Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR PRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Stefna til stuðn- ings íslenskri kvikmyndag'erð SAMKOMULAGIÐ undirritað. KVIKMYNDASJÓÐUR íslands var stofnaður fyrir 20 árum. Hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyr- ir þróun íslenskrar kvikmyndagerð- ar. Mikilvæg þáttaskil urðu í starf- semi sjóðsins hinn 19. desember síð- astliðinn, þegar við fjármálaráðhen-a rituðum undh’ samkomulag við full- trúa samtaka kvikmyndagerðar- manna um stuðning við Kvikmynda- sjóð Islands í því skyni að efla ís- lenska kvikmyndagerð. Kvikmynda- gerðarmenn og stjórnvöld hafa sett sér sameiginlegt markmið og er ætl- unin að ná því á næstu fjórum árum. Er ástæða tii að líta á þetta sam- komulag sem mikilvægan lið í fram- kvæmd á víðtækari stefnu til stuðn- ings íslenskri kvikmyndagerð. Mörg skref A þessu afmælisári Kvikmynda- sjóðs Islands hefur mai’gt gerst fyrir tilstilli stjórnvalda til að styrkja for- sendur íslenskrar kvikmyndagerðar. Skemmtanaskattur hefur um langt árabil verið þeim, sem reka kvikmyndahús, þymir í augum. Þessi tímaskekkja í skattheimtu rík- isins hvarf loks úr lögum um mitt þetta ár. Innan Ríkisútvarpsins, sjónvarps, hefur auknum fjármunum verið vai’- ið til innlendrar dagskrárgerðar á þessu ári. Samhliða ákvörðun um að sjónvarpið flytjí í útvarpshúsið við Efstaleiti, var sú stefna mörkuð, að sjónvarpið byði meira út af dag- skrárgerð sinni. Er innréttingum í Efstaleiti hagað í samræmi við það. I stað þess að í upphafi var talið, að erfitt yrði að koma allri starfsemi sjónvarpsins fyrir í útvai-pshúsinu hefur hið gagnstæða komið í ljós. Kvikmyndasafninu hefur verið sköpuð mjög góð starfsaðstaða í Hafnarfirði og á þessu ári hefur það efnt til kvikmyndasýninga í Bæjar- bíói, sem safnið hefm’ undir sinni for- sjá. Ný vídd hefur þannig bæst við innlent kvikmyndalíf, sem nær ekki að þroskast nema það styðjist við safn og aðstöðu til sýninga í tengsl- um við það. Kvikmyndamennt eflist með nýjum Listaháskóla Islands, sem nú hefur verið hleypt af stokk- unum og rektor ráðinn. íslensk stjórnvöld standa að fullu við allar skuldbindingar við erlenda sjóði eins og Eurimages og Norræna Samkomulagið um að efla íslenska kvik- myndagerð markar ánægjuleg tímamót, segir Björn Bjarnason, og er mikilvægur liður í víðtækari kvikmynda- stefnu. kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn, sem báðir eru góðir bakhjarlar ís- lenski-a kvikmyndagerðannanna. Á þessu ári veitir Eurimages-sjóðurinn til dæmis 60 milljónir íslenskra króna til þriggja leikinna íslenskra kvikmynda í fullri lengd. íslendingar fara með forystu í norrænu sam- starfi á næsta ári. Eitt af markmið- um okkar á þeim vettvangi er að efla Norræna kvikmynda- og sjónvarps- sjóðinn en samningur um hann renn- ur út í lok næsta árs. Verður lögð áhersla á að hann starfi áfram og eflist. Viðræður hafa farið fram við full- trúa bandaríska Miramax-fyrirtæk- isins um leiðir til að það hefji kvik- myndagerð hér á landi. Hefur nefnd skipuð fulltrúum menntamálaráð- heri’a, fjármálaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra rætt, hvemig stjómvöld geti komið til móts við fyrirtækið, ef það tekur ákvörðun um að hefja hér starfsemi. Er gert ráð fyrir heimild ráðuneyta til að taka á málinu í fjárlögum næsta árs, en líklegt er, að þörf sé á sérstakri lagasetningu til að taka á þessu við- fangsefni. Mikilvægt samkomulag Það vom fulltrúar Samtaka ís- lenski-a kvikmyndaframleiðenda, Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Fé- lags kvikmyndagerðarmanna, Fram- leiðendafélagsins og Samtaka höf- unda kvikmyndahandrita, sem rit- uðu undir samkomulagið um stefnu- mörkun til að efla íslenska kvik- myndagerð með okkur fjármálaráð- herra laugardaginn 19. desember. Samkvæmt samkomulaginu skal við það miðað, að framleiddar séu 5 leiknar íslenskar kvikmyndh- í fulh’i lengd á ári og kvikmyndasjóður standi undir 40% af kostnaðaráætl- un, en miðað er við 100 milljóna ki’óna meðalframleiðslukostnað á hverri mynd. Er ætlunin, að heildar- framlag framleiðslustyrkja vegna þessara mynda verði allt að 200 m.kr. árið 2002. Komi til þess að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður er gert ráð fyrir, að á næstu fjómm ár- um eftir það verði veitt fé úr ríkis- sjóði til að gera heimildarmyndir, stuttmyndir, hreyfimyndir o.fl. þannig að í lok tímans verði allt að 100 m.kr. til ráðstöfunar í þessu skyni í kvikmyndasjóði. Eg hef lagt frumvarp til nýrra útvarpslaga fram á alþingi og þar er gert ráð fyrir, að menningarsjóðurinn hverfi úr sög- unni. Þar með fá útvarpsstöðvarnar sjálfar umráð yfir þeim 10% af ákveðnum tekjum sínum, sem þær hafa orðið að láta renna í menningar- sjóðinn. Svigrúm þein-a til að efla innlenda dagskrárgerð ætti að aukast í samræmi við það. Ákvæðið um að stofna sérstaka nýja deild í kvikmyndasjóði og aukið fjárhags- legt svigrúm útvarpsstöðva styrkir verulega stöðu kvikmyndagerðar- manna á þessu sviði. I samkomulaginu er lýst yfir því, að náist ofangreind markmið, geti ís- lensk kvikmyndagerð gegnt eðlilegu hlutverki í íslensku menningarlífi. í fjárlögum 1999 er 176,4 m.kr. varið til Kvikmyndasjóðs Islands, sem er 40 m.kr. hærri fjárhæð en sjóðurinn hefur til ráðstöfunar á þessu ári, skal 110 m.kr. varið til að styrkja leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Gert er ráð fyrir að á árinu 2000 aukist framlög í kvikmyndasjóð um 30 m.ki'., 35 m.kr. 2001 og 30 m.kr. 2002. Verður því fjárveiting til kvik- myndasjóðs 176,4 millj. kr. árið 1999, 205 millj. kr. árið 2000, 240 millj. kr. árið 2001 og 270 millj. kr. árið 2002. Við þessar fjárhæðh- bætast síðan nýjai’ tölur, eftir að Menningarsjóð- ur útvarpsstöðva verður aflagður. Fjárveitingar til kvikmyndasjóðs hafa næn-i því tvöfaldast á árunum 1995 til 1999. Nú hafa verið lögð á ráðin um það, hvernig megi tvöfalda sjóðinn á næstu fjórum árum. Einnig hefur verið búið þannig um hnúta, að um meginmarkmiðin ríkir góð sátt. Höfundur er menntamákiráðherra. Skíðakennarar aðstoða við val á skíðabúnaði Ódýrir skíðapakkar: Barnapakkar frá kr. 12.600, stgr. 11.970 Unglingapakkar frá kr. 17.000, stgr. 16.910 Fullorðinspakkar frá kr. 23.000, stgr. 21.050 I ' úíá'J- 7 J Eldri árgerðir af skíðum og skíðaskóm á allt að 60% afslætti. , — . . SALÚMÚM A Snjóbrettafatnaður Snjóbretti barna m/bindingum frá kr. 6.900 Snjóbretti m/bindingum frákr. 26.200, stgr. kr. 24.090 Brettaskór frá kr. 9.400, stgr. kr. 0.930 Brettapokar frá kr. 4.200, stgr. kr. 3.990 Brettahanskar frá kr. 1.690 Brettagleraugu- mlkið úrval Skíðaþjónusta, slípum, brýnum og berum á skíði Ármúla 40 Símar: 553 5320, 568 8860. tc nBHBani E/n stærsta sportvöruverslun Ia n d sin s é í jólapakkann! Cardinal 85 R Bakpokar Með stól. Verð frá 2.890,- Ijf Handtöskur Margar stærðir. Verð frá 2.490,- Margar gerðir. Verð frá 1.950,- Veiðisett Stöng og hjól. Verð frá 3.290,- Aukahlutir Fjölbreytt úrval af aukahlutum Þetta er aðeins lítið brot af veiðivörum frá Abu Garcia sem fást í öllum helstu sportvöru- verslunum landsins. ÆFAbu Garcia for life
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.