Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 37
í’ðeðlisfræðingur segir ekkert benda til minnkandi goss í Grímsvötnum
Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson _ _ Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson
SIÐDEGIS á laugardag var gosmökkurinn tignarlegur á að líta.
:i samband
)roa og upp-
mis gosefna
gosið í Grímsvötnum
?fur fallið í byggð bæði
lan. Þá telja vísinda-
p verði af þeirri stærð-
yaldi miklu tjóni.
Morgunblaðsins á sunnudag. „Það
hefur verið hrein hending að það gerð-
ist því það er sjaldgæft að það sjáist
glóð í sprengigosum í vatni en ljós-
mynd Rax sýnir að einhverjar slettur
geti náð upp á yfirborð öðru hverju,“
sagði Magnús Tumi. Hann taldi ekk-
ert benda til aukinnar hættu á hlaupi
frá því gos hófst, en hvernig sem það
færi yrði hlaupið aldrei meha en sem
nemur því litla vatni, sem var í Grím-
svötnum þegar umbrot hófust. Hálfur
rúmkílómetrí af vatni og ís er í Grím-
svötnum en um það bil 3 rúmkílómetr-
ar hlupu úr því árið 1996 að því er
fram kom í Morgunblaðinu á laugar-
dag.
Um helgina féll aska í Suðursveit og
vottaði fyrir öskufalli í Öræfum.
Bændum var gert að hýsa búpening
en að lokinni efnagreiningu í gær var
tilkynnt að þótt töluverð mengun bær-
ist með öskukornum væri búfénaði
ekki talin stafa mikil hætta af vegna
mikillar úrkomu og lítils öskufalls í
byggð. Því var bændum í Suðursveit
heimilað að hleypa skepnum út í gær
en þeir minntir á að hýsa þær og
brynna með fersku vatni, þar til mæi-
ingar fara fram, falli aska að nýju.
Búist við ösku frá Skjálf-
anda að Langanesi
Guðmundur Hafsteinsson, veður-
fræðingur á Veðurstofu íslands, sagði
i samtali við Morgunblaðið síðdegis í
gær, að öskufalls hefði orðið vart víða
á Norðurlandi, allt frá óverulegu
magni á Sauðárkróki og austur um til
Bárðardals. Tilkynningar hefðu borist
frá Akureyri, Svarfaðardal og Bárðar-
dal um gráa öskuslikju á snjónum. Ai-
mannavarnir báðu fólk að fylgjast með
veðri og veðurspám og var bændum
sérstaklega bent á að fylgjast með til-
kynningum frá yfirdýralækni.
Síðdegis í gær sagði Guðmundur
Hafsteinsson að svo virtist sem vind-
urinn væri að snúa sér og væri von á
að aska mundi berast í hánorður á
næstunni. „Við fréttum frá flugmanni,
sem var að koma frá Egilsstöðum, að
það virtist leggja öskustrók í hánorður
að Herðubreið. Það er sú staða, sem
við búumst við að verði í nótt og þá má
búast við ösku frá Skjálfanda og að
Langanesi," sagði hann. Guðmundur
sagði að nú í dag væri búist við að
vindur snerist til vestanáttar og þá
mætti búast við öskufalli á Norðaust-
ur- og Austurlandi. Hann segir þó
erfitt að áætla útbreiðslu öskunnar,
þar sem vindur sé breytilegur eftir
hæð. Sé vindur í um 5 km hæð ráðandi
megi búast við mestu öskufalli á Aust-
urlandi og Norðausturlandi en vindur
í lægri loftlögum gæti borið ösku í átt
að Norðurlandi.
Guðmundur sagði að spáð væri
ákveðnum vindi og þar sem grófasta
askan fellur fyrst til jarðar en fínni
aska berst lengra sagði hann að ekki
þyrfti að koma á óvart þótt örlaði á
ösku allt út að annesjum nyrðra.
Sverrir Elefsen, hjá vatnamælinga-
deild Orkustofnunar, fór austur að
Skeiðará í gær að.koma þar íyrir sjálf-
vhkum vatnshæðarmæli, sem jafn-
framt mælh leiðni vatnsins, þ.e. magn
gosefna í vatninu. Hann átti von á að
uppsetningu lyki í dag.
Almannavarnh ríkisins hafa bannað
almenna umferð í 5 km radíus frá eld-
stöðinni. Ferðir á Grímsfjalli eru sagð-
ar lífshættulegar og bent á að gosaska
geti stöðvað vélar farartækja sem
þarna ei-u á ferð. Talsverð umferð hef-
ur þó verið upp á jökulinn en mönnum
hefur gengið misjafnlega að komast
áleiðis. Þannig vai-ð hópur jeppa-
manna frá að hverfa í um 30 km fjar-
lægð frá eldstöðvum en aðrir komust
mun nær.
Öskufall
í Gríms-
vatnagosi
C7
Ösku hefur víða orðið vart á
Norðurlandi, frá Sauðárkróki
til Bárðardaís.
Siglufjörður
%
Raufarhöin
Kópasker
Sauðárkrókur
Húsavík
Akureyri
Mývatn
Búast má við öskufaili
frá Skjálfanda að Langa-
nesi miðað við síðustu
veðurhorfur.
Langanes
• •'
Þórshöfn,
Vopnafjörður,
-I!
£
ýé Egilsstaðir
/ J
wf
' /
i v
s
Reykjavík
100 km
W Grímsvötn
7
/
c?
• Höfn
Um helgina féll aska í
Suðursveit og vottaði
fyrir öskufalli í Öræfum.
Öskufall frá Sauðár-
króki að Bárðardal
ASKA frá eldgosinu í Grímsvötnum
hefur víða fallið í byggð; um helgina
einkum í Suðursveit en í gær varð
vart ösku allt frá Sauðárkróki og
austur í Bárðardal.
Séra Einar Jónsson, prestur í
Kálfafellsstað, sagði í samtali við
Morgunblaðið að öskufall hefði komið
yfir sveitina aðfaranótt sunnudags en
því hefði slotað um hádegi. Grófasta
askan féll á Breiðamerkursand og
suðursandsbæina, sem kallaðir eru,
t.d. Hala, Gerði, Reynivelli og Breiða-
bólsstað. „Þetta voru engin ósköp en
það sást á bílum og snjóhroða," sagði
Einar. „Það sagði krakki á sunnan-
sandsbæ að þetta væri eins og gott
neftóbak.“ Fínni sandur þyrlaðist
austur um sveitina og einnig vottaði
fyrir ösku á Kvískerjum, austasta bæ
í Öræfum. „Askan er gi-ábrún á litinn
og það svíður undan henni í augu og
andlit,“ segir Einar.
Gunnhildur Ingimarsdótth á Jaðri
í Suðursveit sagði að þar væri askan
ekki meiri en svo að hún hefði ekki
tekið eftir henni nema af því að það
var snjór. „Það sér á snjó og bílum,“
sagði hún. Hún sagði að skepnur
hefðu verið teknar inn strax á sunnu-
dagsmorgun en þá gengu hestar úti á
Jaðri.
Síðdegis í gær var þoka yfir Suður-
sveit og ekki sást upp á jökul en hún
sagði að frá Jaðri hefði umbrotanna
orðið þannig vart að sést hefðu eld-
glæringar, ljósagangui- og bjarmi yfir
fjöllunum.
Brennisteinslykt í Bárðardal
Elín Baldvinsdóttir i Svartárkoti í
Bárðardal sagði að þar hefði vottað
íyrh öskufalli í morgun og meira
hefði komið ofan eftir hádegi. „Þá
gránaði snjórinn og varð brenni-
steinslykt, svo aska sást i sporum,
hjólförum og slíku,“ sagði Elín. I
Svartárkoti er aðeins sauðfé og það
er allt í húsum, enda jarðbönn, eins
og jafnan á þessum árstima í Bárðar-
dal.
Elín sagði að í björtu sæist upp á
Vatnajökul frá Svartárkoti og strók-
urinn hefði sést á sunnudag. „Við sá-
um strók aftur þegar fór að birta og
maðurinn minn tók eftir skýi, sem lá
yfir suðurhimin, og taldi að í því
myndi vera aska.“ Elín sagðist ekki
hafa orðið vör við öskufall í Gjálpar-
gosinu í Vatnajökli árið 1996, en þá
hefði hins vegar orðið vart við ösku á
Mýri, hinum megin í dalnum.
*