Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞESSIR tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur marka viss tímamót og
verður þeirra minnst íyrir stflhreinan og fágaðan flutning, segir m.a. í
dómnum.
Fágaður
flutningur
ALDARSPEGILL
TOJVLIST
Áskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Kammersveit Reykjavíkur lýkur
flutningi Brandenborgarkonsertanna
eftir J.S. Bach, undir stjórn Jaap
Schröder. Sunnudagurinn 20.
desember, 1998.
SEINNI tónleikar Kammer-
sveitar Reykjavíkur, þar sem flutt-
ir voru fjórðu, fímmtu og sjöttu
konsertar þeir, sem kenndir eru
við Brandenborg, voru haldnir sl.
sunnudag í Askirkju fyrir fullu
húsi áheyrenda. Flutningur allra
sex Brandeborgarkonsertanna er
mikill tónlistarviðburður, en til
þessa leiks var fenginn Jaap
Schröder en hann hefur sérlega
lagt sig eftir flutningi barokkverka.
Margt hefur verið ritað um
Brandenborgarkonsertana, bæði er
varðar sögu og leiktækni en minna
verið fengist við innviðuna í rithætti
meistarans, enda er það efni ekki á
hvers manns færi. Það er sem sé
fleira en saga, hljóðfæraskipanin og
form verkanna sem hefur verið
mönnum ráðgáta, því ýmislegt í rit-
hætti verkanna er óvenjulegt fyrir
konserta þá, sem á tímum Bachs
voru að mestu sniðnir eftir ítölskum
fyrii-myndum, bæði konsertum Cor-
ellis og Vivaldis. Lágfíðlukonsert-
inn, sá nr. 6, sem seinni „Branden-
borgar“-tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur hófust á, er um margt
sérstætt verk, en þar er ritháttur-
inn að mestu tvöfaldur kontra-
punktur, í samleik tveggja lág-
fíðluradda og helst sú skipan út alla
þrjá kaflana, þó gömbumar og sell-
óið fái af og til að „taka í“. Annar
þátturinn er í raun fúga fyrir tvær
lágfiðlur með tveimur fylgiröddum
fyrir selló og annars vegar kontra-
bassa (og sembal). í lokakaflanum
er sellóið mun virkari þátttakandi,
þó áfram sé megintónefni verksins
lagt í hendur lágfíðluleikaranna.
Einleikarar á lágfiðlu voru Þórunn
Ósk Marinósdóttir og Guðrún
Hrund Harðardóttir og var sam-
leikur þeirra í heild ágætur og
framfærður af öryggi.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var sá fimmti, sembalkonsertinn,
ög það sem er óvenjulegt, að semb-
allinn er bæði notaður sem „cont-
inuo“ og einleikshljóðfæri, sem
Helga Ingólfsdóttir lék á en auk
þess er mikið lagt fyrir einleiks-
flautu, er Bemhard Wilkinson sá
um og einleiksfíðlu, er var í hönd-
um Hildigunnar Halldórsdóttur.
Meginefni þessa konserts er í
sembalröddinni og endar fyrsti
þáttur á langri og erfiðri „einleiks-
kadensu" fyrir sembal er Helga
Ingólfsdóttir lék aldeilis af glæsi-
brag. Miðþátturinn er eins konar
„tríósónata“ fyiir flautu, fiðlu og
sembal og þar er sambalröddin
einnig ýmist rituð fyrir „continuo"
undirleik eða sem fullgildur sam-
leikari. Lokakaflinn er í raun að-
eins samleikur þriggja einleiks-
hljóðfæra, flautu, fíðlu og sembals,
með undirleik hljómsveitar og var
leikur þremenninganna mjög góð-
ur og hljómsveitinni svo haldið til
hlés, að megintónefni konsertsins
komst afar vel til skila.
Lokaverk tónleikanna var svo
fjórði konsertinn, hinn ótrúlegi
tríókonsert fyrir fíðlu og tvær
flautur, Fiðlueinleikurinn var
framfærður af Rut Ingólfsdóttur,
sem á heiðurinn af því að skipu-
leggja þessa tónleikaröð og á flaut-
urnar léku Guðrún Birgisdóttir og
Martial Nardeau. I þessum
konsert hefur fiðlan svipuðu hlut-
verki að gegna og semballinn í
þeim fímmta og var leikur Rutar
hreint frábærlega útfærður.
Flautuleikaramir Guðrún og
Martial léku einnig af glæsibrag og
var samleikur þeirra og Rutar ein-
staklega fagur en í þessu verki á
Bach margar af sínum stórkost-
legu raddfléttum og hafa margir
það fyrir satt, að fjórði konsertinn
sé bestur konsertanna og er þá
ekki í kot vísað í öðmm konsertum
þeim er sendir vora markgreifan-
um af Brandenborg. Síðasti kaflinn
hefst á fúguframsögu er á sér
ákveðin tengsl út allt verkið, þó
konsertare-rithátturinn fyrir ein-
leikshljóðfærin verði mjög fyrir-
ferðarmikill, bæði í samleik ein-
leikshljóðfæranna og í glæsilegum
einleiks-kadensum fiðlunnar.
Kammersveit Reykjavíkur, sem
Rut Ingólfsdóttir hefm- stýrt um
árabil, fékk til samstarfs við sig Ja-
ap Schröder til að stjóma þessari
tónleikaröð og eru þessir jólatón-
leikar um margt eftirtektarverðir
og vom í heild frábærlega vel mót-
aðir. Það má hins vegar deila um
hversu langt á að ganga í að móta
flutning slíkra verka, í þá vera að
ná fram einhverju sem menn halda
að hafí einkennt flutningsmáta tón-
listarmanna fyrir rúmum tvö hund-
rað áram. Hljóðfæri nútímans era
af allt annarri gerð en þá gerðist og
því verða flytjendur á margan hátt
að vinna gegn þeim eiginleikum, er
aðgreina ný og gömul hljóðfæri.
Þessu mætir Jaap Schröder á miðri
leið en fyrir bragðið verður tónblær
verkanna ekki eins safaríkur, eins
og annars gæti orðið, ef eiginleikar
hljóðfæranna væru fullnýttir. Hvað
sem þessu líður, marka þessir tón-
leikar Kammersveitar Reykjavíkur
viss tímamót og verður þeirra
minnst fyrir stílhreinan og fágaðan
flutning, sem er ávöxtur góðrar
samvinnu stjómanda og flytjenda.
Jón Ásgeirsson
BÆKUR
Bréfsaga
RAFMAGNSMAÐURINN
Eftir Svein Einarsson. Ormstunga.
1998 - 287 bls.
SÖGUR eru sagðar með ýmsum
hætti. I skáldsögu sinni Rafmagns-
maðurinn velur Sveinn Einarsson
þá leið að segja hana með bréfum.
Sögumaður hans sem
hann nefnir umsjónar-
mann finnur bréf og
fráságnarbrot og úr
þeim fléttast þroska-
saga ungs manns. Yið
fylgjumst með sveita-
dreng sem fer á mölina
og síðan til útlanda,
Danmerkur og síðar
Þýskalands og nemur
þar raftnagnsverkfí'æði.
Þetta er saga aldamóta-
manns því að sagan
gerist skömmu eftir
aldamót og fram yfír
fyrri heimsstyrjöldina.
Hér er sagt frá lífsbar-
áttu unga mannsins og
vonum hans um mennt-
un og störf. En þetta er kannski
ekki síður saga þeirra sem heima
sitja og kosta hann og styðja og
sagan af því hvemig þessir aðilar
fjarlægjast.
Þvi er ekki að neita að það er
fremur vandmeðfarin leið í skáld-
sagnagerð að byggja hana fyrst og
fremst á bréfaskriftum persóna.
Persónur komast ekki í návígi hver
við aðra og sagan verður brota-
kenndari en ella. Höfundur hefur
úr litlu að spila varðandi náin per-
sónuleg samskipti. Ég tala nú ekki
Lita-
móða
MYNDLIST
Listliús (ífcigs
MÁLVERK
ÞÓRÐUR HALL
Opið á verslunartíma. Til 24. des.
ÞÓRÐUR Hall er betur þekktur
sem grafíklistamaður, en á síðustu
áram hefur hann snúið sér að mál-
verki. I risherberginu í Listhúsi
Ófeigs við Skólavörðustíg sýnir
Þórður tuttugu og fjögur málverk,
sem öll era frekar smá í sniðum,
25 x 30 cm, og þaðan af minni. Við-
fangsefni Þórðar era þau sömu,
náttúran og manneskjan í náttúr-
unni, landslagsstemmningar sem
byggðar era upp á mildum litablæ-
brigðum. Þórður reynir að endur-
skapa hughrif frekar en að lýsa
smáatriðum, hljóðlátri kyrrð og
íhugulu andrúmslofti. Landslagið
leysist upp í litamóðu, eins og staðir
sem er einungis að leita í skímu
minninganna. Það má kannski kalla
þetta „fljótandi landslag", eins og
fyrirfinnst í kínverskri landslags-
hefð, nema að hér renna megin-
drættir landslagsformanna saman
við láréttar/lóðréttar áherslur
myndbyggingarinnar sem halda
öllu í skefjum.
Meginstyrkleiki myndanna er
meðferð lita og hljómfall þeirra.
Annars þyrfti að skoða slíkar
myndir í samanburði við fullburða
myndir, en gjarnt er að líta á smá-
myndir sem tilhlaup við og undir-
búning að viðameiri verkum. Hér
er þó hvergi slakað á kröfum og
Þórður leggur alla sína tilfinningu í
hveija þeirra. Myndirnar eru mild-
um þegar aðalpersóna sögu, eins
og hér er tilfellið, er alla söguna í
fjarlægu landi og hittir sjaldan eða
aldrei viðmælendur sína. Sveinn
Einarsson gerir raunar út á þetta
brothætta samband og lætur um-
sjónarmann og lesendur víða geta í
eyður. Þessi aðferð höfundar hefur
bæði kosti og galla. Sveinn er
næmur og nákvæmur höfundur
sem hefur góða yfírsýn yfír það
tímabil sem hann fjallar um og ég
hygg að saga hans sé
nokkuð góður aldar-
spegiE. Bréfin eru
byggð upp af kost-
gæfni og jafnvel nost-
ursemi. Stafsetning er
t.a.m. með ólíkum
hætti eftir því hver
skrifar og orðaval hæf-
ir persónum svo og
hugmyndaheimur. Með
þeim hætti fær lesandi
tilfinningu fyrir per-
sónum sögunnar sem
lifna í bréfunum, um-
hverfi, aldarhætti og
framvindu hennar.
Ég hygg að ágæt-
lega henti að skrifa
sögur með þessu
sendibréfasniði þar sem fjallað er
um ástir og stórbrotnar tilfinning-
ar sem vert er að tempra með
sendibréfsformi eða ef sagan
snýst um djúpsæjar tilvistar-
spurningar. I þessa skáldsögu
vantar hins vegar lengst af öll slík
innri átök og slíkar spurningar.
Söguefnið er fremur fátæklegt af
mannlegum tilfínningum fyrr en
undir lokin. En framan af eru
bréfín mestanpart um tíðarfar,
framvindu náms Ágústs, aðalper-
sónunnar, fjárhags hans, tíðindi úr
ar og ljúfar og lausar við öll innri
átök, eins og draumar af ódáins-
akri.
Götumyndir
G a 11 e r í II o r n i ð
MÁLVERK
STEINN SIGURÐARSON
Opið alla daga frá 14-18. Til 31. des.
í GALLERÍI Horni sýnir Steinn
Sigurðarson tíu málverk unnin með
akrýl á striga. Ég man ekki eftir
því að hafa séð sýningu með Stein-
ari áður, en þetta mun vera fjórða
einkasýning hans, en sú síðasta var
í Galleríi Listakoti fyrr á þessu ári.
Hann hefur sótt myndefni sitt í
ferðalög í Norður- og Mið-Amer-
íku, götusenur og iðandi mannlíf á
framandi slóðum, háhýsi, bflaum-
ferð, markaðir og Ijósaskilti.
Steinn hefur ekki stundað form-
legt myndlistarnám og myndimar
bera þess merki. Lýsingin á stað-
háttum á hveijum stað er skissuð
fjölskyldu og frá vinum. Sagt er
frá viðburðum í þjóðfélaginu, stað-
háttalýsingar er einnig að finna og
ýmislegt þess háttar eins og geng-
ur og gerist í slíkum sendibréfum.
Það er eins og vanti einhverja
ákveðna stefnu í söguna. Frá per-
sónulegum högum, ástum og þró-
un er sagt með þvílíkri hófstillingu
að það er engu líkara en söguefnið
sé af skornum skammti. Ur þessu
rætist þó í lokin þegar sagan tek-
ur á sig harmræna vídd. Þá vekur
hún forvitni og áhuga. Þá fyrst er
eins og spurningar vakni um innra
líf, tilfinningar og tilgang.
Þótt Sveinn beini athygli sinni að
óskabaminu sem fer utan og
menntast er ekki laust við að þáttur
foreldranna sem kosta námið með
elju og jafnvel heilsu sinni veki
einna helst sögusamúð og svo bróð-
ir Ágústs sem fer einnig utan til
Danmerkur og lærir öllu húmanísk-
ari fræði. Hann nefnist nafni sem
hljómar nokkuð kunnuglega, Sig-
urður Ólafm' Sverrisson, og vekur
altént með þeim lesanda sem hér
skrifar ákveðin hugrenningatengsl
enda segir umsjónarmaður svo um
hann: Sig. Ólaf Sverrisson ætti að
vera óþarft að fara mörgum orðum
um, enda þjóðfrægur maður, eins
og allir vita.“
Rafmagnsmaðurinn er að mörgu
leyti vel samin saga þótt ekki sé
hún gallalaus. Það form sem höf-
undur velur sögunni takmarkar að
mörgu leyti efnið og gerir hana
brotakenndari en efni standa tfl. Á
vissan hátt er bætt fyrir þá van-
kanta með vandaðri umgjörð og
undir lokin rís sagan undir nafni
þegar tekist er á við sorg og áföll.
upp og teiknuð með penslinum og
er teikningin nokkuð ójöfn. Mynd-
irnar era litsterkar, en litimir
vinna ekki mikið saman til að skapa
einhver heildaráhrif. Það má þó
segja Steinari til hróss að hann
forðast allar yfirborðskenndar
stælingar og ódýrar stflfærslur til
að gefa myndunum eitthvert „list-
rænt“ yfírbragð, en fylgir eigin
skynbragði og frásagnargleði, og
það er því viss einlægni sem skín í
gegn.
Gunnar J. Árnason
Gítarleikur á
Súfístanum í
Hafnarfírði
EINAR Kristján Einarsson
leikur á gítar og kynnir nýja
geislaplötu á Súfistanum við
Strandgötu í Hafnarfírði
kvöld, þriðjudag, kl. 20.30.
Sveinn
Einarsson