Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áhugi á aukinni samvinnu Færeyja og Islands á sviði heilbrigðismála
Ymsir möguleikar á að taka
við færeyskum sjúklingum
INGIBJORG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra segir að séri lítist
mjög vel á að Island og Færeyjar
vinni meira saman á sviði heilbrigð-
ismála og ýmsir möguleikar séu á
því að íslenskt heilbrigðiskerfi geti
tekið við færeyskum sjúklingum.
Helena Dam, félags- og heilbrigðis-
málaráðherra í landstjóm Færeyja,
hefur boðið Ingibjörgu í heimsókn
til skrafs og ráðagerða um sam-
vinnu og segist hún ætla að þiggja
boðið snemma á næsta ári.
Ingibjörg sagði í samtali við
Morgunblaðið að landlæknir
Færeyinga hefði komið nokkrnm
Væta á
vetrarsól-
stöðum
ÞÓ AÐ blási hressilega og
regnið dembi sér niður á
köflum verður að sinna
innkaupum og ljúka ýmsum
erindum fyrir jólin. Vaxandi
umferð hefur verið um miðborg
Reykjavíkur og margir á ferli.
Úr þessu tekur daginn að
lengja, enda vetrarsdlstöður.
Tölvuvírusar
í jólakveðjum
í gang 26.
desember
TVEIR óvenjuhættulegir tölvu-
vírusar em nú í umferð í tölvu-
pósti, sem leynast í tveimur ski-ám
sem sendar era sem viðhengi með
jólakveðjum. Skrárnar nefnast
Hohoho.exe og Snowman.exe og
fara vírasarnir í gang 26. hvers
mánaðar, þannig að annan í jólum
er hætta á ferð. Öllu er óhætt þótt
fólk hafí ræst skrámar og hafí ekki
hreinsað tölvur sínar með víras-
varnarforriti, en það þýðir að þá
má alls ekki ræsa tölvumar hinn
26. desember. Verði tölvurnar ekki
hreinsaðar verða tölvunotendur að
búa við það að hvíla tölvur sínar 26.
hvers mánaðar eftirleiðis.
„Við ráðleggjum fólki að bregð-
ast við með tvennum hætti, annars
vegar að útvega sér vírusvarnar-
forrit hafí menn ekki gert það og
hins vegar að taka afrit af mikil-
vægustu gögnum sínum,“ segir
Bjöm Davíðsson, kerfisstjóri hjá
internetþjónustunni Snerpu.
„Vírasinn er óvenjuskaðlegur og
sendir tölvu viðkomandi öragglega
á verkstæði og í sumum tilfellum
gæti þurft að skipta um móðurborð
í vélinni. Vélar sem era tveggja ára
og yngri era sérstaklega viðkvæm-
ar fyrir þessu.“
sinnum hingað til lands að kynna
sér aðstæður og það hefði leitt til
þess að hingað hefðu verið sendir
um 50 færeyskir sjúklingar með
húðsjúkdóma og hefðu þeir farið í
Bláa lónið til meðferðar.
„Mér skilst að þeir séu afskap-
lega ánægðir með þá þjónustu sem
þeir hafa fengið hér og landlæknir
hefur margsinnis sýnt áhuga á að
taka fyrir fleiri svið og um það ætl-
um við að ræða þegar ég fer í heim-
sóknina," sagði Ingibjörg.
Betri þjónusta en í Danniörku
I samtali við Helenu Dam sem
VERSLUNARMANNAFÉLAGI
Reykjavíkur hafa borist fjölmargar
ábendingar um að brotin hafi verið
lög og reglur um vinnutíma og lög-
boðna hvíld í fyrirtækjum fyrir
þessi jól. Flestar ábendingarnar
snerta ungmenni og koma frá
áhyggjufullum foreldram. Að sögn
Péturs Maack, varaformanns fé-
lagsins, hófu fulltrúar þess að
heimsækja fyrirtæki í gær til að
ræða við starfsmenn og kanna
sannleiksgildi slíki-a ábendinga.
„Margar þær ábendingar sem
við höfum fengið benda vissulega
til þess að brotið hafí verið á
krökkunum, en málið er hins vegar
birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag var haft eftir henni að
talið væri að betri meðhöndlun ým-
issa tegunda krabbameins stæði til
boða á Islandi en í Danmörku og
sagðist Ingibjörg hafa haft fregnir
af því að svo væri.
„Við gerðum samning við Græn-
lendinga fyrir um tveimur árum um
þjónustu og Grænlendingar hafa
talið að þeir sjúklingar sem hafa
komið hingað frá Grænlandi fái
betri þjónustu en þeir fá í Dan-
mörku og hafa þeir verið mjög
ánægðir með þá þjónustu sem þeir
hafa fengið hér,“ sagði hún.
í vinnslu og við tökum þetta mjög
alvarlega," segir Pétur. Hann
bendir á að VR hafi auglýst að und-
anfórnu í fjölmiðlum til að minna á
að starfsmaður á rétt á að minnsta
kosti 11 klukkustunda hvíld á milli
vinnudaga. Við sérstakar aðstæður
megi víkja frá daglegum hvíldar-
tíma, gegn því að veita hana síðar,
og safnast þá upp frítökuréttur
sem nemur 1,5 klukkustundum fyr-
ir hverja klukkustund sem hvíldin
skerðist. I öllum tilvikum sé óheim-
ilt að skerða 8 klukkustunda langa
samfellda hvíld.
Hann segir að í byrjun desember
hafi félagið dreift um 5.000 eintök-
Ingibjörg sagði að hún teldi að
ýmsir möguleikar væru á því að ís-
lenskt heilbrigðiskerfi gæti tekið
við sjúklingum í auknum mæli frá
Færeyjum og hún sæi ekkert nema
jákvætt við að þessar tvær þjóðir
ynnu meira saman.
„Við eigum hins vegar alveg eft-
ir að semja um þetta og við þurf-
um auðvitað að semja við þær
stofnanir sem geta veitt þessa
þjónustu. Þetta er því þannig lag-
að séð allt á byrjunarreit nema
hvað varðar húðsjúkdómana sem
hér hafa verið meðhöndlaðir,"
sagði hún.
um af bæklingi þar sem rækilega
er gerð grein fyrir réttindum
starfsfólks, ákvæðum um lág-
markshvíld o.s.frv. „Allar búðir
virðast vera opnar nánast allan sól-
arhringinn til jóla og Jjað er mikil
spenna í mönnum. Eg átta mig
reyndar ekki á því hvaðan allir
þessir viðskiptavinir koma, þ.e.
hvort þeir kaupa svona miklu
meira en áður eða hvort verslunin
dreifist á lengri tíma, en mig grun-
ar_að hið síðarnefnda sé rétt og þá
þýðir það eingöngu að kostnaður-
inn við að selja vörana er miklu
meiri, sem hefur áhrif á vöraverð-
ið,“ segir Pétur.
V-Landeyjahreppur
Oddvitinn
segir af sér
HREPPSNEFND Vestur-Land-
eyjahrepps samþykkti samhljóða á
fundi sínum í gær beiðni Eggerts
Haukdals oddvita um lausn frá setu
í hreppsnefnd út núverandi kjör-
tímabii. I frétt hreppsnefndar kem-
ur fram að Eggert hafi beðist lausn-
ar af persónulegum ástæðum en
einnig að deilur hafi verið innan
hreppsnefndar vegna stjórnsýslu og
ársreiknings fyrir árið 1997 og unn-
ið sé að gerð nýs ársreiknings.
Nýr endurskoðandi Vestur-Land-
eyjahrepps, Einar Sveinbjörnsson,
löggiltur endurskoðandi á Selfossi,
mætti á hreppsnefndarfundinn í
gær. I fréttum útvarps í gærkvöldi
kom fram að alvarlegar athuga-
semdir hefðu verið gerðar við bók-
hald og ársreikning sveitarfélagsins
og í fréttatilkynningu hreppsnefnd-
arinnar í gær segir að unnið sé að
gerð nýs ársreiknings sem verði
lagður fyrir hreppsnefnd innan tíð-
ar og kynntur íbúum sveitarfélags-
ins.
Eggert Haukdal sagðist ekki hafa
neinu við fréttatilkynningu hrepps-
nefndarinnar að bæta þegar leitað
var skýringa hjá honum í gær og
ekki fengust frekari upplýsingar
hjá öðrum hreppsnefndarmönnum.
Eggert Haukdal hefur verið í
hreppsnefnd Vestur-Landeyja-
hrepps og oddviti frá 1970 eða sam-
fleytt í 28 ár. Seinni árin hafa verið
harðar deilur í hreppsnefndinni en
listi sem Eggert hefur farið fyrir
hefur haldið þar meirihluta í kosn-
ingum, síðast í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í vor. Vilborg Alda Jóns-
dóttir í Hvítanesi tekur sæti Egg-
erts í hreppsnefndinni. Brynjólfur
Bjarnason í Lindartúni stýrir störf-
um hennar til bráðabirgða.
------♦-♦“♦----
Meinaður
aðgangur
að skjölum
HÖRÐ viðbrögð hafa verið í Dan-
mörku við því að Vilhjálmi Erni Vil-
hjálmssyni fornleifafræðingi skuli
hafa verið neitað um aðgang að
skjölum danska útlendingaeftiriits-
ins. Hann hefur um tveggja ára
skeið kynnt sér gögn sem benda
eindregið til þess að dönsk yfirvöld
hafi sent á annað hundrað flótta-
menn frá Þýskalandi aftur til síns
heima, þar af fjölda gyðinga sem
létu síðar lífið í útrýmingai’búðum
nasista. Frá þessu var sagt í Berl-
ingske Tidende á sunnudag.
Með fullyrðingum sínum hefur
Vilhjálmur hróflað við þeirri við-
teknu skoðun að Danii- hafi bjargað
þúsundum gyðinga frá því að lenda
í klóm nasista. Segist Vilhjálmur
hafa fundið gögn sem sanni að á ár-
unum 1940-1943 hafi flóttamenn
frá Þýskalandi verið gerðir aftur-
reka, margir gyðingar, og hafi að
minnsta kosti tíu þeirra látið lífíð í
útrýmingarbúðum nasista. Utlend-
ingaeftirlitið hefur neitað Vilhjálmi
um aðgang að skjalasafni sínu til að
hann geti kannað málið.
Rannsakar meint brot
á vinnutímareglum
Austurríkismenn á spjöld
sögunnar/BI
••••••••••••••••••••••••••
Zinedine Zidane knatt-
spyrnumaður Evrópu/BI
BLAÐINU í dag
fylgir auglýsinga-
bæklingur, „Regl-
ur um kjöt og
kjötvörur“ frá
Hollustuvernd
ríkisins, umhverf-
isráðuneyti, land-
búnaðarráðu-
neyti, Samtökum
iðnaðarins og
Framieiðsluráði
landbúnaðarins.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is