Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig gengu prófin? Hraðlestrarnámskcið er frábær gjöf sem gefur ríkulegan arð alla æfi. Lestrarhraði margfaldast og afköst í námi og starfi vaxa ótrúlega. Næsta námskeið hefst 21. janúar n.k. Pantið gjafakort. Skráning er í síma 565-9500 Margfaldaöu afköstin! HRAÐLESTRARSKÓLINN Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www.ismennt.is/vefir/hradlcstrarskolinn IC Jólagjafirnar Ljósmynd/Bragi I>. Jósefsson Ljósmynd/Ragnar Sigurjónsson Að skemmta okkur og öðrum Þeim þótti Sálin hans Jóns míns hæfilega hall- ærislegt nafn á hljómsveitina, auk þess að skír- skota til tónlistarstefnunnar og þykja nokkuð þjóðlegt. Gullna hliðið er svo safndiskur með úr- vali laga tíu árum síðar. Stefán Hilmarsson segir Hildi Loftsdóttur undan og ofan af áratugnum. Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 ROSALEGA líður tíminn f)jótt!“ hugsar eflaust marg- ur meðlimur þeirrar kyn- slóðar sem tjúttað hefur í takt við Sálina hans Jóns míns ball eftir ball árin í gegn. Já, sveitin góða á nú að baki tíu ára litríkan og viðburðarík- an feril. Sálin leikur á næstunni í Reykjavík á fostudag, á Akureyri á laugardag, Selfossi annan laugar- dag og loks í Stapanum á gamlárs- kvöld, og eru það seinustu forvöð fyrir aðdáendur til að fá sér snún- ing, því eftir það fer Sálin í frí sem enginn veit hve langt verður. tefán Hilmarsson ætlaði aldrei að verða hljómlistar- maður þegar hann var feng- inn sem efnilegur söngvari í Snigla- bandinu til að vera í hreinræktuðu „soui“ bandi í búningum með meiru, og er öruggt að segja að þar með hafi örlög hans verið ráðin. Síðan hefur hann ásamt Guðmundi Jónssyni gítarleikara verið aðal- iagasmiður sveitarinnar og andlit hennar. Aðrir meðlimir hafa meira komið og farið í gegnum tíðina. „Það er nú bara eins og gengur og gerist á tíu ára ferli, Jens Hansson NIKEBUÐIN Laugavegi 6 JÓLAGJÖF FJÖLSKYLDUNNAR SIA*C HEIMAISVELIN Einfalt - Auðvelt - Fljótlegt Rjómaís - Mjólkurís - Jógúrtís Isinn ti.lbúinn á 30 mín. - Fjöldi uppskrifta fylgir Alþjóda verslaiiarfélagid ehf. Skipholt 5,105 Reykjavík, Sími: 5114KX) Út*ðlustaðir: Heimskringlan Kringlunni, Húsasmiðjan Skútuvogi, Rafbraut Bolholti, Samkaup Keflavik, Árvirkinn Selfossi, Reynisstaður Vestmannaeyjum, K.A.S.K. Byggingavðrur Hðfn, Rafalda Neskaupsstað, Sveinn Guðmundsson Egilsstððum, K.Þ. Smiðja Húsavík, KEA Bygg- ingavðrur Akureyri, KH Byggingavörur Blönduósi, Straumur ísafirði. Verslunin Vík Ólafsvfk, Rafþj. Sigurdórs Akranesi. og Friðrik Sturluson hafa líka verið með okkur stöðugt frá 1989,“ segir Stefán. „Það er helst að okkur hafí haldist illa á trommurum. Þeir hafa annað hvort gefíst upp á þessu eða sest á skólabekk í útlöndum." Sálin var stofnuð snemma á ár- inu ‘88, og segir Stefán að strax um haustið hafí hafíst annar kafli í sögu sveitarinnar. „Þá settum við okkur það markmið að hætta að leika iög eftir aðra, en ein- beita okkur að því að byggja upp dagskrá með eigin lögum. Við héld- um alltaf því striki, og náðum því markmiði á nokkrum árum.“ Stefán vill meina að hljómsveitir séu gjarnan dregnar í dilka og helst dæmdar af því hvort þær spili á böllum eða ekki, sem þyki ekki „fínt“. „Eg geri engan greinarmun á því að spila í Kaffileikhúsinu á fimmtudegi og kalla það tónleika, og á því að spila í Sjallanum daginn eftir, sem þá er kallað ball. Við er- um í báðum tilfellum að spila okkar músík á okkar forsendum og fólk er komið til að sjá okkur og heyra lög- in okkar. Bjór er seldur á báðum stöðum, og eini munurinn er sá, að í seinna tilfellinu er opið lengur og fólk á frí daginn eftir.“ Það eru ekki margir sem muna útlandsævintýri Sálarinnar. Undir nafninu „Beaten Bis- hops“ fóru þeir til Noregs og Sví- þjóðar, en ferðin varð víst bandinu hvorki til frægðar né frama. „Við vorum alls ekkert á þeim buxunum að reyna fyrir okkur í útlöndum. Steinar Berg var hins vegar kom- inn í sambönd ytra, og fékk okkur til að snara plötunni „Hvar er draumurinn?" yfír á ensku. Þetta „Viltu brennivín?" Örn stýrimaður Ljósmynd/Páll Stefánsson Ljósmynd/Halldór Kolbeins var áður en Björk sló í gegn og manni fannst frægð í útlöndum mjög fjarræn, og við vorum ekkert með hugann við þetta, enda mark- miðið fyrst og fremst að ná fótfestu á eigin heimavelli." - Hvað fínnst þér um að slá í gegn í útlöndum? „Það hefur orðið mikil hugarfars- breyting í geiranum síðan við við vorum að gera „útlensku" plötuna okkar. Sjálfur hugsa ég ekki mikið um þetta, en ég skil vel að fólk vilji láta á það reyna, því möguleikarnir eru sífellt að aukast. Fjarlægðirnar eru að minnka og markaðurinn fer sífellt stækkandi. Það er sjálfsagt að sækja á þessi mið, en í hasarnum skyldu menn samt ekki gleyma hvaðan þeir koma. Það á enginn heimtingu á að tónlistarmenn syngi á íslensku, ekki frekar en hægt er að krefjast þess að öll lög séu samin í dúr. Ég hef ekkert á móti því að menn syngi á ensku, en finnst þó skrýtið að fólk skuli ekki gefa efni sitt út á íslensku lyrir Islendinga, sér í lagi ef um frumsamið efni er að ræða. Ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að gera hvort tveggja. Eðli- legast er að Islendingar syngi á ís- lensku fyrir Islendinga og á út- lensku fyrir útlendinga." in klassísk í lokin: Hvað er þér minnisstæðast frá þess- um áratug Sálai-innar? „Þetta rennur allt saman í eitt skemmtilegt tímabil. Það er auðvitað ánægjulegt að hafa náð að gera tón- listina að lifibrauði og að starfa við það sem manni finnst skemmtilegt og gefandi. Það era ekki allir svo lánsamir. Sálin fær sjálfsagt seint Nóbelsverðlaun íyrir lagasmíðar, en við höfum ávallt reynt að vera sam- kvæmir sjálfum okkur. Við höfum haft það að leiðarljósi að semja melódíska tónlist og höfða frekar til fjöldans, en að reyna að þóknast ein- hverjum sérvitringum og afdönkuð- um poppskríbentum. Þó að eitt og eitt lag eldist ef til vill illa, þá era þau mörg sem við getum verið stoltir af og munu lifa lengi. Við höfum náð að skapa okkar eigin stíl og sérkenni, sem er meira en margir geta sagt. Okkur finnst meh'a um vert að hreyfa við fólki, og heyra það syngja lögin okkar heldur en að semja eitt- hvert torf í nafni framleika eða fram- úrstefnu sem enginn nennir að hlusta á. Sálin verður til svo lengi sem við höfum gaman af því að spila saman og fólk hefur gaman af því að skemmta sér með okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.