Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 23
Teikn á lofti um betri
afkomu Iceland Seafood
Framleiðni fiskréttaverksmiðjunnar tvöfaldast á árinu
FRAMLEIÐNI verksmiðju
Iceland Seafood Corporation, dótt-
urfyrirtækis Islenskra sjávaraf-
urða hf., í Newport News í Banda-
ríkjunum hefur aukist um helming
á hvern manntíma frá því verk-
smiðjan tók til starfa fyrir um ári.
Benedikt Sveinsson, sem settist í
forstjórastól fyrirtækisins undir
lok síðasta árs, segir að nú séu ým-
is teikn á lofti um batnandi afkomu
verksmiðjunnar og því verði að
nýta þau sóknarfæri sem gefast.
A framleiðendafundi ÍS sem
haldinn var í gær og fyrradag sagði
Benedikt að öllum væri ljós hin
erfíða staða ISC í Bandaríkjunum.
Sala fyrirtækisins nam á síðasta
ári um 8,4 milljörðum króna en eigi
að síður hafí orðið mikið tap á
rekstrinum. Hann sagði ljóst að
auka þyrfti sölu fyrirtækisins á
næsta ári. Framleiðsla fiskrétta-
verksmiðjunnar í Newport News
færi batnandi, nýtingin hafi batnað
og hraðinn aukist. „Verksmiðjan
getur því framleitt mikið af sjávar-
afurðum og er því í sjálfu sér ekki
beint áhyggjuefni núna. Fram-
leiðni á hvern starfsmann hefur
tvöfaldast frá því á sama tíma í
fyrra og nú ætti verksmiðjan að
geta framleitt mikið og tiltölulega
hagkvæmt. Stóra verkefnið er síð-
an að selja meira.“
Benedikt gerði á fundinum grein
íyrir uppbyggingu ISC. Hann
sagði starfsemi fyrirtækisins mjög
háða svokölluðu Food Service kerfí
sem væri dýrt í rekstri. Það væri
eigi að síður geysilega mikilvægt,
enda grunnsölukerfi félagsins. Það
kostaði um 10-12 milijónir dollara
á ári að reka þetta kerfi, eða um
7-800 milljónir króna, meðal ann-
ars vegna þess að snemma síðasta
árs voru gerðir stórir samningar til
langs tíma miðað við hráefnisverð
eins og það var þá. Menn gerðu þá
ráð fyrir að hráefnisverð myndi
ekki fara hækkandi og samning-
amir voru margir bundnir út árið.
En eins og allir vita varð þróunin
hinsvegar sú að hráefnisverð fór
mjög hækkandi og til að mynda
hækkaði verð á blokkum um
50-60% á síðasta ári. En afurða-
verð hefur nú verið leiðrétt út í
markaðinn og kerfið ætti því að
fara að skila meiri hagkvæmni.
Kostnaður við rekstur kerfisins
kemur einnig fram í ýmiskonar af-
sláttargjöldum þar sem aðilar
kaupa sér aðgang að kerfinu. Hins-
vegar er talað um að þetta kerfi sé
okkar megineign á Bandaríkja-
markaði, það er að segja vöru-
merkið annars vegar og dreifikerf-
ið hinsvegar."
Sóknarfæri í smásölunni
Benedikt segir að nú sé verið að
endurskoða kerfið, því þó það sé
dýrt í rekstri veiti það tiltölulega
góðan aðgang að markaðnum.
Hann segist ennfremur telja að líta
verði á aðra möguleika í markaðs-
setningunni en þá sem felast í hinu
hefðbundna Food Service kerfi.
„Eg tel að við ættum þannig að
einbeita okkur eindregið að smá-
sölunni og nú þegar erum við að
koma upp búnaði til að pakka af-
urðum fyrir smásölu. Eftir því sem
ég hef komist næst er stærð sjáv-
arafurðamarkaðarins í smásölu í
Bandaríkjunum um 13 billjónir
dollara og því ætti að vera pláss
fyrir okkur á markaðnum," sagði
Benedikt.
Útflutningur Islenskra sjávarafurða á síðasta ári
4,5% aukning á út-
flutningi frá Islandi
HEILDARSALA íslenzki-a sjáv-
arafurða á síðasta ári dróst saman
um 2,6% miðað við árið áður og
nam verðmæti hennar um 16,6
milljörðum. Samdrátturinn stafar
einvörðungu af brottfalli viðskipta
IS á Kamtsjatka í Rússlandi.
Verðmæti útflutnings frá íslandi
nam 15,7 milljörðum króna og var
það 4,5% aukning frá árinu áður.
Mikil aukning varð í útflutningi á
þorskafurðum, rækju og loðnu, en
samdráttur í sfld og fiskimjöli.
Arlegur framleiðendafundur á
vegum IS var haldinn í Reykjavík
í lok þessarar viku. A þessum
fundi hittast framleiðendur og
seljendur og bera saman bækur
sínar og komu þar fram upplýs-
ingar um útflutning IS á síðasta
ári. „I ítarlegum framsöguerind-
um og umræðum er farið yfir at-
burði liðins árs og fjallað um áætl-
anir fyrir árið, sem fer í hönd.
Fundirnir í þessari viku voru með
þeim hætti að haldinn var sameig-
inlegur fundur fyrir hádegi báða
dagana, en eftir hádegi voru sér-
fundir þar sem einstökum fram-
leiðendum gafst kostur á að ræða
málin við fulltrúa sölufyrirtækja
IS. Seinni fundardaginn fluttu er-
indi Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, og
Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræð-
ingur. Fundina, sem haldnir voru í
aðalstöðvum IS við Sigtún í
Reykjavík, sóttu milli 70 og 80
manns, þar á meðal framkvæmda-
stjórar og sölustjórar fyrirtækja
IS erlendis.
Heildarsala
Heildarsala Islenzkra sjávaraf-
urða á árinu 1998 nam 16,6 millj-
örðum króna cif á móti 17 millj-
örðum króna árið 1997 og hafði því
dregizt saman um 2,6%. Heildar-
magnið var 104.604 tonn á móti
128.430 tonnum árið 1997 og nam
samdráttur í magni 18,6%. Þenn-
Heildarsalan
dróst saman um
2,6% og nam 16,6
milljörðum
Hlutfallsleg skipting
frystra sjávarafurða ÍS
á markaðssvæði 1998
Miðað við CIF-verðmæti
r Bandaríkin 17,5%
lÉj^ (18,9% 1997)
/ \Vestur-Evrópa
m 58>8%
^s3’9%iæ7>
S»^^Asíulönd 14,4% (18,5%)
Rússland, Eystras.r. 8,5% (8,2%)
Aðrir markaðir 0,8% (0,5% 1997)
an samdrátt má alfarið rekja til
brottfalls viðskipta við samstarfs-
fyrirtæki IS á Kamtsjatka.
títflutningur frá íslandi
Verðmæti útflutnings frá Is-
landi nam 15,7 milljörðum króna
og var það 4,5% meira en árið áð-
ur, þegar verðmæti útflutningsins
nam 14,9 milljörðum króna. Út-
flutt magn var 98.077 tonn á móti
105.007 tonnum í fyrra og er það
6,6% samdráttur.
Sala afurða, sem framleiddar
voru á Kamtsjatka, nam 1,3 millj-
örðum króna á árinu 1997, en
þeim var ekki til að dreifa á árinu
1998. Hins vegar jókst sala afurða
framleiddra í Namibíu um 628
milljónir króna í 746 milljónir eða
um 18,8%. Sala fyrir ýmsa aðra
erlenda framleiðendur jókst úr
193 milljónum í 243 milljónir eða
um 25,9%. Heildarsala erlendra
afurða narn þannig 989 milljónum
króna á móti 2.110 milljónum árið
1997.
Frystar afurðir
Útflutningur frystra afurða á
síðasta ári nam 13,9 milljörðum
króna og var það 6% meira en árið
áður, en þá var verðmæti útflutn-
ingsins 13 milljarðar. Útflutt
magn frystra afurða var 66.512
tonn og var það 4,1% minna en ár-
ið 1997.
Útflutningur frystra afurða nam
7,7 milljörðum króna og var það
9,8% meira en árið 1997. Útflutt
magn var 27.701 tonn, sem er 7,4%
aukning frá árinu áður. Þorskur-
inn er stór þáttur í þessum afurða-
flokki, en framleiðsla þorskafurða
jókst um 19,5% á árinu.
Útflutningur á frystri rækju
nam 4,4 milljörðum króna og var
það 10,9% meira en árið 1997. Mið-
að við verðmæti var árið 1998
mesta rækjuútflutningsár ÍS frá
upphafi, en hið útflutta magn var
alls 10.075 tonn. Þessi aukning
helgaðist einkum af mikilli aukn-
ingu í pillaðri rækju, sem skilaði
metárangri á árinu 1998.
Útflutningsverðmæti frystrar
loðnu og loðnuhrogna nam 1,4
milljörðum króna og var það 10,9%
meira en árið áður. Útflutt magn
var 25.414 tonn, sem var 7,2 aukn-
ing.
Mikið dró úr útflutningi á fryst-
um síldarafurðum á síðasta ári í
samræmi við mikinn samdrátt í
framleiðslu. Útflutt magn var að-
eins 3.101 tonn, samdráttur um
65% og verðmæti 184 milljónir
króna, samdráttur um 62,1%.
Af fiskimjöli voru flutt út 30.242
tonn að verðmæti 1,6 milljarðar
króna. Samdráttur í magni nam
15%, en 9,9% í verðmætum.
NORSKA flottrolls- og nótaskipið Fiskeskjær bætist í flota Vopnfirð-
inga í aprilmánuði næstkomandi.
Tangi hf. kaupir
skip frá Noregi
BJARNAREY ehf., sem er að
fullu í eigu Tanga hf. á Vopnafirði,
hefur samið um kaup á skipinu
Fiskeskjær frá Noregi. Skipinu er
ætlað að stunda veiðar á uppsjáv-
arfíski í nót og flotvörpu og hefur
það m.a. möguleika til kolmunna-
veiða.
Skipið, sem er smíðað í Noregi
árið 1972 og endurbyggt að hluta
árin 1985 og 1989, er búið 3.000
hestafla aðalvél, RSW kælikerfi
og ber um 1.300 tonn af bræðslu-
fiski.
„Skipið er í góðu ástandi, vel
tækjum búið og hefur togkraft á
við þau íslensku skip sem stundað
hafa kolmunnaveiðar að undan-
förnu með ágætum árangri. Tangi
hf. stefnir að því að mæta þessari
fjárfestingu að verulegum hluta
með sölu annarra eigna og jafn-
framt er ráðgert að heimild
stjórnar til að auka hlutafé um 100
milljónir króna að nafnverði verði
nýtt að hluta á árinu,“ segir í frétt
frá Tanga hf.
Friðrik Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Tanga hf., segir
skipakaupin geri fyrirtækinu
kleift að sækja sér aflareynslu í
kolmunna, en Fiskeskjær sé með
svipaðan togkraft og Þorsteinn
EA. Þá muni það auka möguleika
Tanga við veiðar úr norsk-ís-
lenzku sfldinni og nýtast við veiðar
á sffd og og loðnu í flottroll, þegar
veiðar í nót gangi illa.
Dagskráin þín er komin út
7. jan.-20. jan.
Ttmiwto
Stund
hefndarinnar