Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Golli Thor Heyerdahl á Bessastöðum NORSKI landkönnuðurinn og fræðimaðurinn Thor Heyerdahl og kona hans Jacquelene komu í gær til kvöldverðar á Bessastöð- um í boði Olafs Ragnars Gríms- sonar, forseta íslands, á fyrsta degi vikulangrar heimsóknar þeirra til íslands. Starfsmenn forsetaembættisins sögðu að Heyerdahl, sem er á níræðis- „>aldri, hefði verið hress og skraf- hreifmn. Hann færði forsetanum útskorið grasker að gjöf, en fékk sjálfur fslendingasögurnar í enskri útgáfu. Til kvöldverðarins voru auk Heyerdahlshjónanna aðallega boðnir háskólamenn og fræði- menn sem rannsakað hafa sögu landafunda norrænna manna. Thor Heyerdahl mun flytja fyrir- lestur við Háskóla fslands meðan á dvöl hans stendur. Á aðfanga- dag mun hann að öllum líkindum dveljast á sveitabæ í nágrenni Skálholts. GÁTTAÞEFUR CLUCCAGÆCIR kom f gær DAGAR TIL JOLA Þingmenn mótmæla prófessorum SAUTJÁN þingmenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa furðu á því að 105 prófessorar við Háskóla Islands skuli hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að breyta þurfi lögum um úthlutun fisk- veiðiheimilda í kjölfar dóms Hæsta- réttar. Segja þeir að með því séu há- skólaprófessoramir að túlka dóminn rangt og taka afstöðu í hápólitískum deilum. ■ Saka/10 Fimm slasaðir í hörðum árekstri á Reykjanesbraut FIMM manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, í hörðum árekstri á Reykjanesbraut skammt sunnan við Kúagerði á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kallað var á aðstoð þyrlu Land- helgisgæslunnar en hún var aftur- kölluð þegar í ljós kom að ástand hinna slösuðu var stöðugra en talið var í fyrstu. Fjórir sjúkrabflar komu á vettvang og tveir lögreglu- bflar frá Hafnarfirði voru sendir til aðstoðar Keflavíkurlögreglunni. Töluverðar tafir urðu á umferð vegna slyssins. Skömmu eftir að áreksturinn varð fór bíll út af veginum innan við kílómetra frá staðnum, en ekki urðu þá slys á fólki. Að sögn lög- reglu var mikil hálka á veginum á þessum slóðum. Skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöldi valt síðan bfll á Álfta- nesvegi við Engidal. Ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun, slasaðist ekki en veitti mótspyrnu þegar lögreglumenn komu á vettvang og neyddust þeir því til að beita úðagasi til að yfir- buga hann. Þúsund börn í kirkju- tröppum ALLT að eitt þúsund börn sungu saman í kirkjutröppunum við Akureyrarkirkju á sunnudags- kvöld og gengu síðan fylktu liði að jólaþorpinu Norðurpólnum. Voru þau að fylgja úr hlaði jóla- pökkum sem sendir verða til stríðshrjáðra barna í Bosníu. Knútur Karlsson hjá Ferðamála- miðstöð Eyjaíjarðar sagði að enn væru að berast pakkar. Landflutningar ílytja gám til Keflavíkur en þar tekur Cargolux við og flytur þá til Brussel, þaðan verður þeim ekið landleiðina til bæjarins Sanski Most. Fólk á vegum Hjálpar- starfs kirkjunnar sér um dreif- ingu þeirra ytra. Morgunblaðið/Björn Gíslason Öskufall frá Grímsvatnagosi getur orðið á Norðaustur- og Austurlandi 1 dag Flúoreitrun myndar gadd og getur leitt skepnur til dauða ASKA frá eldgosinu í Grímsvötnum hefur víða fallið í byggð; um helgina einkum í Suðursveit en í gær varð ösku vart frá Skagafirði og austur í Þingeyjarsýslur. Því er spáð að ösku- fall geti orðið á Norðaustur- og Aust- urlandi í dag. Flúor í eldfjallaösku getur haft margvísleg áhi-if á skepn- ur og jafnvel leitt þær til dauða. I gær benti ekkert til þess að eldgosið væri að minnka. Flúor binst við öskukomin og er ■x gjaman meiri í fínkomaðri ösku. Því getur sú aska sem berst langar leiðir með vindi og fellur niður á ólíkleg- ustu stöðum verið eins hættuleg eða hættulegri skepnum en sú grófa aska sem fellur nær gosstöðvunum. Skepnur, jafnt sauðfé, hross og kýr, geta fengið í sig flúor með beit og vatni. Flúorinn getur valdið kalkskorti í blóði og þar með dofa, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknis á Keldum. Hann getur valdið ertingu í maga og meltingarfærum. Ef skepnumar taka inn mikið magn, til dæmis með því að drekka vatn úr pollum sem aska hefur safnast í, get- ur myndast bráðaeitmn og skepn- urnar drepist. Gaddur í tönnum Þá getur öskufall haft mikil áhrif á ungar skepnur sem eru í tann- skiptum. Flúorinn veldur því að svokallaður gaddur vex á tönnunum svo þær aflagast og misslitna. Ærn- ar geta átt erfitt með að nýta fæðu og jórtra og það getur leitt þær til dauða. Flúoreitrunin getur haft samskonar áhrif á bein kinda, til dæmis í fótum. Gaddur í tönnum getur komið fram eftir mánuði eða jafnvei nokk- ur ár. Sem dæmi má nefna að nokkrir bændur í fremstu dölum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason BORGAR Símonarson í Goðdöl- um í Skagafirði notaði þjöl til að sverfa gadd úr tönnum kinda sinna eftir Heklugosið 1980. Skagafjarðar urðu fyrir verulegu tjóni af gaddi veturinn 1982-83 vegna öskufalls frá Heklugosi 1980. Varð að opna sláturhús þá um vet- urinn til að slátra kindum sem vom svo illa farnar að ekki borgaði sig að fóðra þær um veturinn. Bændurnir reyndu að sverfa gaddinn og brjóta. Borgar Símonarson bóndi í Goðdöl- um sagði í gær að gaddur hefði ver- ið að koma fram í fé þar í mörg ár eftir öskufallið. Skepnur eru yfir- leitt inni um þessar mundir, en frá því eru þó nokkrar undantekningar. Yfirdýralæknir ráðleggur búfjár- eigendum að fylgjast vel með ösku- falli næstu daga og taka fénað á hús ef hægt er. Þar sem því verður ekki við komið skal safna skepnunum saman þar sem hægt er að fóðra þær og brynna. ■ ÖskufalI/36 Sparisjóðir og Kaupþing- ráða 23% ÍFBA VIÐSKIPTASTOFA SPRON, fyrir hönd 6 sparisjóða og dótt- urfélags, Sparisjóðabankans, hefur keypt 612 mki'. hlut að nafnverði í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., FBA. Þetta svarar til 9% af heildar- hlutafé bankans. Heildarsölu- verðmæti hlutarins er 1.150.560 þúsund krónur. Fóru kaupin fram á genginu 1,88. Seljandi var Búnaðarbanki Is- lands hf. og viðskiptavinh' hans. Alls ráða Sparisjóðimir og dótturfélag þeh-ra, Kaupþing, nú samanlagt yfir um 23% af heildaratkvæðamagni í FBA og eru þau þar með orðin næst- stærsti hluthafinn í bankanum á eftii' ríkinu. Guðmundur Hauks- son sparisjóðsstjóri segir kaup- in góða fjárfestingu, en segir óvíst um frekari hlutafjárkaup Sparisjóðanna í bankanum. ■ Spaisjóðir/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.