Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 47 r Safnaðarstarf Kyrrðarstund í kirkju- görðunum á aðfangadag HÉR Á landi er sterk hefð fyrir því að virða minningu látinna ástvina með því að skreyta leiði þeii-ra fyrir jólin. Er það einn þáttur í annasöm- um jólaundirbúningi margra, undir- búningi, sem oft gefur lítið rúm fyr- ir kyrrð og rósemi hugans. Um síð- ustu jól bauð kirkjan í Reykjavík syrgjendum þjónustu sína með opn- um húsum í kirkjugörðunum í Foss- vogi og Gufunesi. Var það gert í því skyni að skapa rými fyrir stund bænar og kyrrðar í ösinni miðri. Við þurfum öll á því að halda að staldra við og gefa Guði rúm, ekki síst þeg- ar hjartað er fullt af söknuði eftir vinu eða vini, sem við áður deildum með gleði jólanna. Að þessu sinni munu Kirkjugarð- ar Reykjavíkurprófastsdæma hafa opin hús bæði á Þorláksmessu og aðfangadag. I Fossvogsgarði verður kirkjan opin þeim, sem þangað vilja leita næðis og nærveru Drottins. Þar mun hljóma ljúf tónlist og eins í Gufunesgarði, þar sem notalegri að- stöðu verður komið upp í þjónustu- húsinu. Á aðfangadag verða einnig prestai- og djáknar við frá kl. 10-15 á báðum stöðum. Verið velkomin til kyrrðarstund- ar í kirkjugörðunum. „En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristui- og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar og styrki í sér- hverju góðu verki og orði“ (2. Þess. 2.16-17). Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur. Opið hús á Loftstofunni og götumessa Á Þorláksmessukvöld er ys og þys í miðbæ Reykjavíkur. Örvingl- aðir eiginmenn að reyna að fínna réttu jólagjöfína handa eiginkonunni sem vill alls ekki rafmagnstæki ein jólin enn. Ungt fólk sem þræðir kaffihúsin í von um að hitta vini og kunningja. Þar er líka fólk sem er búið að öllu fyrir jólin og nýtur þess að ganga niður Laugaveginn og njóta jólaljósanna ásamt fagurlega skreyttum búðargluggum milli þess sem það dæsir af feginleik yfir að allur undirbúningur er komin í höfn. Við í miðbæjarstarfi KFUM og K viljum vera með í þessari mann- lífsflóru. Því ætlum við á Þorláks- messukvöld að hafa opið hús á Loftstofunni í Austurstræti 20 milli kl. 20 og 22. Allir eru velkomnir að líta þangað inn og þiggja kakó og smákökur. Þar munu vera til stað- ar starfsmenn úr miðbæjarstarfinu sem eru tilbúnir að segja frá starf- semi Loftstofunnar. Við viljum síð- an enda þetta kvöld á eftirminni- legan hátt, vegna þess að kl. 22 mun Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, ásamt ungu fólki úr KSS, KSF og miðbæjarstarfsfólki KFUM og K, færa sig yfir í garð- inn (Landfógetagarðurinn) bak við McDonald’s og hafa þar helgistund undir berum himni. Þar ætlar Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur að syngja, einnig munu unglingar úr KSS þenja raddböndin, minnt verður á komu Jesú Krists inn í þennan heim. Að lokum verður all- ir sendir heim með drottinlega blessun í farteskinu. Það er gaman að fara í miðbæinn á Þorláksmessu og teyga að sér jólastemminguna, en það er ennþá dýrmætara að koma þangað og sækja andlega næringu og vera minntur á hvert er hið raunverulega innihald jól- anna. F.h. miðbæjarstarfs KFUM og K, KSS, og KSF. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðbæjarprestur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digra- neskirkju. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í-Kirkjuhvoli milli kl. 13-16 alla þriðjudaga. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30- 22. Heimsborgin - Rómverja- bréfíð, 3. lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Þrír ungir Islendingar nálgast efstu sætin SKAK íþrðttahnsið við Strandgötu FJÓRÐA GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ 14.-22. des. - Aðgangur ókeypis. SJÖ umferðum af níu er nú lok- ið á Guðmundar Arasonar skák- mótinu í Hafnarfirði. Árangur ís- lensku skákmannanna á mótinu hefur verið með miklum ágætum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að erlendu keppendurnir eru töluvert sterkari en á fyrri mót- um. Þeir Aleksei Lugovoi (SM Rússlandi, 2525) og Manuel Bos- boom (AM Hollandi, 2490) eru efstir á mótinu með 5'Æ vinning. Tapani Sammalvuo (AM Finn- landi, 2410) er í þriðja sæti með 5 vinninga. Þar á eftir koma sjö skákmenn með 4'A vinning, en á meðal þeirra eru þrír íslenskir skákmenn allir undir tvítugu. Þetta eru þeir Jón Viktor Gunn- arsson, Stefán Kristjánsson og Bragi Þorfinnsson. í sjöundu um- ferð gerði Jón Viktor jafntefli við finnska stórmeistarann Westerinen, Stefán sigi-aði alþjóð- lega meistarann Sævar Bjamason og Bragi vann Arnar Gunnarsson. Bragi er greinilega að sækja í sig veðrið í mótinu, því í sjöttu um- ferð var hann nálægt því að leggja rússneska stórmeistarann Vasily Yemelin (2510) sem fyrifram var talinn einna líklegastur til sigurs á mótinu. Yemelin tókst að ná jafn- tefli í skákinni. Úrslit í sjöundu umferð urðu þessi: Tapani Sammalvuo - Aleksei Lugovoi 'A-'A ManuelBosboom-AlexanderKaetsky 1-0 JónV. Gunnarsson-HeikkiWesterinen 'k-'k Dan Hansson - Ralf Akesson 0-1 BjömÞorfinnsson-VasilyYemelin 0-1 Bragit>orfmnsson-AmarGunnarsson 1-0 SævarBjarnason-StefánKristjánsson 0-1 JónÁmiHaUdórsson-AlbertBlees Vr'k Einar H. Jensson - Jón G. Viðarsson 0-1 BergsteinnEinarsson-AskellÖ.Kárason 0-1 Róbert Harðarson - Tómas Bjömsson 1-0 SigurðurSteindórss.-KristjánEðvarðss. 0-1 Einar Kr. Einarss. - Kjartan Guðmundss. 1-0 HeimirÁsgeirss.-Þon'arðurF. Ólafsson 1-0 Davíð Kjartansson - Hjalti R. Ómarsson 1-0 Þegar tvær umferðir eru eftir er röð efstu keppenda þessi: I. -2. Aleksei Lugovoi, Manuel Bosboom b'k v. 3. Tapani Sammalvuo 5 v. 4. -10. Vasily Yemelin, Alexander Raetsky, Ralf Akesson, Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjáns- son, Bragi Þorfmnsson, Heikki Westerinen 4'A v. II. -13. Askell Örn Kárason, Dan Hansson, Jón GarðarViðarsson4v. I áttundu og næstsíðustu um- ferð tefla m.a. saman: Tapani Sammaivuo - Manuel Bosboom Vasily Yemelin - Aleksei Lugovoi Ralf Akesson - Bragi Þorfinnsson Stefán Kristjánsson - Jón V. Gunnarsson Heikki Westerinen - Alexander Raetsky Jón G. Viðarsson - Áskell Öm Kárason Albert Blees - Dan Hansson Athygli er vakin á því að síðasta umferðin, sem tefld verður þriðju- daginn 22. desember, hefst klukk- an 14, en ekki klukkan 17 eins og fyrri umferðir. Teflt er í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Áhorfendur eru komnir, en aðgangur er ókeypis. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Á HJÁ EYMUNDSSON HJÁ Morgunblaðinu í,4. SÆTI í 5. SÆTI Þriðja prentun uppseld HJÁ ÚTGEFANDA. FJÓRÐA PRENTUN í VERSLANIR Á MORGUN YXáÚ. í Ruzomberok ♦ % V'.t' ■ íInl ■* v SOoi % ww „Frásögn Laufeyjar er SÖGULEGA merkileg... Það eykur ÁHRIFAMÁTT BÓKAR ÞESSARAR AÐ LAUFEY SEGIR VEL 0 G SKIPULEGA FRÁ. ÚG JÓNASI, SEM HELDUR SIG HYGGILEGA TIL HLÉS, TEKST MEÐ ÁGÆTUM AÐ SKRÁSETJA FRÁSÖGN HENNAR." ERLENDUR JÓNSSON, MORGUNBLAÐIÐ 4. DESEMBER VÍÍXTWt. 1938. ÁRI SÍÐAR STÓÐ Evrópa í LJÓSUM LOGUM. Eiginmaður HENNAR var HANDTEKINN - HANS BIÐU GRIMM ÖRLÖG. Sjálf VAR HÚN SEND í FANGABÚÐIR í KRUPINA. ÞEGAR ÖLL NÓTT VIRTIST ÚTI KOM RAUÐI KROSS ÍSLANDS TIL SÖGUNNAR OG ÍSLENSK STJÓRNVÖLD HÓFU AÐ VINNA AÐ FRELSUN LAUFEYJAR. NÁÐUGA FRÚIN FRÁ Ruzomberok ER SÖNN SAGA - HETJUSAGA. SNILLDARLEGA FÆRÐ í LETUR A F JÓNASI JÓNASSYNI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.