Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 45 SIGURÐUR B. ÓLAFSSON + Sigurður Breið- Qörð Ólafsson fæddist í Fagradal í Dalasýslu 8. mars árið 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Stur- laugsson bóndi í Akureyjum og kona hans Agúsla Sig- urðardóttir. Sigurð- ur var þriðji í röð- inni af fimm systk- inum. Elst var Aðal- heiður, húsmóðir, Reykjavík. Hún Iést fyrir einu ári. Næstur var Georg, smiður, Stykkis- hólmi, þá Sigurður, Eyjólfur, skipstjóri, Stykkishólmi, og loks Óhna, hún lést í æsku. Sigurður kvæntist Jónínu Einarsdóttur 1934. Þau bjuggu alla tíð í Keflavík. Börn þeirra eru: 1) Einar Bragi, starfsm. 01- íufélagsins á Keflavíkurflug- velli, f. 1935. Hann giftist Petu Ásu Þorbjörnsdóttur, d. 1994. Þau eignuðust þrjá syni. Einn son átti Peta, sem ólst upp hjá þeim sem þeirra barn. Barnaböm þeirra eru fimm. 2) Ólafur, f. 1936, handavinnukennari við Grunnskólann í Keflavík, kvæntur Steinunni Erlings- dóttur. Þau eiga tvær dætur og einn son, barnabörn þeirra eru þrjú. 3) Jóhanna, f. 1938, húsmóðir, gift Guð- mundi Ó. Sigurgeirssyni, sjó- manni í Grindavík. Þau eiga Ijögur börn og eitt bamabarn. 4) Ágústa, f. 1941, hjúkmnar- fræðingur, gift Raphael Ospina tölvufræðingi, þau eiga tvær dætur og búa í New Jersey í Bandaríkjunum. 5) Ásta, f. 1945, skrifstofumaður hjá Reykjanes- bæ, hún er ógift og á einn son. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigurður var í fjölskyldu minni ávallt nefndur Siggi frændi, flestir kenndu hann við mb. Tjald, seinni ár en hann var farsæll skipstjóri á bát- um með því nafni í nær 30 ár. Sig- urður ólst upp í Akureyjum í Breiða- firði, nánar til tekið í Gilsfirði. Á þeim tíma var fjölmennt þar, eins og öðrum Breiðafjarðareyjum. Auk for- eldra Sigga bjuggu þar einnig föður- foreldrai- hans, Sturlaugur Tómas- son með seinni konu sinni, Herdísi Kristínu Jónsdóttur. Þau eignuðust 14 böm og með fyrri konunni hafði Stmdaugur átt átta börn, sem hún lést frá í ómegð. Nokkur þessara barna létust í bernsku, en á móti kom að nokkur börn ólu þau upp að mestu eða öllu. Það hefir þurft elju og útsjónarsemi til þess að sjá öllu þessu fólki fyrir fæði og klæðum og ungir sem gamlir hafa þurft að leggja sitt að mörkum. Hungur mun hafa verið fátítt í Breiðafjarðareyjum, þótt víða um land vildi það henda þegar hart var í ári. „Ófeiti“ var algeng dánarorsök á tímum ömmu okkar. Siggi hélt að heiman 11 ára, vænt- anlega til þess að „vinna heimilinu“ eins og það var kallað. Hann fór fyrst til Reykjavíkur og hélt til hjá Bergi föðurbróður sínum og vann í byggingarvinnu. Eitthvað fór hann út á land í vitabyggingar. Siggi var það sem kallað er „dverghagur“ og hafði hug á að læra smíðar. Ekki varð af því. Ái'ið 1930 kom hann á vertíð til Keflavíkur, ásamt Eyjólfi bróður sínum. Þeir réðust landmenn við mb. Framtíðina, sem Ingiber Ólafsson og félagar áttu ásamt fleiri bátum. Skipstjóri var Ólafur Jón Jónsson, ávallt nefndur Óli Jón.. Móðir mín var sú yngsta af hópn- um, en Ólafur, faðir þeirra bræðra elstur alsystkinanna. Mamma mun hafa verið beðin að líta til með frændum sínum. Þeir voru í bragga með fleiri aðkomumönnum sem voru við útgerð Ingibers og félaga. Eg man vel að móðir mín fór að líta á braggann og var ekki hrifin af. Það fór því svo að þeir voru mikið heima hjá okkur á Kirkjuvegi 11, Steinkubæ, þótt ekki væri húsrými mikið þar, eitt herbergi og eldhús á þeim tíma. Hér var þá líka á vertíð Ingólfur Pétursson, sonur hálfsyst- ur mömmu, sem ólst að öllu leyti upp í Akureyjum. Hann vai- einnig tíður gestur. Það var því oft líflegt í eldhúsinu heima þegar allir voru mættir, þótt þeir bræður væru ekki margmálir. Jónína Einarsdóttir var ráðskona í bragganum hjá Ingiber. Þar kynntust þau fyrst. Siggi hélt áram að kom á vertíð til Keflavíkur og 1934 giftu þau sig og fóru að búa í Keflavík. Fljótlega keyptu þau snoturt hús á Vallargötu 4, sem enn stendur lítt breytt. Þar voru þau til 1960, þá fluttu þau á Njarðar- götu 3 í hús, sem þau byggðu þar. Stuttu eftir að þau hófu búskap fékk Siggi brjósthimnubólgu og var frá vinnu í langan tíma. Þá hlýtur að hafa sorfið að hjá ungu hjónunum, engar tryggingar, heimskreppan í algleymingi og hver átti nóg með sig, gott var þá að eiga góða granna, og þá áttu þau, m.a. heiðurshjónin Gunnu og Óla Sól. Þetta basl hefir ekki síst bitnað á henni Jónu, Ég man að eitt sinn heyrði ég hana móð- ur mína segja: „Henni Jónu tekst að láta lítið nægja.“ Hún þekkti vel til aðstæðna. Stax og Siggi fór að hressast fór hann að vinna og fljótlega var hann kominn á dragnót með Óskari Ein- arssyni á mb. Áfram, átta tonna bát, sem Guðjón Einarsson átti. 1940 keypti hann þann bát í félagi við Óskar. Þeir stunduðu dragnót frá vori til hausts og gekk vel. Stríðið var komið í algleyming og gott verð fékkst fyrir allan fisk. Á vertíðum var Siggi í landi við báta, lengst við Svaninn, sem Jóhann á Vatnsnesi átti og gerði út hér í mörg ár. Haustið 1943 vildi Óskar hætta á sjó og þá seldu þeir mb. Áfram. Upp úr því komst Siggi í félag um kaup á gamla mb. Bjama Ólafssyni, sem var 21 tonn. Nú skyldi stunda troll, Siggi varð ekki skipstjóri, útgerð gekk illa og henni var slitið eftir árið. Siggi vildi halda sig við dragnótina og um vorið 1945 keypti hann átta tonna bát, Leif heppna, í félagi við svila sinn, Lárus Sumarliðason. Erfitt reyndist að halda þeim bát gangandi og sú útgerð endaði á að þeir komust í höfn á bátnum hálf- sokknum haustið 1947. Þá var bátur- inn dæmdur ónýtur. Þótt þeir fengju engar bætur réðust þeir strax í að ná sér í bát og keyptu nú mb. Friðrik, tíu tonna bát, smíðaðan á Akureyri 1925. Ekki var Siggi sáttur við þann bát og þeir seldu hann eftir eitt ár og í framhaldi af því keyptu þeir fyrsta Tjaldinn, 15 tonna bát frá Vest- mannaeyjum. Á þennan bát fiskaðist mikið. Þeir voru á dragót þegar frið- ur fékkst til þess, hún var uppáhalds veiðarfæri hans. Á veturna fóru þeir að fiska loðnu til beitu. Ýmsan veiði- skap fóru þeir svo á eftir árstíðum. Alltaf gekk vel miðað við stærð báts- ins. Árið 1954, stækka þeh’ loksins við sig, selja og kaupa í staðinn mb. Ægi, 24 tonna „Fridriksunds" bát byggðan 1935. Á hann settu þeir Tjaldsnafnið og -númerið. Þennan bát létu þeir sér duga til 1967. Þá skiptu þeir í 30 tonna bát, mb. Há- stein, byggðan í Danmörk 1956. Á hann var að sjálfsögðu sett nafnið Tjaldur og númerið KE 64. Þennan bát áttu þeir til 1972, að þeir seldu hann og hættu útgerð. Siggi var þá búinn að vera skipstjóri i nær 30 ár, án allra óhappa og ávallt gengið vel. Siggi fór að vinna í gluggaverk- smiðjunni Ramma og var þar nærstu árin. I frístundum smíðaði hann líkön af breiðfirskum árbát- um, að mestu með vasahnífnum sín- um. Sjórinn togaði í og Siggi fékk sér trillu og reri á henni, oftast „einn á báti“, framundir áttrætt, með góðum árangri. Ég á frænda mínum margt gott upp að unna, allt frá því ég var barn. Þegar ég fór að hugleiða að eignast bát, fékk ég plás á Tjaldinum hjá Sigga. Ég hafði mest verið á togur- um og var ljóst að sú reynsla dugði ekki á minni bátum. Siggi var sjó- maður af Guðs náð, hann bar virð- ingu fyrir náttúruöflunum. Þetta var árið 1956, dragnót var bönnuð á þeim tíma, við vorum, línu um haust- ið, loðnu um veturinn. Um vorið reyndum við lúðulóð, mestu voium við á „skaki“ um sumarið og haustið, veiddum mikið af stórufsa, upp í 24 tonn í tveggja daga róðri, 13 til 14 kg meðalvigt, oftast dró Siggi mest. Siggi var prúður og hæglátur maður, afskiptalítill um annarra manna hagi en hjálpsamur og ljúfur inni við beinið. Þeirri hlið flíkaði hann lítt. I þeim efnum voru þau Jóna samstiga. Því kynntist ég af eigin raun. Vináttu í nær 70 ár verða ekki gerð skil í stuttu máli, málæði var Sigga frænda ekki að skapi. Lítið at- vik sem mér er vel í minni segir máski allt sem þarf. Þegar móðir mín varð 90 ára, 1991, komum við saman hennar nán- ustu, Siggi þar með, að sjálfsögðu. Margt var spjallað, bæði voru þau farin að missa heym. Þar kom að mamma hálfhrópaði í eyra Sigga: „Finnst þér ekki bagalegt að heyra svona illa, Siggi minn?“ Hann svar- aði um hæl: „Ætli ég sé ekki búinn að heyra nóg, Unnur mín.“ Þetta svar lýsir Sigga frænda betur en ég kann. Góði vinur, langri og strangri veg- ferð þinni er lokið. Þín verður víða saknað. Ekki mætir þú í Grófinni og ekki leiðir þú afastrákinn Aron leng- ur með sama hætti, en þú munt lengi verða öllum sem þér kynntust gott fordæmi. Vol er ekki við hæfi er farsælli ævi lýkur, en mikill er missir þinn, Jóna mín. Megi góður Guð hugga þig og styrkja. Ólafur Bjömsson. Ég byrjaði að róa með afa þegar ég var 16 ára. Ég hafði aldrei verið á handfærum áður og sá aldrei grein- □nri 1111111iiiniy H H H H H H H H H H Erfísdrykkjur *- P E R L A N Sími 562 0200 X T11ITTTTI ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hatnarfirði, sími 565 5892 Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjðri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa íslands Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ anlegan mun á ufsa og ýsu. Ég var hræðilega sjóveikur fyrsta daginn enda þung undiralda og lúkarinn fullur af olíublönduðu blóðvatni og neftóbaki. Eina siglingartækið var gamall pappírsdýptarmælir sem þm’fti að þurrka reglulega af því stundum vildu loða við hann tóbaks- korn sem litu út eins og góðar þorsklóðningar. Ég vildi bara deyja og sökkva niður í djúpan sæ. Þetta gekk svona fyrstu róðrana og afi bauð mér að hætta með reisn eftir hvem dag. En svo einn góðan veður- dag kom þessi góði veðurdagur sem við vitnum svo oft til og þá hófst sjó- mannsferill minn fyrir alvöru. Við fiskuðum ágætlega þetta sum- ar og það var mikið hlegið. Við döns- uðum um dallinn, börðum goggum í skjólborðið og ákölluðum Eyjólf og báðum hann að hressast, þökkuðum kananum fyrir ratsjárstöðvarnar sem auðvelduðu okkur miðin, villt- umst í þoku, kölluðum „Guð hjálpi Stakknum" í hvert sinn sem við sigldum fram hjá Helguvíkinni og veðjuðum á vigtina. Við urðum mestu mátar. Einu sinni í landlegu sótti ég afa og bað hann að líta með mér nið- ui’ á bryggju. Amma varð ekki hrifin í það skiptið en sagði: „Jæja, þá, farið þið. Þið eruð hvort eð er hálf-trúlof- aðir.“ Það var ekki fjarri lagi. Geðslag afa var með eindæmum gott. Með brotið stýri og bilaða vél sagði hann bara: „Þetta er allt í havaríi," og svo ekki meir. Ég sá hann aldrei fyrr né síðar æsa sig yfir nokkrum hlut; hann varð í mesta lagi pirraður. Hann hafði ekki öfga- kenndai’ skoðanh’ á nokkrum hlut og svaraði öllum slíkum hugmyndum með orðunum „oekki“ og „ætli það nokkuð" og dró seiminn. Hann var listamaður í tilsvörum og afgreiddi allt stutt og laggott en oft með beittu háði. Þegar afa var farin að daprast sjónin sagði ég að hann gæti látið laga þetta. „Ætii ég sé nú ekki búinn að sjá nóg,“ var þá svarið. Ég hló en vissi að undir niðri bjó alvaran. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg. Þegar ég kvaddi hann í haust áður en ég hélt utan til söngnáms fylgdi hann mér þögull úr húsi og labbaði inn í bflskúr. Eg fylgdi á eftir eins og oft þegar við vorum að skoða hlutina. Hann rétti mér umslag þar sem hann hafði tekið tfl smá farareyri handa mér. Ég varð orðlaus en sagði efth’ góðan tíma „takk“. Hann sló í öxlina á mér og sagði: „Þú áttir einmitt bara að segja það.“ Ég hringdi til afa frá Vínarborg þegar hann lá núna síðast á sjúkra- húsi. Hann sagði hjúkrunarkonunum að það væri söngvari í símanum og ég heyrði að þær trúðu því svona rétt mátulega: „Já, já, Sigurður minn, ai- veg örugglega.“ Hann sagðist hlakka til að fá mig heim til að heyra mig syngja. Ég sagði að það yrðu stórtón- leikar og að ég skyldi taka frá sæti fyi-ir hann á fremsta bekk. „Æth væri ekki nær að ég sæti aftast,“ svaraði hann og hló. Ég kveð þig, gamli vinur, með sár- um söknuði. Ómmu og bömum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Hvfl þú í Guðs friði. Davíð Ólafsson. Ég varð hissa þegar hringt var til mín og mér sagt að þú værir ekki lengur á meðal okkar. Er ég fór upp á Sjúkrahús Reykjavíkur hinn 14. desember sl. fannst mér þú bara líta betur út og ég var farinn að búast við að sjá þig við jólaborð- ið á jóladag heima hjá ykkur hjón- unum í Keflavík eins og venjan var orðin. Þegar ég lít til baka hefðu heimsóknir mínar mátt vera fleiri til ykkar hjóna, ömmu og afa. Svona er lífið, það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Þetta lífsgæða- kapphlaup, það er nú ljóti tímaþjóf- urinn, maður gefur sér ekki nægi- lega mikinn tíma til að heilsa upp á ættingja og vini. Við fráfall þitt opnaðist bók minninganna í mínum hugarheimi. Þér hefur kannski fundist allt þetta sem þú sagðir mér sjálfsagt, en fyrir mér var þetta allt nýtt og fannst mér þetta mjög at- hyglisvert. Nútímamaðurinn gefur sér ekki tima til að hlusta á full- orðna, lífsreynda einstaklinga, heldur veður áfram í blindni en at- hugar ekki að lausn á ýmsum vandamálum gæti legið hjá þeim lífsreyndu. Afi minn, ég þakka þér fyrir þær stundir er ég fékk að vera í kring um þig og ef líf verður eftir dauð- ann ert þú einn af þeim einstakling- um sem ég gjarnan vildi fá að hitta aftur. Þinn dóttursonur, Sigurður B. Guðmundsson. Setjum upp Jólaljós á jólanótt #1 í Fossvogshirlzjugartói ■ w» m - % RaflýsingarJjjónusta Póla li/f Sími: 561 8401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.