Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 29
LISTIR
Kammerkór á uppleið
TQ]\LIST
llásalir
KÓRTÓNLEIKAR
Innlend og erlend jólalög. Þórunn
Guðmundsdóttir sópran; Gunnar
Gunnarsson, flauta; Guðríður A. Sig-
urðardóttir, pianó; Þröstur Þor-
björnsson, gítar; Helga Loftsdóttir
mezzosópran. Kammerkór Hafnar-
ijarðar u. stj. Helga Bragasonar.
Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar, laugardaginn 19. desember
kl. 20.30.
KAMMERKÓRUM er farið að
fjölga hér á landi, og kann aukinn
áhugi á forntónlist í kjölfar upp-
hafshyggjuhreyfingar að hafa þar
eitthvað að segja. Þannig mátti sjá
af fyrsta atriði á jólatónleikum
hins ársgamla Kammerkórs Hafn-
arfjarðar í nýju tónlistarskólahúsi
bæjarins sl. laugardagskvöld,
„Gaudete!" úr Piae Cantiones og
Jistebnice Cantional, að forntón-
listarhópar á við Hesperion XX
hans Jordis Savalls hafa ekki
starfað til einskis. Tókst að laða
fram alþýðlega
síðmiðaldastemmningu í skemmti-
legu synkóperuðu lagi með
antifónískum víxlsöng milli kórs
og einsöngvara á sviði og
söngvarakvartetts í hinum enda
salarins, ásamt handbumbuslætti.
Að vísu dró óþarflega varfærinn
söngurinn nokkuð úr taumlausum
gáska lagsins, auk þess sem slátt-
armynztur bumbunnar hefði mátt
vera reglubundnara og óháðara
synkópum söngsins.
Dagskráin, sem í meginatriðum
var sú sama og á nýútkomnum
hljómdiski kórsins, var hugvits-
samleg og blessunarlega laus við
margþvældar jólalummur. Mættu
aðiir verkefnaveljendur að skað-
lausu taka sér slíkt til fyrirmyndar
um hátíðirnar og reyna að leita
aðeins lengi'a yfir skammt, eins og
hér var gert. Hin 24 dagskráratriði
voru afar fjölbreytt, flest fremur
fáheyrð, og skiptust milli kór- og
einssöngslaga, án eða með undir-
leik í ýmsum samsetningum. M.a.s.
tókst að ljá þekktasta jólalagi ver-
aldar, Heims um ból, áhugaverða
snurðu með því að flytja það í upp-
haflegri mynd Grubers fyrir tvær
kvenraddir, gítar og kór í viðlagi,
sem setti „nýjan“ og innilegan
austuniskan alpasvip á hið 180 ára
gamla jólalag við snjalla þýðingu
Helga Hálfdánarsonar í stað um-
deilanlegs texta Sveinbjörns Egils-
sonar. Einnig var lofsvert hvað
kappkostað var að syngja jafnvel
nýleg engilsaxnesk lög við íslenzka
texta, sem frændur vorir sunnar á
Norðmdöndum kjósa orðið frekar
að kyi-ja á ensku, sérstaklega ef
höfða skal til unga fólksins.
Stikla verður á stóru úr viðamik-
illi dagskránni. Hlutur Þórunnar
Guðmundsdóttur sóprans var mik-
ill og góður, og er eftirtektai'vert
hvað söngkonan virðist vera í
stöðugri framfór í hvert sinn sem
maður heyrir til hennar. Með kóm-
um í viðlagi söng hún Vögguvísu á
jólum (Christmas Lullaby) eftir
Rutter og tvö falleg lög eftir sviss-
neska tónskáldið Frank Martin,
Helgimynd (Image de Noél) og
Hjarðmennimir (Les Bergers), hið
fyrrtalda ein með flautu og
píanóundirleik, en í hinu seinna
bættist kór í viðlagi við flautu og
píanó. Bar einsöngvarinn af í þess-
ari sérkennilegu nútímahjarðsælu
Martins. Einnig söng Þómnn með
kórnum í 0, Jesúbam Eyþórs
Stefánssonar, Stjörnur ljósar loga
(In the bleak mid-winter) e. Darke,
Aðventuljóð (König der Könige) e.
Brand og með sérlegum glæsibrag
í ensku lagi frá miðöldum, Kvæði
um Kristslíkamann (Corpus
Christi Carol). Ekki kvað minna að
einsöng hennar í hinu undirleiks-
lausa amerísku þjóðlagi Ég hugs-
andi reika (I wonder as I wander)
og í frönsku, ensku og dönsku lagi í
útsetningu Þorkels Sigurbjörns-
sonar fyrir flautu og sópran,
Jólanótt (Gloria in excelsis Deo),
Bíum og bíum (Coventry Carol) og
Heiðra skulum við Herrann Krist.
Þórann hefur sérlega tæran og
bjartan sópran sem hún er farin að
geta litað á margvíslega vegu, og
fór meistara vel með flest sem hún
tók fyi-ir. Þáttur Gunnars Gunnars-
sonar og Guðríðar St. Sigurðar-
dóttur á flautu og píanó var einnig
vel útfærður, svo og gítarleikur
Þrastar Þorbjömssonar í tveim
lögum.
Miðað við ungan starfsaldur var
athyglisvert hvað Helgi Bragason
stjórnandi náði oft góðum og vel
mótuðum hljómi úr Kammerkór
Hafnarfjarðar, sem söng flestallt
hreint - sérstaklega sópran og alt -
og í góðu raddjafnvægi, þótt stöku
sinni bærri á tónsigi, t.d. í lagi Dar-
kes. Eitt var þó áberandi í fari
kórsins sem gæti hafa farið í taug-
ar sumra hlustenda þótt fyrir-
brigðið sé því miður engan veginn
einsdæmi í hérlendum kórsöng,
kannski sérstaklega meðal yngri
söngvara - nefnilega ákveðin til-
hneiging til „eftirreigingar", þ.e. að
læðast inn á löngum tónum og rísa
síðan snögglega í styrk, svipað og
píanóupptaka leikin aftur á bak.
Slíku er hætt við að verka tilgerð-
arlegt og getur kallað fram trafl-
andi óróleika.
Annars tókst kórnum oft mjög
vel upp, t.a.m. í Ave maris stella úr
Piae Cantiones (úts. Klemettis),
Heims um ból (úts. Schrecks) og
Vöggusálmi (Watt’s Cradle Hymn;
am. þjóðlagi í úts. Keytes og Par-
rotts). Carl Möller djasspíanisti
átti hugljúft og sviphreint lag, Hin
fyi'stu jól við ljóð eftir Davíð Odds-
son, sem kórinn flutti mjög vel.
Ritháttur Bruckners í Ave Maria
var í þykkara lagi fyrir þetta lítinn
kór, auk þess sem óhreinn belging-
ur karlaradda, einkum í tenór,
skemmdi nokkuð fyrir, en í heild
vora verkefni kórsins vel vahn, og
ljóst að töluverðs megi vænta af
honum í framtíðinni.
Hljómburður Hásala, salar Tón-
listarskólans, virtist mjúkur og
jafn, en kannski ívið of þurr fyrir
hægan a cappella kórsöng.
Ríkarður Ö. Pálsson
Sjálfstætt
ferðalag
STUNDUM var það haft á orði að
bækur Thors Vilhjálmssonar væru
erfiðar. Bækur eins og Fljótt fljótt,
sagði fuglinn (1968) og Op bjöllunn-
ar (1970) virtust ein-
faldlega ekki eiga nijög
greiða leið að lesend-
um. Bækur eins og
Folda (1972) og Fugla-
skottís (1975) opnuðu
sýn inn í, að því er virt-
ist, flókinn og óað-
gengilegan textaheim
þessa skálds en lausn
frá torræðnismýtunni
fékk Thor ekki fyrr en
með verðlaunabók
sinni Grámosinn glóir á
miðjum niunda ára-
tugnum. Og nú er sagt
að skáldsaga hans,
Morgunþula í stráum,
sé í sama anda, auðles-
in og auðskiljanleg. „Já, nú eru
sumir að segja að það sé auðveld-
ara að lesa þetta en sumt sem mað-
ur hefur skrifað áður og ég hef
engar áhyggjur af því. Eg bara
fagna því að fá fleiri með.“
I Morgunþulu í stráum er sögð
ævisaga Sturlu Sighvatssonar.
Sögu hans þekkjum við úr Sturl-
unga sögu en Tlior kemur að
Sturlu úr annarri átt. Kalla mætti
söguna þroskasögu með tilvistar-
Iegum undirtón en þungamiðja
hennar er för Sturlu suður til
Rómar i leit að syndaaflausu hjá
páfa. Thor segir að það sé langt
síðan Sturla fór að leita á sig sem
söguefni. „Eg er að yrkja í eyðurn-
ar. Ég vona að hægd sé að fara
þessa ferð sem bókin er án þess að
þeim sem hafa ekki lesið SturÞ
ungu sé hamlað á neinn hátt. Ég
vona að þetta sé sjálfstætt ferðalag
en ekki væri verra ef það vekti
einhverja löngun til að Ieggjast í
Sturlungu. Ég vil ekki tala mikið
/
g er að ganga í snjó, sagði
hann: Heimurinn er snjór.
Snjór undii’ á grundinni sem
þyrlast upp, snjór er allt loftið; him-
inninn hrapar í tætlum ofan á okkur,
hvítur í flygsum, og svo kem ég í
þessum alhvíta heimi að svörtum
polli, svartri tjörn. Að svörtu himin-
táii í gjá hamra sem ætla að fara að
rísa. Senn.
Segii' hann við sjálfan sig upp úr
svefnrofum, einn í morgunsins húmi
þar til sýnin hvarf við ferskan gust
aðfaradags, vindsveip utan úr trján-
um sem gusaðist inn um gluggann og
um Sturlu sjálfan nú þegar ég hef
lokið verkinu en ég vona að les-
endum finnist hann vera nærri
þeim í tíma. Fyrir mér vakir að
skrifa nútímaverk fyr-
ir nútímafólk, þetta er
ekki sagnfræði, heldur
skáldskapur sem ég
vona að varði nútíma-
fólk, vísi á það sem er
að gerast í okkar
heimi, vísi á það sem
býr inni í manneskjun-
um. Fyrir mér vakir
að sýna að mann-
eskjan sé lík sjálfri sér
frá einum tíma til ann-
ars og verði að kanna
þau öfl sem takast, á
inni í henni sjálfri."
Thor segist ekki
hafa fundið mikið fyr-
ir því að vera að taka
þátt í íslenskri hefð í ritun sögu-
legra skáldsagna sem fjalla um
fornöldina og persónur fornsagn-
anna. Aðspurður hvort Gerpla og
hugsanlega sögulegar skáldsögur
Gunnars Gunnarssonar hafi vakað
með honum í glímunni við þessa
bók segir hann að svo hafi ekki
verið. „Ég fann ekki fyrir því. Ég
var upptendraður af þessu efni og
kynnti mér ákaflega margt sem
tengdist því og þessum tíma. Það
er mjög langt sfðan sem ég las
Frans frá Assisi, Smáblótn heilags
Frans, og hafði í huga hvort hann
hefði ekki haft áhrif á Guðmund
góða. Ég hef verið í alls konar
svona hugleiðingum sem nýtast
mér núna. Með fullri virðingu fyrir
því sem þú nefndir finn ég ekki
fyrir áhrifum þaðan. Halldór fer
allt aðra leið, ég reyni til dæmis
ekki að fyrna mál mitt eins og
hann gerir í Gerplu. En auðvitað
hefur þessi bók örvað mig og hún
hefur hert kröfurnar."
lét tjaldið sigla einsog lárétt ský að
leiðast inn í salinn og hrikta í stöng-
inni sem hélt glugganum opnum; og
hann hætti að reyna að tala inn í
minni sitt því sem eimdi eftir af svefni
og gliðnandi draumi sem við það
hvarf, nema hann mundi bara orðin
einsog þaðan: Svart auga í djúpri gjá.
Og óraði fyrir atburðum frá því að
sortnaði af hamrastáli kringum
blinda gljá þess, meðan allt hafði ver-
ið hvítt, en var tekið að grána.
Og hann fór að sjá heiminn einsog
kvað vera veröld heimsins.
Úr Morgunþulu i stráum
Thor Vilhjálmsson
Mozart við kertaljós
TOIVLIST
Hafnarfjarðarkirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Tónlistarhópurinn Camerarctica
flutti verk eftir Mozart og Boccher-
ini. Laugardagurinn 19. desember,
1998.
CAMERARCTICA hópurinn hef-
ur í nokkur ár haldið tónleika fyrir
jólin undir yfískiiftinni „Mozai't við
kertaljós“ og samkvæmt því ekki
haft annað ljósmeti en kerti og svo
var einnig í Hafnarfjarðarkirkju á
tónleikum félaganna sl. laugardag.
Tónleikarnir hófust á flautukvar-
tett K. 285 a, eftir Mozart, sem er
einn af þremur flautukvartettum er
Mozart samdi fyrir de Jean, ríkan
Hollending, sem, er til kastanna
kom, vildi ekki greiða umsamið
gjald, vegna þess að tveir seinni
kvartettarnir vora aðeins tveir
þættir, en sá fyrsti K. 285 var í
þremur köflum. Þá mun það hafa
ráðið nokki'u, að þessir kvartettar
þykja ekki vera í þeim gæðaflokki,
sem önnur verk þessa snillings era,
enda var Mozart í fýlu yflr því að
vera beðinn að semja fyrir flautu,
sem honum þótti lítið til koma, sem
einleikshljóðfæri. Hvað um það, þá
er verkið fallegt, þótt ekki sé það
stórbrotið en var á móti sérlega vel
flutt, enda er Camerarctica hópur-
inn skipaður góðu tónlistarfólki.
Hallfríður Ólafsdóttir lék á flautu,
Hildigunnur Halldórsdóttir á fíðlu,
Guðmundur Kristmundsson á lág-
fiðlu og Sigurður Halldórsson á
selló.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var kvintett í G-dúr eftir Boccher-
ini, skemmtilegt og vel samið verk,
sem á margan hátt var vel flutt,
þótt það sé ekki auðvelt í flutningi.
Meginverk tónleikanna var
sextett, sem kynntur er sem
Grande Sestetto Concertande K.
364, eftir Mozart og þegar betur
var að gáð, er hér um að ræða um-
ritun á Sinfonia concertande, fyrir
fiiðlu og lágfiðlu sem einleiks-
hljóðfæri. Ekkert er vitað um þann
sem gerði þessa umritun en sú
venja hafði skapast á klassíska
tímanum, að þeir kammertónlist-
armenn, sem skemmtu fólki í
heimahúsum aðalsins umrituðu
vinsæl verk af stærri gerðinni og
eftir ýmis tónskáld og var slíkt
talið góð kynning, jafnvel þótt um-
ritanir þessar væru misgóðar.
Þessi umritun þykir vera um
margt mjög vel gerð og farið er
mjög nákvæmlega eftir fyrirmynd-
inni og svo mikið er viðhaft
varðandi nýlega útgáfu þessa
verks, að Gunther Schuller var
fenginn til að fylgja útgáfunni úr
hlaði með fræðilegum samanburði
á „frumverkinu", sem er til í
nokkrum útgáfum, og þessari
sextettumritun.
Til samlags við fyrrnefnda félaga
komu Sigurlaug Eðvaldsdóttir,
Gréta Guðnadóttir og Richard
Korn á kontrabassa (í staðinn fyrir
2. selló). Þar er sérkennilegt að
heyra sinfónískt verk fært niður í
þá stærð að vera sextett. Það sem
öðram þræði einkenndi útfærsluna
var að einleiksraddirnar (fyrir fíðlu
og lágfiðlu) voru ekki aðgreindar,
heldur skipað eins og vera ber í
kammertónlist, þar sem ,jafn-
ræðisreglan" er látin gilda. Það var
mikil reisn yfii’ fyrsta þætti, en eins
og þegar Mozart nær sér á strik, er
hann óviðjafnalegur, svo sem heyra
mátti í undurfógi'um öðrum þætti,
þar sem upphafslaglínan í alþýðleg-
um einfaldleika sínum „slær mann
útaf laginu“. Verkinu lýkur á fjör-
ugum „prestó-kafla“ og í heild var
þetta sérlega skemmtilega verk
mjög vel flutt og tónleikarnir í heild
mjög góðir. Camerarctica hefur
þegar sannað sig sem vandaðir
flytjendur og mega hlustendur hafa
það hugfast að hér er á ferðinni
hópur vandaðra hljóðfæraleikara,
er einnig velur sér góða tónlist til
flutnings.
Jón Asgeirsson
Hugsaðu um
elskuna þína
Sossa
Rauðarárstíg 14, sími 551 0400,
Kringlunni, sími 568 0400.
fold@artgalleryfold.com