Morgunblaðið - 22.12.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.12.1998, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LISTIR UM VÍÐAN VÖLL Það verkar ankannalega á mig að kenna störf lækna við „skóla- bókalækningar" og mér finnst það lýsa lítilli tiltrú á læknislistinni sem maður trúir að sé enn við lýði, og hafi ekki verið drekkt í flóði tækninnar. Mannúð og skilningur á högum sjúklings er vonandi leið- arljós flestra lækna enn þann dag í dag. Heimilislæknir þarf vissulega að huga að aðstæðum sjúklings síns, fjölskyldulífi, atvinnu og and- legri líðan, til viðbótar því að skoða hann líkamlega þegar upp koma sjúkdómseinkenni. Stundum virð- ist mér við lestur sjálfshjálparbóka að aðrir meðhöndlarar átti sig alls ekki á þessu. Þess gætir reyndar ekki í þessari bók fyrir utan það að tönnlast er á orðinu skólabóka- lækningar. Að öðru leyti sé ég ekki betur en að komið sé fram við kollegana af stéttvísi. Þriðji kafli Lækningabókar heimilanna er langveigamestur, ríflega helmingur bókarinnar. Þar er farið yfir víðan völl, og tilteknir fjölmargir kvillar, orsökum og ein- kennum sjúkdóma lýst í stuttu máli og síðan boðið upp á ráð af ýmsu tagi. Sýnt er fram á hvað gera megi til forvarna og sjálfs- hjálpar, kynntar aðferðir, svo sem nálastungur,smáskammtalækn- ingar, nudd, ilmmeðferð, grasa- lækningar og náttúrulækningar og síðan sagt frá meðferð eftir læknabókum eins og hún er nefnd. Það kemur áreiðanlega mörgum læknum á óvart hve sjúklingar hafa oft prófað annars konar með- ferð áður en til læknis er leitað, en sjúklingurinn segir lækni sínum ef til vill ekki frá slíku fyrr en sam- band þeirra er orðið nægilega traust. Ef litið er á kvillana, þá geri ég ekki ráð fýrir því að benda foreldr- um ungra bama á að gefa þeim seyði af akurmána við niðui'gangi eða að nudda ristilpunktinn svo- nefnda á ilinni hjá sjúklingum mín- um við hægðatregðu, en þessar að- ferðir eru og verða til. Það er óvenjulegt að setja upplýsingar af þessu tagi hlið við hlið í sömu bók- ina en að langflestu leyti kemst höfimdur vel frá verkinu. Á bls. 12 er vitnað í John Stein- beck þar sem segir: „Pippin var heilbrigður, að hann bezt vissi - en þá á ég við að heilsa hans var það góð að hann vissi ekki af henni.“ Er það ekki svona sem fólki á að líða? Katrín Fjeldsted Forboðin snerting BÆKUR Skál dsaíía GUÐ HINS SMÁA Eftir Arundhati Roy. Ólöf Eldjárn þýddi. Forlagið 1998. 336 bls. SKÁLDSAGA Arundhati Roy er óvenjuleg fyrsta skáldsaga höfundar. Guð hins smáa er mikil umfangs og iðar af fjörugum orða- leik. Bókin er ekki síst sérstök fyrir að hafa hlotið Booker-verðlaun- in, eftirsóttustu bresku bókmenntaverðlaunin, árið 1997. Hún var að vísu umdeild, strax við tilnefningu en Hka við að vera valin besta skáld- saga ársins. Sumir hafa talið hana óverðuga en margir og sjálfsagt fleiri, þar á meðal nafn- togaðir bókmennta- menn, hafa lofað hana í hástert. Sagan er í grunninn örlagasaga eineggja tvíbura, stúlkunnar Rahelar og drengsins Esthaphen. Sögusviðið er þorpið Ayemenem í Kerala-héraði, syðst á Indlandi og á bak við per- sónusögu tvíburanna og fjölskyldu þein'a glyttir í pólitískar væringar, mannskemmandi erfðastéttakerfi og þungstíga sögu Indlands. Þar sem fjölskyldan er auðug og höll undir Breta verður hún utangátta í sjálfstæðis- og jafnréttishreyfingu landa sinna sem hneigjast í auknum mæli að kommúnisma. Tvíburarnir búa með móður sinni, Ammu, í húsi blindrar ömmu sinnar, Mammachi. Þangað hefur Ammu flúið í skömin frá ofbeldishneigðum eiginmanni. I húsinu eru einnig Chacko, hámenntaðm’, kvensamur og róttækur marxisti sem rekur súr- sunarverksmiðju fjölskyldunnar; frænka þeirra og óvinur Baby Kochamma. Viðloðandi húsið er einnig hinn ósnertanlegi Velutha en samband hans við tvíburana og fjöl- skylduna drekur dilk á eftir sér. Andrúmsloftið í fjölskylduhúsinu í Ayemenem er lævi blandið en vendipunktur í lífi tvibui'anna verð- ur þegar fyrrverandi eiginkona Chackos kemur í heimsókn með unga dóttur þeirra, Sophie Mol. í kjölfaríð á heimsókn þeirra fylgja voveiflegir atburðir sem snerta all- ar upptaldar sögupersónur. Frá- sögnin snýst um téða atburði sem eiga sér stað dag einn í desembei’- mánuði 1969. Það sem gerist veldur straumhvörfum í lífi tvíbui'anna en er einnig táknrænt fyrir breyttan tíðaranda og þjóðfélagslegt umrót. Skáldsaga Ámndhati Roy kallai' á samanbm'ð við skáldsögur Salmans Rushdies og sérstaklega skáldsöguna Miðnæturböm (Midnight's Childrerí) en hún var einnig fyrsta skáldsaga höfundar og fékk Booker-verðlaunin árið 1984. í Miðnætw- bömum sem, að nýrri bókum höfundar ólösi> uðum, er kannsld besta bók Rushdies, eru einmitt örlög bama látin endurspegla þjóðfélags- legan glundroða og í raun örlög heillar þjóð- ar. Bókunum svipar einnig til hvað andrúms- loft varðar en upp í það er fyllt með endalausum lýsingum og ótal „útúr- dúrum“; smáum atburð- um sem allir eða flestir skipta máli þegar upp er staðið. Báð- ar skáldsögumar gefa smjörþefínn af íingulreið og óendanlegum fjölbi-eyti- leika indvei'sks samfélags sem er vestrænum lesendum svo framandi. Guð hins smáa og Miðnæturbörn eru þannig álíka á að líta: glæsilega orðskreyttar indverskar hnallþórur. Munurinn er hins vegar sá að þegar skorið er í verða fyrir mun fleiri lög, botnar, rúsínur, hnetur og gullkorn, í síðarnefndu bókarkökunni. Ekki þar fyrir að bók Roy sé ekki bi-agð- góð en á stundum verða lýsingarn- ar, líkingarnar, myndmálið og enda- lausir orðaleikimir strekktir og þreytandi. Eins og þeir séu bai'a skreyting sjálfs sín vegna, eins og höfundur hafi ekki staðist að grípa til sniðugheita (sem hafa lítið með frásögnina að gera að öðru leyti). Ekkert af þessum umkvörtunum skrifast á þýðinguna; hún er með svo miklum ágætum að óþarft er að minnast á hana, nema til að hi'ósa þýðanda fyrir aðdáunarverðar lausnir á flóknum oi'ðaleikjum og stælum. Að öðru leyti er Guð hins smáa vel samin bók sem dregur marga flókna þræði saman í enda- lokum sem koma eflaust mörgum lesandanum á óvart. Geir Svansson Þjöðlegur fróð- leikur að vestan í formálsorðum seg- ir útgefandinn, að „til- gangurinn með útgáf- unni er að halda ýmsu til haga á einum stað úr sögu kynslóðanna á Vestfjörðum í gegnum aldirnar, á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi, auk almennrar kynn- ingar á mannlífí hér vestra." Ég hygg, að útgef- anda hafi vel tekist til í þessari bók að ná til- gangi sínum, því að hér er mörg góð matarhol- an. Hér er að finna 35 efnisatriði. Sumt era alllangir sagnaþættir, endurminningar og frásagnir, annað mun styttra, svo og myndasyrpur án margra orða. Án þess að ég viti það gjörla, hygg ég, að útgefanda hafi tekist að virkja til ritstarfa marga prýðilega í-itfæra fróðleiksmenn, sem ekki er vist að Hallgrímur Sveinsson annars hefðu stungið niður penna. Ekki vU ég fara í manngreinarálit. Því hér er margt góðra hluta. Bei'nskuminning- ar af Rauðasandi eftir Ara ívarsson voni góð- m- lestur. Þá á Hafliði Magnússon fjóra þætti, stórfróðlega og einstak- lega skemmtilega ski'if- aða. Sá er ekki loppinn með pennarm. Einn af þáttum Hafliða er um hinn sérstæða lista- mann Samúel Jónsson í Bi’autarholti í Selárdal. Um hann skrifar einnig fróðlega yfirlitsgrein Ólafur Gíslason. Halldór G. Jónsson á hér athyglis- verða grein, þar sem litið er 300 ár aftur í tímann, hugað að fólksfjölda í sveit hans þá og fleiru. Minnispunkt- ar úr mannlífi í Hokinsdal í Amar- fii'ði er prýðisgrein eftir Þorleif Kr. Guðlaugsson. Gunnai' S. Hvammdal skiifar um frumhei'jann í jámsmíði og vélsmíði á Þingeyri (Bjama Guð- brand Jónsson), Nathanael Móses- son um hákarlaskip í Dýrafírði 1865-1892. Hér er og æviágrip Sig- hvats Grímssonai' Borgfirðings, litað af honum sjálfum, svo og kaflar úr dagbók hans. Þá á Höi'ður Kristins- son fjói’ar prýðisgóðai' gi'einar. Og síst skyldi gleyma útgefandanum, Hallgrími Sveinssyni, sem lagt hefur mikið til af ljómandi góðu efni. Mjög margt mynda er í ritinu, fá- séðra og sögulega merkra. Þar munar mikið um myndir Valdemai'S B. Ottóssonar, sem greinilega hefur verið óþreytandi með myndavélina. Trúað gæti ég, að oft eigi eftir að sækja í myndasjóð hans. Gaman hafði ég af því, þegar sér- stæðu málfari brá fyrir (vest- firsku?). Einn höfundur skrifar t.a.m. „oftari“ (fyrir oftast), annar notar orðið „kvartur" í karlkyni, þar sem aðrir nota „kvörtun" og Sig- hvatur Grímsson segir „kjóla“ (gola?) og ýmis önnur fáheyrð veð- urorð er að lesa í dagbók hans. í heild sinni hafði ég mikla ánægju af þessari fróðlegu og vel útgefnu bók og óska þess eins, að útgefanda megi auðnast að halda áfram merku menningarstarfi sínu. Sigurjón Bjömsson BÆKUR lliíi Isubók LÆKNINGABÓK HEIMILANNA eftir Patriek Pietroni prófessor. Islenzk þýðing dr. Þorsteinn Njálsson. Setberg 1998 ÞAÐ var með nokkra hiki sem ég hóf lestur Lækningabókar heimilanna. Hún er reyndar glæsi- leg á það líta, fallega prentuð og við nánari skoðun kom í ljós að efn- islega er margt afar fróðlegt í henni. Hikið stafaði hins vegar af því óbragði sem ég fyrirfram hafði fengið í munninn, verandi þess full- viss að á yztu nöf væri farið með lesandann á landamærin milli læknisfræði og skottulækninga. Kannski er eigin fordómum um að kenna, eða þeirri reynzlu manns að áðurnefnd landamæri séu oftar en ekki lítt virt í bókum af þessu tagi. Sé lagt fyrst tfl atlögu við hið ís- lenzka heiti bókarinnar, Lækninga- bók heimilanna, þá finnst mér það mjög fjarri upprunalegu nafni, sem er „The Famfly Guide to Alternati- ve Health Care“. Á ensku er þannig alls ekki vísað tfl læknisfræði (med- icine, medical o.s.íiv.) heldur notað „health cai-e“ sem hefur mun víðari merkingu og getur táknað allt sem lýtur að heilsunni. Þá er notað orðið „alternative“, sem vísar á annars konar meðferð en þá sem hefð- bundin læknisfræði byggir helzt á. Eg get alls ekki séð að réttlæta megi það nafn sem bókinni á ís- lenzku hefur verið valið og hlýt að meta það svo að í þessum búningi hafi bókin þótt betri söluvara. Það finnst mér í reynd líka á misskiln- ingi byggt því að bókin er ágætlega fróðleg, skemmtileg aflestrar og á miklu meira erindi ef hún er lesin út frá því hugarfari sem fylgir enska heitinu. Annars konar meðferð hefur öldum saman verið við lýði í heim- Munið jólaföstuna Grænmetis- og baunamatur Heitt og hollt! Skólavörðustíg 8, sími 552 2607. inum, gjarnan af því að fólk hefur þurft að geta hjálpað sér sjálft. Má rekja sumt til gamalla húsráða og svokallaðra kerlingarbóka, en hið síðarnefnda, sem er fremur niðr- andi hefur samt oft að geyma ágætar aðferðir til að ráða fram úr heilsufarsvandamálum og slá á einkenni ýmissa kvilla. Því fer fjarri að læknisfræðin ætli sér það hlutverk að koma í þar í staðinn og í þjóðfélagi þar sem kynslóðir njóta ekki lengur stuðnings hver af annarri geta slík ráð á bók kom- ið í stað eldri kynslóða sem hægt var að leita til. Patrick Pietroni er í upphafi bók- arinnar sagður vera vel menntaður heimilislæknir í London, og hafa gegnt mörgum virðingarstöðum innan brezka læknafélagsins og brezka heimflislæknafélagsins. Hann hefur verið foi-maður Heild- rænu læknasamtakanna og kennt við St. Mary’s læknaskólann í London. Hann hefur lagt stund á nálastungur og smáskammtalækn- ingar um margra ára skeið, kennt jóga og haldið fyiTi'lestra um sam- hliðalækningar. Einnig stundar hann sálgreiningu eftir aðferðum Jungs, og hefur verið afkastamikill á ritvellinum. Til eni nefndir þrír ráðgjafar hans, en það eru Leo Chaitow, sem sagður er menntaður í náttúrulækningum, nálastungum, osteopatíu og kírópraktík, dr. Da- vid Peters, læknir og með réttindi í osteopatíu, bæklunarlækningum, fæðinga- og kvensjúkdómum, nuddaðferðum, nálastungu og smá- skammtalækningum, og sá þriðji er Jan de Vries, hollenskur lyfjafræð- ingur sem einnig hefur sérhæft sig í greinum af þessu tagi. Allir þrír eru gi'einilega vel metnir í heima- landi sínu enda hefur ýmiss konar meðferð önnur en læknisfræði átt upp á pallborðið í Bretlandi eins og svo víða. Aftan á bókinni er mynd af þýð- anda hennar (en engin af höfundi), og man ég ekki eftfr því að þannig hafi háttað til með aðrar bækur sem ég hef lesið, hvað þá ritdæmt. Einnig er mynd af þýðanda á fyrstu opnunni og rakinn starfsfer- ill hans, sem ég sé ekki hvaða er- indi á. Bókin er í fjórum hlutum. Sá fyrsti fjallar um heilbrigðari lífs- hætti, annar hluti heitir annars konar lækningar, hinn þriðji er um meðferð algengi’a sjúkdóma og sá fjórði greinir frá almennum skyndihjálparaðferðum.í bókarlok eru orðskýiTngar og atriðaorðalisti. Þ lóíatilboö ~^á aðvmlu ' * í DeLonghl MINUTUGRILL I Nýju mínútugrillin frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsœtan grillmat; kjöt, fisk, grœnmeti eöa nánast hvaö sem er. 4 gerbir á jólatilbobsverbi frá kr. 6,400,- til 7,900,- _ _ FYRSTA A FLOKKS jFOmx HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 BÆKUR Siígulngur fróölcikur FRÁ BJARGTÖNGUM AÐ DJÚPII Mannlíf og saga fyrir vestan. Hall- grímur Sveinsson tók saman. Utg.: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 1998, 190 bls. HALLGRÍMUR Sveinsson, fyrr- um skólastjóri, hefur tekið sér fyiár hendur merkilegt og gagnlegt verk- efni. Hann hefur nú um sinn gefið út og ritstýrt litlu, en næsta snotru tímariti, Mannlífi og sögu í Þingeyr- ar- og Auðkúluhreppum hinum fomu. Af því riti eru komin út fimm nefti (kannski sex, þegar þetta er skrifað), sem flytja margvíslegar frá- sagnir frá liðnum tímum og birta fjöldann allan af sögulegum mynd- um. Ýmsa aðra útgáfustarfsemi virð- ist hann einnig hafa með höndum, svo sem þá bók, sem hér er til umtals og virðist vera fyrsta bindi af fleirum fyrirhuguðum. Efnið er af sömu gerð og í tímaritinu, þjóðlegur fróðleikur margs könar. Sumt hefur áður birst í tímariti hans og er vel farið, að það kemur nú fyrir fleiri augu. Annað hefur áðui' birst í vestfirskum blöð- um og enn annað er nýtt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.