Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fimm ríki sögð hafa skipst á upplýsingum við UNSCOM Washington, París, London. Reuters. VOPNAEFTIRLITSNEFND Sameinuðu þjóð- anna í Irak (UNSCOM) skiptist á upplýsingum við fjórar þjóðir, auk Bandaríkjamanna, um vopnabúr Iraka, að því er haft var eftir Scott Ritter, íyi-rum starfsmanni nefndarinnar, í gær. Ritter vildi ekki segja um hvaða ríki væri þama að ræða, að öðru leyti en því að Frakkar og Rússar hefðu ekki átt slíkt samstarf við UNSCOM. Ritter hætti störfum íyrir nefndina í ágúst í mótmælaskyni við hvemig SP hagaði vopnaeftirlitinu. Reynist staðhæfíngar Ritters sannar þykir fréttaskýrendum að það muni flækja nokkuð ásakanimar um að Bandaríkin hafi notið aðstoð- ar UNSCOM til að njósna um írak. Virðast nú æ fleiri á þeirri skoðun að Bretar og Bandaríkja- menn hafi afskrifað frekara vopnaeftirlit á veg- um UNSCOM þegar þeir hófu flugskeytaárásir, sem vömðu í fjóra daga, á írak í síðasta mánuði. Samstarf um upplýsingaöflun en ekki njósnir? Ritter sagði í samtali við franska dagblaðið Lí- beration að UNSCOM hefði gert samninga við löndin fimm um að þau sæju vopnaeftirlitsnefnd- inni fyrir upplýsingum og í staðinn myndi það deila sínum upplýsingum með leyniþjónustum viðkomandi landa. Sagði Ritter að UNSCOM hefði verið þetta leyfilegt að því tilskildu að yfir- maðurinn, Richard Butler, gæfi grænt ljós á slíkt iyrirkomulag. Slíkir samningar vom, að sögn Ritters, alger- lega nauðsynlegir því UNSCOM hefði ella verið nánast vængstýft, ekki síst þar sem írakarnir gerðu sitt ítrasta til að torvelda vopnaeftirlitið. Tók ónefndur íyrrverandi starfsmaður UNSCOM undir þessi orð Ritters. „Það væri barnalegt að halda að hægt sé að leita falinna gereyðingarvopna án þess að grípa til aðferða sem notaðar em í leyniþjónustu og njósnum." I svipaðan streng tekur Svíinn Rolf Ekéus, íyrrverandi yfirmaður UNSCOM, í viðtali við Svenska Dagbladet í gær þótt hann leggi áherslu á að hann telji fregnir um njósnir vopnaeftirlits- manna á vegum Bandaríkjanna „rangar og blásn- ar upp úr hófi fram“. Sagði Ekéus að samstarf hefði verið haft við mörg lönd um vopnaeftirlitið og það gæti varla talist til tíðinda þótt Banda- ríkjamenn hafi e.t.v. getað nýtt sér með óbeinum hætti starf UNSCOM í írak því jafnvel Svíum hefði verið það fært. Frakkar neituðu boði um samstarf Scott Ritter heldur því fram að hann hafi sjálf- ur hitt fulltrúa frönsku leyniþjónustunnar að máli í því skyni að stinga upp á slíkum samningi milli vopnaeftirlitsnefndarinnar og Frakka. Frakkarn- ir höfnuðu hins vegar boðinu, að sögn Ritters, enda hefðu þeir komist að þeirri niðurstöðu „að með því að hjálpa okkur væra þeir einungis að að- stoða UNSCOM við að færa sönnur á að írakar vom í raun að brjóta bann um gerð gereyðingar- vopna og það myndi ekki, samkvæmt orðum Frakkanna, verða til þess að leysa deiluna." Lét franska utanríkisráðuneytið ekkert hafa eftir sér um þessar staðhæfingar Ritters í gær. Sagði Ritter, þegar hann var spurður um hvort Rússum hefði einnig verið boðinn slíkur samn- ingur, að þeir væm „vonlaust dæmi“. „Rússamir era í vinnu fyrir írakana." SÞ í Angdla Annað flug- vélaflakið loks fundið Luanda, Reuters. FLAK annarrar flugvélar Samein- uðu þjóðanna (SÞ) sem skotnar vom niður yfir átakasvæðum í Angóla í desember fannst í gær og reyndust allir fjórtán sem vom um borð látn- ir. Vélin hrapaði annan dag jóla í út- jaðri borgarinnar Huambo. Eftir mikinn þrýsting friðar- gæslusveita SÞ féÚust stríðandi fylkingar á tímabundið vopnahlé til að leit gæti hafist að vélunum. Seinni vélin var einnig skotin niður nærri Huambo en þar hafa geisað skæðir bardagar stjómarhersins og uppreisnarmanna UNITA. Issa Diallo, yfirmaður friðar- gæslusveita SÞ í Angóla, hefur knú- ið á um vopnhlé til þess að björgun- arsveitir gætu leitað á átakasvæð- inu. Fyrr í vikunni féllst stjómar- herinn á að aðstoða við björgunina og UNITA fylgdi fordæmi hans á fimmtudag. Diallo lýsti hins vegar yfir efasemdum um friðarhorfur. „Stríðið hefur hafist að nýju, við verðum að vera raunsæ,“ sagði hann. Reuters Mynt á túnfiskinn JAPANIR festa smámynt á stóreflis túnfisk í Nish- liður í bænum manna um velsæld en ekki fylgdi inomiya-helgidómnum í vesturhluta Japans. Er það sögunni hverrar trúar fólkið væri. Nýta húð af látnu fdlki til ágræðslu Kaupmanualiöfn. Morgunblaðið. LÆKNAR á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hyggjast sækja um leyfi til að nota húð af látnu fólki til húð- græðslu. Fyrirmyndin er sótt til bandarísks líftækniíyrir- tækis sem þróað hefur slíka að- ferð. Sænsku læknamir hafa sjálfir prófað að græða húðina til reynslu hver á annan og hafa tilraunimar tekist vel, að því er segir í frétt Expressen. Um er að ræða dauðhreins- aða húð sem líftækniíyrirtækið Life Cell selur undir vöm- merkinu Allo Derm. Húðin er fengin með því að taka húð af látnu fólki og meðhöndla hana svo nánast verður um niður- soðna, dauðhreinsaða húð að ræða. Sænsku læknarnir segj- ast ná bestum árangri með því að nota bæði Allo Derm og húð frá sjúklingnum, því þannig verði húðin teygjanlegri og mýkri en ef eingöngu er notuð húð frá Life Cell. Gerðu tilraunir hver á öðrum Sænsku læknarnir hafa ekki enn notað húðina á sjúklinga, en gert tilraunir hver á öðram, sem gefa góða raun. Þar sem húðin er dýr hyggjast sænsku læknarnir leita leiða til að framleiða húð í Svíþjóð og þá með húð af látnum Svíum, en til þess þurfa þeir leyfi sænskra yfirvalda. Lýtalæknir í Málmey er þegar farinn að nota banda- rísku húðina við aðgerðir, með- al annars til að gera getnaðar- lim karla gildari. Árangurinn varð þó ekki fullnægjandi, en læknirinn segir að sjúklingar hans setji það ekki fyrir sig þótt þeir viti hvaðan húðin komi. Það sé eingöngu verðið, um 250 þúsund íslenskar krón- ur, sem þeir kvarti yfir. Sænsku læknamir á Kar- ólínska sjúkrahúsinu sjá ekki siðferðileg tormerki á að nota húð af látnu fólki, enda sé húð- græðsla líffæraflutningur og slíkt eigi sér langa hefð í heil- brigðiskerfinu. Vangaveltur um tilhögun réttarhaldanna yfír Clinton í öldungadeild Bandarrkjaþings Hvíta húsið hyggst sýna fulla hörku HVÍTA húsið hefur gefið til kynna að verði niðurstaða öldungadeildar Bandaríkjaþings sú að leyfa vitna- leiðslur er réttað verður í máli Bill Clintons Bandaríkjaforseta, muni lögmenn forsetans sýna fulla hörku í réttarhöldunum og að þau geti dregist á langinn. Forsetinn er ákærður fyrir meinsæri og fyrir að hindra framgang réttvísinnar og hafa saksóknarar fulltrúadeildar- innar lýst því yfir að þeir vilji kalla fyrir um fimmtán vitni. Eitt þeirra er Monica Lewinsky, fyrrverandi ástkona Clintons, en hún gæti lent í miklum vanda vegna þess, að því er fullyrt er í The New York Times. Þá hefur klámkóngurinn Larry Flynt lýst því yfir að hann eigi í pokahorninu sannanir um framhjá- hald háttsetts repúblikana í full- trúadeildinni. Bíði hann einungis staðfestingar fyrrverandi eigin- konu þingmannsins áður en hann gefi upp nafn hans. „Þessi náungi er gimsteinn," sagði Flynt sem kveðst hafa greitt alls um 3 millj- ónir dala fyrir uppljóstranir um framhjáhald þingmanna. Hvíta húsið hefur reynt að ná samkomulagi við repúblikana í öld- ungadeildinni um fyrirkomulag rétt- arhaldanna en lögmenn forsetans vilja fyrst og fremst koma í veg fyrir vitnaleiðslur. Hafa þeir sagst munu fallast á að byggt verði á 7.000 síðna skýrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara um málið, gegn því að vitnum verði sleppt. Þeir leggja hins vegar áherslu á að með því sé ekki sagt að þeir fallist á allt sem fram komi í skýrslunni, hvorki vitnisburði né niðurstöður Starrs. Verði niðurstaðan vitnaleiðslur krefjast lögmenn forsetans þess að fá að ræða við vitni saksóknara full- trúadeildarinnar áður en þau koma fyrir. Þá munu þeir líklega krefjast þess að fá aðgang að skjölum tengdum rannsókninni sem Hvíta húsið hefur hingað til ekki fengið að kynna sér. Lögmennirnir hafa gefið í skyn að þeir kunni að kalla fyrir vitni en neita að gefa upp hver. Lewinsky vill ekki vitna Verði Monica Lewinsky stefnt fyrir rétt öldungadeildarinnar er henni nauðugur einn kostur að mæta og svara öllum spurningum sannleikanum samkvæmt en það vom skilyrði samnings sem hún gerði við Kenneth Starr, sérskipað- an saksóknara í málum Clintons, í júlí sl. Að sögn vina hennar óskar hún þess hins vegar síst af öllu að þurfa að mæta fyrir rétt að nýju. „Hugsið ykkur hve erfitt það var henni að bera vitni um svo persónu- leg mál fyrir kviðdómi á bak við luktar dyr. En að svara svipuðum spurningum í sal öldungadeildar- innar? Það myndi reynast henni af- ar erfitt," sagði einn vina Lewin- sky. En fleiri atriði gætu reynst henni erfið því telji Starr að Lewinsky segi ósatt við yfirheyrsl- ur í öldungadeildinni, gæti hann aflétt þeirri friðhelgi sem hann samdi um við hana í júlí sl. gegn því að hún bæri vitni um samband sitt við forsetann. Gæti Starr í kjöl- farið sótt hana til saka fyrir mein- særi. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að Lewinsky er illa und- ir vitnaleiðslur búin. Hún taldi að með vitnisburðinum fyrir rann- sóknardómi í júlí sl. væri hennar þætti í málinu lokið. Lewinsky hefur látið lítið á sér bera síðustu mánuði. I lok síðasta árs flutti hún til Los Angeles en í vikunni átti hún hins vegar fundi með útgefanda „Sögu Monicu“ sem væntanleg er á markað innan skamms en höfundurinn er Bretinn Andrew Morton, sá hinn sami og skrifaði ævisögu Díönu prinsessu. Þá hyggst Lewinsky mæta í einka- viðtal á ABC-sjónvarpsstöðinni í febrúar til Barböm Walters en dragist réttarhöldin fram í næsta mánuð, kann það að seinka viðtal- inu. I áðurnefndu samkomulagi við Starr hét Lewinsky því að ræða ekki við neinar fréttastofur á með- an á rannsókn málsins stæði, nema leita fyrst samþykkis Starrs. Hefur hann ítrekað komið í veg fyrir að hún veiti viðtöl, jafnvel þótt efnið varði ekki rannsóknina. Tripp í íj ár hags vandræðum Tímafrek rannsókn Starrs hefur kostað þá sem kallaðir hafa verið fyrir sem vitni mikil fjárútlát. Linda Tripp, sem tók upp samtöl sín við Lewinsky um samband þeirrar síðamefndu við forsetann, hefur nú lýst því yflr að líf sitt og fjárhagur séu í rúst vegna málsins. Reikningar lögmanna hrannast upp, nema nú um 325.000 dollumm, rúmum 22 milljónum, og hefur hún óskað eftir framlögum í sjóð sem hún hefur stofnað til að greiða lög- fræðikostnað. Tripp segir að hún óttist um ör- yggi sitt og fjölskyldu sinnar, auk þess sem hún sé hrædd um að missa vinnuna. Tripp starfar hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og hefur verið gert að vinna heima hjá sér í „atvinnubótavinnu" að því er hún segir sjálf þar sem yfirmenn hennar vilji ekki að hún mæti til vinnu í ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.