Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
5 ungmenni á tveim jeppum lentu í hrakningum uppi á hálendinu
Létu fyrirberast
í jeppa yfir nótt
FIMM ungmenni um tvítugt fundust
heil á húfi í gærmorgun við Vatnsfell
vestan Öskjuvatns eftir sex klukku-
stunda leit björgunarsveita frá Hellu
og Hvolsvelli. Ungmennin voru á
tveim jeppum og var förinni heitið í
Landmannalaugar á sunnudags-
morgun eftir næturgistingu á Hótel
Hrauneyjum. Þau breyttu út af upp-
haflegri ferðaáætlun og ákváðu að
fara í átt að Vatnajökli til að sjá til
eldgossins í Grímsvötnum, en höfðu
þó varann á sér vegna slæmrar veð-
urspár.
„Við keyrðum í átt að Jökulheim-
um, en ætluðum ekki að fara inn eftir
því við vissum um veðrið," sagði eitt
ungmennanna úr hópnum, sem kaus
að segja frá ferðinni undir nafnleynd.
„Við festum einn jeppann og náðum
honum strax upp og ákváðum að
kíkja aðeins innar og snúa síðan við.“
Jeppinn fyrrnefndi, sem var á 44
tommu hjólbörðum lenti þá ofan í
skurði í sundurgröfnum veginum,
þar sem báðir framhjólbarðarnir
rifnuðu við óhappið. Þegar ferðalang-
amir hringdu með NTM-farsíma í
Alþingi veitir lagaheimild fyrir flutn-
ingi Landmælinga
„ Starfsmönnum
sýnd óbilgirni“
STARFSMENN Landmælinga Is-
lands funduðu með lögmanni sínum í
gær eftir lagasetningu Alþingis þar
sem flutningur stofnunarinnar til
Akraness er heimilaður.
Mikillar óánægju gætir meðal
starfsmannanna, að sögn Ragnars
H. Hall, lögmanns þeirra. „Mönnum
er greinilega misboðið yfii' því
hvernig haldið hefur verið á þessu
máli. Starfsmönnum stofnunarinnar
hefur verið sýnd mikil óbilgimi af
stjórnendum frá því að þeir hófu
undirbúning að þessum flutningi.
Mönnum þykir merkilegt að tveimur
og hálfu ári eftir að athygli ráðherr-
ans var vakin á því að hann hefði
ekki lagastoð fyrir flutningnum,
skuli vera hægt að verða sér úti um
lagaheimild á einum næturfundi á
Alþingi. Þegar loks er svo farið í það
mál er ákvörðun ekki tekin á fagleg-
um grandvelli út frá því hvað stofn-
uninni sé fyrir bestu, heldur á póli-
tískum forsendum sem miðast við að
ráðherrann bjargi andlitinu," segir
Ragnar.
Ragnar segir að afstaða manna sé
mismunandi eftir því hvort þeir ætli
að starfa áfram hjá stofnuninni, eða
hvort þeir hafi sagt störfum sínum
lausum. Allmargir séu hættir nú
þegar, en tveir til þrír hafi einnig ný-
lega ákveðið að hætta.
Engar stórar ákvarðanir um fram-
hald mála voru teknar á fundinum.
Starfsmenn hafa til dæmis ekki tekið
ákvarðanir um hvort þeir láta reyna
á biðlaunarétt við þessar aðstæður
eða hvort þeir lýsa sig óbundna
samningum sem þeir hafa gert um
að vinna á Akranesi.
Meðaltalsútsvar hækk-
ar um 0,32% árið 1999
MEÐALTALSÚTSVAR í sveitarfé-
lögum hækkar úr 11,61% á yfirstand-
andi ári í 11,93% á næsta ári, eða um
0,32%. Á sama tíma lækkar tekju-
skattshlutfall um 1%, úr 27,41% í
26,41%, og hefur það lækkað um 4%
frá upphafi ársins 1997. Staðgreiðslu-
hlutfall, sem er samtala útsvars- og
tekjuskattshlutfalls, verður 38,34%,
eða 0,68% lægra en á yfirstandandi
ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá fjármálaráðuneytinu.
Sveitarfélögum er heimilt að
ákveða útsvar á bilinu 11,24% til
12,04%. Af 124 sveitarfélögum hefur
71 ákveðið að nýta sér hæsta leyfi-
lega útsvarshlutfall á árinu 1999.
Fimm sveitarfélög era með lág-
marksútsvar.
Áætlað er að á árinu 1999 muni
samtals innheimtast 66 milljarðar
króna fyrir ríki og sveitarfélög með
staðgreiðslu opinberra gjalda. Þar af
koma um 35 milljarðar í hlut sveitar-
félaganna en um 31 milljarður fara
til ríkisins.
tjolastemmmngm
er í Krínglunni.
Opib til 22.00
fram að jólum.
bæinn til að kalla eftir nýjum hjól-
börðum eyðilagðist síminn og var þá
ákveðið að fara á hinum jeppanum til
að komast í GSM-samband. „Þá bil-
aði sá bíll líka, þannig að við löbbuð-
um til baka til að hjálpa strákunum
með dekkin. Þegar því var lokið var
farið að hvessa ansi mikið. Við ætluð-
um að aka upp eftir og draga hinn
bílinn niður að Hrauneyjum og þá
var orðið blint. Við drógum hann að-
eins og þá var færðin orðin þyngri og
byrjað að skafa, svo við skildum hann
eftir og ætluðum að koma okkur nið-
ur að Hrauneyjum til að láta vita af
okkur. Þegar við voram komin yfir
brúna við Vatnshól var kominn blind-
bylur svo við sáum varla fram á vél-
arhlíf bílsins. Við stoppuðum þá því
við sáum ekkert og bjuggum vel um
okkur og biðum, því það var ekkert
annað hægt að gera.“
Meiri viðbúnaður vegna frávika
Aðstandendur ungmennanna
höfðu samband við lögreglu um
klukkan 22.30 á sunnudagskvöld
þegar þau voru ekki komin fram og
héldu björgunarsveitarmenn frá
Hellu og Hvolsvelli til leitar klukkan
1 eftir miðnætti á sunnudagskvöld
og fundu ungmennin klukkan 7 í
gærmorgun. „Við höfðum vissar vis-
bendingar um að þau hefðu ekki far-
ið eftir nákvæmri ferðaáætlun og
þess vegna höfðum við meiri viðbún-
að og fóram á fleiri farartækjum
heldur en hefði þurft og það varð til
þess að þetta gekk fljótt og vel,“
sagði Jón Hermannsson í björgunar-
sveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli.
Farið var á þremur björgunarsveit-
arjeppum og einum jeppa aðstand-
enda og var hópurinn vel á sig kom-
inn þegar hann fannst. „Þau vora í
þokkalegu ástandi. Þau höfðu búið
um sig í öðrum bílnum, en vegna
þess hve veðrið var vont hafði skafið
inn í hann, en þau vora í góðum föt-
um og í góðum svefnpokum. Það var
að byrja að koma hrollur í þau en
þeim var ekkert kalt,“ sagði Jón. Að
sögn Jóns sýndu ungmennin hárrétt
viðbrögð með því að halda kyrra fyr-
ir inni í bílnum í stað þess að yfirgefa
hann og hætta á að blotna.
Morgunblaðið/Kristinn
Lokað á
ysinn
YS OG þys er nú í Kringlunni í
Reykjavík sem aldrei fyrr og
ófáir leggja leið sína þangað
ýmissa erinda. Samt sem
áður er hægt að loka sumum
skilningarvitum og eiga þar
góða stund einn með sjálfum
sér.
Andlát
MARTA THORS
Opi& í dag
10.00-22.00
KRINGMN
Gleðilega hátíð
MARTA Thors lést
sunnudaginn 20. desem-
ber sl., 80 ára að aldri.
Marta var fædd í
Reykjavík 28. mars
1918, dóttir Ólafs
Thors, þá forstjóra
Kveldúlfs og síðar for-
sætisráðherra, og konu
hans, Ingibjargar Ind-
riðadóttur Einarssonar.
Marta stundaði nám í
píanóleik í Vínarborg á
árunum 1936-38. Hún
gerðist snemma ritari
föður síns og var honum
alla tíð mjög náin. Á
stríðsárunum starfaði hún við ný-
stofnað sendiráð í Washington hjá
föðurbróður sínum, Thor Thors.
Hinn 9. janúar 1946 giftist Marta
Pétri Benediktssyni, þá sendiherra
í Moskvu, síðar bankastjóra og al-
þingismanni. Pétur var um þessar
mundir skipaður sendiherra í París
og stofnuðu þau sitt fyrsta heimili
þar í borg. Starfssvið Péturs var
nánast allt meginland Evrópu og
beið hans mikið starf næstu árin við
að koma á viðskiptasamningum
milli Islands og ríkjanna á megin-
landinu, beggja vegna jámtjaldsins
sem var að skipta Evrópu upp í
andstæðar fylkingar. Útheimti
þetta mikil ferðalög og langdvalir í
höfuðborgum þessara
rfkja.
Marta fylgdi manni
sínum á þessum erfiðu
ferðalögum um stríðs-
hrjáða Evrópu og
bjuggu þau þá svo
mánuðum skipti á
hverjum stað, í Varsjá,
Prag og Moskvu.
Heimili þeirra í París
var jafnan opið þeim
fjölmörgu Islending-
um, sem þar voru við
nám og störf á árunum
eftir stríðið og eiga
meðal annarra margir
listamanna okkar þaðan góðar minn-
ingar. Árið 1956 komu þau Pétur
heim og varð hann bankastjóri við
Landsbankann. Eftir lát Péturs, 29.
júní 1969, réðst Marta sem tónlistar-
fulltrúi hjá ríkisútvarpinu og starfaði
þar til sjötugsaldurs.
Síðustu þrjú ár átti Marta við erf-
ið veikindi að stríða og naut þá
hjúkrunar og umönnunar á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli.
Dætur Mörtu og Péturs eru Ólöf,
dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness,
og Guðrún, forstöðumaður Sjávar-
útvegsstofnunar Háskóla Islands,
en Ragnhildur Paus, endurskoðandi
í Osló, er dóttir Péturs af fyrra
hjónabandi.
Þátttaka Kvenna-
lista í samfylkingu
Viðræð-
ur án
árangurs
ÓFORMLEGAR viðræður
sem fram hafa farið undan-
farna daga um þátttöku Sam-
taka um kvennalista í sam-
fylkingarframboði vinstri-
manna hafa engu skilað. Það
var mat Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur í Kvennalistan-
um í gærkvöldi.
Hinar ófoi-mlegu viðræður
hófust eftir fund sem fulltrú-
ar Kvennalistans héldu með
fulltrúum A-flokkanna á laug-
ardag. Steinunn mat stöðuna
þannig í gærvöldi að málið
væri í sömu stöðu og á
fimmtudag þegar fulltrúar
Kvennalistans gengu út af
fundi kjömefndar samfylk-
ingarinnar í Reykjavík.
Steinunn Valdís kvaðst
ekki eiga von á að málið
skýrðist fyrir jól.
A-flokkarnir að ná saman i'
öllum kjördæmum
Sighvatur Björgvinsson,
formaður Alþýðuflokks, sagði
í samtali við Morgunblaðið í
gær að A-flokkarnir væru að
ná saman í öllum kjördæmum
og reiknað væri með að búið
yrði að ákveða fyrir áramótin
hvaða aðferðir verði notaðar
við að raða niður á lista. „A-
flokkarnir halda áfram sínum
undirbúningi og Kvennalist-
inn er velkominn inn í það
samstarf. Það er ekkert verið
að bíða eftir þeim,“ sagði Sig-
hvatur.