Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 33

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 33 Af listhúsi MYMILIST Lislhús við Kngjateig MÁLVERK SJÖFN HARALDSDÓTTIR Opið virka daga frá 12-19, laugar- daga 11-19, sunnudaga 14-19. Til 22. desember. Aðgangur ókeypis. EIGINLEGA tel ég mig í fríi frá almennum rýniskrifum til áramóta, gerði þó undantekningu varðandi Haustsýninguna í Hveragerði, en um hana hafði einhverra hluta vegna ekki verið fjallað af rýniskrifurum blaðsins. En vel samið og athyglis- vert viðtal Elínar Pálmadóttur við Sjöfn Haraldsdóttur, sunnudaginn 13. desember, kveikti í mér, einkum íyrir þá sök hve skilmerkilegt og op- inskátt það var. Er með sanni fátítt að myndlistarmenn leysi á þann veg frá skjóðunni nú um stundir og mætti gerast oftar, því slík orðræða stuðlar að heilbrigðara andrúmslofti. í bili vil ég minni áhyggjur hafa af því hvemig aðrir munda pentskúfinn hér á landi, en sé tiiefni til að koma inn á mikilvæg mál er varða hags- muni allra myndlistarmanna. Varðandi byggingu húsa í þágu listarinnar, er minna vitað en vera skyldi um fyrirgreiðslu frá opinber- um aðilum til einstakra mjmdlistar- manna, en þó fara um það ýmsar sögur. Ennþá minna um reglur og kvaðir um uppbyggingu sem for- gang hefur fengið vegna listastarf- semi, og hér er mikilvægt að líta nánar á þann flöt. Það varðar skilj- anlega miklu að sérbyggð hús þjóni tilgangi sínum, einnig eftir að við- komandi listamenn flytja úr þeim eða falla frá, og verði fyiú- sem minnstu raski. Einnig skiptir miklu að myndlistarmenn njóti undan- tekninga frá almennum byggingar- reglum hvað snertir gluggaskipan, því öllu varðar að jöfn lýsing sé í húsunum, sér í lagi hvað náttúru- birtu snertir. Þetta vita allir sem inni eru í málum og það mun einmitt ástæðan fyrir því hve treglega gekk að selja Englaborg, hús Jóns Engil- berts, sem hafði þveröfuga .glugga- skipan miðað við það sem almennt gerist og reglur kveða. I þessu til- viki stuðlaði það að farsælum endi, því að fyrir vikið náði ungt og upp- rennandi listafólk að festa sér húsið. Þá aðalgluggar og miklir um sig vísa í suður, þarf mjög dýran útbún- að til að hindra að óheft sólarljós skíni á viðkvæm myndverk, en sól- arflæði inn um almennt rúðugler er hvortveggja falskt sem mikill skað- valdur, einkum þegar mjög ljósnæm efni eiga í hlut, ekki síst akvarellur og riss. Það er ástæðan fyrir því að slíkar myndir eru sýndar í demp- aðri birtu á söfnum, einkum ef þær eru komnar til ára sinna. Æskilegt er vitaskuld að hið opin- bera leggi listamönnum lið við að byggja yfir sig eins og öðrum þjóðfé- lagsþegnum, án þess að til komi líf- eyrissjóðsréttindi, eins og gert var fyrir margt löngu en lagðist af. Þá er líka eðlilegt að til komi einhverjar skýrt markaðar reglur og kvaðir um sérhönnuð hús svo þau nýtist áfram og komi í veg fyrir leiðindi og óæski- lega þróun. Fátt er hryggilegra en er sérstæð og falleg hús sem miklar fómir þurfti að færa til að koma upp, prýði umhverfisins, fara að þjóna allt öðrum tilgangi en þau voru hönnuð fyrir. Hér hafa opinberir aðilar ekki verið bamanna bestir í áranna rás og eðlilegt að einhverjir einstakling- ar dragi dám af. Orðræðunni er einnig mjög ábótavant á vettvangin- um, eins og menn óttist að það skaði þá persónulega segi þeir meiningu sína hreint út, sem því miður hefur við rök að styðjast í þessu dvergríki. Hvað Listhús í Laugardal varðar, mun hafa verið gerður lóðasamning- ur við borgina um listamiðstöð með vinnustofum og vinnustofuíbúðum ásamt sýningaraðstöðu, og jafn- framt var umsókn um byggingar- leyfi samþykkt á sömu forsendum. Allt þetta var staðfest með nafngift hússins sem var nýyrði, er ég hafði tekið upp úr mál- og málfarsþáttum Gísla Jónssonar, en þar hafði verið kvartað yfir útlenzka orðinu, gallerí, sem hafði að auk verið misnotað á margan hátt. Var fyrst notað á hús varðandi sýningarsalinn að Vestur- götu 17, sem Guðni í Sunnu stóð að og festist undrafljótt í málinu. Sú saga er raunaleg sem Sjöfn Haraldsdóttir segir í viðtalinu og einnig blasir við gesti og gangandi, ber ekki vott um mikla virðingu fyrir nafninu, listamiðstöð, listastarfsemi né listhugtakinu yfirhöfuð. Við bætt- ist að gluggar á sýningarsal voru öf- ugum megin á byggingunni og fengu að auk aldrei þann dýra útbúnað sem þurfti til að hindra óheft geislaflæði sólar beint á myndverkin inni fyrir. Telst allra hagur, einkum þjóðfé- lags í mótun, að útiloka að slíkt geti SJÖFN Haraldsdóttir. átt sér stað í framtíðinni, einnig hvað varðar byggingar yfir einstaka listamenn, nema í undantekningar- tilvikum og til komi samþykkt frá listasamtökum, sem þurfa nú að gaumgæfa þessi mál. Miklar vonir voru gerðar til hússins á Engjateig, eftir að væntanleg framkvæmd hafði verið rækilega auglýst og tí- unduð í fjölmiðlum á sínum tíma, undruðust þá margir stórhuginn að baki. En þróunin varð önnur og það gerðist að myndlistarmenn fóru frekar að forðast húsið en hitt, auk þess sem nafngiftin, listhús, hefur verið grómuð líkt og alþjóðlega heitið gallerí áður. Þegar öllu er á botninn hvolft telst það stórum þýðingarmeira, að hér sem annars staðar sé rétt að málum staðið, blóðstreymi aukið til daglegrar starfsemi á listavett- vangi, en að standa að hávaða á yf- irborðinu líkt og gervilistamið- stöðvum og misvel undirbúnum listahátíðum. Fjáraustur til slíkra og móttaka listaverkagjafa af öllu tagi á kostnað athafnavettvangs starfandi myndlistarmanna gengur ekki upp. Hér þarf að marka grunnreglur og hætta að hrista hlutina úr erminni eftir því hvernig og hvaðan vindur blæs. List er ekki flottheit heldur hverri stoltri þjóð lífsnauðsyn. Þakka ber fyrir viðtal Elínar Pálmadóttur við Sjöfn Haraldsdótt- ur og vekja um leið athygli á sýn- ingu listamanns sem haft hefur markaðan starfsvettvang í bygging- unni frá upphafi, en hefur nú eðli- lega gefist upp. Síðustu forvöð eru að skoða sýninguna í dag, og lokið er kafla í sögu hússins er dyr falla að stöfum. Bragi Ásgeirsson LJÓÐ MILLI SKÝJA BÆKtJR Ljóð EYJA I' LJÓSVAKANUM eftir Baldur Óskarsson. Bjartur 1998 - 68 bls. ÞAÐ er fremur stórbrotið og lit- ríkt ljóðmálið í nýrri ljóðabók Bald- urs Oskarssonar, Eyja í ljósvakanum, og vand- rataður vegur þess að röklegum skilningi. Miklu fremur að les- andi verði að treysta á skynjun sína en skiln- ing. Ljóð Baldurs eru oftast nær einhvers konar augnabliksmynd- ir sem miðla kenndum augnabliksins, gjaman myndræn náttúrusýn sem jafnframt túlkar innri mann. Þannig er t.a.m. myndin af ein- manaleikanum í kvæð- inu utar í hafi: Einmani hokinn á bjargi fjaran svört flóðbylgjan freyðandi hvít og sólsprengd skýin drangur einn og annar utar í hafi Ljóð Baldurs eru oft hlaðin tilvís- unum og hann kallast á við súrrea- lista og imagista sem ortu ljóð sín fyrr á öldinni. Þetta gerir ljóð hans stundum torræð og einkaleg enda grípur Baldur jafnvel til skammstaf- ana likt og Ezra Pound. í kvæði sem hann nefn- ir E.M. segir svo: Kalt kvöldljóð seytlar inn. Situr við borðið blági'æn systír-starandiaugu- blóðlitað kringlótt borð. Að mörgu leyti er eins og Baldur sé að mála með orðum. Hann notar mikið litaorð. í kvæðinu Korgaður rauður sem ort er „á vegum René Magritte“ fjallar Baldur öðrum þræðinum um einhvers konar umbreytingu: Hún óx á bjargi við sjóinn hin blaðmikla jurt. Blöðunum uxu vængir og myndaðist dúfa Og lirfan kom - og lagðist í bringuna. Um stund varð myrkur. Silfurgljár síðdegishiminn skín í gegn. Heimur Baldurs er ekki heimur einfaldrar sælu. Hann líkir veginum inn í birtuna við hnífsegg og dauð- inn er nærri kvæðum hans. Tilfinn- ing hins ófullkomna er líka sterk eins og í líkingu sjálfsins og hálf- mánans sem tengist áttlausu hálfu lífi. Hálfmánar á bláfati eru „hall- kvæmii' / og sporin mín / spígspor / út um lönd og álfur - // helftin er dimm / líkt og ég sjálfur." Þó er það fegurðin sem sefar hjartað, gefur lífinu gildi eins og ljóðið í þessu fallega ljóðbroti: Einn vonnorgun ljósan ljóð á milli skýja Ljóðheimur Baldurs Óskarssonar í hinni nýju ljóðabók hans, Eyja í ljósvakanum, er með þeim hætti að hann verður fremur skynjaður en skilinn. Sá sem gengur á þeim for- sendum inn í hann og gefur sér tíma til að skoða þá sýningu ljóss, birtu og lita sem okkur er þar boðið upp á fær margföld laun síns erfiðis. Skafti Þ. Halldórsson Baldur Óskarsson Ralmagnað uruuí yZýnr john Muiilð iólabónusinn ; Ef þú verslar fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um 100.000 krónur j Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.