Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Annað merkilegl Island BÆKUR Fræðirit ANNAÐ ÍSLAND eftir Guðjón Arngrímsson. 1998. Mál og menning, Reykjavík. 373 bls. GUÐJÓN Arngrímsson gaf út á sl. ári frásögn af upphafí flutninga íslendinga vestur um haf. Nú kemur framhaldið af þeirri sögu, hvernig íslendingarnir urðu smám saman hluti af kanadísku samfélagi, vestur- íslenzkir Kanadamenn fremur en ís- lendingar í Kanada. Fyrri bókin var góð, þessi er ekki síðri. Fyrsti kaflinn heitir Á sléttunni og er lengstur kaflanna í bókinni. Þar er gerð grein fyrir þeim hluta landnemasögunnar sem ekki var fjallað um í fyrra bindi sem er saga Islendinga í Winnipeg. En höfundur byrjar á að segja frá sveitunum á þessari endalausu sléttu sem_ er svo ólík öllu sem þekkist á Islandi. Winnipeg verður þungamiðja lífs í þessum byggðum og þar verður til nútímalegt samfélag sem er óþekkt á Islandi þess tíma og landnemana hefur vart getað órað fyrir. Vestur- Islendingar verða því nútímamenn í eðlilegu og skynsamlegu samfélagi miklu fyrr en landar þeirra heima á íslandi. Fæðingahríðir nútímasam- félags á íslandi sem er álíka gjöfult einstaklingunum og það kanadíska stóðu langt fram eftir öldinni og það mótaðist ekki endanlega fyrr en á sjöunda áratugnum. Guðjón byrjar bókina á ívitnun í fyrirlestur eftir Einar H. Kvaran þar sem hann leiðir rök að því að vesturferðirnar verði sennilega þýð- ingarmeiri fyrir íslenzkt samfélag en önnur vegna þess hve frumstætt það er, lokað og fátækt í lok síðustu aldar. Þetta er leiðarstefið í bókinni sem höfundur vinnur skipulega og vel úr. Þess má einnig geta að löngu er kominn tími á að skoða hina frjáls- lyndari íslenzku höf- unda frá aldamótunum sem voru ekki alveg frosnir í afstöðu sinni til þjóðemisins, skildu að framtíð landsins lá ekki í lokuðu sveita- samfélagi þar sem kjarni þjóðarinnar hélzt hreinn í afdala- byggðum heldur í opnu borgaralegu félagi þar sem margir straumar og mörg sjónarmið runnu saman og innvið- ir þjóðernisins skírðust í straumelfi tímans. I fyrsta kaflanum er vikið að ýmsu sem varðar sögu Islendinga í Vesturheimi. Til dæmis er stutt- lega fjallað um tengsl indjána og Islendinga og þá sögu að þau hafi verið óvenju náin. Þar er skoðuð frásögn Helga Einarssonar sem eignaðist fjóra drengi og eina stúlku með indjánakonu og þær ályktanir dregnar af þeirri frásögn að íslendingar hafi ekki verið öðru- vísi en aðrir að líta niður á indjána og eiga við þá sem minnst sam- skipti. Þar er sagt frá því hvar ís- lendingaslóðir voru í Winnipeg, auðmanninum Gísla Ólafssyni sem talinn var ríkastur íslendinga í þeirri borg um aldamótin. Rakin er frásögn Valtýs Guðmundssonar af ferð sinni um byggðir Islendinga þar sem fram kemur skýrt að margir íslendingar bjuggu við um- talsverða velmegun sem var al- mennari og meiri en þekktist á ís- landi á þeim tíma. Annar kafli er um trúmál Vestur- Islendinga. Um fátt var meira deilt en trúmál meðal Vest- ur-íslendinga og virðist deilan hafa snúizt um túlkun á hinni helgu bók. Annars vegar voru þeir sem vildu taka Bi- blíuna bókstaflega, allt í henni væri satt, opin- beruð sannindi Drott- ins. Hins vegar voru þeir sem töldu að ein- ungis væri hægt að taka mark á þeim hlut- um Biblíunnar sem kæmu heim og saman við heilbrigða skynsemi og niðurstöður vísind- anna. Þessi síðari túlk- un er kennd við nýguð- fræði og átti verulegu fylgi að fagna meðal íslenzkra klerka langt fram eftir þessari öld. Lúterska kirkjufélagið sem var stærsta kirkjufélag Vestur-íslend- inga klofnaði vegna þessa ágrein- ings og stóð í miklum málaferlum um eignir þess. Móðurmálið er viðfangsefni þriðja kaflans. Það fór ekki hjá því að ís- lenzkan breyttist þegar hún varð mál minnihlutahóps og öll samskipti við yfirvöld og aðra hópa fóru fram á öðru tungumáli. Hún hefur þó lifað ótrúlega lengi. Það tekur um það bil þrjár kynslóðir fyrir málið að hverfa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Guðjón gerir prýðilega grein fyrir því hvaða félagslegu skilyi-ði þarf að uppfylla til að málið eigi sér lengri lífdaga. _ Þau áttu ekki við meðal Vestur-íslendinga og því víkur málið smám saman. Höfundur rekur í sérstökum kafla þau áhrif sem telja má að Vestur-ís- lendingar hafi haft á gamla landið. Það er merkilegt að lesa frásögn af því þegar séra Rögnvaldur Péturs- son kemur til Seyðisfjarðar og rekst á þetta þröngsýna, öfundssjúka og kæfandi smábæjarsamfélag sem allir landsmenn kannast enn við. Ég veit ekki hvort Vestur-íslendingar hafa haft einhver áhrif á að þessi hluti ís- lenzks venileiks er smám saman að hverfa. En þeir höfðu áhrif á að ís- lendingar byi’juðu að nota ís til að frysta fisk, voru upphafsmenn þess að virkja vatnsafi til að framleiða rafmagn, flugu um landið fyrstir manna og fluttu inn bíla. Lokakaflinn segir frá þátttöku Vestur-Islendinga í heimsstyrjöld- inni fyrri. Sá kafli kom mér mest á óvart því ég gerði mér ekki grein fyrir að þátttaka þeirra hefði verið jafn mikil og raun ber vitni. I kaflan- um er greint frá nöfnum fjölda- margra manna sem létust eða særð: ust og annaira sem komust af. I þessum kafla er einnig mjög vel lýst hvernig atburður á borð við styrjöld þvingar fram ki’öfu um samstöðu og veldur því að allir sem ekki taka þátt eru litnir hornauga og eru beittir þvingunum í raun. Styrjöldin verður í raun lokahnykkur þess að Vestur- íslendingar gerast Kanadamenn. Ég saknaði þess nokkuð að höfund- urinn fjallaði ekki um gagnrýni Stephans G. Stephanssonar á stríðið í kvæði sínu Vígslóða og olli miklu fjaðrafoki meðal landa sinna. Þessi bók hefur alla kosti fyrri bókar höfundar um íslendinga í Vesturheimi. Hún er lipurlega skrif- uð og þægileg aflestrar. Myndh’ eni ekki bara skraut á bókinni heldur hluti textans, auka við hann á ýmsa lund. Skyggðar innskotsgreinar koma vel út. I lokin eru heimilda- skrár með hverjum kafla og nafna- skrá. Prentvillur sá ég engar. Þetta er sérstaklega eiguleg bók, vel skrif- uð hugleiðing um íslenzkt þjóðemi á þessari öld en jafnfram frásögn af merkilegum kafla í sögu Islendinga. Guðmundur Heiðar Frímannsson Guðjón Arngrímsson „Þessi íslenski and- styggilegi húmor“ GERÐUR Kristný rithöfundur liefur sent frá sér smásagnasafnið Eitruð epli. Það hefur að geyma 11 sögur, í þeim öllum eru kvenkyns aðalpersón- ur, sú yngsta sex ára og sú elsta á sjötugs- aldri. Þú skiptir sögunum íþrjá hiuta - hvernig er sú skipting hugsuð? „I fyrsta hlutanum eru sögur af ósköp venjulegum stúlkum í aðstæðum sem gætu al- veg hugsanlega komið upp. Annar hlutinn er svo sögur af sauma- klúbbi og þær eru reyndar elstu sögurnar í bókinni. Það er dálítill öhugnaður í sögunum í siðasta hlutanum, til að byrja með virðist þetta vera ósköp eðlilegur heimur en svo breytist allt saman,“ segir Gerður leyndardóms- full á svip. Bókin er full afkaldhæðni og kvikindisskap - er þetta að verða þitt helsta vörumerki? S g sá ansi skemmtilega heim- ildarmynd um daginn um Mengele,“ segir mamma og það glaðnar yfir henni. „Hann brall- aði nú ýmislegt, sá maður. Mai’gt bara ansi sniðugt." „Sniðugt?" „Já, hann saumaði til dæmis sam- an tvíbura og sagði svo við þá: „Hlaupið.“„ „Sagði hann það?“ Var það sagt í þættinum? Þetta hef ég aldrei heyrt.“ „Nei, það var ekki sagt í þættin- um,“ svarar mamma og rær fram í gráðið. „Ég gat mér þess bara til að hann hefði sagt það þegar hann hafði saumað börnin saman og virti sköp- unarverk sitt fyrir sér. Mengele var misskilinn húmoristi.“ „Ætli ég losni nokkuð við það. Mér finnst þetta bara skemmtilegur húmor og sé ekki betur en að hann falli í kramið hjá öðr- um - þessi íslenski andstyggilegi húmor. Það er alltaf voða gam- an að sjá einhvern ann- an festast í rúllustiga og getur jafnvel bjarg- að heilum degi fyrir manni." Þú hefur áður sent frá þér Ijóðabók og skáldsögu og nú er röðin komin að smá- sögunum. Ertu búin að fínna formið sem hent- ar þér best? „Ég hef enn ekki skrifað nógu mikið til þess að ég geti séð það. Það sem helst er hægt að lesa úr því litla sem ég hef gert er að ég hef komið mér upp mínum eigin stfl. Mig langar til að koma með ljóðabók næst og svo vonandi skáldsögu, þannig að kannski byrja ég bara aftur á hringnum," segir Gerður Kristný. „Tókstu myndina upp?“ ,Auðvitað. Ég vissi að mig myndi langa til að horfa á hana aftur." „Viltu lána mér spóluna?“ Mamma klórar sér með prjóni í hökunni. „Ég lána fólki aldrei vídeó- spólur nema ég taki úr þess í pant og ÞÚ átt ekki Rolex.“ „Þú lánaðir mér samt einu sinni Cape Fear.“ „Þú hafðir nú bara gott af að sjá hana. Það var flott þegar Róbert beit úr kinninni á konunni." „Það var ógeðslegt.“ „Ógeðslegt? Hún gat nú bara þakkað fyrir það, jafn sviplaus kona. Ór sýnir að þú hafir sögu að segja. Einn fótur og þú átt sögu af hákarli.“ Ur Eitruðum eplum. Gerður Kristný BÆKUR Stangaveiði ÍSLENSKA STANGAVEIÐIÁRBÓKIN 1998 eftir Guðmund Guðjónsson. 176 bls. Útg. Litróf ehf. Prentun: Prentstöðin. 1998. GUÐMUNDUR Guðjónsson hef- ur til fjölda ára sent frá sér veiðibók fyrir jólin. Guðmundur er sjálfur veiðimaður, þekkir veiðimenn, að- ferðir þeirra og háttalag, og kann skil á öllum þein-a þankagangi og tilfinningum. Én skammdegið nota veiðimenn til að rifja upp liðnar stundir, spá í framtíðina og segja veiðisögur. Og auðvit- að einnig að lesa veiði- sögur! Guðmundur, sem fer frjálst og fjör- lega yfir efnið, upplýsir að gott veiðisumar sé að baki. Ástand sjávar hafi verið hagstætt og ánna sömuleiðis þokka- legt. Vatnsleysi framan af sumri hafí þó víða hamlað veiði. Að venju fer Guðmundur hring- inn um landið og segir frá útkomunni í hverri á fyrir sig. Slök veiði, segir hann, að verið hafi í Elliðaánum. Og yfirhöf- .uð sé að draga þar úr fiskgengd. Telur Guðmundur upp ýmsar senni- legar orsakir þess, svo sem þéttingu byggðar, vaxandi umferð, jarðrask og hafnarmannvirki nærri árósum og þar fram eftir götunum. Enn- fremur »afrennsli af götum og bila- plönum út í árnar með olíu og efna- mengun.« Verst er þó að »rusl og kólígerlar og saurgerlar eru vanda- mál.« Reykvíkingar hafa löngum miklast af að eiga þessa tæru lax- veiðiá í miðri borg. Af framan- greindu er ljóst að gæti menn ekki að sér í tíma er hvergi nærri sjálf- gefið að svo verði um alla framtíð. Vatna- niður Bestu laxveiðiámar eru sem fyrr í Borgarfirði og norðanlands. Má þá ekki heldur gleyma Rangánum né ám þeim sem falla í Ölfusá/Hvítá. Blanda, segir höfundur, að komið hafi mest á óvart með 2.100 laxa - í þriðja sæti sem slík. Til samanburð- ar má geta að Laxá í Aðaldal, sem orð hefur löngum farið af, náði ekki tveim þúsundum og er því skör lægri en Blanda. Til skamms tíma heyrðist Blanda naumast nefnd þegar talað var um eftirsótt- ustu laxveiðiárnar. Eft- ir hverju er laxinn að sækjast þar nú sem ekki var áður? Sogið, Laxá í Ásum og Laxá í Aðaldal, allt gamal- kunnar veiðiár, eiga all- ar upptök í stöðuvötn- um, Sogið í Þingvalla- vatni, Laxá í Ásum í Svínavatni og Laxár- vatni og Laxá í Aðaldal í Mývatni. Sama máli gegnir nú orðið um Blöndu enda þótt stöðuvatnið sé ekki náttúrlegt heldur tilbúið. Það skyldi þó aldrei vera að hin afar um- deilda virkjun hafi haft þessi hag- stæðu áhrif á lífríki árinnar? Margar og góðar veiðisögur segir Guðmundur, bæði af mönnum og laxi. Erlendir veiðimenn koma þar ekki síður við sögu. En þeir líta gjarnan á laxveiðina sem sport ein- vörðungu; njóta þess að veiða lax- inn, landa honum, en sleppa honum síðan! Allmargir laxar hafa því sannanlega veiðst tvisvar, jafnvel oftar. Og ekki alltaf í sömu ánni. Guðmundur nefnir dæmi þess að lax hafi villst upp í framandi á og snúið aftur til sjávar áður en hann rataði Guðmundur Guðjónsson Nýjar hljómplötur • SÓNATA er með leik Evu Mjallar Ingólfsdóttur fiðlu- leikara og Svetlönu Gorok- hovich pí- anóleikara. Útgáfan er tileinkuð fóður Evu, Ingólfi Guð- brandssyni, í tilefni af- mælis hans. Á plötuni er að finna sónötu í A- dúr eftir Cesar Franck, partítu nr. 2 í d-moll eftir Jo- hann Sebastian Bach og fjór- ar prelúdíur op. 34 í útsetn- ingu D. Tziganov eftir Dmitri Shostakovich. Utgefandi er Japis og styi-ktu Flugleiðir útgáfuna. Upptökur fóru fram í Víði- staðakirkju í mars og apríl 1998 og Fella- og Hólakirkju í mars og ágúst 1998. Tón- meistari var Bjarni Rúnar Bjarnason og tæknimaður var Sverrir Gíslason. Verð: 2.099 kr. Djass á Sóloni DJASSKVARTETTINN Um endalok tímans mun spila á Sóloni íslandusi í efri sal í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21. Kvartettinn skipa Jóel Pálsson á saxófón, Ámi Heið- ar Karlsson á píanó, Gunn- laugur Guðmundsson á kontrabassa og Einar Valur Scheving á trommur. Eva Mjöll Ingólfsdóttir loks upp í sína réttu upprunaá. Þetta hefur fengist staðfest með sleppingum og endurveiði. En, eins og Guðmundur kemst að orði, »aðalatriðið í veiðiskap er að veiða og njóta útiveru og félags- skapar.« Því sé þó ekki að heilsa um alla íslenska veiðimenn, langt því frá. Sumir geri út á að afla sem mest. Segir Guðmundur að slíkur atgang- ur eigi »fátt eða ekkert skylt við sportveiði... menn moka á meðan þeir ei'u uppistandandi.« Þá hefur Guðmundur áhyggjur af að laxveiðin sé að fá neikvæða ímynd með þjóðinni þar eð fólk sé farið að líta á þetta sem munað for- réttindahópa. Fari þó fjarri að svo sé. Fólk úr öllum áttum stundi þessa íþrótt sér til heilsubótar og yndisauka. Silungsveiðin fær alltaf nokkurt rúm í árbókinni. En hún var »víðast mjög góð,« upplýsir Guðmundur. Silungsveiðin hefur minni kostnað í för með sér en býður upp á mikla fjölbreytni, auk þess sem veiðitím- inn er miklu lengid. Sumir láta sér nægja að fást við murtuna í Þing- vallavatni. Aðrir una við íjallavötnin fagurblá svo sem Veiðivötn eða vötnin á Arnarvatnsheiði. En þar má svo sannarlega njóta hvíldar frá erli og streitu daglega lífsins og finna sjálfan sig í öræfakyrrðinni. Og enn aðrir renna fyrir sjóbirting eða sjóbleikju sem veiðist allt í ki’ingum landið. Þekktastar eru sjó- birtingsárnar í Vestur-Skaftafells- sýslu. »Og þvílíkir silungar! Skaft- fellski sjóbirtingurinn er einhver merkilegasti fiskur sem til er,« seg- ir Guðmundur, »stór og sterkur. Meðalþungi í sumum skaftfellsku ánum er hærri en í sumum laxveiði- ánum.« Að venju er fjöldi mynda í bók þessari, allar í svart/hvítu. Þeirra á meðal eru myndir af yngstu veiði- mönnunum sem sumir hverjir eru ekki miklu stærri en fiskarnir sem þeir drógu á land! Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.