Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Demókratar fylkja sér um Clinton Þrátt fyrir að demókratar séu afar ósáttir við framferði Bandaríkjaforseta sýndu þeir honum táknrænan stuðning um helg- ina er fulltrúadeildin hafði samþykkt tvær ákærur á forsetann. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti bar sig vei eftir að full- trúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á laugardag að ákæra hann til embættismissis og vísa mál- inu tii öldungadeildai- Bandaríkja- þings. Samþykkti fulltrúadeildin tvö ákæruatriði af fjórum en forsetinn lét það ekkert á sig fá og lýsti því yf- ir á laugardagskvöld að hann hygðist sitja í embætti fram á síðustu stund kjörtímabils síns og krafðist þess að endi yrði bundinn á „persónuíeg nið- urrifsstjórnmál“. Demókratar gengu út af þingi í er ljóst varð að þeim yrði ekki gefinn kostur á að greiða atkvæði um vitur á forsetann. Demókratarnir héldu þó í þingsal áður en gengið var til at- kvæða. Fyrsta ákæruatriðið, um að forsetinn hefði sagt ósatt og þar með framið meinsæri er hann bar vitni fyrir kviðdómi við yfirheyrslur Kenneths Stairs, sérskipaðs sak- sóknara, var samþykkt með 228 at- kvæðum gegn 206. Greiddu þing- menn eftir flokkslínum nema hvað fimm repúblikanar greiddu atkvæði gegn tillögunni og fimm demókratar með henni. Gat The New York Times sér þess til að hefði nýkjörið þing, sem enn hefur ekki komið sam- an, greitt atkvæði um málið kynni niðurstaðan að hafa verið önnur, svo mjótt hafí verið á mununum. Þá var ákæruatriði um að í'orset- inn hefði hindrað framgang réttvís- innar með því að fá vitni til að segja ósatt til að hylma yfir samband hans við Monicu Lewinsky einnig sam- þykkt. Munurinn var enn minni, 221 greiddu atkvæði með en 212 á móti. Fimm demókratar greiddu atkvæði með ákærunni en tólf repúblikanar á móti. Akæruatriði um meinsæri við yfir- heyrslur í máli Paulu Jones var fellt, 229 greiddu atkvæði gegn því en 205 með. Að síðustu greiddi yfirgnæf- andi meirihluti, 285 þingmenn á móti 148, atkvæði gegn fjórða ákæruat- riðinu, um að forsetinn hefði misnot- að vald sitt er hann neitaði að svara nokkrum af 81 spurningu dómsmála- nefndar fulltrúadeildarinnar. Aðeins einn demókrati greiddi atkvæði með ákærunni og 81 repúblikani gi-eiddi atkvæði gegn henni. „Ekki mikill stuðningur við Clinton" Þrátt fyrir að repúblikanar hefðu sigur ríkti lítill fógnuður í herbúðum þeirra. Þá lögðu nokkrir þingmanna demókrata á það áherslu að þrátt fyrir að þeir hefðu greitt atkvæði gegn ákænmum á hendur forsetan- um hefði það ekki verið fyrir stuðn- ing við hann, heldur stjórnarskrána. Með því að greiða atkvæði gegn því að ákæra forsetann væru þeir ekki síður að mótmæla því hvernig repúblikanar hefðu haldið á málum. Eftir atkvæðagreiðsluna hópuðust ERLENT Reuters ÞINGMENN demókrata í fulltrúadeildinni gengu fylktu liði út úr þinginu á laugardag til að mótmæla því að þeir fengu ekki að greiða atkvæði um vítur á forsetann. demóki-atar að Hvíta húsinu, þar sem Clinton og Hillary, eiginkona hans, auk Als Gores varaforseta bættust í hópinn. „Ég held ekki að hér sé að finna mikinn stuðning við Bill Clinton,“ sagði þingkonan Lou- ise Slaughter. „Hann er ekki besti demókratinn sem við höfum séð.“ Fleiri tóku í sama streng, sögðust ekki mættir til að styðja forsetann, þeir væru honum öskureiðir fyrir framferði sitt. „Við eigum öll í ástar- haturs-sambandi við forsetann. Hann er heillandi og góður leiðtogi en getur líka gert mann öskureiðan og fráhverfan sér,“ sagði David E. Skaggs. Einn aðstoðarmaður demókrata- þingmanns lýsti furðu sinni á stuðn- ingnum við forsetann. „Þeim [demókrötum] fellur ekki við forset- ann. En repúblikönum hefur tekist með prýði að sameina þá og reka í fang hans.“ „Mitt á milli þráhyggju og afneitunar“ Er atkvæðagreiðslan hófst ræddi Clinton við séra Tony Campolo, sem gaf forsetanum einnig góð ráð áður en hann játaði samband sitt við Mon- icu Lewinsky. Er Campolo yfirgaf Hvíta húsið fylgdist forsetinn með beinni útsendingu frá atkvæða- greiðslunni og segja aðstoðarmenn hans hann hafa einkum sýnt þvi áhuga hvaða þingmenn greiddu ekki atkvæði eftir flokkslínum. Þá segja aðstoðarmennirnir Gore varaforseta hafa stappað stálinu í forsetann. Lýsti einn aðstoðarmanna forsetans hugai’ástandi hans svo að Clinton virtist vera „einhvers staðar mitt á milli þráhyggju og afneitun- ar“. Vinir Clintons segja hann bera sig vel og vera sannfærðan um að öldungadeildin dæmi hann ekki til að víkja úr embætti. Hann taki herferð repúblikana á hendur sér hins vegar ákaflega nærri sér. Þá mun honum hafa brugðið mjög í brún er Robert Livingston, sem átti að verða næsti forseti fulltrúadeild- arinnar, sagði óvænt af sér á laugar- dag. Joe Lockhart, talsmaður Clint- ons, sagði hann hins vegar ekki ætla að verða við áskorun Livingston um að fylgja í kjölfarið og segja af sér forsetaembætti. Er Clinton hitti þingmenn demókrata við Hvíta húsið á laugar- dag ítrekaði forsetinn að hann ætlaði ekki að segja af sér, heldur sitja „fram á síðustu stund síðasta dags kjörtímabils míns“. Sagði Clinton Bandaríkjamenn nú standa frainmi fyrir erfiðum verkefnum. „Til að komast að réttri niðurstöðu verður að ríkja andrúmsloft velsæmis og kurteisi, einhver vottui- af góðri trú, tilfinning fyrir réttum hlutföllum og jafnvægi í því að dæma þá sem eru í öðrum flokki en maður sjálfur. Við eigum mikilvægt verkefni fyrir höndum.“ Aukinn stuðningur við forsetann Af skoðanakönnunum að dæma styður meirihluti bandarísku þjóðar- inar Clinton enn. Samkvæmt könnun NBC hefur stuðningur við forsetann aukist úr 68% í 72% á fáeinum dög- um og þeim sem vilja að forsetinn fari frá hefm- fækkað um 10% og eru nú 34%. Samkvæmt könnun ABC og Was- hington Post eru tveir þriðjuhlutar Bandaríkjamanna sáttir við störf Clintons. Þá hefur þeim fækkað á hálfri viku sem telja að hann eigi að segja af sér, eru 33% en voru 39% sl. fimmtudag. Algjör óvissa um framhaldið FLEST bendir til að í öldunga- deild Bandaríkjaþings muni réttarhöld í máli Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefjast fljótlega upp úr áramótum. Öldungadeildin breytist þar með í dómstól með Willi- am Rehnquist, forseta Hæstaréttar, sem dómara, en öldungadeildai-þing- mennina hundrað sem kviðdómend- ur. Jafnvel hefur verið rætt um að þingmennimir verði látnir sverja eið sem kviðdómendur skömmu eftir að þing kemur saman eftir jólafrí 6. jan- úar en réttarhöldunum yrði að því búnu frestað til að gefa verjendum forsetans tækifæri til að undirbúa málsvöm sína. Hópur þingmanna úr fulltrúadeildinni, líklega með Henry Hyde, formann dómsmálanefndar- innar, í forsæti, myndi gegna hlut- verki saksóknara í réttarhöldunum. Lögmenn forsetans sæju um vöm hans ólíkt því sem var í fulltrúadeild- inni, þar sem það vom fulltrúar demókrata í dómsmálanefndinni er héldu uppi vömum en lögmennimir fengu að koma fram sem vitni. Skömmu eftir að fulltrúadeildin samþykkti tvær ákærar á hendur forsetanum á laugardagskvöld gaf Clinton í skyn að hann væri reiðubú- inn að fallast á lausn er fæli í sér að öldungadeildin samþykkti á hann vítur og honum yrði þar með ekki vikið úr embætti. Svo virðist sem lið Algjör óvissa ríkir í bandarískum stjórn- málum eftir að fulltrúa- deildin samþykkti tvær ákærur á hendur Bill Clinton forseta. Lög- menn forsetans undir- búa vörn hans og þegar er farið að ræða hugs- anlega málamiðlun. Miklar líkur eru þó taldar á að réttarhöld hefjist í öldungadeild- inni í byrjun næsta árs. forsetans muni reyna að sækja fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar með því að reyna að ná málamiðlun um vítur og hins vegar með því að taka upp harðskeytta lagalega vörn á sem flestum sviðum. Meðal annars hafa lögmenn forsetans velt því upp hvort fulltrúadeildin hafi átt að bíða fram yfir áramót með að greiða at- kvæði um málshöfðun en þá tekur nýkjörið þing til starfa. Þessi rök- semdarfærsla kom íyrst upp í yfir- heyrslum í dómsmálanefnd fulltrúa- deildarinnar í nóvember er Brace Ackerman, lagaprófessor við Yale- háskóla, sagði það vera „mikil mis- tök“ af hálfu þingmanna að gera það eitt af sínum síðustu verkum að greiða atkvæði um málshöfðun. Ackerman var eitt þeirra vitna er verjendur forsetans kölluðu íyrir en þeir vildu á sínum tíma ekki gera mikið úr þeim möguleika að þeir myndu nýta sér röksemdafærslu hans. Um helgina var hins vegar greint frá því að verið væri að skoða þennan lagalega möguleika. Verði honum beitt kemur tvennt til greina. Annars vegar væri hægt að leggja fram tillögu við upphaf réttarhalda í öldungadeildinni, þess efnis að málinu beri að vísa frá þar til nýkjörin fulltrúadeild hafi greitt atkvæði um það að nýju. Hins vegar gætu lögmenn forsetans leitað til dómstóla og reynt að fá úrskurði þingsins hnekkt. Er talið víst að slík réttarhöld myndu taka langan tíma, ekki síst þai’ sem menn væra þar með komnir út í nýjar lagalegar víddir, er ekki hafa áður komið til kasta dómstóla. Ekki er þó víst að til kastanna komi þar sem margir hafa efasemdir um lagalegt réttmæti slíkra raka. MALSHOFÐUN A HENDUR CLINTON Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á laugardag tvö ákæruatriði, sem varðað gætu embættismissi, á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta og verður nú efnt til réttarhalda yfir forsetanum í öldungadeild þingsins. FRAMGANGA MÁLSINS Á HENDUR CLINTON Andstæðingar Clintons í Repúblikanaflokknum hafa meirihluta á Bandarikjaþingi en þingið hefur samkvæmt stjórnarskrá rétt til að svipta Bandaríkjaforseta embætti gerist hann sekur um “landráð, mútuþægni eða aðra alvarlega glæpi og afbrot”. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings 0 Laugardagur 12. desember 0 Laugardagur 19. desember Dómsmálanefnd fulltrúadeildar- innar samþykkir að grundvöllur sé fyrir malshöfðun til embættis- missis á hendur Clinton. Pingmenn samþykkja í atkvæða- greiðslu tvær af fjórum ákæmm sem aómsmálanefndin hafði visað til fulltrúadeildarinnar. Fyrri ákæran Clinton er sakaður um að hafa logið í vitnisburði sínum í ágúst fyrir rannsóknarkviðdómi Kenneths Starrs. Seinni ákæran Clinton er sakaður um að hafa staðið í vegi réttvísinnar þegar hann reyndi að breiða yfir samband sitt við Monicu Lewinsky. Öldungadeild Bandarikjaþings 1999 - Réttarhöld yfir Clinton Öldungadeildin tekur mál Clintons fyrir - heldur réttarhöld yfir forsetanum þar sem öldungadeildarþingmenn virka í raun sem kviðdómur yfir honum. 0 7/7 að sakfella forsetann þarfstuðning tveggja af hverjum þremur þingmönnum öldungadeildarinnar. Verði forsetinn sakfelldur verður hann að hverfa úr embætti og þá mun varaforsetinn, Al Gore, taka við forsetaembættinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.