Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
REYNIR
UNNSTEINSSON
+ Reynir Unn-
steinsson var
fæddur 29. júní
1945 á Reykjum í
Olfusi. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu að
morgni 13. desem-
ber siðastliðinn.
Foreldrar Reynis
voru Unnsteinn
Ólafsson, f. 11. febr-
úar 1913, d. 22. nóv-
ember 1966, skóla-
stjóri Garðyrkju-
skóla ríkisins og
kona hans Elna
Christiansen, f. 21. júní 1912, d.
20. mars 1998. Foreldrar Unn-
steins voru Ólafur Jónsson, f. 6.
nóvember 1888, d. 14. desember
1976, og kona hans Margrét Jó-
hannesdóttir, f. 31. ágúst 1889,
d. 15. júlí 1976, er bjuggu á
Stóru-Asgeirsá í Víðidal í Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar
Elnu voru Johannes Senius
Christiansen, f. 24. júní 1877, d.
25. október 1957, og kona hans
Hanne Christiansen, f. 10. maí
1880, d. 15. mars 1951, er
bjuggu í Bjergby í Vendsyssel á
Norður-Jótlandi.
Systkini Reynis eru:
Ólafur Jóhannes, f.
7. aprfl 1939, d. 9.
september
1996,kvæntur Erlu
Gunnlaugsdóttur og
áttu þau tvo syni;
þau slitu samvist-
um; Grétar Jóhann,
f. 5. nóvember 1941,
kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur og
eiga þau þrjú börn;
Bjarki Aage, f. 15.
desember 1947 og
Hanna, f. 17. júní
1951, gift Eyjólfi Valdimarssyni
og eiga þau tvö börn.
Reynir varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1965. Hann stundaði nám í ís-
lensku 1965-67 og lögfræði
1967-70 við Háskóla íslands, en
hvarf frá námi og gerðist næt-
urvörður, nær óslitið við Stofn-
un Arna Magnússonar í Reykja-
vík. Reynir var ókvæntur og
barnlaus.
Utför Reynis fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, og hefst at-
höfnin klukkan 13:30.
Bróðurkveðja
Sunnudagsmorguninn 13. desem-
ber hringdi síminn óvenju snemma.
Hver skyldi þetta nú vera? Þá var
það systir mín sem sagði, „Veistu það,
Grétar, að hann Reynir bróðir okkar
er látinn. Hann varð bráðkvaddur
fyrir stuttri stundu."
Hvílík harmafregn. Maður á besta
aldri og það hann Reynir sem var
hugljúfi allra sem þekktu hann.
Reynir var gæddur miklum mann-
kostum og var ætíð fyrst og fremst
með velferð vina sinna og vanda-
manna í huga.
Hann var víðlesinn og mjög vel að
sér um margt og það var ekki komið
að tómum kofunum þar sem hann var
og var þá nánast sama hvert um-
ræðuefnið var.
Honum lét ákaflega vel að halda
uppi og leiða samræður manna í
góðra vina hópi. Kíminn og kom oft
með innskot sem vöktu viðbrögð og
líflegar umræður eins og var ætlan
hans.
Réttsýnni mann var ekki að fmna.
Hann skoðaði alltaf málin fyrst frá
öllum hliðum og lét öll málefni og alla
menn njóta sannmælis og var þá
sama hver átti hlut að máli. En fynd-
ist honum einhver verða fyrir ósann-
gimi og vera fótum troðinn var hann
einarður í afstöðu sinni og gekk þá
fram fyrir skjöldu hvar sem var og
gegn hverjum sem var. Reynir var
ákaflega orðvar og á rógburði hafði
hann megnustu skömm. Að tilgang-
urinn helgaði meðalið var fjan-i hon-
um.
Á þeim sem hreyktu sér hátt án
þess að hafa til þess verðleika hafði
hann lítið álit.
Reynir var einstaklega heill í öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann skoðaði hvert mál vel sem inn á
hans borð kom og var glöggur á að
finna hver væri kjami hvers máls og
setti síðan gjarnan meginatriðin á
blað tii að auðvelda mönnum að átta
sig á málunum og til að halda umræð-
unni um það sem skipti máli.
Hann var ódeigur við að leggja vin-
um sínum og vandamönnum lið þegar
mikið lá við og var hann þá ráðagóður
og gott að hafa hann að baki.
Áhugamál Reynis vom mörg en þó
ekki síst á sögu og stjómmálum eins
og best má sjá á því að á náttborði
hans lágu heimsbókmenntir og
heimsblöðin á fleiri tungumálum.
Reynir ólst upp á Reykjum í Ölfusi
í hópi þriggja bræðra og einnar syst-
ur, en faðir okkar var skólastjóri
Garðyrkjuskóla ríkisins, og var sá
staður honum ætíð mjög kær. Hann
lét sér mjög annt um sögu og virð-
ingu staðarins og Garðyrkjuskólans
og hélt mjög góðu sambandi við
marga af eldri nemendum skólans og
starfsmenn og er mér vel kunnugt
um að það kunnu þeir vel að meta.
Hann vann ómetanlegt starf við að
hafa uppi á gömlum myndum og öðr-
um fróðleik frá Reykjum og frá starf-
semi Garðyrkjuskólans og er mér
bæði ljúft og skylt að þakka hér sér-
staklega fyrir það starf.
Allar myndir merkti hann vel og
lagði á sig ómælda vinnu við að hafa
uppi á nöfnum þeirra sem á myndun-
um eru og hvar og hvenær myndimar
voru teknar.
Reynir var mjög skipulagður og
agaður í öllum vinnubrögðum og vildi
ætíð gæta þess af fremsta megni að
afla sem bestra upplýsinga um hvem
hlut.
Það hvemig hann var búinn að
raða og merkja öll gögn úr dánarbúi
móður okkar, sem féll frá fyrr á þessu
ári, er til einstakrar fyrirmyndar og
með því hefur hann bjargað frá
gleymsku miklum fróðleik.
Jónas Jónsson frá Hiiflu og frú
Guðrún Stefánsdóttir áttu sumarbú-
stað á Reykjum, Fífilbrekku, og var
mikil vinátta á milli ijölskyldna okkar
sem síðan hefur haldist. Reynir vh’ti
Jónas mjög mikils og þau hjón og það
var honum mjög hugleikið að minn-
ingu þeirra væri haldið á lofti svo sem
verða mætti á Reykjum, því svo mik-
inn þátt átti Jónas einnig í kaupum á
Reykjum á sínum tíma og stofnun
Garðyrkjuskólans. Á síðasta ári var
sett upp á bústaðinn útskorin fjöl með
nafninu Fífilbrekka og minningar-
skjöldur um þau hjón inni í húsinu.
Það var ekki síst Reyni að þakka að
af því varð.
Hann lagði einnig á sig ómælda
vinnu við undirbúning og uppsetn-
ingu minnisvarða um foreldi'a okkar í
Unnsteinslundi á„ Reykjum, ásamt
fleira góðu fólki. Þessum helga reit í
huga okkar sýndi hann mikla ræktar-
semi og var mjög umhugað um að um
hann væri vel hugsað.
Reynir átti mjög góðan og sterkan
vinahóp sem hittist reglulega og þá
gjarnan yfir kaffibolla í Norræna
húsinu og veit ég að hann mat þær
stundir mikils og vináttu góðra vina
og rækti hana.
Okkur er það kunnugt að á vinnu-
stað sínum, Árnastofnun, naut hann
mikils álits og trausts, og vinátta og
samvistir við samstarfsfólkið voru
honum mikils virði.
Missir okkar systkina og annarra
nánustu vandamanna er mjög mikill.
Reynir var ætíð reiðubúinn að leggja
þeim lið sem þurftu þess með. Rækt>
ai’semi hans við vandamenn okkar,
hvort sem það var hér á landi eða í
Danmörku, en þaðan var móðir okk-
ar, var einstök.
Það er sárt þegar menn falla frá í
blóma lífsins en minninguna um góð-
an dreng og vandaðan til orðs og æð-
is, munum við geyma með okkur og
gott er að geta leitað í sjóð minning-
anna, jafnt á gleði- og sorgarstund-
um.
Kæri bróðir, fyrirgefðu þessar lín-
ur, því ég veit að þú vildir aldrei láta
hampa þér. Við vitum að vel verður
tekið á móti þér. Hvíl þú í friði.
Grétar J. Unnsteinsson.
Sumir dagar eru slíkir að maður
óskar að þeir hefðu aldrei þurft að
rísa. Ein slík stund kom þegar mér
barst fregnin um sviplegt andlát
míns góða vinar, Reynis Unnsteins-
sonar, sunnudagsmorguninn 13. des-
ember. Sú hugsun er mér óraunveru-
leg að eiga aldrei eftir að ræða við
hann yfir kaffibolla í Non-æna húsinu
eða á Árnagarði um sameiginleg
áhugamál, viðburði heima og erlendis
og söguleg dæmi, okkur báðum til
skemmtunar, eins og við höfum gert
svo ótal sinnum á mörgum liðnum ár-
um. Eiga aldrei framar að njóta hinn-
ar öruggu dómgreindar hans, fágaðr-
ar kímni í tilsvörum og græskulausr-
ar stríðni, hlýleika hans og nær-
gætni, í stuttu máli návistar þessa
góða drengs.
Frakkar eiga þann orðskvið í sínu
máli að það að kveðja sé að deyja
svolítið. Islenska skáldið Stefán frá
Hvítadal orðaði þessa sáru kennd
með einfaldri en ógleymanlegi'i
myndlíkingu:
Er Hel í fangi
minn hollvin ber,
þá sakna ég einhvers
af sjálfum mér.
Við Reynir vorum samtíða í
menntaskóla, þó ekki í sama árgangi,
og kynntumst lítið sem ekkert þá.
Það var ekki fyrr en nokkru eftir að
til Reykjavíkur var komið að við fór-
um að umgangast, líklega höfum við
tekið tal saman í Norræna húsinu
sem verið hefur samkomustaður okk-
ar og fleiri vina hátt í þrjá áratugi.
Það stuðlaði líka að kynnum okkai’
Reynis að gróin vinátta var með
tengdafólki mínu og fjölskyldu hans
frá Reykjum. Slíkt hefði þó ekki
dregið langt ef við hefðum ekki fund-
ið það fljótt að við áttum skap saman
og sameiginleg áhugamál. Það vai-ð
þannig einn af föstum þáttum í lífi
okkar að hittast og tvívegis á okkar
samvistatíma þegar ég bjó erlendis
um skeið skrifuðumst við á. Aldrei
hef ég fengið eins löng og efnismikil
bréf og ég fékk frá Reyni þá.
Þegar augum er rennt yfir lífsferil
Reynis Unnsteinssonai- og þess
minnst hve góðum gáfum hann var
gæddur, verður að álykta að honum
hafí ekki orðið það úr hæfileikum sín-
um sem efni stóðu til. Þetta sótti oft á
hugi okkar vina hans. Reynir átti
gott með nám og hann tók léttilega
próf í almennri lögfræði sem mörg-
um verður að fótakefli. Þegar hann
hóf næturvörslu var það meðal ann-
ars til að skapa svigrúm til lestrar
jafnframt því að afla sér tekna. En
hann missti áhuga á lögfræðinni og
skólanám þokaði úr augsýn. Áhugi
Reynis beindist mjög að sagnfræði,
hann las mikið alls konar sögurit og
varð afar fróður, ekki síst um stjórn-
málasögu og samtímastjórnmál.
Sagnfræði hefði orðið kjörgrein fyrir
hann í háskólanámi. En hann setti
það fyrir sig að hann myndi ekki vilja
stunda kennslu sem er auðvitað
helsta starfsgrein sagnfræðinga. Þá
las hann mikið um heimspekileg og
guðfræðileg efni og hugsaði um þau á
sjálfstæðan hátt. Trúarleg viðfangs-
efni og trúarleg dulúð var honum
hugleikin og áttum við oft samræður
um þau efni.
Hann fann agnúa á flestum hlutum
og var gjamt að koma með mótbárur
ef einhverri afdráttarlausri skoðun
var haldið að honum. Einu sinni þeg-
ar hann opnaði í hálfa gátt inn í hug
sinn í bréfi lét hann orð falla um þær
sífelldu efasemdir sem hann væri
haldinn. Þarna er komið að djúp-
stæðum þætti í eðlisfari og skapgerð
Reynis sem gerði honum erfitt fyrir.
Það var hlédrægni hans. Eg fékk
einu sinni frá honum langt bréf sem
var fullt af skarplegum athugasemd-
um um sögu, stjómmál og heim-
spekileg álitaefni. Ég skrifaði honum
á móti og sagði að það sem hann
hefði fram að færa ætti erindi fyrir
almennings sjónir. Það sama sögðu
fleiri við hann, en hann svaraði jafn-
an á þann veg að hann „þekkti sínar
takmarkanir". Þessu varð ekki hagg-
að. En oft hugsa ég um það þegar ég
les alls kyns samsetning sem menn
senda til blaða og fá birtan í nafni
málfrelsis, að opinber umræða væri
hér með öllu meiri menningarbrag ef
gáfaðir, íhugulir og vel lesnir menn
eins og Reynir Unnsteinsson létu þar
til sín taka. En - til þess þarf íhlutun-
arhneigð sem hann átti ekki til.
Umhyggja Reynis beindist að fjöl-
skyldu hans. I því sem að henni sneri
dró hann sig ekki í hlé. Það leyndi sér
aldrei hve annt honum var um sitt
fólk og hann reyndist því jafnan
styrkur bakhjarl. Það ár sem nú er
að líða hefur orðið fjölskyldunni frá
Reykjum örðugt á margan hátt.
Garðyrkjuskólinn var sú stofnun sem
þau báru öll fyrir brjósti, en þeir
feðgar, Unnsteinn og Grétar, hafa
stýrt honum frá upphafi, í nærfellt
sextíu ár. Sumt sem gerst hefur á ár-
inu í málatilbúnaði vai'ðandi þessa
stofnun var þess eðlis að erfitt var
undir að búa. Reynir beitti sér í þeim
málum af afli og útsjónarsemi sem
maður hefði ekki að óreyndu ætlað
honum. Þótt hann ræddi þau jafnan
hófsamlega og yfirvegað sem annað,
duldist ekki að þau ollu honum hug-
arangri og urðu til að varpa skugga á
síðustu lífsstundir hans.
Það getur vai'la verið heilsusam-
legt að vaka um nætur áratugum
saman og fá aldrei þann svefn sem
líkamanum er talinn nauðsynlegur.
En Reynir sinnti lítt um sjálfan sig
og ræddi aldrei um eigin líðan. Eftir
á sér maður auðvitað að heilsa hans
hefur verið verr komin en nokkur
vissi. En hann lét á engu bera og var
á leið á vakt snemma á sunnudags-
morgni þegar kallið kom.
Fráfall Reynis er mikið harmsefni
fjölskyldu hans og vinum. En minn-
ingin verður aldrei frá okkur tekin.
Allar þær gjöfulu stundir sem við
Reynir áttum saman lifa með ein-
hverjum hætti áfram í huga mínum
og hjarta. Missirinn skerpir vitund-
ina um verðmæti lífsins eins og það
líður. - Þorsteinn skáld frá Hamri
segir á einum stað frá því að hann
orti eitt sinn lítið ljóð og gaf syni sín-
um sem sá á bak góðum vini. Það
heitir Andrá og getur verið gjöf til
allra í slíkum sporum:
að vísu er stundin hverful
og stutt
en gefum dýpt hennar gaum
sem alkyrrð
vatni
ogauga.
Ég kveð vin minn með djúpum
söknuði og heilli þökk. Við Gerður
vottum systkinum hans og öðrum
vandamönnum einlæga samúð okkar.
Guð blessi Reyni Unnsteinsson og
alla sem hann unni. Hann hvíli í friði.
Gunnar Stefánsson.
Við óvænt og ótímabært fráfall
vinar míns, Reynis Unnsteinssonar,
koma mér í hug ótalmargar ánægju-
legar og uppbyggilegar samveru-
stundfr á liðnum áram.
Þótt Reynfr væri hlédrægur mað-
ur og hæglátur bar hann sterka per-
sónu og við lengri kynni urðu æ Ijós-
ari þeir hæfileikar, sem hann bjó yfir
þótt lítt héldi hann þeim á loft. Hann
var vel gefinn, bókelskur og ft'óð-
leiksfús. Mátti heita að hann notaði
hverja stund, er gafst - ekki síst á
kyrrum vökunóttum - til lestrar
ft’æða- og fréttarita um áhugasvið
sín, sem einkum tengdust íslenskum
þjóðmálum, alþjóðamálum, stjórn-
málasögu (íslenskri sem erlendri) og
persónusögu, auk þess sem honum
var almenn saga hugleikin. Varð
hann með tímanum allra manna fróð-
astur á sumum þessum sviðum og
nutu aðrfr oft góðs af, því að á sinn
hógværa en eftirminnilega hátt
fræddi hann löngum vini sína og góð-
kunningja. Skilningur hans á málefn-
um þjóðar okkar, jafnt sem margra
annaira þjóða, var skarpur, enda
byggður á traustum þekkingar-
gi-unni, og athugasemdir hans um
þau mál hittu vel í mark í þröngum
hópi, þótt ekki gæfi hann sig að
stjórnmálum eða bfrti hugleiðingar
sínar á prenti.
Meira var þó veit um þau einkenni
Reynis, sem örðugt er að lýsa en
vora samofin manngerðinni sjálfri:
drengskapinn, tryggðina, festuna,
einlægnina, látleysið og hlýjuna, sem
þeir nutu, er öðluðust vináttu hans og
traust. Hann var sannarlega vinur
vina sinna, þótt ekki væri hann hvers
manns viðhlæjandi. Fáum var betur
trúandi fyrir áhyggjuefnum, því að
saman fór mannskilningur hans og
hæfileiki til rólegrar ígrundunar
vandamála ásamt hógværam og fá-
orðum ábendingum, sem oft hjálpuðu
viðmælandanum til að sjá hlutina í
réttu ljósi. Þótt ýmsum mætti virðast
Reynir vera alvörumaður, a.m.k. eft-
ir skammvinn kynni, átti hann engu
að síður góða kímnigáfu, sem vinfr
hans fengu oft að njóta. Hann gat
vissulega verið stríðinn en allt var
það grómlaust og þannig með farið
að ekki særði menn.
Reynir vai’ einkar góður ferðafé-
lagi. Varð ég þess aðnjótandi að fai-a
með honum allmargar ferðir um Suð-
vestm-- og Suðurland og þá ævinlega
sem „gestur" hans ef svo má að orði
komast. Verða mér þessar ferðir
ógleymanlegar og dýrmætar í minn-
ingunni. Ferðafélaga sína - mig og
aðra - fræddi hann á fjölmörgu, er
snerti land og sögu, og ekki gat nein-
um dulist næmt skyn hans á fegurð
íslenskrar náttúru. Rausn hans og
höfðingsskapur á ferðalögum okkar
líður mér ekki úr minni, en þá var
hann í hlutverki veituls gestgjafa,
sem bauð samferðamanninum upp á
góðar máltiðir auk allrar annarrar
ánægju af samverunni! Á ferðum
okkar austur yfir Fjall komum við
m.a. allnokkrum sinnum við í Hvera-
gerði, nánar tiltekið í Garðyrkjuskóla
ríkisins að Reykjum í Ölfusi, þai’ sem
Reynir sleit bamsskónum. Ljúfar
voru honum minningamai’ um æsku-
árin þar, en hann var sonur fyrstu
skólastjórahjónanna á Reykjum, sem
sköpuðu og mótuðu skólann. Sýndi
hann með verðugu stolti öll þau fögru
mannvirki, sem skólanum hafa verið
reist - mörg fyrir baráttu og annál-
aðan dugnað föður hans - og aðra
staðarprýði. Fékk engum dulist, að
þessi fagri sögustaður og menntaset-
ur var honum öðrum stöðum kærari.
Tryggð og drenglund Reynis birtust
m.a. í þeirri miklu rækt, sem hann
lagði við minningu foreldra sinna og
hið merka brautrýðjendastarf þeirra
á Reykjum. Með gleði og áhuga
fylgdist Reynir einnig með skörulegu
uppbyggingarstarfi Grétars bróður
síns, sem tók ungur við skólastjórn
og staðarforráðum á Reykjum að
föður þeirra látnum.
Ég held að Reynir hafi verið
gæddur meiri og ríkari ábyrgðartil-
fmningu en flestir þeir menn, er ég
hefi kynnst - að öðram ólöstuðum.
Hann hugsaði lítt sem ekki um eigin
hag en bar afar ríka umhyggju fyrii’
ýmsum sér nákomnum, sem og sum-
um öðrum, er hjálpar þörfnuðust.
Það, að vera þess umkominn að veita
öðrum stoð og styrk, var honum dýr-
mætara en eiginn frami. Móðfr hans
varð snemma ekkja. Varð það Reyni
ungum metnaðarmál að styðja hana
og fjölskylduna að öðru leyti svo sem
best mátti verða. Að mati þeirra, er
vel þekktu til, gerði hann það með
sérstökum sóma. Um fórnir, er hann
færði í því sambandi - og einnig til
hjálpar öðrum, fyrr og síðar - vildi
hann helst ekki ræða við málvini sína
og hefur vísast talið sig þær litlu
skipta. Um eigin tilfinningai’ og
áhyggjuefni var Reynfr dulur - og
um of að margra mati. Hann var hlé-
drægur að eðlisfari, þótt ræðinn væri
við vini sína og góðkunningja, og frá-
bitinn öllu prjáli og sókn eftir fölsk-
um lífsgæðum, þótt vel kynni hann að
njóta margs þess, er veitir sanna
gleði og lífsfyllingu.
Svo sem vænta mátti var Reynfr
traustur og farsæll starfsmaður á
þeim merka vinnustað, er hann kaus
sér og batt tryggð við fyrfr áratugum
- vökumaður yfir þjóðargersemum
pkkai’ í Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi. Þar er nú vandfyllt skai’ð
fyrir skildi.
Sem betur fer áttum við Reynir
margar góðar samverustundfr, fyn-
og síðar - einir saman eða i hópi
góðra vina og kunningja - en þegar
ég nú hugsa til kynna okkar þykir
mér sem ég hafi að jafnaði verið
þiggjandinn en hann veitandinn í
samskiptum okkai’. Hygg ég að flefri
góðvinir Reynis deili þeirri reynslu
með mér. Hafi hann heila þökk fyi-ir
samfylgdina, vináttuna og tryggðina.
Systkinum Reynis og öðram nán-
um vandamönnum hans, sem sjá nú á
bak góðum dreng, færi ég einlægar
samúðarkveðjur.
Páll Sigurðsson.
Reynir Unnsteinsson hóf störf
1971 við Stofnun Árna Magnússonar