Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ H0nse bouillon Fiske bouillon Svine kodkraft BouiIIon til Pasta Klar bouillon Alltaf uppi á teningnum! -kemur með góða s bragðið! í AÐSENDAR GREINAR Hugleiðingar um ný- skipan veiðimála Núverandi skipulag fískiveiða með hinu svokallaða kvótakerfi er að margra áliti með öllu óviðunandi og hefir að því er virðist gjör- samlega brugðist því ætlunarverki að bæta fiskistofna og auka af- rakstur veiða. Réttur til þess að veiða fisk hefur flust á fárra hendur, en fleiri eru frystir úti og gerðir réttlausir. Sjávarplássin í kringum landið hafa lít- ið upp á að bjóða annað en fiskveiðar. Ef afli bregst af einhverjum ástæðum er fótunum kippt fjárhagslega undan fólkinu sem býr á staðnum. Þá reynir, að sjálfsögðu, hver og einn að bjarga sér og sinni fjölskyldu og leitað er til annarra staða þar sem fólk eygir betri lífsvon. Fólksflótti úr dreifbýli til þéttbýlis heldur þar með áfram. Að mínu mati er aðeins ein lausn best, eða kannski er réttara fyrir mig að segja, að það er aðeins ein leið möguleg, sem hugsanlega getur bjargað því sem bjargað verður. Sú leið er; að allir núverandi kvótar, heimildir og veiðileyfi verði afnum- in, og öll viðkomandi lög og reglur verði úr gildi felld. Síðan á að gefa allar veiðar frjálsar öllum íslensk- um ríkisborgurum, en þó með ákveðnum skorðum. Eigendum allra íslenskra fiski- skipa og báta, sem sigla undir ís- lenskum fána, verði heimilt að veiða innan hinnar 200 mílna íslensku fiskveiðilögsögu, en að vísu með vissum takmörkunum, og þurfi til þess engin frekari fiskveiðileyfi af neinu tagi, en settar verði reglur um gerðir leyfilegra veiðarfæra og möskvastærð, og einnig um leyfileg veiðisvæði. Til þess að jafna metin milli stærstu veiðiskipa og hinna minni, og einnig til þess að ganga ekki of hart að stofni fisks- ins, virðist eðlilegt að hin stærri skip veiði á djúpslóð, en hin minni nær landi. Ollum tog- urum og togbátum með hvers kyns togfæri verði heimilt að veiða utan við línu sem mælist 50 sjómflur út frá grunnlínum og frá þeirri línu að útmörk- um fiskilögsögunnar alla daga ársins, en ekkert innan þeirra marka. Innan þessara sömu 50 mílna Aðeins ein leið er möguleg, segir Tryggvi Helgason, og hún er að allir núverandi kvótar, heimildir og veiðileyfi verði afnumin. marka, inn að strönd, verði öllum Islendingum heimilt að veiða á línu og færi og með netum alla daga árs- ins, þó með vissum takmörkunum, og einnig með netum og nót utan þeirra marka, en jafnframt verði settar reglur um gerðir leyfilegra veiðarfæra, svo og leyfilega möskvastærð. Viðkvæm hrygningar- og upp- vaxtarsvæði verði skýrt afmörkuð og þeim svæðum lokað og öllum bannaður aðgangur eða umferð á þeim svæðum allt árið um kring. Þess utan verði settar sérstakar reglur um veiðar á rækju, krabba og skelfiski, svo og um leyfileg veið- arfæri til þeirra veiða. Til þess að draga úr aðgangi á miðin og minnka sókn í fiskistofn- ana, sem af mörgum eru taldir ofnýttir, verði vissar takmarkanir gerðar á sérstökum aðlögunartíma. Þær eru; að innflutningur fiski- skipa og báta, jafnt nýrra sem not- aðra, stórra sem smárra, verði með öllu bannaður í 20 ár. Viðgerðir og breytingar erlendis verði að sjálf- sögðu frjálsar. Á móti þessu komi hinsvegar að á aðlögunartímanum verði öllum frjálst að smíða eða láta smíða fyrir sig fiskibáta og skip inn- anlands, hver og einn eftir sínum vilja og getu, hvaða stærð og gerð sem er, og á hvaða stað sem er á ís- landi. Með þessum ráðstöfunum er ís- lenskum skipasmíðaiðnaði einnig gefið nýtt tækifæri til þess að sýna hvað hann getur með því að hann nýti sér þennan aðlögunartíma til þess að byggja upp betri fyrirtæki. Fyrirtæki í skipasmíðum og við- gerðum eru að sönnu „hálfbróðir" útgerðarinnar, og með þessu er þjóðin vitaskuld einnig að byggja upp og styrkja hinn „hálfbróður- inn“, útgerðina. Á það hefur verið bent að skip smíðuð innanlands séu dýrari en innflutt; að vísu góð smíði en verðið hátt. Þetta er vafalaust rétt, enda er öll ný framleiðsla dýr í byrjun. En á það ber einnig að Iíta að uppbygg- ing í fjölbreyttum iðnaði getur verið þjóðinni ómetanleg, og verð lækkar með aukinni framleiðslu og reynslu. Og við lifum ekki af fiskinum einum saman, heldur einnig af allri annarri atvinnustarfsemi í landi. Þá skal einnig taka það með í reikninginn að þetta 20 ára inn- flutningsbann á nýjum skipum, yrði beinlínis sett til þess að draga úr stærð flotans, þar sem vitað er að íslenskar skipasmíðastöðvar myndu vart megna að mæta endurnýjun flotans nema að hluta. Er þessi ráð- Tryggvi Helgason Jafnræðisregla stj órnar skr ár innar SENNILEGA hefur jafnræðisreglan meira gildi fyrir fólkið í land- inu en nokkur önnur grein stjórnarskrái'inn- ar. Þar er höfðað til jafnræðis og réttvísi og byggt á lögmálum mannúðar. Engri þjóð hefur tekist að fram- kvæma í verki fullkomið jafnrétti meðal þegna sinna nema þá á af- mörkuðum sviðum. Næst jafnræðisreglunni höfum við Islendingar komist á sviði heilbrigð- is- og menntamála er varðar aðgang og þjón- ustu við almenning. Friður hefur að mestu ríkt í samfélaginu um að hags- munir heildarinnar væru best tryggðir með ríkisrekstri í þessum veigamestu þjónustugreinum lands- manna. Þegar við komum að auðlinda- skiptingu sem varðar sameign þjóð- arinnar hefur jafnræðisregla stjórn- arskrárinnar, einkanlega hin síðari ár, orðið að víkja fyrir breyttum við- horfum auðhyggju og sérhagsmun- um landssamtaka, einstaklinga og fyrirtækja, sem notið hafa pólitískr- ar fyrirgreiðslu og hagsmunagæslu í opinberum lánastofnunum. Svo glórulaus hefur þessi fyrirgreiðsla verið, að þjóðin hefur tapað á sl. 30 áium á annað hundrað milljörðum kr. vegna afskrifta lánastofnana. Ekki hefur löggjafar- eða dómsvald- ið séð ástæðu til að fram færu opin- berar rannsóknir á þessum vett- vangi. Ástæður þess eru augljósar, yfirstjórnir allra lánastofnana ríkis- ins eru skipaðar af ráð- herra og þingflokkum. Þessi afskipti og stýr- ing löggjafarvaldsins á framkvæmdavaldinu eru augljóst brot á þrí- skiptingu valds stjórn- arskrárinnar. Verkefni löggjafarþingsins er skýrt afmarkað í stjórnarskránni frá dóms- og framkvæmda- valdi, þingmenn og ráð- herrar verða að virða þá skiptingu. Núverandi ríkis- stjómai’flokkar, Sjálf- stæðis- og Framsóknar- flokkur, hafa líka mótað aðra óskráða en vel sýnilega ,jafn- ræðisreglu“ sem lýtur að íjárhags- legri fyrirgi'eiðslu og samvinnu þeirra innan fyrirtækja og félaga. Reyndar hafa þessi nána hagsmuna- gæsla og helmingaskipti flokkanna viðgengist í þjóðfélaginu um áratuga- skeið. Má þar m.a. tilgreina kvóta- skiptingu stærstu útgerðaríyrir- tækja landsins, sölusamtök sjávaraf- urða, olíu- og tryggingafélög, skipa- félög o.fl. Afleiðing þessa alls hefrn- verið einokun og fákeppni. Svona fjármálastjórn á ekkert skylt við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þeir ríku fjármálahagsmunir sem tengja flokkana saman hafa líka brú- að bilið milli pólitískra stefnumála þeirra, einkanlega eftir að samvinnu- hreyfingin dó drottni sínum. Sé mið- að við núverandi flokkaskipan bendir því ekkert til annars en núverandi ríkisstjórnarflokkar fari áfram með völd næstu áratugi. Það er mikið dómgreindarleysi hjá kjósendum ef Það er ekki umhyggja fyrir landi og þjóð, seg- ir Kristján Pétursson, sem er takmark þess- arar ríkisstjórnar. þeir halda áfram að kjósa slíkt ofríki og óréttlæti yfir sig. Síðari tíma mál eins og fiskveiði- stjómunin, sem varðar sameign þjóðarinnar, hefur loks opnað augu hennar fyrir mismunun þegnanna að auðlindinni. Þegar kvótakerfið var tekið upp 1984 var byrjað að leggja grunn að þeirri sérhagsmunastefnu í fiskveiðistjómun sem við búum við í dag. Þeir sem mótuðu þessa stefnu gerðu langtímaáætlun um að sölsa undir sig veiðiheimildir við Islands- strendur. Árið 1990 var fyi-st sett í lög um fiskveiðistjórnun að allir nytjastofnar á Islandsmiðum væru sameign þjóðarinnar. Var það gert eftir mikinn þrýsting frá samtökum vinstaámanna og launþegasamtaka. Sama ár var sóknarmarkið afnumið, en það hafði verið samhliða kvótan- um frá 1985. Einnig sama ár, 1990, hefst óheft sala og leiga á kvóta og þar með var í reynd afnuminn eignarréttur þjóðar- innai' á nytjastofnum við landið. Og til enn frekari staðfestingar á þessari sjálftöku var 1997 heimiluð veðsetn- ing á kvóta. Eins og kunnugt er geng- ur nú kvótinn í arf og er skipt við hjú- skaparslit. Eignarréttarákvæði þjóð- arinnar samkv. 1. gr laga um. fisk- veiðistjómun frá 1990 er því nánast einskis virði undir forræði núverandi ríkisstjórnai' og LIÚ. Kristján Pétursson stöfun, með þessum hætti, beinlínis hugsuð til þess að draga út hættu á ofveiði, án þess að skerða frelsi til veiða. Það er trú mín að með ofan- greindum ráðstöfunum og nær fullu frelsi til veiða, innan ákveðins ramma, verði lítil hætta á ofveiði, þrátt fyrir að ekki verði sett aflahá- mark á nokkra fisktegund, nema því aðeins að áðurgerðir, gildandi samningar við aðrar þjóðir krefjist þess. Eg trúi því að með þessum ráðstöfunum verði afraksturinn betri og þannig verði best tryggt að „gullgæsin" fái að vaxa og dafna í sjónum, landsmönnum til heilla. Að auki tel ég að það þurfi að gera stórátak til þess að fækka þeim sela- og hvalategundum sem taldar eru skaðvaldar í fiskstofnin- um. Fyrir um tveim öldum vora BandanTcin nær einungis landbún- aðai’land. Þá fóru að koma til járn- brautir í Englandi og víðar í Evrópu og áætlanir voru gerðar í Banda- ríkjunum um lagningu járnbrauta um landið. Iðnaður í landinu sjálfu var lítill sem enginn og þess vegna var fyrirhugað að flytja inn teina og vagna frá Englandi, enda vora nær öll viðskipti við það land. Forsetinn sem þá var sagði að menn gætu gert annað tveggja: „Keypt þetta allt frá Englandi og við fáum teinana en Englendingar fá peningana okkar, eða; við smíð- um teinana sjálfir og þá höfum við bæði teinana og einnig peningana okkar fyrir teinana." Seinni kostur- inn var valinn og varð þetta upp- hafið að mesta iðnaðarveldi verald- ar. Það er ef til vill líkt á komið með okkur Islendingum nú í dag. Það er um mismunandi kosti að velja, bæði hvað viðkemur fiskiveiðum og veiði- rétti og einnig iðnaði tengdum út- vegi. Mér finnst sem Islendingar standi nú á krossgötum og það er Islendinga sjálfra; það er, íslenskra kjósenda sjálfra; að vakna upp, gera vandlega upp hug sinn og velja bestu leiðina; frelsi til frambúðar; réttu leiðina til nýrrar aldar. Höfundur er flugmaður og búseltur í Bandaríkjunum. Nú hefur með dómi Hæstaréttar verið höggvið á fyrsta hnútinn með ólögmæta úthlutun veiðileyfa, jafn- ræðisregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin. Ekki verður séð á þessari stundu að það breyti neinu um þá samþjöppun á „eignarhaldi“ kvóta sem viðgengist hefur. Ólíklegt er að nýir veiðileyfishafar fái neinn gjafakvóta og að kvótaeigendur yf- irhöfuð vilji selja veiðiheimildir á verði sem rekstrargrundvöllur er fyrir. Ríkisstjórnin ber öll ábyrgð á að jafnræðisregla stjórnarskrárinn- ar hefur verið brotin varðandi út- hlutun veiðileyfa undanfarin ár. Hér er ekki um nein ómeðvituð brot að ræða, heldur framkvæmd að yfir- lögðu ráði innan veggja Alþingis Is- lendinga, að undirlagi LIU og ann- araa hagsmunaaðila nátengdum stjórnarflokkunum. Þegar stjórnvöld brjóta svo ber- lega helgustu reglu stjórnarskrár- innar á þjóðinni er hætta á að upp úr sjóði og menn missi virðingu fyrir lögum og reglum. Síðasta afrek ríkisstjórnarinnai' er að gefa bandarískum fjárfestum einkaleyfi í 12 ár á öllum heilsufars-, erfða- og ættfræðiupplýsingum ís- lensku þjóðarinnar. Þetta er skelfi- legt og sýnir einstaka lítilsvirðingu fyrh' eigin þjóð. Enn er gengið yfir þjóðina með yfirgangi og valdníðslu og enn á ný er jafnræðisregla stjórn- arskrárinnar brotin. Þegai' ríkisstjórnin hefur verið hrakin úr fyrsta vígi sínu með dómi Hæstaréttar í hagsmunagæslu fyrir LIU gerist hún sjálfboðaliði fyrir einkaleyfi erlends auðhrings og nú á kostnað velferðarmála íslensku þjóð- arinnar. Það er ekki mannleg reisn og umhyggja fyi'ir landi og þjóð sem er takmark þessarar ríkisstjórnai', held- m' taumlaus spilling og óréttlæti, sem leggst af mestum þunga á þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.