Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR @9 + Svar en ekkert svar LACOSTE ekta jólagjöf fma GARÐURINN -klæðirþigvel KÆRI Palli; í grein þinni í Mbl. 5. des. sl. komst þú að þeirri nið- urstöðu að veiting einkaréttar til gerðar miðlægs gagnagrunns á heilsufarsupplýsingum væri „slæm niðurstaða bæði fyrir markaðinn og fyrirtækið sjálft". Þú byggðir röksemda- færslu þína á sex stoð- um, þ.e. á almennri þró- un til afnáms sérleyfa, á samanburði við einka- leyfi lyfjafyrirtækja,^ á lagalegri áhættu ís- lenskrar erfðagreining- ar, á hugsanlegri til- komu annars áhugasams aðila innan nokkurra ára, að núverandi vel- gengni fyrirtækisins gerði slíka ný- sköpun óþarfa, og að skattalögunum bæri að breyta til að umbuna frum- kvöðlum. Þetta var það sem grein þín fjallaði um, en frekari „dýpt“ viðhorfa þinna í þessu máli, eins og þú nefnir það, hefur til þessa dags vissulega farið framhjá mér. Um skattalögin erum við sam- mála, en í grein minni í Mbl. 12. des. sl. benti ég á brotalamir í öllum öðr- um rökum þínum, svo og á þeirri lausn sem þú telur heillavænleg- asta, að ríkið ráðist í verkefnið og greiði Islenskri erfðagreiningu fyrir gerð þess. I svargrein þinni í Mbl. 17. des. sl., kemur ítrekað fram (mis)skiln- ingur þinn á eðli verkefnisins og því umhverfí sem Islensk erfðagreining starfar í. Því vil ég aftur leyfa mér að úskýra tvö atriði fyi’ir þér og öðrum lesendum, í trausti þess að þú kallir það ekki yfír- læti og hroka. Samlíking við Hvalfjarðargöng Þú segir Hvalfjarð- argöngin ekki góða samlikingu, þar sem við komumst öll til Akureyrar án þess að nota göngin. Þessu er nákvæmlega eins farið með gagnagrunninn. Vísindamenn geta auð- vitað farið þær leiðir sem þeir fara í dag, og hafa gert í áratugi við læknisfræðilegar rann- sóknir. Öll gögn verða eftir sem áður til staðar á sjúkra- stofnunum um land allt. í mörgum tilfellum verða þau á mun aðgengi- / Eg skil ekki, segir Jón Gunnar Bergs, hvað hefur hlaupið í fram- kvæmdastjóra Nýsköp- unarsjóðs. legra formi en í dag, þ.e. tölvutæku formi, sem mun auðvelda öllum vís- indamönnum gífurlega að stunda rannsóknir sínar. Með þessari sam- líkingu má segja að í gerð gagna- grunnsins felist endurbætur á öllu vegakerfí landsins. Miðlægi gagna- Jón Gunnar Bergs kirsuberjatréö vesturgötu 4 grunnurinn verður aðeins eitt tæki af mörgum sem nota má til þess að vinna úr þessum gögnum. í síðari grein þinni fullyrðir þú að sérleyfi séu ekki til staðar í líftækni- umhverfínu og í fyrri grein þinni segir þú að lyfjafyrirtæki fái aðeins einkaleyfi á niðurstöðum rann- sókna. Vegna þessa vil ég benda á að allt lyfjaþróunarferlið er háð röð einkaleyfa, svo sem á aðferðafræði og efnasamböndum. Veiting einka- leyfa sem tryggja það að einn aðili geti ekki notfært sér að kostnaðar- lausu fjárfestingu annarra, er grundvöllurinn fyrir tilvist líftækni- íyrirtækja. Stöðug fjárfestingar- vernd með einkaleyfum er það sem allt gengur út á í þessu umhverfi. Palli frumkvöðull og Palli framkvæmdastjóri Kæri Palli. Ég hélt að ekki gengi hnífurinn milli skoðana minna og þess Palla sem ég þekki, um ágæti og mikilvægi markaðshagkerfisins. Eg skil hins vegar ekki hvað hefur hlaupið í þig eftir að þú settist í stól framkvæmdastjóra Nýsköpunar- sjóðs og vilt láta ríkið leysa alla hluti. Enn hefur þú hvorki bent á aðra leið, né svarað einu spurningu minni: Ef Nýsköpunarsjóður hefði bolmagn til, væri hann tilbúinn til að fjármagna gerð gagnagrunnsins með hlutafé, án þess að tímabund- inn einkaréttur kæmi til, en hver sem er fengi að nýta sér upplýsing- arnar í viðskiptaskyni jafnharðan og þær yrðu til? Ef þú kýst frekar, vertu ávallt velkominn að svara því yfir kaffi og kökum. Höfundur cr framkvæmdastjóri þróunarsjóðs íslcnskrar erfðagrein- ingar. BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA Þeir eru notadrjúgir Dé Longhi borbofnarnir. Þú getur steikt, grillab, bakab, ristab og eldab pizzu og margt fleira. Val um eftirtaldar 7 gerbir: DL-3 kr. 4.700, 4,8 Itr. 750W. Ristarbraub, hitar samlokur o.fl. P 71 kr. 9.400, 7,1 Itr. 1300W. Grill 650W, pizzasteinn W 81S kr. 8.400,- I 12,5 Itr. 1000W. Grill 1000W, 12,5 Itr. 1000W. Crill 1000W, eldunarhella 1000 W. 95-FL kr. 14.800,- 12,5 Itr. 1000W. Crill 1000W, blásturselement 1050W. E0-280 kr. 22.400, Tilvalin jólagjöf til sœlkera ___ _ FYRSTA X FLOKKS /FOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.