Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 67'
Fonda mikið
fyrir kántrý
►LEIKKONAN Bridget Fonda
á í ástarsambandi við kántrý-
söngvarann Dwight Yoakam
en er ófáanleg til þess að ræða
sambandið. „Eg ræði ekki um
þá sem ég á vingott við vegna
þess að þegar slitnar upp úr
sambandinu endurupplifir
maður það í fjölmiðlum,“ segir
hún í samtali við Reuters. Svo
mörg voru þau orð.
553 2075
ALVÖRU BIÓ! mpolby
RfflFR/FNT 8THR8IA TJAUHB MÉ
HLJÓÐKERFI í | UY
ÖLLUM SÖLUM!
★ ★★ Kvikmyndir.is
I DAG ER HELSTA
OGN HINNA ILLU
OKKAR EINA VON!
http://www.blademovie.com
Sumar
deilur
standast
tímans tönn
Hinir síungu sprellikarlar, Jack Lémmon og Walter
Matthau fara á kostum í léttri og sprenghlægilegri
gamanmynd um þá félaga Felix og Oscar sem hafa
ekki hist í þrjátíu ár en nú þurfa þeir að ferðast
saman I brúðkaup bama sinnal
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20. b. i. 16.
Tm C A R R E Y
HEIÐA er að springa af orku og fjöri.
MAGGA Stína leikur sér að eldinum.
Rokk í skóinn
BELLATRIX í jólaskapi. '
TOWLIST
Lol'tkastalin n
Gefðu mér rokk f skóinn
Tónleikar í Loftkastalanum laugar-
dagskvöldið 19. desember. Fram
komu 200.000 naglbi'tar, Súrefni,
Bellatrix, Unun, Botnleðja og Magga
Stína. Áhorfendur fáir.
Á LAUGARDAG héldu nokkrar
helstu hljómsveitir landsins nú um
stundir tónleika í Loftkastalanum
undir yfirskriftinni Gefðu mér rokk
í skóinn. Allar voru hljómsveitirnar
að vekja athygli á nýlegum eða glæ-
nýjum breiðskífum sínum, til að ýta
undir sölu á skífunum og bara til að
vera með.
200.000 naglbítar voru fyrstir á
svið og stóðu sig með prýði þótt
ekki hafi stemmningunni verið fyrir
að fara í Loftkastalanum, áhorfend-
ur ekki nema nokkrir tugir. Þeir fé-
lagar ná gríðarlega vel saman og
voru vel þéttir, ekki síst þegar kom-
ið var út í lagið frábæra, Neðanjarð-
ar. I því og reyndar svo víða í text-
um þeirra félaga er grunntónninn
myrkur í vonleysi sínu og tóm-
hyggju. Afbragðssveit sem sendi frá
sér fyrirtaks plötu í haust.
Súrefni sendi einnig frá sér góða
skífu fyrir jólin, en tónlist sveitar-
innar er allfrábrugðin Naglbítanna
og reyndar skáru þeir Súrefnisfé-
lagar sig nokkuð úr í miðju rokkhaf-
I inu. Þeir áttu í vandræðum með
hljóð, ekki síst í öðru laginu sem
hljómaði heldur sérkennilega á köfl-
um. Þriðja lagið var frábær keyrsla
og Arnar trymbill hreinlega fór á
kostum. Gaman hefði verið að sjá
sveitina á sviði með rafgítar í loka-
laginu, en það bíður betri tíma.
Bellatrixur voru yfirvegaðar og
rólegar, enda ekki eins mikið í húfi
og síðast er þær stóðu á sviði Loft-
kastalans. Þær voru greinilega að
skemmta sér ekki síður en áheyr-
endum og skilaði sér vel út í sal;
notaleg stund með Bellatrix! Crash
var frábærlega vel útfært, hljóm-
veggur og hamagangur, og Elíza í
fínu formi. Er kannski til marks um
hversu liðsmenn tóku lífinu létt að í
Great Expectations var trymbillinn
einhentur um stund og enginn
kippti sér upp við það. Happy Go
Lucky var kæruleysislegt vagg og
velta, bráðskemmtilegt lag, og loka-
lagið, Ég fæ jólagjöf, hefði átt að
gefa út á smáskífu fyrir jólin.
Unun er með skemmtilegustu
tónleikasveitum, en hentar kannski
betur á knæpunni Skreiðstu-inn
frekar en í Loftkastalaleikhúsinu.
Líkt og jafnan er Heiða miðpunkt-
urinn; í 34 mínútur er hún að
springa af orku og fjöri, geislandi af
gleði og skemmtan.
Þegar Botnleðja kemur á svið er
skipt um gír, keyrslugír. Botnleðju-
drengir fóru rólega af stað í öflugu
lagi, Ég drukkna hér og héldu fram
stuðinu í Hentu í mig aur. Rophynol
róðaði fólk niður áður en sett var á
fullt aftur í Són sem fluttur var í
framúrskarandi stuði. Rúsínan í
pylsuendanum var síðan mögnuð
útgáfa Botnleðjunga í Ave Maria,
þótt stirðlega væri farið af stað. Þar
er komin b-hliðin á jólagjöf Bella-
trix.
Magrét Kristín Blöndal mætti
síðust til leiks með liðið sitt, Fót-
vana FC. Frá fyrstu tónum var ljóst
að menn ætluðu að leika sér að eld-
inum og gerðu það; útsetningar fjöl-
skrúðugar og framandlegar á köfl-
um. Sum laganna öðluðust nýtt líf,
önnur kannski annað líf en þeim var
ætlað í upphafi, en líf engu að síður.
Innblástur augnabliksins réð ferð
og úr varð frábær skemmtun, nýjar
hliðar og nýtt líf.
Áheyrendur fáir, segir í inngangi
þessarar frásagnar, og reyndar svo
fáir að vakti nokkra undrun. í Loft-
kastalanum á laugardag var blómi
íslenskra rokksveita að segja allur
saman kominn en fáir áheyrendur.
Kannski var staðurinn ekki réttur,
eða stundin, en þeir sem mættu
fengu svo sannarlega eitthvað fyrir
sinn snúð, fengu rokk í skóinn.
Árni Matthíasson
Hrein
leiðindi
Tala fallinna
(Body Count)
S p i‘ ii ii ii in y n il
l/2
Framleiðsla: Mark Burg, Doug
McHenry og George Jackson.
Leikstjórn: Robert Patton-Spruill.
Handrit: Theodore Witcher.
Kvikmyndataka: Charles Mills.
Aðalhlutvcrk: David Caruso,
Linda Fiorentino, John Lcguizamo
og Ving Rhames. 81 mín. Bandarísk.
Háskólabíó, desember 1998.
Bönnuð innan 16 ára.
ÞETTA er enn ein sagan af ráni <
sém misheppnast, sem sver sig í
ætt við „Reservoir Dogs“, bestu
mynd Quentins
Trarantino. Hún
er þó ekkert
nema þynnku-
legur skugginn
af íyrirmyndinni
og að flestu leyti
óþolandi kvik-
mynd. Leikara-
skráin er óneit-
anlega glæsileg
en sú lýsing á
ekki við neitt annað hér. Sagan
drattast þunglamalega áfram og
mínúturnar virðast ótrúlega marg-
ar og langar. Sögupersónur eru
hver annarri ömurlegri og hefðu
auðveldlega drepið niður alla
spennu ef einhverntíma hefði verið
um nokkuð slíkt að ræða, sem auð-
vitað fer víðsfjarri. Ýmsum þekkt-
um kvikmyndaminnum er beitt af
stökum aumingjaskap svo jaðrar
við misþyrmingu á kvikmyndahefð-
inni. Sem dæmi má nefna „þjóð-
vegamyndir“ og „film noir“ sem
augljóslega eiga að móta myndina.
Þessi innantómi metnaður bætir
sýndarmennsku við fjölmargar nei-
kvæðar hliðar eins og heimskuleg
samtöl, fáránlega persónusköpun
og sorglega vondan söguþráð.
„Body Count“ gæti hugsanlega átt
eitt sér til ágætis, að standa sem
dæmi um hvernig er hægt að
klúðra kvikmyndum til að kenna
manni að meta það sem betur er
gert annars staðar.
Guðmundur Ásgeirsson