Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Fjarnám Nýr heimur í námi óháður búsetu hefur opnast. Heimur sem virðist sífellt verða þægilegri og gera fjarlægðina léttvægari. Gunnar Hersveinn kynnti sér fjarnám við Háskóla Islands og Endurmenntunarstofn- un. Hann hitti kennara og hringdi í nemendur. Haldin voru námskeið í spænsku, ferðamálafræði og Excel. „Fjarlægðir hættar að skipta máli“ • Dreifður fjarfundabúnaður færir háskólanámið heim í hérað • Hljóðhólf í tölvum gera jafnvel fjarnám í tungumálum ákjósanlegt TILRAUNIR með fjar- kennslu hófust í Háskóla íslands og Endurmennt- unarstofnun Háskólans í haust. Námskeið í ferðamálafræði, tungumáli og tölvuforriti voru kennd og dreifðust nemendur víða um landið. Tilraunin telst af nem- endum og kennurum hafa heppnast vel og verður henni íram haldið á næstu vorönn. Fjarkennsla þessi byggist á þremur þáttum. Fjarfundabúnaði sem Landssíminn hf. lánaði Há- skóla íslands, fjarfundabúnaði sem Byggðastofnun keypti í atvinnu- málaskrifstofur um land allt og Byggðabrú sem er einskonar sím- stöð sem tengir fjarfundabúnað saman á mörgum stöðum samtímis. Búnaðurinn nýtir samnet eða ISDN-símkerfí Landsímans. Tiirauninni var stýrt af samráðs- hópi um fjarkennslu: Rögnvaldi Ólafssyni, Guðrúnu Geirsdóttur og Kristínu Jónsdóttur. Helgi Hálf- dánarson hjá RHI aðstoðaði kenn- ara með vefsíðugerð og Grettir Sig- urjónsson rafeindavirki annaðist tækjabúnaðinn og veitti ráðgjöf. Búnaðurinn er þannig að kennar- inn stendur við stjómborð og nem- endur hvaðanæva af landinu geta fylgst með honum á stórum sjón- varpsskjá. Kennarinn og þeir nem- endur sem hann er með í stofu geta svo náð tal- og sjónsambandi við þessa nemendur. Kennarinn getur einnig varpað upp glærum, skyggn- um, sýnt myndband, 35 mm myndir og af Netinu sem fjarnemendur geta fylgst með. Einnig geta nem- endur úr öllum landshornum átt í samræðum um efnið og skipst á skoðunum. Sambandið er með öðr- um orðum „lifandi". Mikill áhugi á fjamámi Námskeiðið í Háskóla íslands var Inngangur í ferðamálafræðum sem Anna Dóra Sæþórsdóttir, fast- ráðinn stundakennari við HI, kenndi. Á það voru 60 nemendur skráðir, þar af 27 í fjarnámi á Isa- firði, Blönduósi, Laugum, Egils- stöðum, Neskaupstað, Höfn, í Vest- mannaeyjum og Keflavík. Nokkrir nemendur í Reykjavík ákváðu að taka námskeiðið líka í fjarkennslu. Próf var haldið samtímis um land allt og í það fóru 49 nemar, þar af 18 fjarnámsnemar. Á námskeiðinu voru kynnt viðfangsefni ferðamála- skólar/námskeið ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í janúar nk. Hannes Flosason, sími 554 0123. fræði. Fjallað var um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja um þessar mundir. M.a. var fjallað um fjöldaferðamennsku og sjálfbæra ferðamennsku. Endurmenntunarstofnun bauð í haust upp á þrjú námskeið í fjar- kennslu. Hér verður sagt frá tveim- ur. Annað þeirra kenndi Margi’ét Jónsdóttir lektor við Háskóla Islands og var það spænska fyrir byrjendur. Fjarnemendur voru 20 og af þeim 4 í Reykjavík. Hitt var Exel 97 fyrir fjármála- fólk og kenndi Guðmundur Ólafs- son viðskiptafræðingur og háskóla- kennari það. Nemendur voru 23 og fengu m.a. leiðsögn um spjallrás (irkið). Talæfingar í fjarnámi Anna Dóra, Margrét og Guð- mundur voru mjög ánægð með ár- angurinn af fjarnáminu og segja að námskeiðin hafi heppnast vel. „Eg kenndi spænsku fyrir byrjendur og voru nemendur á Isafirði, Blöndu- ósi, Höfn, í Neskaupstað og Reykjavík. Eg þurfti aðeins að ýta á takka og þá voru t.d. nemendur mínir í Neskaupstað komnir á skjá- inn og gátu þeir verið með fyrir- spurnir eða athugasemdir," segir Margrét. Hún segist hafa fengið talæfing- ar sendar frá nemendum á snæld- um og hafi hún endursent þær með athugasemdum. „Annar möguleiki sem er að verða raunhæfur er að stunda talæfingarnar í hljóðforriti og senda það á milli og þar með er orðið óþarft að nota snældur,“ segir Guðmundur Ólafsson, en hann not- aði svokallaðar talglærur á sínu námskeiði. Þær taka ennþá mikið pláss og krefjast góðs búnaðar við- takanda. „Námskeiðið sem ég kenndi fór fyrst og fremst fram á Netinu,“ segir Guðmundur. „Þetta var kennsla á tölvufomt og hentar þetta form því mjög vel, einnig að nota talandi glærur.“ Það felst í því að nemendur opna hljóðbox sem vísa á ákveðin atriði á glærunni. Viðurkenningar og próf Þau studdust öll við heimasíður á námskeiðunum. „Eg birti fyrir- lestrana mína á heimasíðunni, setti með öðrum orðum allt efnið inn á Netið,“ segir Anna Dóra. Öll voru þau í góðu sambandi við nemendur á tölvupóstsformi og fengu send verkefni og fyrirspurnir eftir þeim leiðum. „Þannig er hægt að sinna hverjum og einum,“ segir Guðmundur og einnig að hann hafi verið með kennslubókina á Netinu. „Eg held að nemendur hafi feng- ið fremur góða þjónustu," segir Margrét og bætir við að hún hafi sjálf öðlast sjálfsöryggi sem fag- mannesja gagnvart fjarkennslu og þeirri tækni sem henni fylgir. Guðmundur og Margrét voru ' Morgunblaðið/Golli ANNA Dóra, Margrét og Guðmundur eru sammála um að sjálfsaginn sé fjarnemendum mikilvægastur. Morgunblaðið/Golii NEMENDUR á skjánum. Anna Dóra í miðri kennslu með nemendur um allt Iand. með sín námskeið fyrir Endur- menntunarstofnun og unnu nem- endur þeirra verkefni og fengu við- urkenningu um að hafa lokið nám- skeiðinu. Anna Dóra var hinsvegar með hefðbundið námskeið í Há- skóla íslands og lauk því með fjög- urra stunda prófi sem haldið var víðsvegar um landið á sama tíma með hjálp yfirsetumanna á hverjum stað. Að veita fjarnemendum aðhald Guðmundur segir að ákveðnir þættir háskólakennslu séu komnir á Netið og að það sé sífellt meira notað eftir því sem það verði þægi- legra fyrir hinn almenna tölvunot- anda. Hann kennir til að mynda námskeið á Bifröst sem fer aðallega fram á Netinu. Þau eru sammála um að sjálfsag- inn sé fjarnemendum mikilvægast- ur. Það kostar aga að stunda nám í fjarnámi, því það getur verið erfitt fyrir kennara að veita fjarverandi nemendum nauðsynlegt aðhald. Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir allri vinnunni sem þeir þurfa að leggja á sig til að ná árangri og því þurfa þeir að halda sér við efn- ið. Anna Dóra segir að margir nem- enda sinna ætli að halda fjarnám- inu áfram og taka annað námskeið í ferðamálafræðum á næstu önn. Það fjallar um markaðsfræði og efnahagsáhrif ferðaþjónustu. „Þar verður farið í grundvallaratriði markaðsfræði og sérstöðu ferða- þjónustunnar og meðal annars markaðssetningu á Netinu," segir hún. Landfræðingarnir Björn M. Sigurjónsson hjá Ferðamálaráði Akureyrar og Oddný Þóra Óladótt- ir hjá Ferðamálaráði íslands í Reykjavík munu kenna það. Björn býr á Akureyri og því munu nem- endur við Háskóla Islands vera að hluta til í fjarnámi líka. „Fjarlægð- ir eru hættar að skipta máli,“ segir Anna Dóra. Egilsstaðir: Inga Rósa Nemendur í fjarnámi eru flestir eldri en dæmigerðir háskólanem- endur og eru í vinnu og reka heim- ili. Þess vegna verða þeir að skipu- leggja tímann sinn vel, vilji þeir ljúka prófum. Guðmundur, Mar- grét og Anna Dóra segjast dást að þessu fólki sem var á námskeiðun- um fyrir dugnaðinn. Inga Rósa Þórðardóttir frétta- maður RUV á Austurlandi lagði stund á ferðamálafræðina hjá Ingu Dóru eftir vinnu í vetur. „Þetta var skemmtilegt. Anna Dóra hafi lagt sig í líma við að nýta tæknina og láta námskeiðið heppnast vel,“ seg- ir hún, en fimm stunduðu námið með því að sækja fjarnámstíma í Menntaskólann á Egilsstöðum, þar sem fjarfundabúnaðurinn er stað- settur. „Við vorum sammála um að þetta hefði verið þröskuldalítið," segir Inga Rósa. „Ánna Dóra flutti fyrir- lestra með búnaðinum, notaði power point-forritið og fleiri hjálp- artæki og lét boltann ganga milli landshluta. Þannig gátu t.d. nem- endur á Isafirði og Neskaupstað skipst á skoðunum í tímanum." Hún segist ekki hafa verið ákveð- in í upphafi að fara í próf en nám- skeiðið gekk vel og hún lagði prófið og undirbúning þess á sig. Nem- endur gerðu einnig ritgerð á tíma- bilinu. „Það veltur á kennaranum hvernig til tekst með svona fjar- námskeið. Sambandið við Önnu var mjög gott og þrátt fyrir fjarlægðina var það ekki ópersónulegt." „Nýr heimur í námi hefur opnast sem vegur í búsetu," segir Inga Rósa. Heimur sem virðist sífellt verða þægilegri og gera fjarlægð- ina léttvægari. Inga Rósa segist ætla að sækja framhaldsnámskeið- ið í ferðamálafræði Háskólans í fjarnámi á næstu önn. Höfn í Hornafírði: Ásta Ásta H. Guðmundsdóttir fjár- málastjóri á bæjarskrifstofu Hornafjarðar var á Exel-námskeið- inu hjá Guðmundi Ólafssyni, en svo skemmtilega háttar til að hann kenndi henni síðast fyrir 30 árum á Höfn. „Hún var í fyrsta bekknum sem ég kenndi á ævinni," segir Guðmundur, en Ásta uppgötvaði hver maðurinn var þegar hún sá hann í sjónvarpi fjarnámsbúnaðar- ins í fyrsta tímanum. „Eg er fædd og uppalin hér á Höfn og hann kenndi mér sennilega í landsprófi," segir hún. „Við vinnum t.d. áætlanagerðir fyrir bæinn í Exel, þannig að ég þekki forritið talsvert. Hinsvegar hafði ég mjög gott af þessu og lærði margt nýtt sem ég hef ekki notað áður,“ segir hún. Námskeiðið var fyrir fjármálafólk og sagðist Ásta hafa kynnst ýmsum möguleikum sem fólk í framleiðslu notar í forrit- inu. Hún segir að námskeiðið hafi gengið ágætlega og nemendur hafi þurft að gefa því töluverðan tíma. Fjarfundabúnaðurinn er í Fram- haldsskóla Austur-Skaftafellsýslu, en námskeiðið fór þó aðallega fram á Netinu og segist Ásta hafa öðlast reynslu af því sem hún hafði ekki áður. Henni fannst Exel-námskeiðið vel uppbyggt og skýringar góðar. „Við fengum sendar talandi glærur frá Guðmundi fyrst í stað, en þær reyndust mörgum tölvum of rúm- frekar svo hann sendi texta í stað- inn,“ segir hún. Hljóðkorti var komið fyrir í tölvunni hennar í vinn- unni. Hún segist ekki hafa verið með á spjallrás nemenda m.a. vegna þess að hún er ekki með tölvu heima hjá sér. Ásta þurfti ekki fremur en aðrir nemendur í fjarnáminu að fara suð- ur. „Núna er hægt að afla sér menntunar þar sem maður er staddur. Það má afla sér háskóla- prófs fyrir framan tölvuna," segir hún, „en nemendur þurfa að búa yf- ir sjálfsaga."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.