Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Slippstöðvarinnar fylgjast með dráttarbátnum Sleipni reyna að draga Brimnesið á flot. Það gekk ekki en reynt verður aftur á flóðinu í dag. Brimnesið komst ekki á flot LÍNU- og dragnótaskipinu Brim- nesi BA frá Patrekisfirði var í gær rennt út úr nýsmíðaskemmu Slipp- stöðvarinnar á Akureyri og út í sjó. Ekki tókst að koma skipinu á flot í fyrstu tilraun, þar sem sleðinn stöðvaðist áður. Starfsmenn Hafnasamlags Norð- urlands mættu því til leiks á drátt- arbátnum Sleipni og reyndu að draga sleðann nógu langt til að skipið kæmist á flot en það dugði ekki til. Því var ákveðið að draga skipið aftur í hús og er stefnt að þvi að gera aðra tilraun á flóðinu í dag, laugardag. Brimnes var dregið af sjó inn í skemmuna í nóvember sl., þar sem unnið hefur verið að umtalsverðum breytingum á skipinu. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem skip var tekið þá leiðina inn í skemmuna. Áður hafði mörgum skipum sem smíðuð voru í Slippstöðinni verið rennt út úr skemmunni og í sjó. Síð- asta skip sem fór þá leiðina var skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE í maí 1991. Stærra skip dregið í hús Þótt hlutirnir hafi ekki alveg gengið samkvæmt áætlun í gær, gekk mjög vel að draga Brimnesið inn í skemmuna í nóvember. Slipp- stöðvarmenn ætla því að halda áfram á sömu braut og er stefnt að því að draga Gissur hvíta HU frá Blönduósi næst í hús. Gissur hvíti er mun stærra skip en Brimnes og um 10 metrum lengra og því þarf að stækka sleðann áður en ráðist verð- ur í það verk. Akureyrarbær tækni- og umhverfissvið Akureyringar! Söfnun jólatrjáa til endurvinnslu fer nú fram á vegum Akureyrarbæjar. Almenningur getur komiö með trén á gámastöðina við Réttarhvamm eða að bækistöð umhverfisdeildar við Krókeyri alla næstu daga. Laugardaginn 9. janúar munu starfsmenn bæjarins safna saman þeim trjám sem sett hafa verið út að götu fyrir kl. 13 þann dag. Söfnunin í hverfum bæjarins fer aðeins fram þennan eina dag. Tœkni- og umhverfissvið Akureyrarbœjar. Byggðastofnun Húsnæði til sölu Strandgata 29 Til sölu er 625 fermetra húsnæði Byggðastofnunar við Strandgötu 29 á Akureyri. Húsið er á þremur hæðum og er nú innréttað sem vel búið skrifstofuhúsnæði. Meðal annars eru í húsinu góðar fjarskiptatengingar, fundarsalur, kaffistofa og eldhús. Húsið stendur á eignarlóð og er byggingarréttur vestan þess. Ástand hússins er gott og býður það upp á ýmsa möguleika, m.a. sem verslunar- eða skrifstofuhúsnæði. Næg bfiastæði eru við húsið. Tryggvabraut 22 Einnig er til sölu 3. hæð húseignarinnar við Tryggvabraut 22 á Akureyri sem er 333 fermetrar. Nýlega hefur verið gert við eignina og ástand er gott. Tilboð í eignirnar sendist til Byggðastofnunar, Strandgötu 29, 600 Akureyri, fyrir 28. janúar 1999. Nánari upplýsingar veittar hjá Byggðastofnun í síma 461 2730. Verkalýðsfélagið Eining og Iðja, félag verksmiðjufólks Atkvæðagreiðsla um sameiningu félaganna STJÓRNIR Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verk- smiðjufólks Akureyri, hafa sam- þykkt að fram fari allsherjarat- kvæðagreiðsla um tillögu að sam- einingu félaganna í eitt starfs- greinaskipt félag. Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar, sagði að nái sameining fram að ganga verði félagsmenn í sameiginlegu félagi hátt í sex þúsund talsins. Bjöm sagði að bæði félögin stæðu vel en sameiginlegt félag yrði mun sterkara og reksturinn hagkvæmari. „Það er margt sameiginlegt með þessum tveimur félögum og þau reka sameiginlega skrifstofu á Akur- eyri í dag. Þessi hugmynd um sam- einingu hefur verið til umræðu lengi þótt ekki hafi verið gengið af alvöru í málið fyrr en á síðustu mánuðum." Góð þátttaka mikilvæg Bæði félögin starfa á Eyjafjarð- arsvæðinu og rekur Eining einnig skrifstofur í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði en Iðja ekki. „Sameining myndi því styrkja mjög verkafólk á Eyjaíjarðarsvæðinu, auðvelda þjón- ustu og koma báðum aðilum mjög til góða.“ Til að sameiningin nái fram að ganga þurfa 2/3 þeirra sem greiða atkvæði hjá Einingu að samþykkja sameiningu. Hjá Iðju þurfa 3/4 allra félagsmanna að samþykkja samein- ingu og sagði Björn að því væri mjög mikilvægt að þátttaka í at- kvæðagreiðslunni yrði góð. Félags- menn í Einingu eru tæplega 5000 en um 800 í Iðju. Atkvæðagreiðslan fer fram 9. og 10. febrúar nk. en áður munu félög- in halda félagsfundi þar sem sam- einingin verður kynnt, auk þess sem öllum félagsmönnum beggja fé- laga verða sendar ýtarlegar upplýs- ingar um sameininguna. Lengi lifir í glæðum LENGI lifir í gömlum glæðum, segir máltækið, en þær voru nú ekkert sérstaklega gamlar glæð- umar sem krakkamir á leið heim úr Glerárskóla vom að eiga við á félagssvæði Þórs í vikunni. Kvöld- ið áður stóðu Þórsarar fyrir glæsilegri þrettándagleði við Hamar og komu á annað þúsund gestir á svæðið. Þar var kveikt í Útvarp í Dal- víkurbyggð ÚTSENDINGAR hjá Útvarpi Dal- víkur í Dalvíkurbyggð hófust nýlega en þær verða fyrst um sinn frá kl. 14 til 18 alla daga á FM 88,5. Er útsendingin sett upp sem dæg- urmálaútvarp. Fjallað verður um menn og málefni líðandi stundar, fólk tekið í kaffispjall og viðtalsþátt- um útvarpað. Útvarpsstjórinn, Frið- rik Gígja, tekur vel í allar hugmyndir að efni. Tekjur Útvarps Dalvíkur í Dalvík- urbyggð eru eingöngu auglýsinga- tekjur og styrkir en fyrirtæki og stofnanir geta keypt ákveðna þætt.i brennu, sem hafði m.a. að geyma heila trillu og því logaði vel í brennunni fram undir morgun. Þrettándagleðin fór vel fram enda lék veðrið við Akureyringa á þessum siðasta degi jóla. Jóla- sveinamir notuðu tækifærið og kvöddu bömin áður en þeir héldu til ljalla en dagskránni Iauk með glæsilegri flugeldasýningu. Gítartónleikar Arnaldar ARNALDUR Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. annað kvöld, sunnudagskvöldið 10. janúar. Ai-naldur hefur verið búsettur í Barcelona á Spáni frá árinu 1984 þar sem hann kennir gítarleik við Luthier-tónlistarskólann. Auk kennslu hefur hann farið í mörg tónleikaferðalög víða um heim. Á tónleikunum, sem eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, leikur Arnaldur verk eftir Fernando Sor, J.S. Bach, Karólínu Eiríksdóttur, Jón Leifs og Isaac Albéniz. Afmælis- hátíð KA MIKIÐ verður um að vera hjá íþróttafélaginu KA á morgun, sunnudag, þegar haldin verður veg- leg afmælishátíð í KA-heimilinu, en félagið varð sjötíu ára á liðnu ári. Ekki síst er hátíðinni ætlað að höfða til yngri kynslóðarinnar og verður margt til gamans gert. Heimilið verður opnað kl. 13.30 á morgun, en dagskráin hefst hálf- tíma síðar með leik meistaraflokka karla í handbolta og fótbolta sem spila hvor á móti öðrum og sér bæj- arstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, um dómgæsluna. Kynntar verða þær íþróttagreinar sem keppt er í undir merkjum félagsins og gefst bömum og unglingum kostur á að prófa hverja fyrir sig. Iþróttamaður KA útnefndur Á hátíðinni verður íþróttamaður KA útnefndur og skrifað verður undir samstarfssamning um fjár- hagsstuðning við félagið og liðveislu íþróttamanna KA við markaðssetn- ingu. Síðast á dagskránni er stjörnu- leikur þar sem „gamlar“ kempur í hand- og fótbolta, dyggilega studd- ar af blak- og júdómönnum, spila en bæjarstjóri sér um dómgæslu. --------------- Hlynur Halls- son sýnir misheppnaðar myndir HLYNUR Hallsson opnar sýningu á nokkmm misheppnuðum lit- skyggnum úr fjölskyldualbúminu, en þó aðallega myndum sem ekki hafa komist í neitt albúm, í Ljós- myndakompunni í Grófargili á morgun, laugardaginn 9. janúar kl. 18. og verður opin fram eftir kvöldi. Hún stendur til 5. febrúar næst- komandi og er opin frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 14 til 17. Misheppnaðar myndir er röð af litskyggnum sem varpað er á vegg Ljósmyndakompunnar. Hlynur hefur valið þær af kostgæfni úr fjölda mynda sem einhverra hluta vegna hafa misheppnast gjörsam- lega. Sýningargestir geta stjórnað sjálfir hvaða myndum er varpað á vegginn og hversu lengi staldrað er við hverja mynd. Myndirnar eru misheppnaðar en hægt er að velta fyrir sér hvort hægt sé að læra eitthvað af mistökunum eða jafnvel hvort mistök geti verið af hinu góða. Hlynur Hallsson býr í Þýskalandi en er gestakennari við Myndlista- skólann á Akureyri í janúar og not- ar því tækifærið og sýnir i Ljós- myndakompunni. Blaðbera vantar í Giljahverfi, Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.