Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórshöfn Ibúðarhús brann til kaldra kola * Aætluð útgjöld heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefndar um 78 milljónir Gjaldskrá heilbrigðis- eftirlitsins hækkar um 16% Þórshöfn. ÍBÚÐARHÚSIÐ Hlíðarendi, Bakkaveg 21 á Þórshöfn, brann til kaldra kola í fyrrinótt. Þriggja manna fjölskylda býr í húsinu en var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Húseigandi, Þórunn Gunnarsdótt- ir, varð eldsins vör þegar hún kom heim laust eftir miðnætti og hringdi strax í neyðarlínuna. Slökkvilið Þórshafnar kom á vettvang en lítið réðst við eldinn sem logaði glatt. Húsið er timburhús, klætt að utan og byggt um eða fyrir árið 1930. Þórunn sagði þetta tilfinnanlegt tjón og að allt innbú væri gjörónýtt. Það var ótryggt, bæði hennar og einnig innbú dóttur hennar og tengdasonar, sem bjuggu líka í hús- inu. Talið er að kviknað hafi í út frá þvottavél en það er óstaðfest meðan unnið er að rannsókn. BORGARRÁÐ og borgarstjórn hafa samþykkt drög að nýrri gjald- skrá fyrir mengunar- og heilbrigð- iseftii'lit í Reykjavík og mun hún taka gildi við staðfestingu um- hverfisráðherra. Gjaldskráin felur í sér um 16% hækkun en að sögn Arnar Sigurðssonar, skrifstofu- stjóra heilbrigðiseftirlitsins, er erfitt að bera saman gjaldskrámar, þar sem flokkum hefur verið fækk- að og þeir samræmdir. Áætluð út- gjöld vegna reksturs heilbrigðiseft- irlitsins og heilbrigðisnefndar eru um 78 milljónir. Gert er ráð fyrir að tekjur af eftirlitsgjöldum hækki úr 27,5 milljónum í 31 milljón árið 1999. Örn sagði að erfítt væri að bera saman gildandi gjaldskrá og þá nýju, þar sem flokkaskiptingu fyr- irtækjanna hafi verið breytt og flokkum fækkað. „Það sem hægt er að bera saman er að inn í flokkana eru reiknaðir ákveðnir tímar sem fara í eftirlit og þar höfum við haft til grundvallar tímagjald, sem byggist á launum heilbrigðisfull- trúa, ritara og ákveðinni þátttöku í stjómun við heilbrigðiseftirlitið," sagði hann. „Það gjald er 3.600 krónur á tímann samkvæmt nú- gildandi reglugerð en í nýju gjald- ski'ánni er gert ráð fyrir að gjaldið verði 4.200 krónur á tímann sem er 16% hækkun." Örn sagði að hækkun tímagjalds vær ekki meginatriðið. „Við getum sinnt um 95-97% fyrirtækja á ári þegar upp er staðið og samkvæmt nýju gjaldskránni verður eingöngu innheimt fyrir eftirlit þegar það hefur farið fram,“ sagði hann. „Hingað til hefur verið innheimt ákveðið gjald af öllum fyrirtækjum einu sinni á ári án tilíits til þess hvort eftirlitið náðist eða ekki. Þá var það hugsað þannig að með sumum fyrirtækjum á að hafa eft- irlit á nokkurra ára fresti allt upp í fjögur ár. Gjaldið samkvæmt gild- andi gjaldskrá miðaðist við að sá sem fékk heimsókn á fjögurra ára fresti greiddi 2.500 krónur í lægsta flokki öll árin en samkvæmt nýju gjaldskránni þá greiðir hann 10 þúsund krónur fyrir heimsóknina á fjögurra ára fresti.“ Samkvæmt nýju gjaldskránni er eftirlitsskyldri starfsemi skipt í fimmtán flokka og er gjald íýrir hverja heimsókn 10 þúsund í lægsta flokki en 110 þúsund í efsta flokki. Nýr fyrsti varaforseti kjörinn í borgarstjórn Reykjavíkur Helgi Péturs- son í stað Péturs Jónssonar Kærunefnd jafnréttismála úrskurðar um rikisbankana Jafnréttislög brotin við greiðslu bifreiðastyrkja HELGI Pétursson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, var kjörinn fyrsti varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur fram í júní á þessu ári Ráðinn aðstoð- armaður félags- málaráðherra GUNNAR Bragi Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Páls Péturssonar félagsmálaráðherra og hóf hann störf 1. janúar sl. Gunnar Bragi hefur starfað sem verslunarstjóri undanfarin ár jafn- framt því að stunda nám í félags- fræði við Háskóla íslands. Gunnar Bragi er í sambúð með Elvu Björk Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dag. Kemur hann í stað Péturs Jónssonar, varaborgarfulltrúa list- ans, sem var fyrsti varaforseti. Þetta var gert í framhaldi af úr- skurði félagsmálaráðherra frá því í desember síðastliðnum þess efnis að nauðsynlegt væri að varamaður kæmi inn í réttri röð af framboði Reykjavíkurlistans en Pétur var 13. maður á listanum. Hefur Anna Geirsdóttir tekið við af Pétri sem varaborgarfulltrúi. Eins og kunn- ugt er var varamaður kallaður til þar sem Hrannar B. Arnarsson baðst undan því að setjast í borg- arstjórn meðan skattamál hans væru til meðferðar hjá skattayfir- völdum. I kjöri um nýjan fyrsta varaforseta í gær hlaut Helgi Pét- ursson átta atkvæði en sjö seðlar voru auðir. KÆRUNEFND jafnréttismála telur að Landsbankinn og Búnað- arbankinn mismuni kynjunum við greiðslu bifreiðastyrkja og brjóti þar með jafnréttislög. Einnig sér nefndin ástæðu til þess að vekja at- hygli bankanna á þeirra skyldu at- vinnurekenda að jafna stöðu kynj- anna innan fyrirtækis, vegna þess hversu sláandi munur er á stöðu karla og kvenna innan bæði Búnað- arbanka og Landsbanka. Ófullnægjandi skýringar Þetta kemur fram í álitsgerðum kærunefndarinnar í tilefni af erind- um frá Þingflokki jafnaðarmanna og Sambandi íslenskra banka- manna frá í febrúar á sl. ári. I athugun kæiunefndar á bif- reiðastyrkjum í bönkunum kom í ljós , að karlar höfðu að jafnaði hærri bílastyrki en konur í sam- svarandi stöðu. Fáeinar undan- tekningar voru þó á því hvað varð- aði starfsmenn í lægri stöðum. Að áliti nefndarinnar eru skýringar bankanna á þessum mun ófull- nægjandi og því teljist þeir hafa brotið gegn jafnréttislögum. Konur fjölmennastar í lægstu stöðunum Allir bankastjórar og fram- kvæmdastjórar bankanna tveggja, samtals 15 að tölu, eru karlar. Allir svæðisstjórar Landsbanka, ellefu talsins, og staðgenglar þeirra, sem eru jafnmargir, eru karlar. Af úti- bússtjórum bankans eru 82% karl- ar. Það er ekki fyrr en kemur að skrifstofustjórum að konur verða fjölmennari en karlar og neðst í virðingarstiganum eni þær ótví- ræður meirihluti. í Búnaðarbanka er staða kvenna eilítið sterkari. Aðstoðarmaður bankastjóra, sem telst vera í næsta þrepi fyrir ofan útibússtjóra í valdastiganum, er kona. Konur eru einnig 33% útibússtjóra. Eins og í Landsbanka eru konur í ótvíræð- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá bankastjórn Bún- aðarbanka Islands hf.: „Vegna álits kærunefndar jafn- réttismála um skiptingu aksturs- greiðslna eftir kyni innan Búnaðar- banka íslands vill bankinn taka eft- irfarandi fram: Kærunefnd jafnréttismála kemst að því áliti hinn 30. desem- ber sl. að Búnaðarbanki Islands hafi brotið jafnréttislög með því að greiða konum lægri bifreiðastyi'ki en körlum í sambærilegum störf- um. Kærunefndin kemst að þessarí niðurstöðu með vísan til þess að skýringar Búnaðarbankans skorti eða að þær séu ekki studdar við- hlítandi gögnum. Að beiðni kæranefndar jafnrétt- ismála sendi Búnaðarbankinn nefndinni á síðastliðnu sumri ítar- leg gögn sem skýrðu nákvæmlega greiðslur á bifreiðastyrkjum til starfsmanna bankans skipt eftir um meirihluta í flokki óbreyttra starfsmanna. Kæranefnd jafnréttismála telur sig ekki hafa haft forsendur til að meta hvort sá munur sem er á stöðu kynjanna innan bankans brjóti gegn jafnréttislögum. kynjum. Þar taldi Búnaðarbankinn koma skýrt fram að bifreiðastyrkir era greiddir starfsmönnum bank- ans án tillits til þess hvort karl eða kona gegnir viðkomandi stöðu. Búnaðarbankinn taldi jafnframt að kæranefndin hefði fengið fullnægj- andi skýringar og svör við fyrir- spurn sinni og því kemur það bank- anum í opna skjöldu að nefndin kemst að framangreindu áliti sínu á grandvelli þess að á skýringar bankans hafi skort. I ljósi framangreinds mun Bún- aðarbanki Islands hf. senda skrif- stofu jafnréttismála viðbótarskýr- ingar studdar enn ítarlegri gögn- um þar sem bifreiðagreiðslur til starfsmanna eftir kynjum era enn á ný nákvæmlega raktar. Munu þær skýringar og viðbótargögn ótvírætt sýna að álit jafnréttis- nefndar er á misskilningi byggt og að Búnaðarbankinn hafi ekki brot- ið gegn ákvæðum jafnréttislaga." Álit jafnréttis- nefndar er á mis- skilningi byggt Niðurgreiðslur á raforku vegna húshitunar auknar ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka nið- urgreiðslur ríkissjóðs á raforku til húshitunar og gera þær það að verk- um að hitunarkostnaður meðalnot- anda á algengasta hitunartaxta hjá Rafmagnsveitum ríkisins lækkar úr um 78 þúsund krónum á ári í um 69 þúsund krónur en það jafngildir um 12% lækkun. I fjárlögum yfirstandandi árs voru fjárveitingar til niðurgreiðslna hús- hitunar með raforku auknar um 100 milljónir króna og hefur iðnaðarráð- herra ákveðið að auka niðurgreiðsl- urnar úr 44.100 kr. í 53.100 kr. á ári á hverja íbúð miðað við 30 þúsund kílóvattstunda notkun á ári. Þá hafa 12% lækkun kostnaðar hjá meðal- notanda niðurgreiðslur á raforku til hitunar á sveitarbýlum og á orku frá rafkynnt- um hitaveitum verið auknar. í frétt frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu kemur fram að húsráð- endur sem nota meira en 30 þúsund kílóvattstundir þurfi að greiða fullt verð fyrir þann hluta orkunotkunar- innar sem er umfram, en í undirbún- ingi sé átak til þess að aðstoða þessa orkunotendur við að lækka hitunar- kostnað sinn. Þá kemur fram að árlegur orku- kostnaður fjölskyldu, sem býr á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna rík- isins og notar 30 þúsund kílóvatt- stundir á ári væri rúmlega 151 þús- und krónur ef ekki kæmu til niður- greiðslur ríkissjóðs, afsláttur orku- fyrirtækja og endurgreiðslur á hluta af virðisaukaskatti. Kostnaðurinn sé hins vegar um 69 þúsund krónur og greiði því notandinn um 45% af fullu verði. Skipting kostnaðar við hitun íbúðarhúsnæðis meðalfjölskyldunnar með rafmagnskyndingu miðað við gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 Afsláttur orkufyrirtækja Niðurgreiðsla ríkissjóðs Endurgreiddur virðisaukask. Greiddur virðisaukaskattur Greiðsla notandans án virðisaukaskatts 1998 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.