Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ f BJÖRGUNARSTÖÐINNI Líkn fór fram sýning á myndum úr starfi deildarinnar sem hún er að koma sér upp. Gamlir munir voru til sýnis ásamt nýjum búnaði hennar. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson HÁTÍÐARHÖLDIN hófust með messu í Ingjaldshólskirkju. Afmælisfagnað- ur Bjargar á Hellissandi Hellissandi - Slysavarnadeildin Björg á Hellissandi er ein af elstu starfandi deildum innan SVEI. Hún var formlega stofnuð fyrstu daga desembermánaðar árið 1928. Þá hafði SVFI verið stofnað sumarið áð- ur og var að hefja félagslega upp- byggingu sína. A Hellissandi voru menn fljóttr að taka við sér og fógnuðu þessari nýju hreyfíngu. Klettótt ströndin og hættulegar varir heimtuðu flest ár mörg mannslíf. Stutt var um liðið að íbúar höfðu það fyrir augum að 40 menn tóku grafír sama daginn í Ingjaldshólskirkjugarði vegna 11 manna sem fórust í Keflavikurvör- inni. Þar máttu eiginkonur og böm horfa á menn sína og feður drukkna eða berjast til bana á klöppunum. íbúar á Hellissandi hlutu því að taka þessari hugsjón slysavarnanna fagn- andi. Slysavarnadeildin Björg stofnuð Þegar SVFÍ hafði mótað félags- lega uppbyggingu sína, að stofna deildir vítt um landið, urðu íbúar á Hellissandi fljótir að taka við sér. Flestar fullorðnar manneskjur gengu þegar í deildina og varð hún mjög fjölmenn. Fyrsti formaður hennar var kjörinn Olafur Jóhannes- son formaður og hafnsögumaður, síðai- fisksalj í Reykjavík. Trúnaðar- maður SVFÍ á staðnum var hins veg- ar Daníel Bergmann. Þessir menn báðir fluttust héðan fljótlega og þá kom það í hlut Bene- dikts S. Benediktssonar kaupmanns að taka þessa starfsemi uppá sína arma og halda henni vakandi. Bene- dikt gerði það fram á sjöunda ára- tuginn en dró sig þá í hlé eftir að bú- ið var að endurskipuleggja starfsemi deildarinnar. Það var Hannes Haf- stein sem líklega lagði granninn að því. Björgunarsveit deildarinnar var gefið meira svigrúm og sjálfstæði og og Kvennadeildin Helga Bárðardótt- ir var stofnuð. Helga Bárðai-dóttir beitti sér fljótlega fyrir því að slysa- vamaskýli var reist i Dritvík og veg- ur var lagður niður á Djúpalónssand. Var það mikið framtak á þeirri tíð. Sjálfstætt unglingastarf fór líka að starfa innan deildarinnar mjög fljót- lega, eins mikilvægt og það er, því í þeirra höndum er framtíð þessa starfs fólgin. Stóð af sér öldurót mikilla þjóðfélagsbreytinga Það er athyglisvert að Slysavarna- deildin Björg stóð af sér það mikla öldurót mikilla þjóðfélagsbreytinga sem átti sér stað með seinni heims- styrjöldinni og á næstu áratugum á eftir og er enn öflug félagsdeild sem nýtur stuðnings íbúanna og sjávarút- vegsfyrirtækjanna á staðnum. Brimbátur var sendur vestur á Hellissand, búinn flothólfum, línu- byssa og talstöð var send hingað og heimild gefin til að hafa símstöðina opna þegar bátar voru á sjó í slæm- um veðrum. Fljótlega beitti deildin sér fyrir sundnámskeiðum til að auka sundkunnáttu sjómanna. Ahrifa hennar gætti því furðu fljótt. Afmælisfagnaður Bjargar Sunnudaginn 13. desember minnt- ist slysavarnadeildin 70 ára afmælis síns. Hófust hátíðahöldin með messu í Ingjaldshólskirkju þar sem sóknar- presturinn messaði og kór og org- anisti önnuðust söng. Unglingasveit deildarinnar stóð virðulegan heið- ursvörð í kirkjunni. Að því loknu var haldið í Björgun- arstöðina Líkn og þar fór fram bless- un nýrrar og glæsilegrar tækja- geymslu sem rúmar öll tæki deildar- innar. Á 20 árum hefur tekist að láta þann draum rætast að eignast hús- næði sem rúmaði alla starfsemi deildanna. Deildin er nú ágætlega búin tækjum og henni var mikill sómi sýndur þegar henni var falið að taka á móti og annast um nýja hol- lenska björgunarbátinn Björgu sem staðsettur er í Rifshöfn. Veisluhöld í Björgunarstöðinni Líkn Eftir að blessun húsnæðisins hafði farið fram fór fram sýning á mynd- um úr starfi deildarinnar sem hún er að koma sér upp. Gamlir munir voru til sýnis ásamt nýjum búnaði hennar. Þá voru bornar fram veglegar kaffi- veitingar. Formaður deildarinnar stiklaði á nokkrum atriðum úr starfi hennar og þakkaði öllum þeim sem komu til þessarar hátíðar við erfiðar aðstæður á jólaföstu og lögðu á sig mikið erfiði til að koma afmælishá- tíðinni í kring. Við það var unnið fram á síðustu mínútu. Mai’gt gamalla formanna deildai'- innar var mætt til veislunnar, má þar nefna Leif Jónsson hafnarvörð í Rifi sem árum saman var aðaldrif- fjöður deildarinnar, Kristin Jón Friðþjófsson útgerðarmann i Rifi, Sæmund Kristjánsson verkstjóra í Rifi, Aðalstein Jónsson bifreiða- stjóra á Hellissandi, Lúðvík Ver Smárason kennara í Rifi og Þröst Kristófersson hafnarvörð á Hell- issandi. Þá var mætt Anna Olafs- dóttir dótth Ólafs Jóhannessonar fyrsta formanns deildarinnar ásamt manni sínum; Ólafi Jónssyni, og syni, Ólafi Kr. Ólafssyni sýslumanni í Stykkishólmi. Á þessum afmælisfagnaði voru deildinni færðai- góðar gjafir og kveðjur. Auk formannsins ðlafs Jens Sigurðssonar tóku til máls, Erla Kristinsdóttir fyrir hönd Kvenna- deildarinnar Helgu Bárðardóttur, Ólafur Kr. Ólafsson sýslumaður fyrh hönd fjölskyldu sinnar, Ingi Hans Jónsson flutti kveðjur frá Slysa- varnafélagi íslands og Kristinn Jón- asson bæjarstjóri flutti kveðjur bæj- arstjórnar Snæfellsbæjar. Nýi björgunarbáturinn Björg var til sýn- is í Rifshöfn af þessu tilefni og gafst gestum kostur á að skoða bátinn sem er mikið öryggistæki á Breiðafirði og umhverfis Snæfellsnes. Hreinsibúnaður gaf sig í Heilsugæslustöðinni Verulegt tjón eftir að flæddi um gólf Hvammstanga - Það var ófögur sjón sem mætti starfsfólki Heilsugæslu- stöðvarinnar á Hvammstanga á fóstudagsmorgun. Kaldavatnsinntak hafði bilað og um öll gólf flaut vatn. Að sögn Guðmundar H. Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra, virðist sem hreinsibúnaður hafi gefið sig um nótt- ina og vatn farið óhindrað um alla stöðina, um 700 fermetra. Slökkviliðið var kallað út og gekk það ásamt starfsfólki í að forða við frekara tjóni. Vatni var fyrst dælt með dælubúnaði, en síðan gengið í að sópa vatninu í hin fáu niðurfóll sem í stöðinni eru. Ljóst er að verulegt tjón hefm' orðið og eru m.a. flestir innveggh' úr spónaplötum og því mjög rakadræg- ir. Hjá tannlækninum, Þórkötlu Halldórsdóttur, hafði vatn flotið yfir rafmagnsfjöltengi ,og allt rafmagn farið af stofunni. Ekki er enn metið hve miklar skemmdir hafa hlotist af þessu óhappi, en nokkur tími getur liðið þar til fullnaðarskoðun fer fram. Lárus Jónsson læknir sagði að stöðin yrði lokuð föstudag, en vonað- ist til að starfsemi yrði með eðlileg- um hætti strax á mánudeginum. Morgunblaðið/KVM Grundfirðingar taka sporið Grundarfirði - Danskennararnir Jón Pétur og Kara stóðu fyrir dansnám- skeiði fyrstu vikuna í desember. Námskeiðið var vel sótt, sérstaklega af yngri kynslóðinni. Að loknu nám- skeiðinu var svo danssýning í íþróttahúsinu þar sem á fjórða hund- rað manns voru saman komin til að sýna eða horfa á dansana og var fólk mjög ánægt með sýningu þessa. HELGA Pálsdóttir við tréð góða. fann hún gamalt spýtujólatré. Þegar Helga fór að grafast fyrir um uppruna trésins komst hún að því að tréð var nærri jafn gamalt skólahaldi í Hvol- hreppi. „Ömmubróðir minn, Sig- urður Einarsson, smfðaði tréð, en hann fluttist hingað ineð ömmu minni og afa árið 1908, þeim Björgvini Vigfússyni sýslu- manni og Ragnheiði Einarsdótt- ur, en þau komu austan frá Hér- aði og bjuggu áður á Keldhól- um. Þetta sama ár var húsið á Efra-Hvoli byggt og bjó Sigurð- Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir FRÁ afhendingu tölvanna. Á inyndinni eru f.v. Björn Karls- son, umsjónarmaður tölvumála, Halla Óladóttir, skólastjóri, Eyrún Egilsdóttir, starfsmaður Landsbankans, Inga Karlsdótt- ir, útibússtjóri LÍ, Kristín Frið- riksdóttir, starfsmaður LI og Sigurður Sigurgeirsson, svæð- isstjóri LI á Norðurlandi. Grunnskólan- um á Kópaskeri gefnar tölvur Kópaskeri - Landsbanki íslands hf. á Kópaskeri afhenti 10. desember Grunnskólanum á Kópaskeri tvær mjög fullkomnar tölvur. Með þessu framlagi er tölvubúnaður skólans kominn í mjög gott horf. Stjórnendur skólans og sveitarfé- lagsins eru mjög ánægðir með þessa höfðinglegu gjöf Landsbankans. Steindór Sigurðsson, sveitarstjóri Öxafjarðarhrepps, sagði af þessu til- efni að svona framlag skipti miklu fyrir fámennt sveitarfélag. Dönsuðu í kringum 90 ára gamalt spýtujólatré Hvolsvelli - Tæplega aldargam- alt spýtujólatré skartaði sínu fegursta á litlujólunum í Hvols- skóla og vakti óskipta aðdáun krakkanna. Þegar farið var að huga að undirbúningi litlujólanna kom upp sú hugmynd að nota gamal- dags jólaskraut í skólanum þetta árið vegna þess að skólinn held- ur uppá 90 ára afmæli sitt á þessu skólaári. Kennarar undir- bjuggu jólafóndur nemendanna með þetta í huga og svo fór hver og einn að athuga hvað til væri gamalt og hvernig jólaskrautið hefði verið í gamla daga. Jólatré á háaloftinu Fljótlega kom í ljós að fátt var um fína drætti íþessum efnum, enda var ekki mikið um glys og prjál í gamla daga í kringum jól- in, aðaltilbreytingin var að gera vel við fólk í inat og einnig var reynt að lýsa betur upp en venja var til. Helga Pálsdóttir kennari gafst þó ekki upp í leitinni að gömlu jólaskrauti og uppá háa- lofti hjá móður sinni, Ingunni Sigurðardóttur á Efra-Hvoli, Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir NEMENDUR 1.-7. bekkjar dönsuðu í kringum jólatréð. ur hjá þeim í mjög skamman tíma, þannig að tré hefur hann smíðað í kringum árið 1909. Tréð var óvenju stórt og glæsi- legt, enda hátt til lofts á Efra- Hvoli. Tréð hefur ekki verið not- að í tæp 60 ár, eða síðan móðir mín flutti hingað.“ Sortulyng og kertaklemmur Nokkrir komu síðan að því að gera gamla jólatréð boðlegt fyrir jólaballið. Ingvi Ágústsson hús- vörður lagaði og bætti það sem hafði aflaga farið í tímans rás. Margrét Tryggvadóttir kenn- ari týndi sortulyng til að setja á greinaiuar, en faðir hennar, Tryggvi Einarsson frá Miðdal, renndi toppinn sem skreytti tréð fyrir jólin 1945. Ólöf Kristófers- dóttir kom með kertaklemmur sem eru nokkurn veginn jafn- gamlar trénu, en móðir hennar, Lisbeth Zimsen, flutti þær með sér upp í Borgarfjörð á fyrri hluta aldarinnar. Nemendur í 1.- 7. bekk útbjuggu síðan annað skraut á tréð, allt eftir gamalli forskrift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.