Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Hugheilar þakkir færi ég sonum mínum og
tengdadœtrum, fjölskyldu minni og þeim
mörgu góðu vinum, sem samglöddust mér á
ýmsan hátt á áttatíu ára afmœli mínu í sept-
ember sl.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og blessun
sína á nýju ári.
Kær kveðja,
Lýdía Pálmarsdóttir,
Eskihlíð 5.
GLERAUGNABÚDIN
HelmoutKreidier
Laugavegi 36
SKIPTILINSUR
6 í PAKKA
FRÁ KR. 3.000
Meðgöngufatnaður
til hvunndags og spari
Kíktu inn og skoðaðu verð og gæði
Þumalína,
Pósthússtræti 13 v/Skólabrú.
Glæsilegur fatnaður
Fallegar og góðar jólagjafir
Munið gjafakortin vinsælu
Eddufelli 2, sími 5571730
Opið i dagfrá hl. 10-20
og á Þorláksmessu fi'á kl. 10-23
RAYMOND WEIL
GENEVE
-18 karata þykk gullhúð, stál með eða án demanta -
skelplötuskífa - órispanlegt gler, verð frá kr. 35.900,'
HÖNNUN sem vekur heimsathygli
Garðar Ólafsson úrsmiður
Lækjartorgi, s. 551 0081
FASTEIGNASALA
4RA - 7 HERBERGJA
HátÚn Mjög góð 4ra herbergja risibúð
ásamt góðum bílskúr í þessu vinsæla
bamvæna hverfi. Þrjú svefnherb. og stofa
með suðursvölum. Upphitað plan og stétt-
ar. Garður í rækt. íbúðin er laus nú þeg-
ar. Áhv. 3,8 millj. Verð 7,9 míllj. 3694.
Uppl. gefur Þorri í gsm 897 9757.
Kringlan Glæsileg ca 100 fm 4ra herb.
íbúð á jarðh. innst í botnlanga I þessu
góða, rólega hverfi. Sérinng. Parket á allri
íbúðinni. Tvö stór svherb. og tvær stórar
stofur. Allt nýtt á glæsil. baðherb., sturta
og baðkar. Sólpallur í suður. (b. er
hjólastólafær. íb. er laus nú þegar. Áhv.
5 millj. Verð 10,7 millj. 3569. Uppl. gefur
Þorri í gsm 897 9757.
í DAG
VELVAKAMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hraða-
mælingar
í ÁRATUGI hafa litlar
breytingar verið gerðar á
leyíilegum ökuhraða í
borginni og þær breyting-
ar sem gerðar hafa verið
hafa lítið verið kynntar í
fjölmiðlum. Þeim sem ekki
hafa nýlegt ökuskírteini
hefur því verið gert erfitt
fyrir að kynna sér breyt-
ingar og þar af leiðandi
hafa flestir ökumenn ein-
faldlega íylgt þeim hraða
sem aðrir hafa viðhaft og
þeir sem ábyrgir eru hafa
reynt að viðhafa öryggi og
aka eftir aðstæðum hverju
sinni. Skilti sem sýna leyfi-
legan ökuhraða hafa ekki
verið áberandi. Þetta hefur
lögreglan látið viðgangast
athugasemdalítið í áratugi.
En svo allt í einu, síðari
hluta sumars, gerði um-
ferðarlögreglan „átak“ í að
mæla ökuhraða í borginni
og sektaði ökumenn vægð-
arlaust ef ekið var of hratt.
Það er svo sem sjálfsagt
mál, en ekkert tillit var
tekið til þess hvort öku-
manni hafði óvart orðið á
að fara yfir löglegan hraða
örskamma stund sem sam-
svarar sekúndubroti og í
lítilli umferð þar sem allir
virtust aka á sama hraða
eða hvort um var að ræða
gróft brot þar sem krussað
var milli akreina eða ekið
og tekið fram úr á ofsa-
hraða. Jafnvel virtist lög-
reglan frekar vera á ferð-
inni þegar umferðin var
lítil og þótt allir virtust
vera á sama hraða var einn
ökumaður tekinn út, en
hinir sluppu. Þeir öku-
menn sem vanist höfðu að
fylgja þeim meðalhraða
sem í gangi var (og höfðu
komist upp með það árum
saman) héngu allt í einu í
lausu lofti. Allt í einu og án
þess að það væri tilkynnt
voru sett upp skilti sem til-
kynntu hámarkshraða (þó
aðeins á stöku stað við við-
komandi götu) og öku-
mönnum ekki gefinn tími
til að tileinka sér þann
fróðleik sem þar kom
fram. Ganga mátti að því
sem vísu að ef skilti var
sett upp við ákveðna götu
á þriðjudegi lá lögreglan í
leyni við sömu götu daginn
eftir. Engin aðlögun. Sá
grunur liggur í loftinu að
þeir sem teknir voru fyrir
of hraðan akstur í þessari
síðsumar-rassíu hafi verið
saklausir einfeldningar
sem í raun vilja virða lög
og reglur, en höfðu ekkert
við að styðjast. Hinir raun-
verulegu ökuníðingar hafi
sloppið og sleppi enn. Því
að hvar er umferðarlög-
reglan núna? Finnst henni
virkilega að hraðinn sé
kominn í lag? Hvers vegna
komast ákveðnir ökumenn
upp með það dag eftir dag,
viku eftir viku og mánuð
eftir mánuð að aka um göt-
urnar á ofsahraða, skipta
sífellt um aki-ein, þver-
beygja fyrir næsta bíl fyrir
aftan og troða sér fram
fyrir án þess að sýna
stefnuljós og svo mætti
lengi áfram telja?
Löghlýðinn ökumaður.
Hverjir eru
Breiðfirðingar?
KRISTJÁN hringdi og
bað Velvakanda að kanna
fyrir sig hverjir væru
Breiðfirðingar? Hann
spurði vegna þess að fólk
við Breiðafjörð vill ekki
kalla sig Breiðfirðinga,
heldur vill það kenna sig
við staðinn sem það er frá.
T.d. vilja þeir sem eru frá
Snæfellsnesi láta kalla sig
Snæfellinga, þeir sem eru
frá Ólafsvík vilja láta kalla
sig Ólafsvíkinga o.s.frv.
Ólafur Liljurós
HEFUR einhver undir
höndum kvikmynd Rósku,
Ólafur Liljurós, á mynd-
bandi. Vinsamlegast hafið
samband í síma 551 6713,
Guðrún.
Tapað/fundið
Armband týndist
GULLARMBAND týndist
á Reynimel fóstudaginn
18. desember. Finnandi
vinsamlega hafi samband
við Byigju í síma 557 8447.
Poki frá Tösku- og
hanskabúðinni í óskilum
I síðustu viku gleymdist
poki með jólagjöfum í
Bókabúð Steinars. Eig-
andinn getur vitjað hans í
Bókabúð Steinars, Berg-
staðastræti 7.
Gullhringur í óskilum
ÚTFLÚRAÐUR gull-
hringur með þremur fjólu-
bláum ametyst-steinum
fannst á Austurströnd,
Seltjarnarnesi. Nánari
upplýsingar í síma
561 3307.
Svört hliðartaska
í Holtagörðum
SVÖRT hliðartaska týnd-
ist í Holtagörðum sl.
fimmtudag. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
569 1151 eða 555 3554.
Svartur bakpoki
týndist
SVARTUR bakpoki með
fatnaði í týndist mánu-
dagskvöldið 14. desember
annaðhvort á Hlemmi eða í
leið 4. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 568 6972.
Silkitrefill
týndist
SILKITREFILL, brúnn/-
svartur/ljós, týndist í sl.
viku í miðbænum, Hafnar-
stræti, Aðalstræti. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 551 3774.
Gleraugu týndust
GLERAUGU, lesgleraugu
með brúnni umgjörð, tjmd-
ust líklega í Smáranum,
Holtagörðum eða í Skeif-
unni. Finnandi vinsamiega
hafið samband við Erlu í
síma 552 1696.
GSM-sími týndist
NOKIA GSM-sími týndist
fóstudagskvöldið 11. des.,
að öllum líkindum á Kaffi-
barnum 22 v/Laugaveg.
Finnandi vinsamlega
hringið í síma 551 2707.
Morgunblaðið/Halldór.
7-ÁE í Breiðagerðisskóla safnaði 5.883 kr. til styrktar
Vímulausri æsku, foreldrasamtökum. Á myndinni eru
í aftari röð f.v.: Sjöfn Pálsdóttir, Guðrún Arna
Jóhannsdóttir og Sandra Ólafsdóttir. f fremri röð
eru: Heiðrún Björk Gísladóttir og Jón Felix
Sigurðsson.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA hefur borizt eftir-
farandi bréf frá bóksala í
Reykjavík í tilefni af umfjöllun í
þessum dálki fyrir skömmu um
bókasölu. Bréfið er svohljóðandi:
„Ágæti Víkverji.
Eg las hugleiðingar þínar á
þriðjudag um bóksöluna fyrir jólin,
alla afslættina og tilboðin. Þú undr-
ast hvemig hægt sé að lækka verð
bóka sem raun ber vitni um og hug-
leiðir álagningu á bækur fyrst með
tilkomu Bónuss o.fl. markaða sé nú
hægt að lækka verðið svona gífur-
lega. Allt á þetta sér afskaplega
eðlilegar skýringar. Markaðimir -
Bónus fremstur í flokki, bjóða til
sölu bækur 3^1 vikur á ári hverju,
60-80 bókatitla með þessum gífur-
lega afslætti, eingöngu til að veiða
viðskiptavini inn í búðimar þennan
stutta tíma, þessi viðskipti skipta þá
engu máli. Þetta er bara þeirra aug-
lýsingaaðferð: „Við emm menn litla
mannsins." Hitt er svo annað mál að
bækurnar sem era með mestum af-
slætti eru stundum til í 3^4 tíma og
fást svo ekki næstu 3-4 tímana, þær
eru bara uppseldar í bili, „en þú
getur fengið þessa eða þessa“.
Afleiðingin er svo sú að bókabúðim-
ar, sem veita þér þjónustu allt árið,
neyðast til að elta vitleysuna."
xxx
SÍÐAN segir:“Söluþóknun bóka-
búða er 30% og í desember tekst
þeim í sumum tilfellum að betla
5-6% auka þóknun á einstaka bæk-
ur - það er herkostnaður bókaút-
gefenda, en bóksalinn situr uppi
með skellinn. Um verðiagningu
bókaútgefenda á sinni framleiðslu
er mér ekki kunnugt. Bóksalinn er
því í mörgum tilfellum að fá í sinn
hlut 4-5% og stundum ekkert, þeg-
ar verst lætur. En svo líða jólin og
þeir sem fengu ranga bók í jóla-
pakkanum eða fengu tvær eins
þurfa að fá þeim skipt.
Fara þeir nú ekki á harða hlaup-
um í Bónus og fá bókunum skipt?
Nei - þefr era oftast hættir bóksölu
eða hafa ekkert úrval. Þeir kaupa
ekki inn bækur eftir jól. Og hvert er
þá farið? Jú, auðvitað í bókabúðina
þar sem þeir fá þjónustuna. Þá eru
bókabúðimar nógu góðar til að
veita hana.
Árangur þessarar vitleysu er að
bókabúðirnar neyðast til að halda
sér gangandi með sölu á alls konar
dóti sem ekkert á skylt við bækur,
en með misjöfnum árangri. Fyrir
15-20 árum vora í kringum 30 bóka-
búðir í Reykjavík. Núna - innan við
tíu. Hvað skyldu þær verða margar
um næstu jól?
Gleðileg bókajól!
Borgar Jónsteinsson,
Bókabúðinni Hlemmi."
ÞÁ STENDUR eftir þessi spurn-
ing: hefur þessi samkeppni á bóka-
markaðnum fyrir jólin leitt til auk-
innar sölu á bókum? Fá höfundar af
þeim sökum meira í sinn hlut? Fá
útgefendur meira í sinn hlut? Era
það eingöngu bóksalarnir, sem
verða að axla herkostnaðinn af sam-
keppninni?