Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
CLINTON
ÁKÆRÐUR
SAMÞYKKT fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um að ákæra
Bill Clinton forseta fyrir rangan vitnisburð og hindrun rétt-
vísinnar er alvarlegt áfall fyrir hann. Mál hans fer nú til öld-
ungadeildarinnar, þar sem réttarhöld fara fram, væntanlega
snemma á næsta ári. Marga Bandaríkjamenn hryllir við tilhugs-
uninni og þess vegna eru vangaveltur um samninga milli forset-
ans, demókrata og forystu repúblikana á þingi. í augum fjöl-
margra bandarískra kjósenda er atkvæðagreiðslan í fulltrúa-
deildinni pólitísk aðför af hálfu repúblikana. Skoðanakannanir
sýna, að stuðningur kjósenda hefur sjaldan eða aldrei verið
meiri við Clinton en eftir samþykkt ákærunnar.
Þetta mál hefur þó tvær hliðar. Ekki fer á milli mála, að for-
setinn hefur sýnt ótrúlegan dómgreindarskort í þeim málum,
sem eru tilefni ákærunnar. Hann verður ekki sakaður um hrein-
skilni. En þeir eru margir sem telja fráleitt að Bandaríkjafor-
seti verði að segja af sér vegna kvennamála og tengdra mála.
Hatur repúblikana og ýmissa áhrifaafla í bandarísku þjóðlífí á
Clinton og málstað hans er ótrúlegt og óskiljanlegt fyrir þá,
sem standa utan við valdabaráttuna í Washington. Svo virðist
sem margir forystumenn repúblikana geti alls ekki hugsað sér
forsetann í Hvíta húsinu, þótt hann hafi náð kjöri þangað með
lýðræðislegum hætti.
Það er varasamt að spá nokkru um framhaldið. Samþykkt
fulltrúadeildarinnar veikir stöðu forsetans á alþjóðavettvangi,
þótt hún virðist styrkja stöðu hans meðal kjósenda heima fyrir,
ef marka má nýjustu skoðanakannanir. í uppsiglingu geta verið
einhver mestu átök í bandarískum stjórnmálum frá Watergate,
ef ekki takast samningar á milli öldungadeildarinnar og forset-
ans.
Fram til þessa eru það repúblikanar, sem hafa borið skarðan
hlut frá borði. Fyrst varð forystumaður þeirra í fulltrúadeild-
inni að segja af sér eftir slaka útkomu þeirra í þingkosningun-
um í haust. Síðan varð eftirmaður hans að segja af sér vegna
framhjáhalds og kannski ekki öll kurl komin til grafar enn í
þeim efnum.
Bandamenn Bandaríkjanna í öðrum löndum hljóta að hafa
nokkrar áhyggjur af þessari stöðu mála. Enn er það svo, að
Bandaríkin eru eina aflið í heiminum, sem getur stillt til friðar,
ef þörf krefur. Bandaríkjaforsetar hafa nú þegar unnið ómetan-
legt starf við að leggja grundvöll að friði í Miðausturlöndum,
þótt hann sé ekki kominn á að fullu. Bandaríkjamenn áttu mik-
inn þátt í friðarsamningunum á Norður-írlandi. Bandaríkja-
menn réðu úrslitum um að friður komst á í Bosníu og enn voru
það Bandaríkjamenn, sem gengu á milli í Kosovo.
Forystumenn Bandaríkjanna, hvort sem er í Hvíta húsinu eða
á þingi, hafa öðru að sinna en pólitískum hráskinnaleik af því
tagi, sem nú stendur yfir í Washington.
HEFUR FRAMKVÆMDA-
VALDIÐ FARIÐ OFFARI?
UMDEILD ÁKyÖRÐUN umhverfísráðherra um flutning
Landmælinga íslands til Akraness var dæmd ólögmæt í
Hæstarétti 18. desember sl. Dómurinn leiddi til þess að meiri-
hluti umhverfisnefndar þingsins flutti frumvarp til breytinga á
lögum um landmælingar og kortagerð. Frumvarpið fékk flýti-
meðferð í þinginu og ákvæði þess, sem var raunar aðeins eitt,
hefur þegar fengið lagagildi: „Heimili Landmælinga íslands er
á Akranesi."
Forsaga málsins er sú að umhverfisráðherra tók um það
ákvörðun í júlí árið 1996 að flytja starfsemi Landmælinga til
Akraness um áramótin 1998/1999. I forystugrein Morgunblaðs-
ins 6. júlí sl., sem bar yfirskriftina „Illa ígrunduð ákvörðun",
segir m.a. að með ákvörðuninni „virðist vera horft framhjá fag-
legum sjónarmiðum og gengið á fé skattgreiðenda og rétt
starfsfólksins. Þetta eru vinnubrögð, sem vonandi endurtaka sig
ekki...“
Starfsmaður Landmælinga höfðaði mál til ógildingar. Hæsti-
réttur dæmdi ákvörðun ráðherra ólögmæta, þar eð hann hefði
ekki aflað sér lagaheimildar fyrir ílutningi stofnunarinnar. Þótt
ekki séu bein fyrirmæli um það í lögum að ríkisstofnun skuli
staðsett í Reykjavík verði ekki talið að það eitt gefi ráðherra
frjálst val um það hvar hún skuli niður sett.
Breytt lög kveða einungis á um heimili Landmælinga Islands.
Það er því eðlilegt að spurningar vakni um aðrar ríkisstofnanir,
sem þegar hafa verið fluttar eða til stendur að flytja. Hefur
framkvæmdavaldið farið offari í þessum efnum? Er tímabært að
móta almennar lagareglur um flutning á ríkisstofnunum - eða
breyta vinnulagi framkvæmdavaldsins í þessum efnum?
Magnús Tumi Guðmundsson jai
EKKERT bendir til að gosið í Grímsvötnum sé að minnka.
Morgunblaðið/Birgir Runólfsson
NOKKUR staumur manna var að gosstöðvunum. Virðist sem ösku leggi
yfir þyrluna, sem sveimar við gíginn og bílar nálgast.
Morgunblaðið/EW
TVEIR menn fóru á vélsleðum allnálægt gosstöðvunum um helgina og
tóku öskusýni sem þeir komu til Raunvfsindastofnunar Háskólans.
Ekk
milli (
strey
Ekkert bendir til að
sé að minnka. Aska h(
norðanlands og sum
menn ólíklegt að hlauj
argráðu að það1
MAGNÚS Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur segir að gosið sem nú
stendur yfír í Grímsvötnum hafí kennt
vísindamönnum það að ekki sé beint
samband milli styrks þess óróa sem
mælist á umbrotasvæðinu í Grím-
svötnum og þess hve mikið upp-
streymi gosefna er þar um slóðir.
Ekki var flogið yfír gosstöðvarnar í
gær vegna veðurs en Magnús Tumi
sagði að samkvæmt jarðskjálftamæl-
um benti ekkert til þess að eldgosið
væri að minnka.
Á laugardag sýndu jarðskjálftamæl-
ar vaxandi óróa í Grímsvötnum á sama
tíma og Magnús Tumi taldi, er hann
flaug yfír svæðið, að heldur hefði
dregið úr gosi. Spurður um skýringu á
þessu sagði hann að ekki væri hægt að
setja samasemmerki milli styrks þess
óróa sem mælist og uppstreymis gos-
efna vegna þess að aðstæður við gos-
rásarop séu mismunandi eftir því hve
mikið vatn kemst að gígnum.
Hending að sjáist glóð í
sprengigosi í vatni
Kröftug öskugos sjáist stundum
þótt lítill órói mælist en gosum með
sprengivirkni íylgi meiri órói. „Sam-
hengið milli óróa og aðstreymis kviku
er ekki sterkt við þær aðstæður sem
ríkja í Grímsvötnum. Það er sá hlutur,
sem við erum að læra af þessu gosi.
Það gæti líka verið að einhver hluti
kvikunnar hefði skriðið til norðurs,“
sagði Magnús Tumi.
Sjónarvottar sem flugu yfir á laug-
ardagsmorgun sáu eldglæringar upp
úr gígnum og þess sáust merki á Ijós-
mynd Ragnars Axelssonar á baksíðu