Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 48
^ 48 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Jesúbarnið í hjarta * þínuájólunum SEM barn og ung- lingur fannst mér gott að sækja kirkju og það finnst mér einnig nú - ekki síst nú á jólaföstunni. Ég hef hlustað á marga presta um ævina. Þegar þeir miðla af sinni eigin reynslu finnst mér þeir ná til hjarta míns. Ég varð þess aðnjótandi að hlýða á einn af okkar ástsælu prestum segja frá hvernig hann hafði fylgst með nýbyggingu guðshúss safnaðar síns, stærðar kirkju, þar sem margir iðnaðar- menn höfðu lagt hönd á plóginn og verkið sóttist vel en tók nokk- ur ár sakir stærðarinnar. Hann talaði um það hvernig hann hafði oftsinnis komið í kirkjuskipið á byggingarstigi og hugsað um það hvernig þessi bygging mundi geta þjónað Guði sem best. Hann gekk um og fylgdist með verkinu. Og svo kom dagurinn langþráði og kirkjan skyldi vígð Að vígsluathöfninni stóðu nokkrir prestar og biskup lands- ins. Morgunn vígsludagsins rann upp og mætti nú prestur langt á undan öllum öðrum til að fullvissa sig um að allt væri eins og það átti að vera. Hann sat nú inni í kirkj- unni, loks tilbúinni fyrir vígslu. Presturinn var eftirvæntingarfull- ur. Hann sat þar í þögninni og hann hlustaði eftir þögninni. Hann sat og bað. Kyrrðin og þögnin höfðu sín áhrif og svo var sem hann fyndi loks að kirkjan var fullbú- in, hún var tilbúin til þjónustu fyrir Guð. Hann fann að Guð hafði verið þar með í hverju handverki. Hann fylltist lotningu. Kirkjan var síðan vígð, það var hátíðleg athöfn. Það var vígsla með bæn og þakkar- gjörð. Guðshúsið var vígt Guði. En stundin sem presturinn átti einn með Guði sínum var honum guðsgjöf. Þessi saga prests- ins vakti mig til um- hugsunar um mikilvægi þess að helga heimili okkar, já, vígja heimilin. Bjóða englunum inn því þeir eru of hógværir til að koma inn nema þeim sé boðið. Englarn- ir bíða fyrir utan hjá þér og vona að þeim verði boðið inn. Við helgun á heimilinu er gott Englarnir bíða fyrir utan hjá þér, segir Fanný Jónmunds- dóttir, og vona að þeim verði boðið inn. að kveikja á kerti og ganga með það inn í öll herbergi og opna alla skápa, láta ljósið skína í hvert horn. Það virkar sérstaklega vel að gera þetta þegar búið er að þrífa vel í öllum hornum og taka til eins og allir gera fyrir jól. Gott er að leyfa börnum að taka þátt í þessari helgu hreinsun, þessari víglu. Ganga um í þögn með kerti jafnvel líka litla bjöllu og klingja henni af og til og syngja sálma eða spila falleg jólalög. Kenna þeim að taka á móti Jesúbarninu á jólunum. Þeir dagar sem nú fara í hönd eru blessunarríkir dagar og okkur ber að biðja og þakka fyrir það sem okkur er gef- ið. Taktu þér tíma daglega kvölds og morgna til bæna, taktu frá tíma fyrir Jesúbarnið dagana fyr- ir jól og á aðfangadag jóla. Taktu frá tíma fyrir Krist og sýndu hon- um að þú gerir eitthvað séstak- lega fyrir hann, kveiktu á kerti fyrir hann og jólahátíðin tekur á sig enn sterkari hátíðarblæ. Leyfðu honum að lyfta þér upp, vagga þér og umvefja þig. Taktu þér tíma til að þiggja gjafir hans. Einnig getur þú tekið hann með þér hvert sem þú ferð og þú munt ekki finna til einmanaleika. Jólin eru tilfinningatími, tími kærleika. Taktu á móti honum í hjarta þér, finndu hvernig Kristskær- leikurinn flæðir um þig þegar þú hugsar til hans og fyllir hjarta þitt. Sumum finnst þeir ekki þess verðir að Kristur komi til þeirra, sumir skammast sín fyrir eitt- hvað. En hefur þú ekki séð mynd- ina af Kristi þar sem hann er sem hjarðmaður? Lömbin öll eru í kringum hann, þar eru bæði hvít lömb og svört. A einni mynd sem ég hef séð af Kristi heldur hann á svörtu lambi. Einhver hvíslaði því að mér að hann taki við öllum okkar hliðum, einnig þeim svörtu. Þegar þú leyfir þér að elska Guð finnurðu fyrir móðurlegri umyggju og fyrirgefningu umvaf- inni föðurlegum skilningi, blíð- ustu ást og skilyrðislausum kær- leika og Jesús Kristur fæðist á ný í hjarta þér. Guð gefi þér gleðileg jól. Höfundur er leiðbeinandi. Fanný Jónmundsdóttir Minnum á að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út þriðjudaginn 5. janúar, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 29. desember Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110« Netfang: augl@mbl.is eða sambæri- legrar hlutdeildar í þeirri sameign...“ ALLT frá því að dómur Hæstaréttar féll 3. desember sl. hafa all margir haft samband við mig til að spyrja mig álits á þessum dómi. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess að á árunum 1992-1994 var ég annar af tveimur formönnum í svokallaðri „tvíhöfða- nefnd“, en það er síð- asta stjórnskipaða nefndin sem fjallað hef- ur um sjávarútvegsmál og stjórnkerfí fiskveiða í heildarsamhengi. Þótt ég hafi nú fært mig um set og sýsli ekki lengur með pólitísk álitamál, finnst mér rétt að greina frá áliti mínu úr þvi svo margir hafa um það spurt og virðast vilja af því vita. Tvíhöfðanefndin fjallaði ekki um það, hvort lög um stjórn fiskveiða samræmdust stjórnarskrá lýðveldis- ins. Verkefni hennar var að reyna að komast að samkomulagi milli þáver- andi stjórnarflokka um sjávarút- vegsmál og gera tillögur sem gætu lagt grunn að sátt í þjóðfélaginu um stjórnkei’fí fiskveiða. Meginniðurstöður nefndarinnar voru þessar: 1. að treysta bæri framseljanlegt aflamarkskerfið í sessi, 2. auka skyldi aflahlutdeild ki-óka- báta og þeir allir setth í lokað afla- markskerfi, 3. allir helstu nytjastofnar verði setth í kvóta og línutvöföldun jafn- framt afnumin, 4. veiðiréttur myndi ekki afskrif- anlega eign og 5. sett verði á aflagjald sem renni til að greiða gamlar sjóðaskuldh sem ríkissjóður var í ábyrgð fyrir og einnig til að greiða fyrir úreldingu fiskiskipa, en álitið var að flotinn væri fjórðungi til fimmtungi of stór. Ymsar fleúi hliðartillögur voru gerðar en of langt mál er að geta þeirra hér. Þótt þessar tillögur hafi ekki allar verið framkvæmdar strax, hafa smám saman flestai- breytingar á fískveiðistjórnunarkerfinu hnigið í sömu átt og tillögur okkar gerðu. Segja má að eftir dóm Hæstarétt- ar og að samþykktu stjórnarfrum- vai'pi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða verði allar tillögurn- ar komnar til framkvæmda. Þróun- arsjóðurinn hefur hins vegar greini- lega verið tilgangslítil aðgerð ef horft er til framtíðar, þótt hann hafi vissulega auðveldað mörgum erfiða aðlögun að minni aflaheimildum. Aflagjaldið stendur hins vegar áfram. Ég hef að undanförnu oft verið spurður þessarar spurningar: Koll- varpar dómurinn ekki öllum þessum tillögum og þar með stjórnkerfi fisk- veiða? Erum við ekki lent aftur á byrjunarreit? Menn hafa eðlilega spurt hvort 7. gr. fiskveiðistjórnunarlaganna verði á sama hátt dæmd í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar eins og sú fimmta? Að sjálfsögðu getur eng- inn svarað því nema nýr dómur Hæstaréttar. Það er hinsvegar ómaksins vert að skoða líkur þess í ljósi dómsniðurstöðu og greinar- gerðar Hæstaréttar. Aflahlutdeild til alira? Hæstiréttur hróflar ekki við afla- markskerfinu sem slíku. Það er mikilvægt. Aflamarkskerfið hefur sannað styrk sinn. Það hvetur til hagkvæmni í sókn og rekstri sjáv- arútvegsfyrirtækja. Það er ekki gallalaust og það má fínpússa enn betur. En á meðan sjávarútvegur er undirstaða velferðar og lífskjara í þessu landi verðum við að láta þessa atvinnugrein lúta þeim skipu- lagslögmálum sem skila þjóðarbú- inu mestum arði. Verði sjávarút- vegurinn ekki lengur sú stoð sem hann er, heldur aðeins ein með- al margra annarra greina sem skapa gjaldeyri, og þurfi því ekki að standa í óvæg- inni, hnattrænni sam- keppni um verð og markaði, má eflaust slaka á . arðsemiskröf- um en taka meira tillit til annarra æskilegra eiginleika, sem mann- fræðingar vilja gjarnan sjá að kerfið hafi. En stenst úthlutun aflaheimilda til fárra út- valdra ákvæði stjórnar- skrárinnar? Gerir dóm- urinn þær kröfur til úthlutunarinnar að jafnræði verði að gilda meðal allra þegna hvað það snertir? Þetta er grundvallarspurning. Mér segja lögfróðir menn að til séu dómar sem Hæstiréttur hefur fellt t.d. í máli leigubflstjóra, þar sem ekki var fallist á að allir lands- menn hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að fá úthlutað leyfi til leigubíla- aksturs. Hvað með kvótakerfið í landbúnaði? Kvóti eða hlutdeildar- kerfi er viðurkennd aðferð um allan heim til að skipta takmörkuðum verðmætum á milli ákveðins fjölda einstaklinga. Breytum afgjaldi Þró- unarsjóðs í auðlinda- gjald, segír Þröstur Olafsson, sem gengi beint og óbeint til landsmanna. Ef það hefði verið niðurstaða Hæstaréttar að úthlutun aflaheim- ilda verði að lúta jafnræðisreglu stjómarskrárinnar, þá ættu allir landsmenn rétt á að fá úthlutað afla- heimild. Segjum svo að þetta sé kór- rétt túlkun á dómnum og við fengj- um hvert og eitt senda kvótaávísun uppá 5-10 tonn af mismunandi teg- undum, því auðvitað myndu allir sækja um ókeypis kvótaúthlutun. Hvað skyldi yfirgnæfandi meh’ihluti þjóðarinnar gera við þessi 5-10 tonn? Skyldu menn almennt kaupa sér bát og fara að róa? Nei, við myndum selja tonnin til að næla okk- ur í smá vasapening. Hlutdeild okkar í „sameigninni" væri andvirði þeirra tonna sem kæmu í vasa fjölskyldu okkar hvers og eins. Það er nákvæmlega þetta sem Hæstiréttur virðist taka tillit til í dómnum. Þar segir: „... að drjúgur hluti landsmanna geti, (...) notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islandsmiðum eru...“ (Leturbr. mín.) Dómur Hæstai'éttai’ snertir vissu- lega óbeint sjöundu grein fiskveiði- laganna, þótt hann hafi ekki fjallað um hana með beinum hætti. Hann segir hins vegar, það þarf ekki endi- Iega að úthluta öllum landsmönnum veiðiheimild, heldm' verða þeir að geta notið sambærilegrar hlutdeild- ar. Hlutdeild mín í auðlindinni var nokkur þúsund króna, ég get fengið þær með öðrum hætti, t.d. með skattalækkun o.s.frv. Ég fæ ekki betur séð en aflagjald sem rynni að hluta beint til almenn- ings í formi lægri skatta, beint til þjóðarinnar í foiTni niðurgi-eiðslu skulda ríkissjóðs og kannski að hluta til sjávarbyggða, uppfylli skilyrði dóms Hæstaréttar um jafnræði þegnanna gagnvart hlutdeild í nytja- stofnum. Breytum því aflagjaldi Þróunar- sjóðs í auðlindagjald sem rennur beint og óbeint til landsmanna. Höfundur er hagfrœðingur. Þröstur Olafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.