Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 17 þingmenn gefa út yfírlýsingu Saka prófessora um aðför að landsbyggðinni SAUTJÁN þingmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir furðu sinni á því að 105 prófessorar skuli hafa undirritað yfirlýsingu í kjöl- far dóms Hæstaréttar um leyfi til fiskveiða og saka prófessorana um að gera „aðför að landsbyggðinni". Yfirlýsing þingmannanna er svohljóðandi: ALÞINGI Friðrik Sophusson Lætur af þingmanns- störfum FRIÐRIK Sophusson, al- þingismaður og fyrrverandi fjármálaráðherra, lætur af þingmannsstörfum um ára- mótin en þá tekur hann við stöðu for- stjóra Landsvirkj- unar. Gert er ráð fyrir því að Katrín Fjeldsted, fyrsti vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, taki sæti hans á Alþingi strax á nýju ári. Friðrik er fæddur í Reykja- vík 18. október 1943 og hefur verið alþingismaður Reykvík- inga síðan 1978. Hann var iðnaðarráðherra frá 1987 til 1988 og fjármálaráðherra frá 1991 til 1998. Við þingfrestun um helgina þakkaði Olafur G. Einai-sson, forseti Alþingis, Friðriki fyrir samstarfið á liðnum tveimur áratugum og óskaði honum velfamaðar í nýju starfi. „Eitt hundrað og fimm prófessorar í Háskóla íslands hafa gefið út yfir- lýsingu, þar sem þeir telja að í kjölfar dóms Hæstaréttar íslands vegna synjunar sjávarútvegsráðuneytisins á leyfi til fiskveiða beri Alþingi að breyta lögum um úthlutun veiðiheim- ilda þannig að þau samrýmist ákvæð- um stjómarskrárinnar um jafnræði þegnanna gagnvart lögum og að ákvæði laga um sameign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnum sé virt. Við undimtaðir þingmenn lands- byggðarinnar bendum á að dómur Hæstaréttar fjallaði ekki um úthlut- un veiðiheimilda. Með túlkun sinni á dóminum hafa 105 prófessorar í Há- skóla íslands tekið afstöðu í hápóli- tískum deilum um atvinnuréttindi tengd útgerð, sem er mikilvægasta atvinnugrein landsbyggðarinnar og undirstaða búsetu þar. Prófessorarn- ir hafa tekið þá afstöðu að dóminn beri að túlka svo vítt að hann varði úthlutun veiðiheimilda. Þeir taka þar með undir málflutning þeirra, sem vilja afnema atvinnutengd réttindi, en þau standa undir atvinnulífi lands- byggðarinnar. I þessari afstöðu felst einnig stuðningur við sérstaka gjaldtöku af sjávarútvegi og þar með við álögur á þau byggðalög sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda sjávar. Við undirritaðir lýsum yfir furðu okkar á því að nú, þegar búsetuþróun er landsbyggðinni óhagstæðari en áður, þegar mörg byggðarlög eiga í vök að verjast og enginn landshluti býr við vöxt utan höfuðborgarsvæðis- ins, skuli mikill meirihluti prófessora í Háskóla Islands standa fyrir slíkri aðförð að landsbyggðinni." Tómas I. Olrich, Kristinn Gunnarsson, ísólfur Gylfí Pálmason, Ámi Johnsen, Magnús Stefánsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Árni R. Amason, Sturla Böðvarsson, Egill Jónsson, Jón Kristjánsson, Kristján Pálsson, Ambjörg Sveinsdóttir, Hjálmar Ámason, Einar Oddur Kristjánsson, Hjálmar Jónsson, Vilhjálmur Egilsson og Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Stutt Alþingi saman á ný 6. janúar YFIR þrjátíu þingmál, frumvörp eða þingsályktunartillögur, voru afgreidd frá Alþingi sl. laugar- dag og aðfaranótt sunnudagsins. Meðal þeirra má nefna frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra um breytingar á lögum um almannatryggingar. Fela breytingarnar m.a. í sér rýmkun á fritekjumörkum hjóna sem bæði eru ellilífeyrisþegar og frítekjumörkum öryrkja. I at- hugasemdum segir m.a. að með frumvarpinu sé verið að taka fyrsta skrefið í þá átt að milda verulega skerðingu bóta vegna tekna maka. Stjórnarandstæð- ingar töldu hins vegar ekki nógu langt. gengið í þá átt. Umræður um einstök þingmál og atkvæðagreiðslur stóðu fram til klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags, en þá flutti Olafur G. Einarsson jólakveðjur til alþing- ismanna. Að siðustu las Davíð Oddsson forsætisráðherra upp úr forsetabréfi, þar sem forseti Is- lands, Olafur Ragnar Grímsson, gerði kunnugt að hann með skírskotun til samþykkis Alþing- is, veitti forsætisráðherra umboð til að fresta þingi. Þing kemur saman aftur 6. janúar nk. til þess að ræða fisk- veiðafrumvörpin, sem lögð voru fram í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson 70 milljónir til þjón- ustuskála f FJÁRLÖGUM næsta árs er gert ráð fyrir því að 70 milljón- um króna verði varið til bygg- ingar þjónustuskála við Alþing- ishúsið. Áætlaður heildarkostn- aður við verkið er 400 milljónir króna, samkvæmt fjárlögunum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig tillaga að deiliskipulagi Alþingisreitsins lítur út en þjón- ustuskálinn er fyrir iniðri mynd. Alþingi Húsaleigubætur greiðist fyrirfram FORSETA Alþingis, Ólafi G. Einarssyni, var í gær afihent áskorun þess efnis að húsaleigubætur verði áfram greiddar fyrirfram eins og verið hefur og að þær bætur verði meðhöndlaðar í skattkerfinu eins og vaxtabætur. Nýsamþykkt húsnæðislöggjöf, sem taka á gildi um áramótin, gerir hins vegar ráð fyrir því að húsaleigubætur verði greiddar eftir á. Leigjendasamtökin, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og Landssamband eldri borgara standa að áskoruninni og benda á að vegna gildistöku Iaganna verði engar húsaleigubætur greiddar í janúar nk. I fréttatilkynningu frá samtökunum segir m.a. að stærsti hluti leigjenda sé öryrkjar, aldraðir, einstæðir foreldrar og annað fátækt fólk. Þessi hópur hafi ekki notið þess góðæris sem svo margir aðrir njóti. Við afliendinguna lofaði forseti Alþingis að kynna efni áskorunarinnar fyrir þinginu, strax þegar það kæmi saman að nýju, að Ioknu jólaleyfi. 20 milljónir til bygg- ingar stafkirkju í NÝSAMÞYKKTUM fjárlögum fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir því að veittur verði 20 milljóna króna styrkur til byggingar eft- irlíkingar af norskri stafkirkju í Vestmannaeyjum vegna þjóðar- gjafar Norðmanna. I lögunum stendur að styrkurinn sé háður því að gerður verði samningur milli forsætisráðuneytisins og framkvæmdaraðila annars veg- ar og Vestmannaeyjabæjar hins vegar. Þar segir ennfremur að áætlað sé að verkinu ljúki árið 2000. Tekjuafgangur áætl- aður 2,4 milljarðar ALÞINGI afgreiddi fjárlög næsta árs um tvöleytið á laugardagsnótt en samkvæmt þeim er gert ráð fyr- ir því að ríkissjóður verði rekinn með um rámlega 2,4 milljarða króna tekjuafgangi. Fjárlagafrum- varpið, eins og það var lagt fram í haust, gerði hins vegar ráð fyrir um 1,9 milljarða króna afgangi. Tekjuafgangurinn óx því um rúmar fimm hundruð milljónir ki'óna í meðfórum Alþingis. Tekjur jukust um 3,7 milljarða en útgjöld um tæpa 3,2 milljarða. Samkvæmt fjárlögum verða því heildartekjur ríkissjóðs rúmir 182,4 milljarðar en heildarútgjöld um 180 milljarðar. Geir H. Haarde fjái'málaráð- herra kvaðst við atkvæðagreiðsl- una um fjárlagafrumvarpið telja að það væri einsdæmi í íslenskri hag- sögu að fjárlög væru afgreidd með meiri afgangi heldur en gert hefði verið ráð fyrir í upphafilegu fjár- lagafrumvarpi. „Islendingar eru nú eitt af örfáum ríkjum innan OECD sem reka ríkissjóð með afgangi. Þrátt fyrir þetta höfum við verið að leggja stórfé í ýmis þörf og góð málefni, þótt auðvitað hafí ekki verið hægt að koma til móts við all- ar óskir,“ sagði hann og benti m.a. á að ákveðið hefði verið að veita 500 milljónir króna aukalega í al- mannatryggingar. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu hins vegar ríkisstjómina fyrir að leggja ekki meira fé til ör- yi'kja, aldraðra og atvinnulausra. „Við einhver hagstæðustu ytri skil- yrði í íslenskri efnahagssögu skilur í-íkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfiokks þá hópa eftir útundan sem verst standa að vígi í þjóðfélaginu. Þar vísa ég til ör- yrkja, aldraðra og atvinnulausra," sagði Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokks óháðra, við at- kvæðagreiðsluna. „Á síðari stigum fjárlagaumræðunnai' komu fram breytingartillögur frá stjómar- meirihlutanum um auknar fjárveit- ingar til almannatrygginga en þær vega engan veginn upp í það sem af lífeyrisþegum og öryrkjum hef- ur verið haft á undangengnum ár- um og nemur milljörðum króna,“ sagði hann og sakaði ríkisstjórnina um að hafa engan skilning á kjör- um hinna efnaminni en ganga er- inda þeirra efnameiri. Hnoðuð upp úr smjöri Gísli S. Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, tók í sama streng og Ögmundur og gagnrýndi ríkis- stjómina fyrir að rétta ekki kjör öryrkja, aldraðra og fatlaðra og það sama gerði Kristín Halldórs- dóttir, þingflokksformaður þing- flokks Samtaka um kvennalista. Sigríður Jóhannesdóttir, þing- flokki Alþýðubandalags, sagði að eftir því sem liðið hefði á þingið hefði gjaldahlið fjárlagafrumvarps- ins farið verulega úr böndunum. „Þá var tekjuhliðin tekin og hnoð- uð upp úr smjöri og teygð yfir eldi og löguð til þangað til hallinn var horfinn. Mér finnst þetta ekki traustvekjandi vinnubrögð í fjár- lagagerð,“ sagði hún. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, ítrekaði hins vegar tekjuafgang ríkissjóðs og benti á að afkoma hans á árinu 1998 og 1999 gerði ríkinu kleift að greiða niður skuldir ríkissjóðs um 30 milljarða króna. „Þetta styrkir stöðugleikann í þjóðfélaginu," sagði hann og tók fram að batnandi afkoma ríkissjóðs lækkaði vaxta- greiðslur og styrkti velferðarkerfið til frambúðar og hagsmuni hinna verst settu í þjóðfélaginu. „Ég tel þetta góða afgreiðslu og merk tíð- indi,“ sagði hann m.a. Framlag til visnurannsókna Fjárlagafrumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi með 35 sam- hljóða atkvæðum. Sextán stjórnar- andstæðingar greiddu ekki at- kvæði og tólf þingmenn vora fjai’- staddir. Áður höfðu allar breyting- artillögur meirihluta fjárlaga- nefndar Alþingis og einstakra stjórnarþingmanna verið sam- þykktar. Breytingartillögur minni- hluta fjárlaganefndarinnar, m.a. um 401 milljónar króna framlags til hækkunar gi-unnlífeyris aldr- aðra, öryi-kja og fatlaðra, sem og tillögur einstakra þingmanna stjómarandstöðunnar náðu hins vegar ekki fram að ganga, nema tillaga Sigríðar Jóhannesdóttur um tveggja milljóna króna framlag til visnurannsókna Margrétar Guðna- dóttur prófessors. Meðal þeirra breytingartillagna einstakra stjómarþingmanna sem samþykktar voru á laugardagsnótt má nefna tillögu um heimild upp á 50 milljónir til þess að aðstoða sveit- arfélögin við að selja íbúðh' í félags- lega íbúðakeríinu á almennum mai'kaði. Tillöguna fluttu Jón Krist- jánsson, formaður fjái'laganefndar, og Sturla Böðvarsson varafonnað- ui'. Að sögn Jóns er hugmyndin sú að hjálpa sveitarfélögunum að greiða íbúðirnar niður í markaðs- verð. Þá var samþykkt breytingar- tillaga frá Jóni Kristjánssyni um að selja hluta lóðar Ríldsútvarpsins að Efstaleiti 1. Sú tillaga var einungis flutt af tæknilegum ástæðum, að sögn Jóns, og hafði verið rædd áður í fjárlaganefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.