Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 14

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga styður samninginn um Sjúkrahús Reykjavíkur Samhljóða stefnu- mörkun félagsins „AKVORÐUN um yfírtöku ríkisins á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur er hárrétt ákvörðun og við styðjum hana heilshugar," sagði Ásta Möll- er, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samtali við Morgunblaðið í gær. Félagið samþykkti fyrr á árinu stefnu sína í framtíðarskipan sjúkrahúsamála í Reykjavík sem nefnd félagsins tók saman en niðurstaða hennar er sú að ábyrgð á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur skuli flutt til ríkisins. „Það hefur lengi verið talað um sameiningu eða ekki sameiningu og teknar saman margar skýrslur en engar ákvarðanir teknar fyrr en nú og við fögnum henni mjög enda er hún að verulegu leyti samhljóða stefnu félagsins um framtíðarskipan sjúkrahúsamála í Reykjavík,“ sagði Asta Möller ennfremur. Ásta sagði að eftir mikla um- ræðu og skýrslugerðir um sjúkra- húsamálin síðustu árin hefði stjórn félagsins ákveðið að setja fram stefnu félagsins í þessum málum og kynna hana. Sjö manna nefnd sem skipuð var fulltrúum frá stjórn félagsins og hjúkrunar- stjórn sjúkrahúsanna, tók skýrsl- una saman og skilaði niðurstöðu sinni í apríl. Hún var kynnt borg- arstjóra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og sagði Ásta þessa aðila alla hafa tekið hug- myndunum vel. „Stjóm félagsins er því mjög ánægð með þennan samning ríkis- ins og Reykjavíkurborgar nú enda er byggt á sömu megin hugmynd- inni, að ábyrgð á rekstri SHR verði flutt til ríkisins og að það og Land- spítalinn verði rekinn sem parsjúkrahús,“ segir formaðurinn. „I skýrslu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga er parsjúki-ahús skil- greint þannig: Hlutverk parsjúkra- húss má skilgreina sem formlega samvinnu tveggja sjúkrahúsa undir einni yfirstjórn en með tveim fram- kvæmdastj órum.“ Mögulegt að auka verkaskiptingu Ásta bendir á að í samningnum um SHR sé ekki um sameiningu að ræða heldur breytta yfirstjórn og segir hún engar forsendur fyrir því að Reykjavíkurborg, eitt sveit- arfélaga, reki sjúkrahús. Hún seg- ir að með þessu sé hægt að auka verkaskiptingu sjúkrahúsanna til dæmis með því að sameina þær deildir sem veiti sérhæfðustu og dýrustu þjónustuna við sama sjúklingahópinn og auka megi samvinnu milli annarra sérgreina. I því sambandi bendir hún á hversu vel hafi tekist til með flutn- ing allra öldrunarlækninga sjúkra- húsanna í Reykjavík á Landakots- spítala. í skýrslu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga segir m.a. svo um parsjúkrahús: „Með parsjúkrahúsa- fyrirkomulagi væri unnt að sam- hæfa starfsemi sjúkrahúsanna bet- ur með tilliti til þjónustu, koma í veg fyrir óþarfa, tvöfóldum á t.d. vöktum, minnka yfirbyggingu í stjórnun, auka hagræðingu varðandi tækjakaup, samræma upplýsinga- og tölvutækni og koma í veg fyrir óþarfa kostnaðarsamar fjárfestingar. Skipulag á samdrætti yfir sumartímann yrði auðveldara sem og skipulag á biðlistum." Hefði mátt kynna fyrst, meðal starfsmanna Hún kveðst ekki óttast að hags- munir hjúkrunarfræðinga við SHR verði fyrir borð bomir. „Nei, ég hef hitt fjölmarga hjúkrunarfræðinga og mér heyrist mikil ánægja í röð- um þeirra með þessa ákvörðun. Margir lýstu því samt yfir að kynna hefði mátt þessa ákvörðun fyrst meðal starfsmanna. Það gildir bæði um hjúkrunarfræðinga á SHR og Landspítala enda fundum við það þegar við kynntum skýrsluna að þetta var það sem hjúkrunai-- fræðingarnir vildu.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jólaljós kveikt á Iðubrú JÓLASKREYTINGIN á bnínni yfir Hvítá, Iðubrú í Biskupstungum, lýsir sannarlega upp skammdegið. Brúin er 170 metra löng og var smíðuð 1957. Ný- stofnað Framfarafélag Laugaráss og nágrennis átti frumkvæðið að þessu framtaki. Kostnaður við lýsinguna er 2-300 þúsund krónur og þaðfé leggja félög, fyrirtæki og einstaklingar fram. Oll vinna við verkið er gefin svo hreppssjóður er látinn ósnertur. Það var Margrét Guðmundsdótt- ir á Iðu sem tendraði ljósin. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins VINDLARNIR eru geymdir við kjörrakastig í sérstökum vindlaskápum í verslun Nýkaups. Matvöruverslunin Nýkaup hefur sölu á Davidoff-vindlum Geymdir með sérstökum hætti 1 læstum skápum MATVÖRU VERSLUNIN Ný- kaup í Kringlunni hefur hafið sölu á Davidoff-vindlum sem er ein þekktasta vindlategund í heiminum, og eru vindlamir geymdir í sérstaklega raka- stilltum hirslum til að varð- veita þá með sem bestum hætti. Davidoff-vindlar em handvafð- ir í Dóminíska lýðveldinu fyrir svissneskt fyrirtæki sem stend- ur að framleiðslunni. Árni Ingvarsson innkaupa- stjóri Nýkaups segir að vindl- ar þessir hafi verið seldir um allan heim sem hágæðavara en eingöngu fengist hérlendis í fríhöfninni og á fáeinum veit- ingastöðum. Um tilraun að ræða Nýkaup selur vindlana í pökkum, frá fjórum vindium í pakka til tíu, og er um tíu mis- munandi tegundir að ræða, allt frá smávindlum til vindla af stærstu gerð. Tíu smávindlar í pakka kosta 699 krónur en fimm vindlar af stærstu gerð í pakka kosta 4.998 krónur. „Eðli málsins samkvæmt þurf- um við að selja vindlana dýrara en þeir em í fríhöfninni en ef við beram okkur saman við veitingastaði, sem starfa í sam- bærilegu umhverfi, er verð- munurinn á milli 20 og 40%. Þarna er um tilraun að íæða og við munum athuga á næstu mánuðum hvemig til tekst, en ef þetta gefst vel stefnum við að því að hafa meira vömúrval og selja vindlana í fleiri versl- unum,“ segir Árni. Hann segir að fyrirtækið óttist ekki að þetta tiltæki veki hörð viðbrögð þeirra sem berj- ast gegn reykingum. „Til að takmarka aðgengi geymum við vindlana í læstum skáp þannig að viðskiptavinir þurfa að biðja um aðstoð hjá starfs- manni til að geta keypt þá. Þar að auki em vindlarnir rækilega merktir með tóbaks- varnamiðum og að óheimilt sé að selja fólki yngri en 18 ára tóbak," segir hann. Fyrirtækið Niko hefur flutt Davidoff-vindla hingað til lands seinustu átta ár. Sigurður K. Kolbeinsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að undanfarin ár hafi gætt vax- andi áhuga á vindlum. 25% vindlareykinga- manna konur „Fólk hefur mikið til hætt að reyka sígarettur og sér í vindlum annan farveg til að njóta tóbaks án þess að menga líkamann að staðaldri. Áhugi fólks á vindlum hefur farið vaxandi og nú er talið að þeg- ar litið er til alls heimsins séu 25% þeirra sem kaupa og reykja vindla konur. Með auk- inni eftirspurn hefur orðið ljóst að vindlar þyrftu að fást í almennum verslunum en menn hafa lengi hikað því að þetta er dýr vara, enda handgerð og fá lönd í heiminum sem búa við ákjósanlegt veðurfar til að framleiða gæðavindla. Nýkaup vill hins vegar auka vömúrval og þjónustu og sýndi áhuga að fyrra bragði, þannig að við slógum til þó að við hefðum ekki áætlað að selja vindlana með þessum hætti. Það er tryggt að vindl- arnir séu geymdir við rétt skilyrði og miðað við verslanir í nágrannalöndum er verðið í Nýkaupi hagstætt,“ segir Sig- urður. ...IPAKKANN ÞINN o FjÖRÐUR miöbœ Hafnarjjardar ■APF Útivislargíillar verð frá kr. 11.500- / Gefðu góðan galla ! Jólagjöfin fyrir kylfinginn fæst hjá okkur! %-Vtf *S565 4533

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.