Morgunblaðið - 22.12.1998, Side 8

Morgunblaðið - 22.12.1998, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Páll Helgason var í viðtali við Hagsýni um heimavíngerð: Búist við sekt í kjölfar DV-viðtals SVONA Palli minn, reyndu nú að hitta á stútinn og blása. Þetta er dýrt hobbí, góði. Lagning Borgar- fjarðarbrautar Samningar undirritaðir FRAMKVÆMDIR eru ekki hafnar við lagningu Borgar- fjarðarbrautar en að sögn Rík- harðs Bi-ynjólfssonar, oddvita í Borgarfirði, hafa samningar við verktaka verið undirritaðir og framkvæmdaleyfi verið veitt. Sveitarstjórnin á þó eftir, að sögn oddvitans, að fjalla um leyfi fyrir malarnámi, sem sótt verður um vegna framkvæmd- anna. Við framkvæmdimar verður eldri vegurinn malbikaður, að því frátöldu að nýr vegur verð- ur lagður á um það bil 500 metra kafla. Sá kafli liggur um land jarðai'innar Steðja. Lög- menn bóndans þar hafa, að sögn Ríkharðs, ritað sveitar- stjórn bréf með kröfu um að framkvæmdaleyfi verði aftur- kallað. Hreppsnefnd hefur ekki fjallað um þá ósk. Bóndinn hef- ur hins vegar, segir Ríkharð, afturkallað stjómsýslukæru vegna þess að hann hafi ekki notið andmælaréttar við með- ferð málsins. Jólin að frönskum sið KRAKKARNIR í Alliance francaise héldu litlu jólin með frönskum hætti um helgina. Skreytt var að frönskum sið og franskur jólasveinn gaf börnun- um gjafir. Á hátíðinni voru sam- ankomnir bæði Frakklandsvinir og Frakkar búsettir á Islandi, og skemmtu þessar stúlkur sér vel, enda í góðum félagsskap. Gjafir sem gleðja! Vönduðu handklæðasettin frá Christy eru komin aftur. Margir litir. Gullfallegir saumakassar. Tilboðsverð: 2.200 kr. og 2.850 kr. /Ögue-búðirnar Skeifunni 8, Skólavörðustíg 12 og i Mjódd. Leoklúbbarnir á íslandi Styrkja börn með geðræna sjúkdóma Leoklubbarnir á íslandi hafa að undanförnu gengist fyrir sölu á aðventukert- um til styrktar börnum með geðræna sjúkdóma. Fénu sem safnast verður varið til tækjakaupa fyrir barna- og unglingageð- deild Landspítalans á Dal- braut. Þorsteinn Yngvi Bjarna- son er forseti norræna Leóráðsins. -Hvernig heí'ur salan gengið? „Hún hefur gengið mjög vel og við erum þeg- ar búnir að afhenda barnageðdeild Landspít- alans þrjár tölvur og prentara. Við höldum samt áfram að selja kerti fram að jólum og munum nýta þá fjármuni sem safnast í forrit og annan aukabúnað sem barna- geðdeildina vantar. Það eru til mörg forrit sem geta þroskað börnin á jákvæðan hátt og tölv- urnar voru keyptar með það í huga að þær réðu við öflug forrit svo þær kæmu að góðum not- um.“ - Er þetta ekki samnorrænt verkefni? „Jú. Leofélagar á Norðurlönd- um hafa ákveðið að standa sam- eiginlega að einu verkefni á ári. Verkefnið ber yfirskriftina „Börn með sjúkdóma". Leofélagar á öllum Norður- löndunum byrjuðu að selja kerti þegar líða tók á nóvember og gefa síðan ágóðann af sölunni í fyrrnefnt verkefni. íslenskir Leofélagar ákváðu að styrkja böm með geðræna sjúkdóma. Allur ágóði af kertasölunni renn- ur því óskiptur til bamageðdeild- ar Landspítalans á Dalbraut.“ -Hvers vegna völduð þið að styrkja börn með geðræna sjúk- dóma? „Það er talið að eitt af hverj- um fimm börnum sé með geð- ræn vandamál. Þessi vandamál geta verið misalvarleg og ýmiss konar svo sem hegðunartruflan- ir, ofvirkni, þunglyndi, áráttu- hegðun, truflað raunveruleika- skyn og fleira. Því miður fá mörg börn með geðræn vanda- mál ekki þá hjálp sem þau þarfnast. Þörfin fyrir bamageð- deildina er mikil og eru langir biðlistar eftir plássi. Þessi mála- flokkur hefur viljað gleymast hjá þjóðfélaginu. Leofélagar töldu því að tími væri kominn til að styrkja börn með geðræn vandamál." -Hvernig er starfsemi Leo- klúbba háttað? __________________ „Leoklúbbar til- Fimmta hvert heyra Lionshreyfing- barn með geð_ Þorsteinn Yngvi Bjarnason ► Þorsteinn Yngvi Bjarnason er fæddur í Reykjavík áríð 1975. Hann stundar nám í verkfræði- deild Háskóla íslands. Þorsteinn Yngvi hefur lengi verið virkur í félagsstörfum, var m.a. í stjórn karatedeid Sljörn- unnar, forseti nemendafélags Verzlunarskélans og var í fram- boði fyrir Vöku í Háskólanum. Hann hefur starfað í Leo- klúbbi í sjö ár og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. verið formaður síns klúbbs og forseti íslenska Leoráðsins. Núna er hann forseti norræna Leoráðsins og alþjóðlegur tengiliður. Hann er einnig full- trúi Leofélaga í umdæmissljórn Lions. unm, sem hefur það meginmarkmið að láta gott af sér leiða og leggja þeim lið sem minna mega sín. I Leoklúbbum er félagslynt fólk, flest á aldrinum 18-24 ára. Leoklúbbar gera margt upp- byggilegt og skemmtilegt. Lögð er áhersla á þjálfun til forystu- starfa og þar gefst kostur á fé- lagslegri reynslu. Félagar fá einnig tækifæri til að taka þátt í ýmsum norrænum og evrópsk- um verkefnum. Leofélagar eru oft kallaðir „leiðtogar framtíðar- innar“.“ - Hversu stór er Leohreyfíng- in? ræn vandamál „Um þessar mundir eru starf- andi um 5.300 Leoklúbbar í 134 löndum. Félagar eru orðnir yfir 132.000 talsins." Þorsteinn Yngvi segir að fyrsti Leoklúbburinn hafi verið stofnað- ur árið 1957 í Bandaríkjunum og hann bætir við að á íslandi séu nú starfandi 9 Leoklúbbar. „Sá fyrsti var stofnaður fyrir 10 árum í Garðinum. Síðan hafa verið stofn- aðir klúbbar í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Við eigum mikið og gott samstarf við Leoklúbba á Norðurlöndum og höfum einnig tekið þátt í Evr- ópusamstarfi og alþjóðlegu starfi." -Hvers vegna var ákveðið að selja kerti? „Kerti gefa birtu og yl, það er falleg hugsun. Lionsfélagar hafa lengi selt ljósaperur og borið birtu í líf fólks með þeim hætti. Lionshreyfingin hefur reyndar frá upphafi stutt mjög ríkulega við lækningar á augnsjúkdómum _________ og blindu, en Helen Keller hvatti Lions- menn til að gerast riddarar hinna blindu í baráttu við myrkrið." Þorsteinn Yngvi segir að kert- in séu ýmist rauð, græn eða fjólublá og það eru tíu stykki í hverjum pakka. Óski fólk eftir að fá frekari upplýsingar um sölu- aðila eða annað sem snertir sölu á kertunum segir hann að starfs- fólk á Lionsskrifstofunni veiti allar nánari upplýsingar. „Það er von okkar að lokaátak söfnunarinnar takist vel og við getum gefið barnageðdeild Land- spítalans á Dalbraut forrit og annan aukabúnað sem hentar fyr- ir þær tölvur sem við erum búnir að færa deildinni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.