. Lesið var upp bréf frá honum sjálfum þar sem hann lýsti því yfir, að hann gerði sér ekki grein fyrir því, hvers vegna menn héldu því fram, að hann hefði skipt um skoðun í þessu efni. Af öllu þessu er augljóst, að ekki eru það fræðin, sem hafa skipt máli í þessari baráttu, heldur hef- ur átt að koma höggi á Jón Stein- ar Gunnlaugsson og hugmyndir hans. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ekta grískir íkonar Ný sending Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.