Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Páll Helgason var í viðtali við Hagsýni um heimavíngerð: Búist við sekt í kjölfar DV-viðtals SVONA Palli minn, reyndu nú að hitta á stútinn og blása. Þetta er dýrt hobbí, góði. Lagning Borgar- fjarðarbrautar Samningar undirritaðir FRAMKVÆMDIR eru ekki hafnar við lagningu Borgar- fjarðarbrautar en að sögn Rík- harðs Bi-ynjólfssonar, oddvita í Borgarfirði, hafa samningar við verktaka verið undirritaðir og framkvæmdaleyfi verið veitt. Sveitarstjórnin á þó eftir, að sögn oddvitans, að fjalla um leyfi fyrir malarnámi, sem sótt verður um vegna framkvæmd- anna. Við framkvæmdimar verður eldri vegurinn malbikaður, að því frátöldu að nýr vegur verð- ur lagður á um það bil 500 metra kafla. Sá kafli liggur um land jarðai'innar Steðja. Lög- menn bóndans þar hafa, að sögn Ríkharðs, ritað sveitar- stjórn bréf með kröfu um að framkvæmdaleyfi verði aftur- kallað. Hreppsnefnd hefur ekki fjallað um þá ósk. Bóndinn hef- ur hins vegar, segir Ríkharð, afturkallað stjómsýslukæru vegna þess að hann hafi ekki notið andmælaréttar við með- ferð málsins. Jólin að frönskum sið KRAKKARNIR í Alliance francaise héldu litlu jólin með frönskum hætti um helgina. Skreytt var að frönskum sið og franskur jólasveinn gaf börnun- um gjafir. Á hátíðinni voru sam- ankomnir bæði Frakklandsvinir og Frakkar búsettir á Islandi, og skemmtu þessar stúlkur sér vel, enda í góðum félagsskap. Gjafir sem gleðja! Vönduðu handklæðasettin frá Christy eru komin aftur. Margir litir. Gullfallegir saumakassar. Tilboðsverð: 2.200 kr. og 2.850 kr. /Ögue-búðirnar Skeifunni 8, Skólavörðustíg 12 og i Mjódd. Leoklúbbarnir á íslandi Styrkja börn með geðræna sjúkdóma Leoklubbarnir á íslandi hafa að undanförnu gengist fyrir sölu á aðventukert- um til styrktar börnum með geðræna sjúkdóma. Fénu sem safnast verður varið til tækjakaupa fyrir barna- og unglingageð- deild Landspítalans á Dal- braut. Þorsteinn Yngvi Bjarna- son er forseti norræna Leóráðsins. -Hvernig heí'ur salan gengið? „Hún hefur gengið mjög vel og við erum þeg- ar búnir að afhenda barnageðdeild Landspít- alans þrjár tölvur og prentara. Við höldum samt áfram að selja kerti fram að jólum og munum nýta þá fjármuni sem safnast í forrit og annan aukabúnað sem barna- geðdeildina vantar. Það eru til mörg forrit sem geta þroskað börnin á jákvæðan hátt og tölv- urnar voru keyptar með það í huga að þær réðu við öflug forrit svo þær kæmu að góðum not- um.“ - Er þetta ekki samnorrænt verkefni? „Jú. Leofélagar á Norðurlönd- um hafa ákveðið að standa sam- eiginlega að einu verkefni á ári. Verkefnið ber yfirskriftina „Börn með sjúkdóma". Leofélagar á öllum Norður- löndunum byrjuðu að selja kerti þegar líða tók á nóvember og gefa síðan ágóðann af sölunni í fyrrnefnt verkefni. íslenskir Leofélagar ákváðu að styrkja böm með geðræna sjúkdóma. Allur ágóði af kertasölunni renn- ur því óskiptur til bamageðdeild- ar Landspítalans á Dalbraut.“ -Hvers vegna völduð þið að styrkja börn með geðræna sjúk- dóma? „Það er talið að eitt af hverj- um fimm börnum sé með geð- ræn vandamál. Þessi vandamál geta verið misalvarleg og ýmiss konar svo sem hegðunartruflan- ir, ofvirkni, þunglyndi, áráttu- hegðun, truflað raunveruleika- skyn og fleira. Því miður fá mörg börn með geðræn vanda- mál ekki þá hjálp sem þau þarfnast. Þörfin fyrir bamageð- deildina er mikil og eru langir biðlistar eftir plássi. Þessi mála- flokkur hefur viljað gleymast hjá þjóðfélaginu. Leofélagar töldu því að tími væri kominn til að styrkja börn með geðræn vandamál." -Hvernig er starfsemi Leo- klúbba háttað? __________________ „Leoklúbbar til- Fimmta hvert heyra Lionshreyfing- barn með geð_ Þorsteinn Yngvi Bjarnason ► Þorsteinn Yngvi Bjarnason er fæddur í Reykjavík áríð 1975. Hann stundar nám í verkfræði- deild Háskóla íslands. Þorsteinn Yngvi hefur lengi verið virkur í félagsstörfum, var m.a. í stjórn karatedeid Sljörn- unnar, forseti nemendafélags Verzlunarskélans og var í fram- boði fyrir Vöku í Háskólanum. Hann hefur starfað í Leo- klúbbi í sjö ár og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. verið formaður síns klúbbs og forseti íslenska Leoráðsins. Núna er hann forseti norræna Leoráðsins og alþjóðlegur tengiliður. Hann er einnig full- trúi Leofélaga í umdæmissljórn Lions. unm, sem hefur það meginmarkmið að láta gott af sér leiða og leggja þeim lið sem minna mega sín. I Leoklúbbum er félagslynt fólk, flest á aldrinum 18-24 ára. Leoklúbbar gera margt upp- byggilegt og skemmtilegt. Lögð er áhersla á þjálfun til forystu- starfa og þar gefst kostur á fé- lagslegri reynslu. Félagar fá einnig tækifæri til að taka þátt í ýmsum norrænum og evrópsk- um verkefnum. Leofélagar eru oft kallaðir „leiðtogar framtíðar- innar“.“ - Hversu stór er Leohreyfíng- in? ræn vandamál „Um þessar mundir eru starf- andi um 5.300 Leoklúbbar í 134 löndum. Félagar eru orðnir yfir 132.000 talsins." Þorsteinn Yngvi segir að fyrsti Leoklúbburinn hafi verið stofnað- ur árið 1957 í Bandaríkjunum og hann bætir við að á íslandi séu nú starfandi 9 Leoklúbbar. „Sá fyrsti var stofnaður fyrir 10 árum í Garðinum. Síðan hafa verið stofn- aðir klúbbar í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Við eigum mikið og gott samstarf við Leoklúbba á Norðurlöndum og höfum einnig tekið þátt í Evr- ópusamstarfi og alþjóðlegu starfi." -Hvers vegna var ákveðið að selja kerti? „Kerti gefa birtu og yl, það er falleg hugsun. Lionsfélagar hafa lengi selt ljósaperur og borið birtu í líf fólks með þeim hætti. Lionshreyfingin hefur reyndar frá upphafi stutt mjög ríkulega við lækningar á augnsjúkdómum _________ og blindu, en Helen Keller hvatti Lions- menn til að gerast riddarar hinna blindu í baráttu við myrkrið." Þorsteinn Yngvi segir að kert- in séu ýmist rauð, græn eða fjólublá og það eru tíu stykki í hverjum pakka. Óski fólk eftir að fá frekari upplýsingar um sölu- aðila eða annað sem snertir sölu á kertunum segir hann að starfs- fólk á Lionsskrifstofunni veiti allar nánari upplýsingar. „Það er von okkar að lokaátak söfnunarinnar takist vel og við getum gefið barnageðdeild Land- spítalans á Dalbraut forrit og annan aukabúnað sem hentar fyr- ir þær tölvur sem við erum búnir að færa deildinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.