Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þá segir í lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, að óheimilt sé að skrá upplýsingar er varða einkamálefni einstaklings, svo sem upplýsingar er snerta stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð. Það að skrá slíkar upplýsingar eins og þarna var gert, um þátt- töku manna í tilteknum fundi um tiltekið málefni, er beint brot á þessum lögum. Væri þetta mál rannsakað gætu því verið kveðnir upp margir og þungir dómar,“ segir Ragnar. „Fjarstæðukennt ákvæði“ Hann kveðst jafnframt þeirrar skoðunar, að í 87. grein laga um meðferð opinberra mála, sé sér- kennilegt ákvæði og heldur ógeð- fellt. „Þar er lögreglu eða mönnum á hennar vegum heimilað að taka upp tal manna og taka myndir af athöfnum manna á almannafæri eða stöðum sem almenningur á að- gang að. Heimild þessi er engum skilyi-ðum bundin, hvorki um dómsúrskurð né að upplýsingar verði taldar mikilvægar eða rann- sókn beinist að mjög alvarlegu broti. í erindi sem ég flutti um frum- varp til laga um meðferð opin- berra mála í Lögfræðingafélagi Is- lands haustið 1990, benti ég á að þetta þýddi í raun að lögreglan hefði frítt spil. Þarna væri mikil- vægum hagsmunum fórnað fyrir lítilvæga og reyndar væri verið að heimila það sem oft hefur þurft annars staðar styrjöld eða bylt- ingu til að losna við. Síðan þessi lög tóku gildi hefur margt breyst, þar á meðal höfum við undirgeng- ist ýmsar þjóðréttarlegar skuld- bindingar sem taka verður fullt til- lit til, svo sem að lögfesta Mann- réttindasáttmálann. Einnig er bú- ið að breyta stjórnarskránni og setja inn í lögreglulögin ofangreint ákvæði um að heiðra skuli þjóð- réttarlegar skuldbindingar. Eg gagnrýndi þetta 87. ákvæði sem fjarstæðukennt árið 1990 og það sem hefur gerst síðan dregur ekki úr því að það sé varhugavert," segir Ragnar. Ströng skilyrði um eftirlitsmyndavélar Þorgeir Örlygsson, prófessor í lögum og formaður Tölvunefndar, segir erfiðleikum háð að tjá skoð- anir á málum sem kynnu að rata inn á borð Tölvunefndar. „Þetta er gert á almannafæri og hugsanlega sem liður í löggæsluaðgerðum," segir hann. „Nefndin hefur hins vegar veitt heimildir til notkunar eftirlitsmyndavéla undir ákveðn- um kringumstæðum og með mjög ströngum skilyrðum að farið sé með það efni á sama hátt og önnur lögreglugögn." Lögreglan tók myndir af mótmælendum við bandaríska sendiráðið Réttur lögreglunnar til myndatöku dreginn í efa OEINKENNISKLÆDDIR lög- reglumenn tóku Ijósmyndir og festu á myndband mótmælastöðu fólks fyrir utan bandaríska sendi- ráðið síðdegis sl. föstudag. Verið var að mótmæla árásum Banda- ríkjamanna og Breta á skotmörk í írak. Geir Jón Þórisson aðstoðar- yfirlögregluþjónn kveðst telja lög- regluna hafa verið í fullum rétti við töku þessa myndefnis. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður kveðst álíta að myndatak- an gæti varðað við lög. Geir Jón Þórisson aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá almennu deild lögreglunnar í Reykjavík segir að við bandaríska sendiráðið hafi bæði verið einkennisklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn frá embættinu. Geir Jón segir að starfsmenn tæknideildar, sem sinni ljósmyndunum og rannsókn- um, starfi óeinkennisklæddir. Fyrir lögreglu að eiga „Við tökum alltaf myndir af fólki, yfirlitsmyndir, til að kanna svæðið. Það má hver og einn taka myndir og við megum taka yfir- litsmyndir af fólki og öðru. Þetta er fyrir okkur til að eiga,“ segir Geir Jón. „Við viljum eiga myndir af ýmsum atburðum sem eiga sér stað. Þessir aðilar sem voru þarna á staðnum tóku myndir af okkur og við fundum ekkert að því. A op- inberum vettvangi mega allir taka myndir sem það vilja, en það er auðvitað annað mál ef á að nota það í einhverjum tilgangi gegn fólki. Lögreglan má taka myndir og við tökum myndir alla daga. Við eigum þessar myndir í myndasafni, þar sem allskyns myndir eru geymdar. Við könnum ekki nöfn fólks á þessum mynd- um, þó mörg séu kunnugleg and- litin. Við tökum myndir af helstu atburðum sem lögreglan þarf að sinna og eigum í safni.“ Aðspurður um tilganginn með þessari myndatöku segir Geir Jón að hann sé að vita hvað var að gerast á einhverjum tilteknum degi, t.d. í þessu tilviki hversu stór hópurinn var sem stóð að mótmælunum. „Það hafa ekki verið mótmæli í mörg ár, að minnsta kosti ekki í pólitískum tilgangi að því ég man. Þetta er ekkert óeðlilegt og við Ljósmynd/Vilmundur Kristjánsson ÓEINKENNISKLÆDDIR lögreglumenn tóku myndir af mótmæla- stöðu fólks fyrir utan bandaríska sendiráðið seinasta föstudag. reynum að taka myndir af helstu atburðum sem við tökum þátt í. Lögreglan hefur heimild til að skrá niður þau tílfelli, tilvik og atburði sem hún þarf að sinna. Hún hefur fullan rétt til þess og þarf að gera það til að geta þá brugðist við ef búast má við einhverju í svipuðum dúr einhvern tímann seinna. Hún þarf að vera það vel upplýst um hluti sem eiga sér stað á hverjum tíma að hún kunni að bregðast við. Við viljum eiga þessar upplýsingar í myndrænu formi, eins og við eig- um margt í skýrsluformi,“ segir hann. „Stundum birtast þessar myndir í Lögreglublaðinu og heim- ildarritum sem við gefum út hérna hjá okkur.“ Brot á friðhelgi og tjáningarfrelsi Ragnar Aðalsteinsson segir að það sé alrangt hjá lögi-eglu að hún megi taka myndir af hverju sem henni sýnist: „Ef ekki var verið að rannsaka brot sem búið var að fremja, samkvæmt lögum um með- ferð opinberra mála, gæti verið um brot á ákvæðum stjórnarskrárinn- ar að ræða.“ Hann nefnir til dæmis brot á friðhelgi einkalífs, því verið er að fylgjast með því hvar viðkomandi er staddur og hvað hann er að gera. „Þá gæti verið um brot á skoðanafrelsi að ræða, því maður er frjáls skoðana sinna og það má ekki vera háð því að þær séu skráðar. Þá gæti verið um brot á tjáningarfrelsinu að ræða, enda má ekki setja því skorður nema af mjög sérstökum ástæðum, svo sem með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs ann- arra og þær verða að samrýmast lýðræðishefðum. Þessar aðgerðir lögreglu, sem spurt er um, virðast hins vegar takmarka það frelsi. Þá má sömuleiðis benda á að 1 lögreglulögum er kveðið á um að lögregla skuli í störfum sínum hafa í heiðri þær þjóðréttarlegu skuld- bindingar sem ísland hefur undir- gengist. I því sambandi má benda á að íslendingar eru búnir að lög- festa Mannréttindasáttmála Evr- ópu, þar sem segir m.a. í 8. grein að hver maður eigi rétt til friðhelgi einkalífs síns, og í 9. grein að allir skuli frjálsir hugsana sinna, sann- færingar og trúar. Frelsi til að láta í ljós trú sína eða sannfæringu skuli einungis háð þeim takmörk- unum sem mælt er um í lögum og eru nauðsynlegar í lýðfrjálsu þjóð- félagi vegna almannaöryggis, til að vernda allsherjarreglu, heilbrigði eða siðgæði eða til að vernda rétt- indi og frelsi annarra. Hæstirettur segir málsmeðferð við ráðningu forstjóra Kirkjugarða Reykjavikur ólögmæta Jafnréttislög brotin við veitingu stöðunnar HÆSTIRÉTTUR felldi þann dóm á föstudag að málsmeðferð Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma, við veitingu á stöðu forstjóra stofn- unarinnar frá og með 1. janúar 1995 hefði brotið gegn lögum nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna bæri stjóm Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Kærunefnd jafnréttismála höfð- aði málið fyrir hönd Ólínu Torfa- dóttur hjúkrunarforstjóra við Fjórðungssjúkarhúsið á Akureyri, sem var meðal 33ja umsækjenda um stöðu forstjóra Kirkjugarðanna. Kæranefndin gerði það eftir að hún hafði komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnrétt- islögum við ráðninguna. Stjórn Kirkjugarða ákvað 29. nóvember 1994 að veita Þórsteini Ragnarssyni, þáverandi forstöðu- manni Óháða safnaðarins í Reykja- vík og deildarstjóra hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur stöðuna. Við val úr hópi umsækjenda voru fyrst valdir 13 menn sem helst töldust koma til greina, og var Ólína meðal þeirra. Að loknum viðtölum við þessa umsækjendur var ákveðið að leggja fyrir stjórnina nöfn fimm umsækjenda, sem valið var úr og voru þeir allir karlar. Ótvírætt að Ólína var jafnhæf Þórsteini í dómsniðurstöðu meirihluta dómenda Hæstaréttar, þeirra Guð- rúnar Erlendsdóttur, Hjartar Torfasonar og Hrafns Bragasonar, segir að ótvírætt sé samkvæmt gögnum málsins, að Ólína hafi að minnsta kosti verið jafnhæf Þór- steini og þeim fjórum mönnum öðr- um, sem um var kosið á stjórnar- fundi Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæmis. A það verði ekki fallist, að efni hafi verið til að skilja hana frá kosningu á þeirri forsendu, að hún hefði takmarkaða reynslu af starfi safnaða eða sóknarnefnda, bæði vegna þess, að á þetta hafi ekki verið lögð áhersla, þegar stað- an var auglýst, og svo hins, að hún hafi sjálf verið tengd kirkjulegu starfi um árabil, sem eiginkona þjónandi prests. „Var henni ekki veittur kostur til þess til jafns við þá karla, sem vald- ir voru, að leggja umsókn sjna í dóm stjórnarinnar sjálfrar. í því voru fólgin alvarleg mistök, sem meta verður á þann veg, að henni hafi verið mismunað við ráðninguna í starfið í skilningi 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 28/1991. Hefur stefndi ekki sýnt fram á, svo viðhlítandi verði talið, að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til þessarar mis- mununar. Af því leiðir, að viður- kenna verður, að málsmeðferð stjórnar stefnda við ráðningu í starf forstjóra stofnunarinnar hafi brotið í bága við rétt Ólínu Torfadóttur. Hafi hin endanlega ákvörðun um veitingu stöðunnar verið háð þess- um annmarka og ólögmæt að því leyti,“ segir m.a. í dómi Hæstarétt- ar. Tekið er fram í dómnum að ákvörðun stjórnarinnar um að láta val forstjóra ráðast af kosningu hafi ekki farið í bága við umrædd lög og ekki sé unnt að fullyrða, hver úrslit kjörsins hefðu átt að verða að full- nægðum kröfum laga um jafnrétti umsækjenda. Ekki sé því unnt að ákvarða Ólínu skaðabætur á þeim grundvelli, að hún hafi orðið af stöðunni vegna brots á lögum um jafnrétti karla og kvenna. Sératkvæði skiluðu Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein á þeirri forsendu að starfið hafi verið auglýst með þeim hætti að stjórn stefnda hafí haft nokkurt svigrúm við mat á umsækjendum. ekki hafi verið áskilin sérstök menntun, en tekið fram að víðtæk stjórnunar- reynsla væri skilyrði og leitað væri að einstaklingi, sem hefði menntun og þekkingu til að takast á við starfið. Telja verði að það hafi verið rétt mat að Þórsteinn hafi staðið Ólínu framar hvað snerti menntun og reynslu á sviði rekstrar- og stjórn- unarsviðs annars vegar og kirkju- og safnaðarstarfs hinsvegar. Því sé rétt að staðfesta dóm héraðsdóms og fella málskostnað fyrir hæsta- rétti niður. Málið sótti Örn Höskuldsson hrl. Verjandi Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma var Árni Vilhjálms- son hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.