Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís LÍFEYRISSJÓÐIR starfsmanna ríkis og sveitarfélaga undirrituðu í gær samning við Kaupþing og Alþjóða líftryggingafélagið. F.v. Ólafur Njáll Sigurðsson, forstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins hf., Haukur Haf- steinsson, framkvæmdasljóri LSR, Sigurður Einarsson, forsljóri Kaupþings hf., Jón G. Kristjánsson, fram- kvæmdasljóri LSS, og Davíð Friðriksson, starfsmaður Alþjóða líftryggingafélagsins. Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkis og sveitarfélaga stofna séreignadeild Tryggir félögum valfrelsi um aðild 9% hlutafjár í Fjárfestingarbankanum skipta um eigendur Sparisjóðir og dótturfélög ráða 23% atkvæða Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn spáir minni hagvexti LÆKKUN vaxta í Bandaríkjunum og víðar hefur aukið stöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins, en hagvöxtur á næsta ári verður minni en áður var áætlað. Þetta er mat Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í nýrri skýrslu um ástand og horfur í efnahagsmálum. IMF áætlar að hagvöxtur verði að jafnaði 2,2% á næsta ári í ríkjum heims, en í skýrslu í september var spáð 2,5% hagvexti. Þá telur IMF að hagvöxtur í ár mælist 2,2% að jafn- aði, sem er 0,2% meira en sjóðurinn taldi áður. IMF telur að dregið hafi úr hættu á heimskreppu og er vaxtalækkun í Bandaríkjunum og Evrópu einkum þakkað að stöðugleiki og hagvöxtur hafa aukist. En áhersla er lögð á að ýmis hættumerki séu enn sjáanleg. Þá segir í skýrslunni að útlitið sé ekki gott í efnahagsmálum Japans, Brasilíu og Rússlands og hafi raun- ar versnað mun meira en búist var við. Spáð er 1,8% hagvexti í Banda- ríkjunum á næsta ári, 2,6% vexti í Frakklandi, 0,9% í Bretlandi og 6,6% í Kína. Spáð er 0,5% samdrætti í Japan, 1% samdrætti í Suður- Kóreu, 3,4% samdrætti í Indónesíu og 8,3% samdrætti í Rússlandi. Þá er spáð 1% samdrætti í Brasilíu. í SAMRÆMI við breytingar á lög- um um lífeyrismál, munu Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Ltfeyrissjóður starfsmanna sveit- arfélaga (LSS) hefja rekstur sér- eignadeilda um áramótin. Að undan- gengnu útboði hafa sjóðirnir ákveðið að fela Kaupþingi hf. rekstur sér- eignadeilda sinna (S-deilda) og var samningur þess efnis undirritaður í gær jafnframt því sem samið var við Alþjóða líftryggingafélagið um tryggingasamninga. Meðal markmiða með setningu nýju laganna er að tryggja valfrelsi um aðild að lífeyrissjóðum og sam- setningu lífeyris. Þannig mun frá- dráttarbærni lífeyrisiðgjalda og ið- gjalda vegna ltfeyrissparnaðar hækka úr 4% í 6% hjá einstaklingum frá og með áramótum. Hækkunin mun í mörgum tilfellum þýða að ein- staklingar geta ráðstafað a.m.k. 2% af tekjum sínum í frjálsan lífeyris- sparnað og notið til þess skattafrá- dráttar. Hlutverk Kaupþings verður að taka á móti þeim hluta iðgjaldsins frá launagreiðendum einstakra sjóð- félaga eða lífeyrissjóðunum sjálfum sem renna skal til séreignar og ráð- stafa hluta þess til greiðslu tiygg- inga fyrir einstaka sjóðsfélaga. Sam- hliða samningnum við Kaupþing hf. gerir Alþjóða ltftryggingafélagið hópvátryggingasamninga við LSR og LSS um örorku- og líftrygginar fyrir sjóðfélaga. Samkvæmt samningunum fá sjóð- félagar tvisvar á ári yfírlit um stöðu sína í nafni LSR og LSS Þá mun Kaupþing einnig setja upp sérstök símanúmer er skráð verða í nafni LSR og LSS þar sem svarað verður í nafni sjóðanna auk þess sem sjóðs- félögum verður boðið upp á almenna ráðgjöf vegna lifeyrismála og tiygg- inga án endurgjalds. 25% af hlutafé íslenskra aðalverk- taka hf. (ÍAV) verða boðin til sölu fyrir áramót eða hlutafé fyrir 350 milljónir króna að nafnvirði. Til sölu verða hlutabréf í eigu ríkisins að fjárhæð 210 milljónir króna að nafn- verði eða 15% af heildarhlutafé og hlutabréf í eigu Hamla, dótturfélags Landsbankans, að fjárhæð 140 millj- ónir að nafnverði eða 10% af heild- arhlutafé. Sölutímabilið verður óvenjustutt eða einungis þrír dagar, frá 28.-30. desember. Þessi sala á hlutabréfum í ÍAV er fyrsti áfangi þess að hið opinbera dragi sig úr rekstri félagsins. Stein- grímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að hlutafjár- útboðið hafi verið í undirbúningi allt þetta ár og með því sé langþráðum áfanga náð við sölu ríkisfyrirtækja. Fyrirhugað sé að halda sölu hluta- bréfa ríkisins áfram á næsta ári og þá er sala til almennings fyrirhuguð. Ekki hefur þó verið tekin endanleg ákvörðun um hve stór hluti verður þá seldur eða hvenær eignarhaldi ríkisins að félaginu lýkur. Starfsmenn njóta sérkjara Ákveðið var að_ standa þannig að sölu hlutabréfa ÍAV hf. að bjóða starfsmönnum fyrirtækisins að kaupa hlut á föstu gengi eins og tíðkast hefur um starfsmenn ann- arra hlutafélaga sem ríkið hefur selt. Er þeim boðið að kaupa allt að VIÐSKIPTASTOFA SPRON, fyrir hönd 6 sparisjóða og dótturfélags, Sparisjóðabankans, hefur keypt hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., FBA, að nafnverði 612 milljónir króna, sem er 9% af heildarhlutafé bankans. Heildarsöluverðmæti hlut- arins er 1.150.560 þúsund krónur. Fóra kaupin fram á genginu 1,88. Seljandi var Búnaðarbanki Is- lands hf. og viðskiptavinir hans. Af hlutanum var eignarhlutur IS-15, fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans, 6,3%, og var hann allur seldur ásamt atkvæðarétti. IS-15 er í eigu bank- ans, ltfeyrissjóða og annarra stofn- anafjárfesta. Samkvæmt markaðsyfirliti Við- skiptastofu Landsbanka íslands nemur söluhagnaður bréfanna um 170-230 milljónir kr., hafi bankinn keypt bréfin á sínum tíma á genginu 1,5-1,6 að meðaltali. Hlutur SPRON og dótturfélaga í FBA er nú samtals um 18% en Kaupþing, dótturfélag Sparisjóð- anna, á 9% og ræður að auki yfir 5% atkvæðarétti fyrir aðra hluthafa. Alls ráða því Kaupþing og Spari- sjóðimir samanlagt yfir um 23% af heildaratkvæðamagni í FBA. Góð fjárfesting Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri kveðst ánægður með kaupin. „Það má öllum vera ljóst að við höf- um lýst áhuga á þessum banka og á sínum tíma var viðræðum við okkur, um kaup á bankanum, rift. Þetta eru einfaldlega góð kaup og við erum að kaupa það sem býðst til sölu. Síðan á eftir að ákveða með framhaldið en við teljum að bankinn sé góð fjár- 10% hlutafjár eða fyrir allt að 140 milljónir króna að nafnvirði á sér- stöku tilboðsverði, en afgangurinn, a.m.k. 210 milljónir eða 15%, fer í tilboðssölu. Gengi til starfsmanna er 1,75 og er það jafnframt lágmarksgengi í til- boðssölu. Hverjum starfsmanni er heimilt að kaupa hlutabréf fyrir allt að 500 þúsund krónur að nafnvirði eða 875 þúsund að markaðsvirði. Verði um umframáskrift að ræða skerðist hámarksnafnverð, sem hverjum starfsmanni er heimilt að kaupa fyrir, þar til heildarnafnverð seldra bréfa er komið niður í 140 milljónir. Einn tíunda hluta kaup- verðs skal greiða hinn 18. janúar 1999 en eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi til þriggja ára með einni afborgun á ári í lok hvers árs. Skuldabréfin era óverðtryggð og bera ekki vexti. Markaðsvirði ÍAV 2,5 milljarðar A.m.k. 210 milljónir króna að nafnvirði verða seldar í tilboðssölu að viðbættum þeim hlutabréfum sem ekki seljast til starfsmanna. Ekki er ákveðið gengi í tilboðssölu en ekki verður gengið að lægri til- boðum en á genginu 1,75. Hverjum tilboðsgjafa verður boðið að gera til- boð í allt að 5% hlutafjár í félaginu. Hvert tilboð getur því hæst numið 70 milljónum að nafnvirði en a.m.k. festing, nú sem fýrr,“ sagði Guð- mundur Hauksson. Spurður um aðdraganda kaupanna sagði Guðmundur að hann hefði verið stuttur og kaupin ákveð- in þegar möguleiki gafst á þeim fyr- ir skömmu síðan. Guðmundur sagði einnig aðspurð- ur að Sparisjóðirnir væru ekki að leita sérstaklega eftir frekari hlut- um í bankanum. Var keypt með hagnað í huga Arni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður markaðsviðskipta Búnaðar- bankans, sagði að bankinn hefði keypt hlut sinn á sínum tíma með hagnað í huga, annars vegar í veltu- bók og hins vegar inn í fjárfesting- arsjóðinn ÍS-15, og nú hefði verið rétti tíminn til að selja. „Þegar við keyptum þetta töldum við að vera- legt rými væri til hækkana á bréfun- um, eins og raunin varð, og verðið var einfaldlega það hagstætt nú að við ákváðum að selja,“ sagði Árni Oddur. Hann sagði að það væri mikill metnaður hjá starfsfólki og stjórn- endum bankans að mæta arðsemis- kröfu 60 þúsund hluthafa bankans og viðskipti bankans með hluti í FBA var hluti af honum. Samkvæmt tilkynningu frá bank- anum styrkir salan hagnaðarmynd- un hans og rennir traustum stoðum undir afkomuspá bankans. Bankinn mun ekki endurskoða formlega þá afkomu spá sem sett er fram í út- boðs- og skráningarlýsingu vegna viðskiptanna að því er kemur fram í tilkynningunni. 122,5 milljónum að markaðsvirði. Lágmarksfjárhæð tilboðs er þó 100 þúsund krónur að nafnvirði. Umrætt gengi, 1,75, jafngildir innra virði félagsins 30. júní sl. Að því gefnu að allt hlutafé í útboðinu seljist á þessu verði er markaðsvirði þessa fjórðungshluta í ÍAV hf. ekki undir 612 milljónum króna. Hins vegar má vel reikna með hærra verði í tilboðshluta útboðsins. í gær hækkaði gengi bréfa í fyrirtækinu um 4,7% og var lokagengið 1,78. Samkvæmt því er heildarmark- aðsvirði ÍAV 2.492 milljónir ki'óna. fslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. annast sölu hlutabréfanna. Áskriftir starfsmanna og tilboð skulu hafa borist söluaðilum fyinr kl. 16 miðvikudaginn 30. desember nk. og verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ís- lenskir aðalverktakar hf. hafa fengið staðfestingu ríkisskattstjóra fyrir árið 1998 um að félagið fullnægi skil- yi'ðum til þess að einstaklingar geti dregið kaupverð hlutabréfanna ft’á skattstofni. Talsmenn íslandsbanka og Landsbankans sögðust í gær vera bjartsýnir á að hlutafjárútboðið gengi vel og að allt hlutaféð myndi seljast. Þá sögðust þeir eiga von á því að fagfjárfestar létu meira að sér kveða í tilboðshluta útboðsins en einstaklingar miðað við fyrri reynslu. 25% í Islenskum aðalverktökum seld milli jóla og nýárs Markaðsverðið ekki undir 612 milljónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.