Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 30

Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 30
30 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Evrópuþingmenn krefjast afsagnar tveggja meðlima framkvæmdastjórnar ESB Misferlisásakanir þrengja að framkvæmdastjórninni TILLAGA um vantraust á fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins (ESB) verður borin upp á Evrópu- þinginu (EÞ) á mánudag. Hvatinn að tillögunni eru ásakanir um að með- limir framkvæmdastjómarinnar hefðu gerzt sekir um fjármálamis- ferli og spillingu. Eftir að formenn stærstu þingflokkanna mæltust á fímmtudag báðir til þess að þing- menn greiddu tillög- unni ekki atkvæði þyk- ir ljóst að hún muni falla um sjálfa sig. Flokksagi er þó mun minni í þingflokkum Evrópuþingsins en tíðkast á þjóðþingum og í gær lýstu þing- menn úr næststærsta þingflokknum því yfír, að segi þeir tveir með- hmir framkvæmda- stjómarinnar sem mis- ferlisásakanimar hafa einkum beinzt gegn ekki af sér, muni þing- mennimir styðja van- traust á framkvæmda- stjómina í heild. Að til svo alvarlegs ágreinings milli þings kvæmdastjórnar skuli koma í upp- hafi síðasta skipunarárs hinnar 20 manna framkvæmdastjómar helgast líklega að hluta til af því, að í júní næstkomandi fara fram kosningar til Evrópuþingsins, sem veldur því að hinar mismunandi flokkafylkingar sjá sér hag í því að láta að sér kveða með þessum hætti. Vantrauststillagan sem þingmenn úr röðum stærsta þingflokksins, jafn- aðarmanna, bera upp, á formlega upptök sín í ásökunum um að nokkrir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar og embættismenn hennar séu ábyrg- ir fyrir sóun á fé sambandsins, að hygla vinum og vandamönnum með stöðuveitingum og vel borguðum verkefnum og fleiru í þeim dúr. Til að gera framkvæmdastjóminni skylt að víkja þarf vantrauststillaga að hljóta samþykki að minnsta kosti tveggja af hverjum þremur fulltrúum á þinginu. Afstaða stærstu þingfiokk- anna, jafnaðarmanna (214 fulltrúar) og kristilegra demókrata (202 fulltr.) hefur því úrslitaáhrif á útkomuna. Pauline Green, þingflokksformað- ur jafnaðarmanna, lagði vantrausts- tillöguna fram í síðasta mánuði, en sagðist sjálf myndu styðja fram- kvæmdastjórnina. Atkvæðagreiðsla Ljóst þykir, að vantrauststillaga á fram- kvæmdastjórn ESB, sem borin verður upp á mánudag, verði felld. En pólitískar af- leiðingar umræðunnar um hana, skrifar Auðunn Arnórsson, gætu orðið erfiðar. Jacques Santer Manuel Marin Edith Cresson Paul van Buitenen og fram- um slíka tillögu væri hins vegar nauðsynleg til að endurreisa traust á stjómina, sem stendui' frammi fyrir mörgum krefjandi verkefnum. En jafnvel þótt tilskilinn meiri- hluti styddi tillöguna hefði það í raun ekki aðrar afleiðingar en þær að veikja framkvæmdastjórnina póli- tískt. Hún yrði að vísu að segja af sér en myndi sitja áfram sem starf- stjóm unz eftirmenn núverandi með- lima yrðu skipaðir. Þar sem skipun- arferlið er þungt í vöfum má reikna með því að starfstjórnin yrði hvort eð er að sitja út árið. Og að veikja framkvæmdastjórnina núna, þegar mjög mikilvæg verkefni eru framundan við uppstokkun á innvið- um sambandsins og samningavið- ræður við væntanleg ný aðildarríki í austri, væri um það bil það versta sem hent gæti ESB. Cresson og Marin aðalskotmörkin Spillingarásakanimar beinast aðal- lega að tveimur meðlimum þess teym- is sem Santer fer fyrir; hinni frönsku Edith Cresson og Spánverjanum Manuel Marin. Cresson er fyrrver- andi forsætisráðherra Frakklands og fer með málefni rannsóknasamstarfs og er sökuð um að hafa útvegað vinum og vandamönnum vel borgaðar stöður og verkefni á vegum ESB, en Marin fór með þróunaraðstoðarmál á því tímabili sem ásakanir eru uppi um að stundað hafi verið misferli með fé sem átti að fara í þróunaraðstoð. „Ef Marin og Cresson segja ekki af sér munum við greiða atkvæði gegn framkvæmdastjórninni," hótaði Ingo Friedrich, þýzkur meðlimur Evrópu- þingflokks kristOegra demókrata. Cresson sagði í viðtali við Reuters í gær að hún hefði ekkert gert af sér og ekki kæmi til greina að hún segði af sér. Hún sagði ásakanirnar ekki vera annað en viðurstyggilega áróð- ursherferð gegn sér. í stofnsáttmála ESB er ekki gert ráð fyrir að EÞ geti lýst vantrausti á einstaka meðlimi framkvæmda- stjóiTiarinnar. „Framkvæmdastjóm- in vinnur sem eining . . . Sjálf hug- myndin um vantraust á einstaka meðlimi er óraunhæf. Annað hvort er öll framkvæmdastjómin fjarlægð eða ekkert er gert,“ sagði talsmaður framkvæmdastjómarinnar. Hún tók fram að til væm aðrar þar til ætlaðar leiðir til að svipta einstaka meðlimi framkvæmdastjórnarinnar embætti, ef þeir hefðu raunverulega gerzt sek- ir um vítaverð embættisafglöp. En það era ekki aðeins gamlar syndir Cresson og Marins sem fara fyrir brjóstið á þingmönnum á Evr- ópuþinginu; viðbrögð Santers og framkvæmdastjómarinnar við at- hugasemdum þingsins hafa einnig reitt menn til reiði. Nýjasta dæmið um þetta er tíma- bundinn brottrekstur embættis- manns, í innra eftirliti framkvæmda- stjórnarinnai'. Maðurinn, Hollend- ingurinn Paul van Buit- enen, hafði komið skjöl- um í hendur þingmanna græningja þar sem fram koma dæmi um hvernig framkvæmdastjómin hafi reynt að breiða yfir misferli. Santer lýsti því yfír á blaðamannafundi á mið- vikudag að brottrekstur van Buitenens væri rétt- mætur þar sem hann hefði brotið starfsreglur og breitt út „stoðlausar sögusagnir“. En Santer viðurkenndi að fram- kvæmdastjórnin hefði átt við afmörkuð „vandamál" að stríða í fjármálastjórnun. Nú horfði allt til betri vegar og til stæði að að setja strangar hegðunarreglur fyrir framkvæmdastjómina. Sumum þingmönnum þótti Sant- er sýna takmarkaða virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum, þegar hann tilkynnti að framkvæmda- stjórnin myndi ekki segja af sér ef tilskilinn tveggja þriðju hluta meirihluti næst ekki fyrir van- trausti. Með þessu hafi hann gefið til kynna, að „þingið geti gelt eins og því sýnist,“ það myndi ekki hafa nein áhrif á starf framkvæmda- stjórnarinnar. Liður í endurkjörsbaráttu? Margir þingmenn era ósáttir við viðbrögð Santers eftir að þingið hafði neitað að leggja blessun sína yfir reikninga ESB fyrir árið 1996 18. desember síðastliðinn, en það er upphafið af þeim hnút sem samskipti ESB-stofnananna tveggja eru nú komin í. Sagði Santer að gæfi þingiði ekki samþykki sitt ætti það að vera samkvæmt sjálfu sér og bera bara strax upp vantrauststillögu. Segja gagnrýnendur að hann hafi gefið til kynna að sér væri ekki umhugað um að finna lausn á hinu tiltekna vanda- máli, heldur aðeins um að liðsheildin héldi velli. Danir og Svíar ræða evruna Stokkhólmi, Kaupmannahöfn. Reuters. GILDISTAKA evrannar hefur vakið upp mikla umræðu í Danmörku og Svíþjóð um það, hvort Danir og Sví- ar eigi að gerast aðilar að hinni nýju mynt. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur ákveðið að afstaða verði tekin tii máls- ins á flokksþingi jafnaðarmanna, sem fara með stjóm landsins, í upphafi næsta árs. Er það níu mánuð- um fyrr en áætlað hafði verið. Persson vildi í viðtali við sænsku fréttastofuna TT ekki tjá sig um það hvenær kynni að verða efnt tii þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. „Eg vil ekki ákveða neina dagsetningu varðandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. I mínum huga skiptir mastu máli þessa stundina að rétt sé farið með málið innan Jafnaðarmanna- flokksins,“ sagði Persson. Að mati flestra er sú ákvörðun að færa flokkþingið frá september fram í janúar tekin til að hægt verði að halda hugsanlega þjóðaratkvæða- greiðslu fyiT. Erik Asbrink fjármála- ráðherra og Anna Lind utanríkisráð- herra hafa bæði lýst því yfir að æskilegt væri að afstaða Svía lægi fyrir áður en þeir taka við for- mennsku í ráð- herraráði ESB í byrjun næsta árs. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem B0rsen birti í gær, myndu 50% Dana greiða atkvæði með aðild að evrunni ef þjóðaratkvæðagi'eiðsla yrði haldin nú. 32% kjósenda voru hins vegar á móti því að taka upp evru sem gjaldmiðil. Þetta er átt- unda könnunin af níu sem sýnir að meirihluti kjósenda vill taka upp hinn samevrópska gjaldmiðil. Sögulegur fundur JÓHANNES Páll páfi tók í gær á móti forsætisráðherra Ítalíu, Massimo D’Alema. D’Alema er fyrrverandi meðlimur kommún- istaflokksins en kaþólska kirkjan útskúfaði kommúnistum úr kirkjulegu samfélagi árið 1948. D’Alema varð forsætisráð- herra í október sl. en ríkisstjórn hans er sú fyrsta í hálfa öld sem í sitja fyrrverandi marxistar. Kommúnistar á Ítalíu hafa löng- um hæðst að kaþólsku kirkjunni og gagnrýnt Páfagarð fyrir að vera hluti hins spillta flokks kristilegra demókrata. Þykir fundurinn marka tímamót og sýna vilja Páfagarðs til sátta. Stúdentar skotnir í óeirðum TVEIR stúdentar voru skotn- ir til bana af lögreglu þegar átök bratust út eftir mót- mælagöngu háskóla- fólks í Jak- arta í Ind- ónesíu. Fregnir herma að lögregla hafi hafið skothríð að fólkinu eftir að nokkrii' stúdentar höfðu ráðist inn á nær- hggjandi lögreglu- stöð og búðir og framið þar skemmdai'verk. Ofriður hefur ríkt í Indónesíu síðastliðna mánuði vegna efnahagslegra erfiðleika og pólitískrar spill- ingar. Milljónir manna lifa undir fátæktarmörkum og undanfarið hefur mikið borið á kynþátta- og trúarbragða- deilum. Anwar kærir Mahathir FYRRVERANDI fjármála- ráðherra Malasíu, Anwar Ibrahim, kærði í gær forsæt- isráherra landsins, Mahathir Mohamad, vegna áverka er hann hlaut eftir barsmíðar lögreglumanna 20. september síðastliðinn. Hann sagði for- sætisráðherrann ábyrgan fyr- ir ósæmandi hegðun lögregl- unnar. Pillan án aukaverkana MILLJÓNIR kvenna sem tekið hafa getnaðarvarnarpill- una síðastliðna fjóra áratugi geta nú andað léttar. Niður- stöður 25 ára langtímarann- sóknar sem gerð var í Englandi sýna að pillan hefur engar langvarandi aukaverk- anir. Er þetta stærsta rann- sókn sinnar tegundar er framkvæmd hefur verið. En alls var fylgst með 46.000 konum frá því um miðjan sjö- unda áratuginn. Meginniður- staðan er sú að 10 árum eftir að konur hætta að nota pill- una, era líkumar á því að fá banvænan sjúkdóm þær sömu og hjá þeim er aldrei tóku hana að staðaldri. Rithöfundur leitar hælis í Noregi NORSK frelsissamtök til- kynntu í gær að íranskur rit- höfundur, Mansoui' Koushan, hefði sótt um pólitískt hæli í Noregi. Tveir félagar Kous- hans vora meðal pólitísku and- ófsmannanna er fyrir stuttu vora skotnir í Iran. Hann er sagður í hættu muni hann snúa aftur til írans. Koushan er einn af sex mönnum sem reyndu í fyira að endurvekja bönnuð samtök óháðra skálda sem hafa verið athvarf vinstri- sinnaðra og ffjálslyndra rit- höfunda í áraraðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.